Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 59 Elsku systir. Þetta var stutt stríð við erfiðan sjúkdóm og þú varst köll- uð frá okkur alltof snemma, áttir eft- ir að gera svo margt og öll ætluðum við að njóta samverunnar miklu lengur. Þú varst að huga að flugfari til Írlands en þar áttu marga trausta vini og þegar talað er um vini á Ír- landi eru það vinir í orðsins fyllstu merkingu. Þú hafðir einnig hugsað þér að þiggja boð í brúðkaup dóttur vinkonu þinnar sem átti að halda með vorinu. Það var ótrúlegt hverju þú komst í verk síðasta sumar. Þú settist undir stýrið, heimsóttir bróðurbörnin og börnin þeirra sem þér þótti svo vænt um á Akureyri, fórst í Grímshús og varst þar umvafin ást. Og áfram var haldið austur um og suður. Þessu komstu öllu í verk milli meðferða á Landspítalanum. Það var þrekvirki. Síðan réðumst við í það að kaupa sumarhús saman. Við leituðum og skoðuðum um allar trissur en fund- um ekkert. En í einni leitarferðinni hirtirðu í einhverri rælni Sjónvarps- dagskrá í sjoppu í Reykholti. Er þá ekki draumahúsið auglýst þar? Ekki var beðið lengi því næsta dag hringdirðu og síðan var farið í skoð- unarferð og kaupin handsöluð. Margt er búið að skoða og skipu- leggja síðan, leggja á ráðin um gróð- ursetningu, leiktæki fyrir börnin, nýtingu heita vatnsins o.fl. Ekki dró það úr ánægjunni að bústaðurinn Miðbær er í sveit settur nálægt upp- runa föðurfólksins af ætt Klingen- bergs hins danska, en langafi okkar var Helgi Guðbrandsson, fæddur að Klafastöðum, og langamma okkar var Guðrún Illugadóttir, fædd á Bjarteyjarsandi, en þau voru síðan kennd við Lykkju á Akranesi. Ætl- unin var að skoða og kanna alla þessa staði næsta sumar ef heilsa þín leyfði. Mikið gladdi það okkur þegar við uppgötvuðum frændfólk sem við vissum lítið af en höfðum þó grun um að væri til. Þetta eru börn hálfbróður móður okkar og veittist okkur sú ánægja að hitta þær systur Heiðrúnu og Klöru Jóhannsdætur í byrjun mars. Þetta varð mikil ánægjustund fyrir okkur og veit ég að þú hlakkaðir til frekari kynna við þær frænkur. Það var og einkar ánægjulegt fyrir mig að geta haldið upp á viss tímamót ævinnar í Miðbæ í vetur undir öruggri stjórn þinni. Á síðasta ári eignaðistu nöfnu, Jönu Valborgu Bjarnadóttur, og veitti það þér mikla gleði enda tókstu henni sem barnabarni þínu. Eiginleiki þinn til að eignast vini var alveg ótrúlegur og þú glataðir ekki vinum sem þú hafðir eignast. Þetta kom berlega í ljós af öllum þeim bréfum og kortum sem bárust í póst- kassann þinn daglega frá vinum víðsvegar að – þó aðallega frá Ír- landi þar sem þú bjóst og starfaðir tæp 25 ár. Ekki getum við gleymt öllum gömlum vinum og vinkonum sem hugsuðu svo vel um þig þegar á VALBORG ANTONSDÓTTIR ✝ Valborg Antons-dóttir fæddist á Akureyri 11. janúar 1946. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. marz síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Anton Ólason verzlunarmaður, f. 9. júní 1919 í Reykja- vík, d. 13. janúar 1998, og kona hans, Kristjana Valde- marsdóttir, f. 30. nóvember 1916 í Veisuseli í Fnjóska- dal, d. 6. ágúst 2000. Bræður Val- borgar eru Birgir, f. 1940, og Óli, f. 1947. Starfsvettvangur Valborgar var lengst af á Írlandi eða í yfir 20 ár, en eftir heimkomu 1987 starf- aði hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli og síðustu árin á sambýlinu við Vallengi í Reykjavík. Útför Valborgar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. reyndi. Vinir létu sig ekki muna um að koma norðan úr landi til að geta verið með þér og létt þér erfiða tíma. Ekki má gleyma vin- konu þinni, Maríu Jón- atansdóttur, sem með vináttu, góða skapinu og kímninni reyndist kannski betri en nokk- urt lyf. Elsku systir, ég reyndi það sem ég gat til að létta þér til- veruna en mér er það ljóst þegar ég lít til baka að það varst þú en ekki ég sem áttir og veittir styrkinn. Ég vil þakka þér fyrir trúnaðinn sem við áttum saman – og fyrir