Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 33 ÍHALDSMENN í Bretlandi kröfð- ust á mánudag rannsóknar á því hvort Geoffrey Robinson, fyrrver- andi aðstoðarráðherra í fjármála- ráðuneytinu, hefði gefið þinginu rangar upplýsingar um háa peninga- greiðslu frá fjölmiðlajöfrinum Ro- bert Maxwell. Málið þykir hið vand- ræðalegasta fyrir ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Hafin var rannsókn á fjárreiðum Robinsons árið 1997 og komu þá meðal annars fram vísbendingar um að aðstoðarráðherrann hefði ekki gert grein fyrir greiðslu upp á 200 þúsund pund, eða sem svarar 25 milljónum króna, fyrir störf sem stjórnarformaður eins af fyrirtækj- um Maxwells, Hollis Industries. Íhaldsmenn sökuðu Robinson um að hafa reynt að afneita greiðslunni til að breiða yfir tengsl sín við hinn al- ræmda Maxwell sem lést árið 1991. Robinson neitaði þó ávallt stað- fastlega að hafa tekið við fénu og fullyrti að mistök hefðu verið gerð í bókhaldi fyrirtækisins. Í nýrri bók eftir Tom Bower, sem ber titilinn „The Paymaster“, er því hins vegar haldið fram að skjalfestar sannanir séu fyrir því að greiðslan hafi verið reidd af hendi. Fullyrt er að fundist hafi reikningur, sem Rob- inson er sagður hafa sent frá heimili sínu, með stimplinum „greitt“. Önn- ur gögn eru einnig sögð hafa komið í ljós við rannsókn viðskipta- og iðn- aðarráðuneytisins. Kaflar úr bók Bowers hafa verið birtir í dagblaðinu The Daily Mail. Robinson neitaði þessum ásökun- um í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á mánudagskvöld. „Svar mitt hefur alltaf verið skýrt: hvorki ég né nokkur tengdur mér hefur tekið við þessu fé.“ Í yfirlýsingunni vék Rob- inson ekki að skjölunum sem sögð eru sýna fram á greiðsluna. Spjótin beinast að viðskiptaráðherranum David Heathcoat-Amory, sem fer með viðskipta- og iðnaðarmál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, fór fram á að þingið hæfi rannsókn á málinu. Sagði hann „nær órækar sannanir“ vera fyrir því að Robinson hefði tekið við fénu og því virtist sem hann hefði „logið að neðri deild þingsins“ varðandi málið. Árið 1999 ákvað viðskipta- og iðn- aðarráðuneytið að aðhafast ekki frekar vegna rannsóknarinnar á fjármálum Robinsons en árinu áður hafði hann, ásamt Peter Mandelson, neyðst til að segja af sér ráðherra- embætti vegna láns sem hann veitti þeim síðarnefnda. „Rógburður“ Því er haldið fram í The Daily Mail að Stephen Byers, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, hafi „stungið undir stól“ skýrslu um fjárreiður Robin- sons. Alastair Campbell, talsmaður Tony Blairs forsætisráðherra, vísaði þessu á bug sem „rógburði“ og sagði ráðherrann íhuga málshöfðun gegn dagblaðinu. Málið er talið koma sér afar illa fyrir Verkamannaflokkinn nú þegar búist er við að kosningar verði haldn- ar innan tveggja mánaða. Fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra enn ásakaður Málið óheppilegt fyrir ríkisstjórn Blairs London. The Daily Telegraph. Íhaldsmenn krefj- ast rannsóknar á málum Geoffreys Robinsons ÝMSIR stjórnmálaskýrendur hafa látið í ljós þá skoðun að sig- ur vinstrimanna í borgarstjóra- kosningunum í París á sunnudag sé mikið áfall fyrir Jacques Chirac Frakklandsforseta, sem gegndi borgarstjórastöðunni í átján ár, í ljósi þess að forseta- kosningar fari fram á næsta ári. Fréttaritari BBC í París er þó á öðru máli og segir ósigurinn í borginni vera það besta sem gæti hafa komið fyrir franska hægri- menn á þessum tímapunkti. Robert Wain segir að hægri- menn hafi ekki átt trúverðugan fulltrúa í borgarstjóraembættið í París. Philippe Séguin, frambjóð- andi gaullistaflokks Chirac, RPR, hafi staðið sig svo illa í kosningabaráttunni að stuðn- ingsmenn hans hafi „reitt hár sitt af pirringi“ og Jean Tiberi, frá- farandi borgarstjóri og fyrrver- andi fulltrúi RPR, sem bauð sig fram í óþökk flokksins, sé í aug- um borgarbúa ímynd þeirra spill- ingarmála sem tröllriðið hafi borgarstjórninni á undanförnum árum. Hann segir heldur ekki hafa komið til greina að fá utanað- komandi stjórnmálamann, til dæmis Edouard Balladur, til að taka við starfi borgarstjóra, þar sem litið yrði svo á að hann hefði ekki umboð til að gegna embættinu. Því segir Wain að það hefði komið hægrimönnum sjálfum í koll ef þeir hefðu náð meirihluta í kosningunum og haldið völdum í borginni. Spilling- armálin hefðu þá áfram hangið eins og myllusteinn um háls hægriflokk- anna og verið þeim til trafala í þing- og forsetakosningunum á næsta ári. „Vanda hægrimanna má lýsa í einu orði – París. Það