Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 37

Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 37 K O R T E R ...veldu rétt kr. kr. Frábært FYRIR ári eða svo var tekið upp á þeim sið að hengja upp myndverk í sali jarðhæðar Hrafnistu í Hafnar- firði og er nú orðið að föstum dag- skrárlið í húsinu. Fyrst voru þar til sýnis verk Sveins Björnssonar en síð- an hafa fleiri riðið á vaðið. Um þessar mundir sýnir Sólveig Eggerz Péturs- dóttir, sem nú er þar vistmaður, um 100 myndverk frá ýmsum tímum á ferli sínum. Ekki er beinlínis um skipulagða yfirlitssýningu að ræða en verkin spanna þó allan feril listakon- unnar, eða frá fyrstu tilraunum sem hún gerði 13 ára. Er til frásagnar, að hún var samtíða fyrrnefndum Sveini Björnssyni í Vestmanneyjum og bæði dunduðu stíft við myndgerð. Hlé varð á þeirri iðju hjá Sveini er hann þurfti að fara að hjálpa móðir sinni við að framfleyta heimilinu, eða allt þar til sköpunarkrafturinn braust óhaminn út löngu seinna, og nú á Halamiðum. Einnig myndaðist eyða hjá Sólveigu er hún gifti sig og dvaldist langdvöl- um erlendis, aðallega í London, en er börnin stækkuðu og komið var heim til gamla landsins var þráðurinn tek- inn upp aftur og engan veginn aftur snúið. Rýninum var boðið að kynna sér framtakið á dögunum og þykir rétt að vekja hér athygli á, þótt ekki sé um opinbera sýningastarfsemi að ræða og kallar ekki endilega á sérstakar umsagnir gagnrýnenda. Hér er ein- faldlega á ferð lofsverð starfsemi sem vert er að gefa gaum og skylt að styðja við bakið á, myndlistin sem lífsfylling á nefnilega ekki síður er- indi við eldri en yngri kynslóðir. Þá gerir það heimsóknir vina og vanda- manna á staðinn að meiri lifun ef þeir eiga von á að geta reglulega borið ný skilirí augum á veggjunum, og því áhugaverðari þeim betra. Sjálfur hafði ég aldrei komið í þetta hús áður, hafði hins vegar um tveggja ára skeið (1956–́58) vinnuaðstöðu í Hrafnistu í Reykjavík, meðan aðalálmurnar voru í byggingu svo ég er ekki með öllu ókunnur vettvanginum. Hafði í raun fyrst skundað á Laugarásinn, enda ekki fullljóst um hvora Hrafnistuna væri að ræða! Mikil umskipti hafa orðið um við- horf til aldraðra víðast hvar, leitast við að gera þá virkari og athafna- samari, lífið er nefnilega ekki búið fyrr en áhuginn á umheiminum er horfinn. Einkum mikilvægt að gera aldraða að áhugasömum þátttakend- um þess sem er að gerast á sviði vís- inda og lista, öllum andlegum og safa- ríkum grómögnum. Á seinni árum hefur orðið algeng- ara að rekast á hópa áhugasamra eldri borgara á söfnum og stórsýn- ingum. Í mörgum tilvikum er það í fyrsta skipti sem þeir fá tækifæri til að kynnast þessum hliðum mannlífs- ins, nýtt svið opnast og nýjar heila- sellur vakna til lífs, sem skerpir minnið og tilfinninguna fyrir um- hverfinu. Er þannig séð bein heilsu- rækt í ljósi þess hve lífsnautnin og andleg vellíðan hefur mikil áhrif á starfsemi líkamans. -Það kennir margra grasa á sýn- ingu Sólveigar Eggerz Pétursdóttur, listakonan hefur víða komið við á tæknisviðinu en þó mun hún þekktust fyrir málaðar rekaviðarspýtur. Þær urðu að sérstökum og í bland ófreskum heimi hvar ójöfnur og kvistir urðu að hlutvaktri undraver- öld sem höfðaði mikið til fólks. Hún hélt fjölmargar sýningar sem mest- megnis byggðust á þeirri afmörkuðu athafnasemi, ekki einungis á Íslandi heldur víða um heim. Og þótt lista- konan þyrfti síður en svo að kvarta yfir móttökunum í heimalandi sínu, vakti þessi iðja hennar jafnvel enn meiri athygli ytra. Erlendum starfs- bræðrum okkar sem rýnum í mynd- list hugnaðist hún þannig oftar en ekki til muna betur, og listakonan var þar af leiðandi iðulega umsetin for- vitnu fjölmiðlafólki, um það bera hin- ar mörgu blaðaúrklippur víða að, er líta getur á veggjum sýningarinnar, ljósan vott. Enn eitt dæmi þess að langt að komnir áhugamenn um fag- urfræði líta nokkuð öðrum augum á íslenzka myndlist en landinn. Leita raunar af sama ákafa að haldfestu í einhverjum sérkennum og margur Frónbúinn gerir er fjarlægar þjóðir eru sóttar heim. Segja má að Sólveig hafi alla tíð ræktað barnið í sér og að myndsköp- un hennar hafi meira einkennst af sjálfsprottnum lifunum en djúpum pælingum á innri lögmálum grunn- flatarins og þeim möguleikum sem slík könnun býður upp á. Gagntekin þeirri sérstöku ánægju að hafa verk- færin og litina á milli handanna, upp- lifa sjónbylgjur umhverfisins kristall- ast á myndfletinum og hugsýnir þróast á rekaspýtunum. Þetta hafa útlendir vísast greint betur en sam- landarnir, iðja hennar og föng jafn- framt þótt nýstárlegri á fjarlægum slóðum. Eins og fyrr segir er þetta er ekki formleg og skipulögð yfirlitssýning, heldur samtíningur víða að og ekkert fær gesturinn á milli handanna. Hug- myndin að baki önnur en um skyldar framkvæmdir í opinberum sýningar- sölum. Þar af leiðandi verður að nálg- ast hana á annan hátt en slíkar. En sjálf starfsemin er afar lofsverð og miklu skiptir að hér verði framhald á, menn læri af reynslunni og meiri skil- virkni gæti. Í ranni fortíðar MYNDLIST H r a f n i s t a H a f n a r f i r ð i Opið fyrir gesti heimilisins næstu vikurnar. Aðgangur ókeypis. MYNDVERK – SÓLVEIG EGGERZ PÉTURSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson Sumardagur í sveit, vatnslitir. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Máluð rekaviðarspýta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.