Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þorlákshöfn - Fyrir tæpu ári fengu íþróttafélögin í Þorlákshöfn afnot af aðstöðu sem sveitarfélagið Ölfus hafði notað fyrir starfsemi sína áð- ur en flutt var í nýja ráðhúsið. Til að aðstaðan nýttist sem best vant- aði sjónvarp og myndbandstæki. Bæjarstjórn Ölfuss gaf Umf. Þór myndbandstæki í 40 ára afmæl- isgjöf á síðasta ári og nú fyrir skömmu færðu Kiwanismenn Umf. Þór og Knattspyrnufélaginu Ægi myndarlegt sjónvarp að gjöf. Þeir Reynir Guðfinnsson, formaður Æg- is, og Jón H. Sigurmundsson, for- maður Þórs, veittu sjónvarpinu við- töku. Það voru þeir Þorleifur Björgvinsson, formaður styrkt- arnefndar, og Ragnar Matthías Sig- urðsson, forseti Kiwanisklúbbsins Ölvers, sem afhentu. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Reynir Guðfinnsson, formaður Knattspyrnufélagsins Ægis, og Jón H. Sigurmundsson, formað- ur Umf. Þórs, veita viðtöku sjón- varpi frá Kiwanismönnum, Þor- leifi Björgvinssyni, formanni styrktarnefndar, og Ragnari M. Sigurðssyni forseta. Kiwanis- klúbburinn Ölver gaf sjónvarp Hvammstanga - Undirritaður hefur verið samningur um fjarvinnslu milli Þjóðminjasafns Íslands og Forsvars ehf. á Hvammstanga. Samningurinn kveður á um að Forsvar ehf. annast skráningu í gagnagrunninn Sarp, sem Þjóðminjasafn hefur látið búa til. Sarpur er gagnagrunnur í kerf- inu Lotus Notes og á að hýsa hvers kyns gögn um fornminjar, muni á söfnum, myndasöfn og aðrar upplýs- ingar sem nýtast við vörslu safnaðra heimilda og muna. Samningurinn var undirritaður í Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði af Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði og Karli Sigurgeirssyni, framkvæmda- stjóra Forsvars ehf. Valin til undir- ritunar var gestastofan í Tungu- nessbæ, sem er til húsa í safninu. Viðstaddir voru stjórn Forsvars ehf. og fjármálastjóri Þjóðminjasafns, ásamt Pétri Jónssyni, forstöðumanni byggðasafnsins. Skv. samningnum er Forsvari ehf. heimilt að annast skráningu fyrir önnur söfn sem gerst hafa aðilar að Sarpi og hefur þá helst komið til greina Byggðasafnið á Reykjum. Margrét sagði ánægjulegt að sam- starfið væri komið á og kvað samn- inginn eflaust styrkja safnaumhverfi á svæðinu. Skráning muna væri mik- ilvægur þáttur í hlutverki safna og auðveldaði aðgengi að þeim. Karl Sigurgeirsson sagði að markmið Forsvars ehf. hefði ætíð verið að finna samstarfsaðila um fjarvinnslu og Þjóðminjasafn væri afar verðug- ur aðili. Með samningnum og vænt- anlegum skráningum fyrir önnur söfn má ætla að tvö störf bætist við starfsemi Forsvars ehf., til viðbótar við fjóra starfsmenn fyrirtækisins. Samið um fjarvinnslu Morgunblaðið/KÁS Frá undirritun samningsins um fjarvinnslu í Tungunesbæ. F.v. Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður, Bjarni Þór Einarsson og Karl Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Forsvars ehf. Egilsstöðum - Árleg Fljótsdalsreið Hestamannafélagsins Freyfaxa fór fram nýlega. Lagt var upp frá Val- þjófsstað í Fljótsdal í fögru vetrar- veðri og menn og hestar ólmir að spretta frísklega úr spori, svo ekki sé minnst á hundana sem kútveltust af æsingi milli reiðskjótanna. Marjatta Kojo, formaður útreiðar- nefndar, var að leggja á 7 vetra fol- ann Smára þegar fréttaritara bar að. Hún sagði Fljótsdalsreið vera orðna áratuga gamla hefð, sem áður fyrr hefði staðið í tvo daga með balli og skralli, en nú væri þetta dagsferð sem endaði í kaffi og bakkelsi. Venjulega hefur Fljótsdalsreið farið fram um páska, en þar sem svo einkennilega vill til að um það leyti er oftast nær slydda eða hríðarveð- ur, þótti mönnum ástæða til að flýta ferðum í ljósi þess að lítið var að ger- ast hjá félaginu og veðurspá góð. Við ætlum að ríða inn í Norður- Sprett úr spori í árlegri Fljótsdalsreið Fríður hópur leggur upp í Fljótsdalsreið Freyfaxa. Til hægri er Marjatta Kojo, formaður útreiðarnefndar Freyfaxa, með 7 vetra folann Smára. