Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 24. mars nk. Kl. 10:00-12:00 Kaffi að Gylfaflöt 19 (opið hús) Kl. 13:00-14:45 Sérgreinafundir - Hótel Loftleiðum - Þingsölum Verkstæðafundur Staðaltímar - Notkun - rekstrarumhverfi FMB - Nýtt húsnæði - Meistaranám Nýr kennslubúnaður fyrir rafkerfi bifreiða Bílamálarar og bifreiðasmiðir Námskeið í Cabas tjónamatskerfi a) Tjónamat b) Málning í Cabas-kerfinu FMB - Nýtt húsnæði - Meistaranám Gæðaátak - Vottun á réttingarverkstæðum - kröfur - eftirlit - kynning Bifreiðainnflytjendur Horfur í bílainnflutningi - Jafnvægi - Sveiflur Verðskrá notaðra bíla - Vefviðmót Skráningargjöld bifreiða - Olíugjald Námskeið - Meistaranám Smurstöðvar FMB - Nýtt húsnæði - Námskeið - Menntun Gæðaátak á smurstöðvum. a) Gæðakröfur olíufélaganna til þjónustuaðila b) Endurskoðum Nýjungar og þróun í efnum og tækjum Varahlutasalar FMB - Nýtt húsnæði - Tæki - Kynningar Námskeið - Meistaranám Reynsla af fyrri námskeiðum Kl. 15:00 - 16:00 Aðalfundur - Þingsal 1 Fundursetning: Bogi Pálsson, formaður BGS Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kl. 16:00 - 17:00 30 ára afmælisfundur - Þingsal 1 1. Ávarp Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 2. Þróun í starfi BGS í 30 ár. Jónas Þór Steinarsson, framkvændastj. 3. Staða neytenda í dag Runólfur Ólafsson, framkvændastj. 4. Kennsla - meistaranám - Tækninýjungar Snorri Konráðsson, framkvændastj. 5. Opnun vefsíðu BGS Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra Kl. 17:00 - 19:00 Móttaka í tilefni 30 ára afmælis BGS - Blómasal UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Banda- ríkjanna vísaði fjórum meintum njósnurum Rússa úr landi í gær og tilkynnti stjórninni í Moskvu að 46 Rússar til viðbótar, stjórnarerind- rekar sem eru grunaðir um njósnir, yrðu að fara frá Bandaríkjunum fyrir 1. júlí. Er þetta mesta fjöldabrottvís- un meintra njósnara frá lokum kalda stríðsins. Nokkrir embættismenn í Moskvu sögðu að Rússar myndu svara í sömu mynt og einn þeirra lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „njósnaþráhyggju“ og „afturhvarfi til tíma kalda stríðsins“. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins staðfesti síðdegis í gær að 50 rússneskum stjórnarerindrek- um yrði vísað úr landi og fjórir þeirra ættu að fara innan tíu daga. Er þetta mesti fjöldi rússneskra stjórnarer- indreka sem fyrirskipað er að fara frá Bandaríkjunum frá því að stjórn Ronalds Reagans rak 80 sovéska stjórnarerindreka úr landi árið 1986. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa skýrt sendiherra Rússlands, Júrí Úshakov, frá þessari ákvörðun á fundi í banda- ríska utanríkisráðuneytinu. Banda- rískir embættismenn sögðu að Rúss- arnir fjórir, sem vísað var tafarlaust úr landi, hefðu verið tengiliðir rúss- nesku leyniþjónustunnar og Roberts Hanssens, starfsmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem var handtekinn 18. febrúar fyrir njósnir í þágu Rússa síðustu 15 árin. Bob Graham, varaformaður leyniþjón- ustunefndar öldungadeildar þings- ins, sagði að fjórmenningarnir væru þegar farnir frá Bandaríkjunum. Heimildarmaður Washington Post, sem starfaði í utanríkisráðu- neytinu í forsetatíð Bills Clintons, sagði að ráðuneytið hefði íhugað í nokkra mánuði að vísa tugum Rússa úr landi í því skyni að fækka rúss- neskum njósnurum í Bandaríkjun- um. Allt að 200 Rússar eru nú taldir stunda njósnir í Bandaríkjunum, jafnvel fleiri en í kalda stríðinu. Heimildarmaðurinn sagði að nokkrir embættismenn hefðu beitt sér fyrir slíkri fjöldabrottvísun í des- ember og janúar, áður en Clinton lét af embætti. Yfirmenn FBI og leyni- þjónustunnar CIA hefðu hins vegar viljað fresta henni þar til rannsókn- inni á njósnamáli Hanssens lyki. Hóta „hefndaraðgerðum“ „Ef fréttirnar eru réttar valda þessar aðgerðir mikilli hryggð í Rússlandi,“ sagði Sergej Príkhodko, ráðgjafi Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta í utanríkismálum. „Hvers konar njósnaþráhyggja eða leit að óvinum veldur okkur aðeins mikilli hryggð og er afturhvarf til tíma kalda stríðsins.