Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 43 ÞEIR sem á sínum tímaspáðu því að forsenda Atl-antshafsbandalagsins(NATO) væri ótti við sam- eiginlegan óvin, kommúnismann og samstarfinu hlyti því að ljúka þegar og ef Sovétríkin hryndu reyndust hafa rangt fyrir sér. „Bandalagið er enn á lífi, áratug eftir lok kalda stríðsins, vegna þess að þjóðir sem deila með sér sameiginlegum gild- um eins og vestrænum lýðræðis- hefðum, hugmyndum réttarríkis og markaðarins og hafa svipaðar skoð- anir á því hvert stefna beri vilja gjarnanvinna saman. Óttinn við óvin var ekki það sem fyrst og fremst tengdi þjóðirnar. Sameiginleg gildi okkar eru undirstaðan, lýðræðisríki beita ekki hvert annað ofbeldi, þess vegna eru bandalög þeirra ending- arbetri en önnur bandalög í sögunni. Ef þau hætta að vilja starfa saman hljóta gildin að hafa breyst,“ segir Michael T. Corgan, bandarískur stjórnmálafræðingur og sérfræð- ingur í alþjóðlegum öryggismálum. Corgan er tæplega sextugur „fæddur daginn sem bandarískt herlið kom til Íslands 1941“ og er að- stoðarprófessor í alþjóðastjórnmál- um við Boston-háskóla. Hann er vel kunnugur íslenskum stjórnmálum, var foringi í flotanum, barðist í Víet- nam og var pólitískur ráðgjafi yfir- manns varnarliðsins í Keflavík 1981–1982. Hann hefur ritað fjölda bóka um alþjóðleg öryggismál, kennir í vetur við Háskóla Íslands og er að skrifa bók um íslensk stjórnmál á áttunda og níunda ára- tugnum. Corgan flutti erindi á fundi Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu í vikunni og fjallaði þar meðal annars um framtíð varn- arsamnings Bandaríkjanna og Ís- lands frá 1951 og stöðu NATO. Frjálshyggjumenn og femínistar Hann segir mönnum hafa gengið misjafnlega á sínum tíma að spá fyr- ir um framtíð Sovétríkjanna. „Lengi hefur verið deilt um varanleika Atl- antshafsbandalagsins eftir að óvin- urinn er horfinn. En mér finnst at- hyglisvert að síðustu árin hafa mun færri en áður velt því fyrir sér hvort bandalagið eigi sér framtíð. Þeir sem kenndu sig við „real- isma“ í stjórnmálafræði bentu á ótalmörg dæmi í sögunni um að bandalög ríkja ættu sér oftast skamma ævi. En tveir hópar voru að mínum dómi glöggskyggnari en aðr- ir. Annars vegar sumir frjálshyggju- menn sem sögðu að kalda stríðið hlyti að enda með sigri vestrænna ríkja, menn yrðu bara að vera þol- inmóðir. Hins vegar voru það femín- istar sem bentu á að vald byggðist ekki eingöngu á hernaðarmætti. Konurnar sögðu sem svo að sam- vinna á jafnræðisgrundvelli gæti stuðlað að annars konar mætti sem væri endingarbetri en hervaldið. Og munurinn á Atlantshafsbandalaginu og Varsjárbandalaginu gamla var einmitt að í hinu fyrrnefnda var um að ræða frjálst samstarf lýðræðis- ríkja þar sem allir gátu tjáð skoðun sína. Sovétríkin réðu hins vegar öllu sem þau vildu í austurblokkinni. Heimspekingurinn Immanuel Kant sagði fyrir meira en 200 árum að hann sæi fyrir sér að í framtíðinni myndu lýðveldi stofna það sem hann kallaði „friðarsamband“, í því yrðu ríki sem ættu sér sameiginleg gildi lýðræðis og réttlætis og samtök þeirra yrðu endingarbetri en önnur og hefðbundin ríkjabandalög. Hann var framsýnn. Kant gerði sér grein fyrir því að þegar samstarfið bygg- ist á virðingu fyrir samstarfsaðilan- um gæti það staðið lengi og þyrfti ekki endilega að byggjast á ótta við öflugan, sameiginlegan óvin.