er úrelt og forsmáð stjórnkerfi sem við skilj- um nú að baki,“ hafði BBC eftir Alain Madelin, formanni hins hægrisinnaða Frjálslynda lýð- ræðisflokks. Áfallið gæti þjappað hægrimönnum saman Fréttaritari BBC telur að eftir að vinstrimenn hafi tekið við stjórnartaumunum í París muni kjósendur smám saman hætta að tengja hægriflokkana við spill- ingu í höfuðborginni. Áfallið við að tapa París í hendur vinstri- manna geti jafnframt hvatt hægrimenn til að sameina krafta sína fyrir kosningarnar á næsta ári, sem sé löngu tímabært. Wain segir jafnvel að sú kenn- ing að úrslitin í París séu álits- hnekkir fyrir Chirac eigi sér frekar stoð í hugarflugi frétta- manna en í raunveruleikanum. Chirac hafi á síðastliðnum sex ár- um fest sig í sessi í forseta- embættinu og ósigur eftirmanns hans í embætti borgarstjóra hafi ekki áhrif á stöðu hans. „Flestir Frakkar líta á Chirac sem forseta landsins en ekki sem fyrrver- andi borgarstjóra í París,“ hefur Wain eftir Philippe Mechet, for- stjóra skoðanakannanafyrirtækisins Sofres. Ósigurinn í París hægri- mönnum til framdráttar? AP Jacques Chirac Frakklandsforseti greiðir atkvæði í síðari umferð sveitarstjórnar- kosninganna sl. sunnudag. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, getur ekki lengur notað tölvupóst til samskipta við vini og kunningja. The New York Times greindi frá því nýverið að nokkru áður en Bush sór embættiseið hafi hann sent 42 vinum sínum tölvu- skeyti og sagt þeim að lögfræð- ingar sínir hafi tjáð sér að öll tölvu- skeyti sem hann sendi sem forseti gætu flokkast sem opinber gögn. Í ljós hefur komið að Bush notaði tölvuskeyti mikið, skrifaði stutt skilaboð og hafði ekki miklar áhyggjur af kommusetningu. Hann skrifaði undir skeytin gwb. The New York Times segir að hann hafi tjáð vinum sínum: „Þar sem ég vil ekki að einkasamtöl mín komist í hendur manna sem eru að reyna að koma mér í vandræði er eina leiðin að hætta að hafa samskipti í net- heimum. Mér finnst þetta leitt. Ég hef haft gaman af því að ræða við ykkur, hvert og eitt.“ En vera má, að þessar ráðlegg- ingar lögfræðinganna séu Bush fyr- ir bestu. „Forsetinn er hreinskilinn náungi og ég var hreinskilinn við hann,“ sagði Patrick Oxford, lög- fræðingur í Houston, við The New York Times. „En gamlir vinir eru ekki alltaf eins þagmálir og þeir ættu að vera.“ Forveri Bush í Hvíta húsinu, Bill Clinton, forðaðist að nota tölvupóst í forsetatíð sinni. En Monica Lew- insky, sem Clinton átti umtöluð samskipti við, var ekki jafnvarkár. Tölvuskeyti frá henni voru notuð sem sönnunargögn gegn Clinton þegar hann var ákærður fyrir emb- ættisafglöp. En Bush getur huggað sig við að hann mun ekki verða fyrir þeirri tölvuskeytaholskeflu sem ríður yfir bandaríska þingið. Samkvæmt nýrri athugun fjölgar þeim tölvu- skeytum sem send eru til þingsins um eina milljón á mánuði. „Fyrir tveim árum litu starfs- mannastjórar í Hvíta húsinu ekki á tölvupóst sem vandamál. Ári síðar var þetta orðið stærsta vandamálið sem þeir áttu við að etja,“ sagði Rick Shapiro við fréttastofu AP. Bush notar ekki tölvupóst Reuters Bræðurnir Jeb og George W. Bush. Þeir eru hættir að skiptast á tölvupóstsskeytum. BÚIST er við að þúsundir knatt- spyrnuáhugamanna sæki heims- meistaramótið í knattspyrnu, sem haldið verður í Japan og Suður- Kóreu á næsta ári. Væntanlega verða flestir gestanna prúðir og stilltir eins og vera ber, en yfirvöld í Japan óttast þó að einhverjir óláta- seggir slæðist með. Því hafa um 100 japanskir lög- reglumenn verið sendir á námskeið hjá breskum starfsbræðrum, þar sem þeir læra að fást við fótbolta- bullur. Það kann reyndar að vera meiri ástæða til að búa lögreglu- menn í Japan undir viðureign við erlendar fótboltabullur en víðast hvar annarsstaðar, því þar fara knattspyrnuleikir alla jafna mjög prúðmannlega fram. Það er til dæmis vinsæl skemmtun hjá ást- föngnum pörum að fara á völlinn, öskur og skammaryrði heyrast ekki, ölvun sést varla á nokkrum manni og það er jafnvel ekki óal- gengt að áhorfendur hjálpi til við að hreinsa stúkurnar eftir leiki. Fréttaritari The Daily Telegraph í Tókýó hefur eftir samlöndum sín- um sem þar eru búsettir að þeir eigi þá ósk heitasta að leikir enska landsliðsins fari fram í S-Kóreu, en ekki í Japan, því þeir óttist að breskar fótboltabullur eyðileggi þá rómantísku og göfugu mynd sem flestir Japanir hafi af Englandi. Undirbúningur Japana fyrir HM í knattspyrnu Ráð við fótboltabullum Tókýó. The Daily Telegraph.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.