“ Heimildarmaður rússnesku frétta- stofunnar Interfax í utanríkisráðu- neytinu í Moskvu sagði að Rússar myndu „grípa tafarlaust til hefndar- aðgerða“. Fréttastofan RIA hafði eftir emb- ættismanni í Moskvu að Rússar „þyrftu að vísa á brott hundruðum starfsmanna bandaríska sendiráðs- ins til að endurspegla missi Rússa í réttu hlutfalli við fjölda bandarískra sendiráðsmanna í Rússlandi“. Hann sagði að 190 manns störfuðu í sendi- ráði og skrifstofum Rússlands í Bandaríkjunum en 1.100 manns störfuðu á vegum Bandaríkjastjórn- ar í Rússlandi. Að sögn embættis- manns í bandaríska sendiráðinu í Moskvu eru starfsmenn bandarísku utanríkisþjónustunnar í borginni um það bil 650–700. Bandarískir embættismenn létu í ljósi áhyggjur af því að Rússar myndu svara í sömu mynt og vísa meintum njósnurum Bandaríkjanna frá Rússlandi. Stjórn Sovétríkjanna svaraði fjöldabrottvísun Reagan- stjórnarinnar 1986 með því að vísa alls 24 Bandaríkjamönnum frá Sov- étríkjunum. Afhentu Hanssen peninga og skilaboð Slíkar brottvísanir hafa verið fátíð- ar frá lokum kalda stríðsins. Eftir að CIA-maðurinn Aldrich H. Ames var handtekinn fyrir njósnir í þágu Rússa í febrúar 1994 fyrirskipaði Bandaríkjastjórn Rússanum Aleks- andr Lysenko að fara úr landi og sak- aði hann um að stjórna njósnastarf- semi í rússneska sendiráðinu í Washington. Rússneska stjórnin svaraði þessu þremur dögum síðar með því að vísa á brott Bandaríkja- manni sem var sagður hafa stjórnað njósnum CIA í Moskvu. Í nóvember 1999 vísuðu Rússar á brott bandaríska stjórnarerindrek- anum Cheri Leberknight, sem var sakaður um að hafa reynt að afla leynilegra skjala frá rússneska hern- um. Viku síðar handtók FBI rúss- neska stjórnarerindrekann Stanislav B. Gusev og sakaði hann um að hafa hlerað samtöl í utanríkisráðuneytinu eftir að hlerunartæki fannst í bygg- ingu þess. Bandarískir embættismenn sögðu að Rússarnir fjórir, sem var vísað taf- arlaust á brott, hefðu afhent Hanssen peninga og fært honum skilaboð frá rússnesku leyniþjónustunni. Hans- sen var handtekinn nokkrum mínút- um eftir að hann sást skilja eftir plastpoka fullan af leynilegum skjöl- um undir göngubrú í almennings- garði nálægt heimili sínu í Virginíu. Hann er meðal annars sakaður um að hafa ljóstrað upp um a.m.k. þrjá rúss- neska leyniþjónustumenn sem voru á mála hjá CIA. Þeir voru síðar teknir af lífi. Fleiri njósnarar en nokkru sinni fyrr Rússar eru taldir hafa fækkað njósnurum sínum í Bandaríkjunum fyrstu árin eftir að kalda stríðinu lauk. Talið er að árið 1995 hafi tæp- lega 100 rússneskir leyniþjónustu- menn starfað í sendiráði Rússlands í Washington, skrifstofu landsins hjá Sameinuðu þjóðunum og ræðis- mannsskrifstofunni í San Francisco. Síðan hefur njósnurunum fjölgað aft- ur og talið er að þeir séu nú jafnvel fleiri en nokkru sinni fyrr. Bandarískir embættismenn segja að gagnnjósnarar Bandaríkjanna eigi nú í mestu erfiðleikum með að fylgj- ast með 150–200 njósnurum Rússa sem reyni e.t.v. að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum. „Verkefnið hefur orðið enn erfiðara síðustu árin vegna þess að njósnastarfsemin er orðin