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir dal,“ sagði Marjatta um skipulag reiðarinnar að þessu sinni. „Fljóts- dælir ráða ferðinni að þessu sinni svo sjálfsagt verður riðið rösklega. Auð- vitað er áð reglulega og hvílst, spjall- að saman og sungið. Aðalatriðið er að fólk hafi gaman af þessu.“ Menn koma sumir um langan veg með hross sín til að taka þátt í sam- reiðinni. Marjatta, sem er frá Egils- stöðum, sagði nauðsynlegt fyrir hestamenn þaðan að komast út fyrir bæinn, því þar séu blátt áfram engar reiðleiðir. „Okkur hundleiðist og verðum að komast aðeins út í sveit á almennilegar reiðleiðir, eftir að vera búin að ríða á malbikinu allan vet- urinn innan um endalausa bílaum- ferð. Um 30 manns tóku að þessu sinni þátt í Fljótsdalsreið. Í Freyfaxa eru nú um 140 félagar og eru þeir af Fljótsdalshéraði öllu, Reyðarfirði og Eskifirði. Laxamýri - Miklar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjugarðin- um á Þverá í Laxárdal S-Þing., en norður- og austurhlið garðsins hafa verið endurhlaðnar. Þá hefur garðurinn verið stækkaður til norðurs en hann var að mestu út- grafinn og því plásslítill. Á kom- andi sumri stendur til að halda áfram verkinu, en það er þá eink- um suðurhliðin sem á að gera upp. Það er Áskell Jónasson bóndi sem hefur haft umsjón með verk- inu en til þess þurfti mikið af grjóti, m.a. afganga úr kirkjunni sem ekki voru notaðir þegar hún var byggð. Þverárkirkja er merkilegt hús úr höggnu móbergi og var kalk- límd, en það var árið 1878 sem hún var byggð af Jóni Jóakimssyni, þá- verandi bónda á Þverá og langafa Áskels. Grjótið var flutt austan úr heiðinni hinum megin við Laxá þegar hún var ísi lögð og má ætla að það hafi verið mikið verk að höggva til allt þetta grjót og koma því heim að Þverá. Þverárkirkja er enn bændaeign og er Áskell eigandi hennar. Kirkj- an þykir hið fegursta hús, en á henni er turn og í honum búið um tvær klukkur með ramböldum. Hún er með gullstirnda hvelfingu og í henni er gömul altaristafla eft- ir Arngrím Gíslason málara. Hann mun hafa dvalið í Laxárdal um skeið, en foreldrar hans bjuggu um tíma á Auðnum. Nokkrum sinnum hefur verið gert við kirkjuna, síð- ast 1957, og var hún þá m.a. máluð að utan og innan og litaðar rúður settar í austurstafnglugga. Að sögn Áskels hefur kirkjan ekki miklar tekjur þar sem svo fátt fólk býr í sókninni, en fjármagn til framkvæmdanna nú hafi fengist úr kirkjugarðasjóði þannig að hægt verður að ljúka verkinu. Á Þverá í Laxárdal er kunnur torfbær sem Áskell ólst upp í og fækkar nú þeim Íslendingum sem alist hafa upp í slíkum húsakynn- um. Þá eru á Þverá merk útihús úr torfi og hafa fjárhús frá 1850 verið gerð upp, einnig fjós sem áfast er bæjarhúsunum. Þjóðminjasafnið hefur horft til Þverár með það í huga að þar mætti reka búskap með gömlum vinnuaðferðum. Tilgangurinn væri að sýna ferðamönnum og komandi kynslóðum þennan hluta af menn- ingararfi þjóðarinnar, sérstaklega þar sem á Þverá eru heildstæðustu búsetuminjar sem finnast á land- inu. Kirkjugarðurinn á Þverá í Laxárdal endurhlaðinn Kirkjan á Þverá. Áskell Jónasson við kirkjugarðsvegginn. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Altaristafla kirkjunnar þykir merkilegt málverk. Myndin er eftir Arngrím Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.