það að fá að halda í hönd þína þegar kveðju- stundin rann upp. Það er indælt til að vita að vinir þínir á Írlandi sitja allir messu á sama tíma og við kveðjum þig hér heima. Það sýnir best vináttu þeirra og þá virðingu sem þeir vilja auð- sýna minningu þinni. Við sendum innilegar þakklætis- kveðjur til starfsfólks og lækna á deild 11E á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi fyrir frábæra umönnun og hlýju. Elsku systir, við Jóna, synir henn- ar, börnin mín og barnabörn syrgj- um þig. Orðin eru fátækleg á þessari stundu en minningin um þig verður huggun okkar og styrkur. Á þá minningu ber engan skugga. Birgir. Systir mín kær, sem í dag verður lögð til hinstu hvílu, var ekki nema rétt árinu eldri en ég. Hún kvaddi þennan heim og okkur öll í skini morgunsólarinnar þriðjudaginn 13. mars. Þá hafði hún barist við krabbameinið í hartnær heilt ár, harðri og tvísýnni baráttu sem nú er á enda. En aldrei brást baráttuþrek- ið þótt hún einsetti sér jafnframt að ljúka þeim hlutum sem hún vildi; ganga frá og gera hreint borð. Enda- lokin okkar eru söm og þau flýr eng- inn. Það var henni vel ljóst, enda eru aðeins nokkrir mánuðir síðan móðir okkar lést og rúm þrjú ár síðan faðir okkar kvaddi. Valborg var báðum foreldrum okkar ómetanleg stoð og stytta í veikindum þeirra síðustu ár- in og sparaði hvergi krafta sína né umhyggju til að létta þeim tilveruna eins og hægt var. Vafalaust hefur systir mín gengið á eigið þrek undir það síðasta þegar hún sjálf var orðin veik. Í Valborgu leyndist heimsborgari, eftir langar dvalir erlendis – í Lond- on, París og síðast á Írlandi. Ég heimsótti hana fyrst á erlenda grund árið 1967 til Cork á Írlandi þar sem hún bjó og starfaði í yfir 20 ár, lengst af á vegum Helena Rubenstein-um- boðsins á Írlandi. Þar gat hún sér af- ar gott orð sem fagmaður í snyrti- fræði og eignaðist stóran hóp viðskiptamanna og vina á þessum ár- um. Margar ferðirnar höfum ég og mínir farið síðan og alltaf þegar tækifæri gafst var reynt að koma við hjá Valborgu í leiðinni. Þegar hún loks ákvað að flytjast aftur heim til Íslands var hennar sárlega saknað, af vinaskaranum og viðskiptavinum, sem höfðu haldið tryggð við hana og litlu, fallegu snyrtistofuna um margra ára skeið. En Valborg var alla tíð ákaflega ræktarsöm og var mikið í mun að halda tengslum við sem flesta vini og ættmenni. Og alltaf hélt hún góðu sambandi við vini sína erlendis, enda tengdist hún nokkrum fjölskyldum sem væru þær hennar eigin. Þess nutum við öll sem heimsóttum hana í gegnum tíðina á Írlandsárunum. Við vorum þá í stanslausum eldfjörugum heimboðum og mættum sönnum hlý- hug. Nokkrir af þessum vinum hafa síðan komið í heimsókn til Íslands og þá hafa alltaf orðið hinir mestu fagn- aðarfundir eins og nærri má geta. Og væri ekki hægt að hittast eða hringja voru bréfaskriftir tíðar. Nú þegar Valborg kveður þennan heim hafa borist hlýjar kveðjur frá írskum vinum hennar sem láta syngja henni messu, að hætti sinnar kirkju. Það segir meira en mörg orð um trúfesti þeirrar vináttu sem var henni alla tíð svo dýrmæt. Mestu sólargeislarnir í lífi systur minnar hin síðustu ár trúi ég að hafi komið til hennar að norðan. Það þarf engan að undra því hún var óbilandi við að rækta frændsemina og tengsl- in þar sem annars staðar; frá Gríms- húsafjölskyldunni allri, en þar eign- aðist Valborg meðal annars nöfnu fyrir skömmu, frá Múla með Maju Jónatans, sem ég leyfi mér að full- yrða að hafi verið hennar styrkasta stoð í baráttunni við veikindin, allt fram að hinstu stundu. Ekki ræktaði Valborg síður frændsemina við sí- fellt stækkandi hóp bróðurbarna og barnabarna fyrir norðan og vestan. Allt var þetta fólk aufúsugestir á heimili hennar. Afmæli systur minnar báru þess líka vott því þar gat maður verið viss um að hitta fyrir fullt af frændum og frænkum á öllum aldri, sem maður hafði ekki séð eða heyrt óralengi, eða jafnvel varla vitað að væru til. En