miklu viðameiri en áður og nær nú til viðskipta- og efnahagsupplýsinga,“ sagði einn bandarísku embættis- mannanna. Bandaríkjastjórn vísar 50 Rússum úr landi Mesta fjölda- brottvísun meintra njósnara frá lokum kalda stríðsins Washington, Moskvu. AP, Reuters, Washington Post. Reuters Bandaríski sendiherrann í Moskvu, James Collins, gengur út úr rúss- neska utanríkisráðuneytinu eftir fund með embættismönnum þess í gær. Collins varð að aflýsa viðræðum við Gennadí Zjúganov, leiðtoga kommúnista, þar sem embættismenn utanríkisráðuneytisins boðuðu hann á sinn fund vegna njósnamálsins. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) koma saman til tveggja daga fundar í Stokkhólmi í dag til að ræða samræmda reglusetningu á sviði fjár- málaþjónustu og vinnumarkaðsmála. Þegar sá dagur færist æ nær, er evran, sameiginlega Evrópumyntin, verður tekin í umferð í tólf löndum Evrópusambandsins (ESB) eykst þrýstingur á ráðamenn sambandsins að fylgja eftir fyrirheitum sem þeir gáfu á leiðtogafundinum í Lissabon fyrir réttu ári, þar sem samþykkt var að ESB skyldi verða „samkeppnis- hæfasta efnahagssvæði heims með öflugasta hagvöxtinn“, og það fyrir árið 2010. Í gær reyndu fjármálaráðherrar ríkjanna fimmtán að komast að sam- komulagi um tillögur um næstu áfanga í að brjóta niður hindranir þær sem enn eru í vegi frjálsrar fjármála- þjónustu á innri markaði Evrópu, en þessar hindranir eru flestar í formi mismunandi reglna sem gilda á þessu sviði í hverju landi fyrir sig. Ráðherr- unum gekk erfiðlega að ná saman um þessa hluti og sagðist Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem þetta misserið gegnir formennskunni í ESB, vera allt annað en bjartsýnn á að takast myndi að brúa ágreininginn. Horfurnar á því að efnahagsleg niðursveifla í Bandaríkjunum og Jap- an muni hamla hagþróun í Evrópu gerði það að sögn Perssons „brýnna en nokkru sinni fyrr“ að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum um- bótum í fjármálamarkaðsmálum í ESB. Meginágreiningsefnið hefur snúið að hugmyndum um að setja á stofn samevrópska verðbréfamark- aðseftirlitsnefnd, sem hefði vald til að koma nýjum reglum í gildi miklu hraðar en hið hefðbundna ákvarðana- tökukerfi ESB er fært um að gera. Aukaleiðtogafundur ESB Fjármálamarkaðs- reglur ræddar Stokkhólmi, Brussel. AP, The Daily Telegraph. EGON Krenz, sem síðastur stýrði ríkisstjórn harðlínukommúnista í Austur-Þýzkalandi, tapaði í gær áfrýjunarmáli sínu fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu, þangað sem hann hafði skotið fangelsisdómi sem þýzkur dómstóll kvað upp yfir hon- um fyrir að vera meðábyrgur fyrir margföldu manndrápi á fólki sem var skotið er það reyndi að flýja Austur- Þýzkaland til vesturs. Fullskipaður 17 manna dómur Mannréttindadóm- stólsins kvað einróma upp þann úr- skurð að hvorki þýzk né alþjóðalög hefðu verið brotin með sakfellingu Krenz og tveggja annarra fyrrver- andi valdamanna Austur-Þýzka- lands, Heinz Kesslers, sem var hers- höfðingi og varnarmálaráðherra og staðgengils hans, Fritz Streletz. Þá hafnaði dómurinn í Strassborg ennfremur hliðstæðri áfrýjun fyrr- verandi austur-þýzks landamæra- varðar sem hlaut dóm fyrir að drepa fólk á landamærunum. Að minnsta kosti 80 manns voru drepin við flóttatilraunir frá A-Þýzkalandi fram að falli Berlínarmúrsins í árslok 1989. Menn sem rannsakað hafa mál- ið segja nær lagi að 256 manns hafi fallið í valinn vegna hinnar óskrifuðu reglu að hver sá sem reyndi að flýja A-Þýzkaland skyldi skotinn á færi. Krenz tap- ar áfrýjun Strassborg. Reuters. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.