“ Tvíhliða varnarsamningur Bandaríkjamanna og Íslendinga sem gerður var fyrir réttum 50 ár- um rauf langa hefð vestra. Corgan bendir á að sáttmáli Atlantshafs- bandalagsins tveim árum fyrr hafi kveðið á um efnahagslegt og póli- tískt stjórnmálalegt samstarf ekki síður en samráð um varnir. Samn- ingurinn frá 1951 sé hins vegar nær eingöngu um varnir. „Frumkvöðlar Bandaríkjanna á borð við George Washington og Thomas Jefferson vöruðu eindregið við því að gerðir væru tvíhliða samn- ingar í varnarmálum þar sem þjóðin flækti sig í ákvæði um gagnkvæmar varnir. Evrópustórveldin voru alltaf að berjast og hvað áttu Bandaríkja- menn að vera að skipta sér af því? Samið var við Frakka 1778 til að fá hernaðaraðstoð þeirra í stríðinu við Breta en síðan ekki söguna meir fyrr en 1951 þegar samningurinn var gerður við Íslendinga. Hann var því tímamótamótaákvörðun ekki síður fyrir okkur en Íslendinga. Ekki einu sinni í heimsstyrjöldunum voru gerðir formlegir og skriflegir samningar við aðra bandamenn um varnir heldur stuðst við munnlegt samkomulag,“ segir hann. Corgan segir ljóst að samningur- inn frá 1951 hafi bæði góðar og slæmar hliðar fyrir báðar þjóðirnar, aldrei sé hægt að komast því í slíku samkomulagi. „Bandaríkjamenn vilja helst geta ráðið því hvar og hvenær þeir láta hermenn sína taka sér stöðu en það geta þeir ekki án samráðs við ís- lensk stjórnvöld og ferlið tekur hálft annað ár, þá fyrst gerist eitthvað. Þeir voru á sinn hátt hikandi rétt eins og Íslendingar, höfðu vonað að þeir þyrftu ekki að gera slíka samn- inga. Við vissum að við myndum þurfa að gegna hlutverki í alþjóða- málum en var ekki alveg ljóst hvern- ig best væri að gegna því.“ Keflavíkurstöðin mikilvægt tákn Corgan er spurður um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík. Verður hún lögð niður á næstunni til að spara? Er þörf á henni, nú þegar kalda stríðinu er lokið? „Það heyrast ýmsar raddir í bandarísku samfélagi og auðvitað vilja menn losna við kostnað af stöðvum sem ekki gegna mikilvægu varnarhlutverki, þær eru oftast inn- anlands. Ég veit ekki hvort það verða herþotur eins og nú í Keflavík eða viðbúnaðurinn jafn mikill en stöðin er mikilvægt tákn um að varnarsamstarfið sé við lýði. Hún sýnir að við meinum það sem við segjum. Þegar embættismenn eins og til dæmis Condoleezza Rice, þjóð- aröryggisráðgjafi Bush forseta, tala um að kalla heim hermenn eiga þeir yfirleitt við aðrar herstöðvar þar sem hermenn eru við skyldustörf án fjölskyldu sinnar. Sú er ekki raunin í Keflavíkurstöðinni sem hefur fyrst og fremst þýðingu fyrir langtíma- hagsmuni Bandaríkjanna vegna siglingaleiða og flugs. Og auk þess finnst okkur mörgum ágætt að vera hérna! Um þörfina fyrir stöðina er erfitt að spá. Ég minni samt á að menn leggja ekki niður lögreglu þótt henni hafi tekist að vinna sitt starf og draga úr glæpum. Við vitum að þeir hverfa aldrei alveg. Við vitum líka öll að stundum getur komið upp sú staða að áþreifanleg tilvist þeirra sem geta beitt valdi er nauðsynleg til að minna á að hægt sé að grípa til slíkra ráða þótt allir vilji komast hjá átökum. Íslenska lögreglan ber ekki vopn en getan til að beita valdi er fyrir hendi ef allt annað þrýtur. Í stjórnarskránni ykkar er meira að segja ákvæði um skyldu borgaranna til að taka þátt í að verja landið. Ef Keflavíkurstöðin yrði lögð al- veg niður yrði erfiðara en ella að senda aftur herlið hingað ef aðstæð- ur breyttust og þörf krefði. Þess vegna held ég að stöðin verði starf- rækt um ófyrirsjáanlega framtíð og finnst ólíklegt að Íslendingar ákveði að láta herinn fara en þá myndum við auðvitað hverfa á brott eins og við gerðum á Filippseyjum.“ Óttast menn að Rússar láti aftur að sér kveða, verði á ný ógn í Norð- urhöfum? Corgan segir að erfitt sé að spá um þróunina í Rússlandi, enn sé ekki tryggt að þar muni lýðræði skjóta rótum. Ef svo fari muni það ná sér á strik efnahagslega en ekki verða hættulegt öðrum lýðræðis- ríkjum. „En ef einhvers konar ein- ræði tekur við verður það hvorki öfl- ugt hernaðarlega né í efnahags- málum en gæti reynst hættulegt af öðrum ástæðum.