Valborg, sjálfri sér lík, var alltaf fljót að hafa uppá sínu fólki og drífa það í heimsókn. Valborg hét því í góðra vina hópi skömmu fyrir andlátið að verða aldr- ei langt undan og fylgjast með okkur af sínu „bleika skýi“, eins og hún orðaði það – og enginn efast um að við það verði staðið. Þá verður ef- laust í nógu að snúast, en þannig vildi hún líka hafa það. Ég kveð nú kæra systur mína, með litlu ljóði sem mér þykir afar vænt um; ljóði sem Diljá dóttir mín sendi mér á jólum fyrir nokkrum ár- um. Hennar saga er líka pínulítið samofin sögu Valborgar frænku, því fyrsta afmælið hennar bar einmitt uppá heimsókn fjölskyldunnar til Cork og afmælisveislan haldin í stof- unni í 59 McCurtain Street fyrir rúmum 20 árum. Þar skorti ekkert og frænka í essinu sínu að bera fram margvíslegar veitingar – dekra og stella við afmælisbarnið og Darra stóra bróður hennar. Þannig minn- umst við Valborgar, sem setti rækt- arsemi og myndarskap í öndvegi. Ég ætla að biðja vindinn að kveða þýtt við gluggann þinn. Ég ætla að biðja frostið að vefa rósavoð á þína rúðu, svo kuldinn komist ekki inn. Ég ætla að biðja mánann að strjúka mildum geisla mjúkt um þína kinn. Ég ætla að biðja svefninn að vefja um þig vökudrauminn minn. (Elísabet Geirmundsdóttir.) Óli. Elsku Valborg. Lífshlaupi þínu hér á jörð er lokið. Lífshlaupi sem öðru fremur einkenndist af um- hyggju sem þú sýndir samferðafólki þínu. Ung að árum hleyptir þú heim- draganum og á Írlandi var þitt heim- ili og þar starfaðir þú við það sem þú hafðir valið þér. En eftir að þú fluttir heim og kynntist bræðrabörnum þínum var eins og þú eignaðist þín eigin börn. Þegar ég lít yfir þennan tíma sem við áttum saman finnst mér að allir aðrir en þú sjálf hafi ver- ið í fyrsta sæti og þú alla tíð og óþreytandi að gera eitthvað fyrir aðra. En þú varst ekki að fórna neinu, þetta var það sem þig langaði að gera og gerðir af heilum hug. Allt þetta fólk voru vinir þínir og hagur þeirra skipti öllu máli. Það lá við að mér sárnaði við þig fyrst eftir að þú fluttir heim og sagðist ekkert hafa með bílpróf að gera en strax og ein- hver annar þurfti sárlega á bílstjóra að halda þá var undir eins lært á bíl- inn og þú til reiðu alla tíð ef á þurfti að halda. En þetta varst einmitt þú – allar götur frá því að þú komst heim varst þú að bæta þér og þínu fólki upp þann tíma sem þú varst á Ír- landi. Þú sem giftir þig ekki eða eignaðist börn ert einhver sú mesta og besta fjölskyldumanneskja sem ég hef kynnst. Á Írlandi var vina- hópurinn stór, börn vinanna þar voru þín börn og bræðrabörnin þín hér heima áttu kost á að kynnast þér en alltof stuttan tíma. Mín börn hafa heldur ekki farið varhluta af þeirri umhyggju sem þér var svo lagið að veita. Við áttum yndislegan tíma saman. Þær stundir mun ég rifja upp og ylja mér við áfram. Þú vissir að hverju dró og við búnar að ræða það. Ég mun minnist þín eins og þú vildir láta minnast þín. Írsku vinirnir sitja messu úti á sama tíma og við kveðjum þig hér. Minningu þinni er sýnd mikil og verðskulduð virðing. Í guðsfriði, elsku vinkona. Jóhanna Þorsteinsdóttir. Elsku Valborg, Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Bestu þakkir fyrir tímann sem við áttum saman í Vallenginu. Leifur Þór Ragnarsson. 1            )9 2#&:   3 ;;00  -0 +0 ,       2 /   3"  #   < ) 5* 0!  + !   5   6  ) 5*   !   +  00! # &  ) 5*      0!    ) 5*   1 0 00!  ) 5*   &1 =  800!   ) 5*    1 ) 5* 0! 76$ 0 0  #) 5* 0! #   / 8      !     " 1 !   2 7% 7 '())# +18  8!  8 >?  581 *68  . 4"  .        <  6    +  <"   " 5   *   !  3   0  +    0     )   %@ : (= '()) +18  + 7 "  6  7 0  < 060  7 0    "  !1 085 " 5   *       *     3    0  +3     0 /     &) &  & ( 7    ( '   -+  " *  '   :   0! 2 0  < 0 #     :  00! 1 :  00! 2600!  0   #* 00! &3  0 " 1     &) '(& #( <  < !00  581       !+     ( 6     +  &  ,     (08 &    00!  75     75 (08 0     (08 (08 00!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.