“ Corgan segist aðspurður ekki trúa því að upp úr samstarfi Banda- ríkjanna við ríki Evrópusambands- ins muni slitna þótt stundum rekist hagsmunir á. „Þannig hefur þetta alltaf verið en samkeppni þarf ekki að merkja óvináttu. Nú er tekist hart á um banana en segir það ekki alla söguna að ágreiningurinn skuli vera af þessu tagi og svolítið hlægi- legur í aðra röndina? Miklu meiru skiptir hvað margt í lýðræðishefð- um, stjórnkerfi og helstu gildum er sameiginlegt en deilur sem alltaf hljóta að koma upp um viðskipti og önnur ákveðin mál. Lýðræðisþjóðir finna alltaf leiðir til að gera út um deilur, það er styrkur þeirra. Japanir réðust á sínum tíma á Perluhöfn en nú er helsta umkvört- unarefni þeirra að bandarískir for- setar hafi ekki heimsótt þá nógu oft! Aðstæður hafa svo sannarlega breyst í samskiptum þjóða sem hafa tekið upp lýðræði.“ Mótun sjálfstæðrar stefnu Hver hafa áhrif varnarstöðvar- innar einkum verið á utanríkis- stefnu Íslendinga? Corgan segist telja að sumir Íslendingar hafi lengi reynt að hliðra sér hjá því að taka af- stöðu til raunverulegra álitamála í tengslum við varnarstefnuna með því einfaldlega að hundsa allt sem viðkom varnarmálum. Það hafi hins vegar breyst er öryggismálanefnd tók til starfa. Með starfi hennar hafi verið lagður grunnur að umræðum á íslensku um þessi mál, tæknihugtök verið þýdd og svo framvegis. Menn hafi ekki látið duga að senda fulltrúa til að hlusta á ræður í Brussel eða Washington heldur farið að leggja sjálfstætt mat á tillögur og hug- myndir. Grundvöllurinn fyrir stefn- unni sem hafi verið tekin upp með inngöngunni í NATO og varnar- samningnum hafi verið efldur. „Andstæðingar Keflavíkurstöðv- arinnar gátu nýtt sér réttinn til að mótmæla henni sem menn gátu ekki í Varsjárbandalaginu forðum. Ís- lendingar veittu ráðamönnum tvisv- ar heimild í frjálsum kosningum, 1956 og 1971, til að endurskoða varnarsamninginn. Til þess kom ekki að hernum væri vísað á brott en Bandaríkjamenn andmæltu ekki rétti Íslendinga til að taka slíka ákvörðun. Bandaríkin byggðust upp á grundvelli ákveðinna gilda virðingar fyrir einstaklingum og rétti þeirra og þótt við höfum stundum gert mis- tök höfum við yfirleitt haldið fast við þau. Stjórnvöld í Washington sögðu sem svo að Íslendingar væru lýð- ræðisþjóð, varnarsamningurinn væri milli jafnrétthárra aðila. Við hefðum ekki getað gert annað en að fara, annars hefðum við brotið gegn grundvallargildum þjóðarinnar um lýðræði og frelsi. Megnið af pólitískar fortölur breyta ekki skoðunum eða tilhneig- ingum sem fólk hefur heldur eflir þær sem þegar eru fyrir hendi. Keflavíkurstöðin og deilur um hana réð ekki öllu um framvindu utanrík- istefnu Íslendinga en treysti mjög undirstöður stefnunnar,“ segir Michael T. Corgan. Framtíð varnarsamningsins og Atlantshafsbandalagsins Byggist á sömu lífs- skoðunum en ekki ótta Varnarsamningurinn frá 1951 mun lifa áfram þótt kalda stríðinu sé lokið, segir bandaríski stjórnmálafræðingurinn Michael T. Corgan í samtali við Kristján Jónsson. Sameiginlegar lýðræðishefðir og lífsskoðanir ásamt þörfinni á að vera áfram viðbúinn ef aðstæður breytast til hins verra muni tryggja það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Michael T. Corgan var fyrir tveim áratugum ráðgjafi yfirmanns varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. „Ég veit ekki hvort það verða herþot- ur eins og nú í Keflavík eða viðbúnaðurinn jafn mikill en stöðin er mikilvægt tákn um að varnarsamstarfið sé við lýði.“ ’ Ég minni samt áað menn leggja ekki niður lög- reglu þótt henni hafi tekist að vinna sitt starf og draga úr glæpum. ‘ ds á milli stöð Leifs u umferð- ja heima. þessu við m skiptist ferðar um .a. er að rsal, að- ryggiseft- r farþega, bygging- anga út í veggja er ð minna á ands, sem orn sínum hrygginn. Schengen- væðis eða ð sína um andamæri gen. Meg- in, sem er r björt og an úr loft- ljós sem ti og setja gólfum er r kannast ndi til ann- auk allra skaland, Belgía, Frakkland, Lúxemborg, Holland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland og Austurríki, fara um þennan sal, framhjá vegabréfaeftir- litinu, yfir gjána og beint út í land- gang flugvélarinnar. Þeir þurfa hvergi að framvísa vegabréfi. Vega- bréfaskoðun verður jafnframt af- lögð í innritunarsalnum í Norður- byggingunni og flyst alfarið í Suður- bygginguna. Vopnaleit og tollskoðun verður hins vegar áfram á sama stað í Norð- urbyggingu sem og verslun og veit- ingaþjónusta. Síðar er gert ráð fyrir að framboð á þjónustu í Suðurbygg- ingu aukist verulega. Höskuldur benti á að þjónustu- og verslunar- rými myndi tvöfaldast með tilkomu Suðurbyggingarinnar. Hann upp- lýsti að þegar núgildandi leigusamn- ingar renna út á næsta ári verði nýj- um aðilum gefnir jafnir möguleikar og núverandi rekstraraðilum að hefja starfsemi í flugstöðinni. Farþegar á leið til landa utan Schengen fara í gegnum vegabréfa- eftirlitið á annarri hæð dreifimið- stöðvarinnar og þaðan niður í gjána á fyrstu hæð þar sem farþegar á leið til landa utan Schengen eru aðskild- ir frá farþegum á leið til Schengen- landa, sem fara einvörðungu um efri hæðina. Á sama hátt er farþegum til lands- ins sem koma frá löndum utan Schengen beint niður á fyrstu hæð. Þar verður þjónustu- og biðsvæði fyrir þá sem halda för áfram til ann- ars lands utan Schengen, en þeir sem fara til Schengen-lands er beint aftur upp á aðra hæð þar sem þeir fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Gjáin á milli dreifimiðstöðvarinn- ar og landganganna er sá hluti bygg- ingarinnar sem hvað mesta eftirtekt vekur. Veggir eru klæddir íslensku líparíti en sunnan gjárinnar liggja landgangar í suðvestur- og suðaust- urátt. Í norðurátt er landgangur sem tengir suðurbygginguna við landgang norðurbyggingarinnar. Heildarkostnaður við mannvirkið er fjórir milljarðar króna með flug- hlöðum. kssonar opnuð Morgunblaðið/Gollifs Eiríkssonar. ykst um ega á ári Jim Smart kssonar, ugvelli, er hér með starfsemi ásamt Flugleiðum og síðan eru hér flugfélög sem fljúga til Þýskalands, eins og LTU, Air Berlin og fleiri. Það er aukning í fluginu og nýja byggingin kemur til með að auð- velda alla afgreiðslu á farþegum,“ segir Björn. Innritunarborðum fjölgað Hann segir að til þess að Suðurbyggingin nýt- ist verði að eiga sér stað ákveðnar breytingar í innritunaraðstöðu og í komusal. Flugstöðin vinnur nú að því að hanna skipulag fyrir sína byggingu með tilliti til þess að leysa úr þeim vandamálum sem fylgja fjölgun ferðamanna. „Þegar eru hafnar breytingar á innritunar- salnum og þar verður fjölgað innritunarborðum í júní, því hingað eru komnir nýir flugafgreiðslu- aðilar eins og t.a.m. Vallarvinir og Suðurflug, sem hafa hér fullt starfsleyfi til jafns við Flug- þjónustuna, sem er dótturfyrirtæki Flugleiða. Breytingar á komusal voru gerðar síðastliðið sumar og farangursböndum fjölgað um eitt auk þess sem Fríhöfnin var færð út úr húsinu. En það þurfa að verða fleiri breytingar til þess að hægt verði að viðhalda ákveðnum hraða á af- greiðslu farþega út úr byggingunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.