Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 8

Morgunblaðið - 23.03.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skáldsagnaþing Heimur skáld- sögunnar Á MORGUN klukk-an 9.30 í Oddahefst málþing um skáldsögur og stendur fram á sunnudag. Yfir- skrift þessa skáldsagna- þings er „Heimur skáld- sögunnar“. Haldnir verða um helgina 33 fyrirlestrar og hver fyrirlestur fjallar um eina skáldsögu. Jón Ólafsson, framkvæmda- stjóri Hugvísindastofnun- ar Háskóla Íslands, hefur haft umsjón með skipu- lagningu málþingsins ásamt bókmenntafræð- ingunum Ástráði Ey- steinssyni og Matthíasi Viðari Sæmundssyni. Jón var spurður um hvatann að þessu þingi. „Hugmyndin á bak við þetta er að setja saman aðgengi- lega dagskrá fyrir alla áhuga- menn um bókmenntir þar sem bókmenntafræðingar HÍ fjalla um skáldsögu að eigin vali. Fyr- irlesarar hafa algjörlega frjálsar hendur að öðru leyti en því að þeir mega alls ekki tala lengur en 15 mínútur.“ – Er ekkert sérstakt þema sem farið er eftir í vali skáld- sagnanna? „Þemað er skáldsagan sem slík og segja má að á þinginu sé reynt að nálgast og fjalla um skáldsöguna sem heim út af fyrir sig. Fjallað verður um skáldsög- una sem listform eða bók- menntagrein. Markmiðið er að höfða til áhugamanna og við vit- um að það hljóta að vera mjög margir sem hafa áhuga á þessu því Íslendingar eru þekktir fyrir að vera sérstakir skáldsöguunn- endur, það sést á sölutölum fyrir jólin hverju sinni.“ – Er umræða um skáldsögur ekki nægileg í samfélaginu að ykkar mati? „Jú, það þarf ekki að kvarta yfir því, en það sem vakir fyrir okkur er að það er eðlilegt að bókmenntafræðingar við HÍ láti talsvert að sér kveða í þessari umræðu og við teljum að það sé spennandi að sjá hvað kemur út úr umfjöllun sem þessari. Þarna verður miklu fjölbreyttari nálg- un, vegna stærðar þingsins, en sjá má í daglegri umræðu.“ – Verður fjallað jafnt um yngri sem eldri skáldsögur? „Já, reyndar eru skilmálarnir aðeins þrengri en ég sagði í upphafi. Skáldsagan sem fyrir valinu verður hjá hverjum og einum þarf að hafa komið út á 20. öld, annaðhvort frumsamin á ís- lensku eða í íslenskri þýðingu. Um getur hins vegar verið að ræða gamlar erlendar sögur, bara ef þýðingin er frá 20. öld. Þetta þýðir að heimsbókmennt- irnar eru undir auk íslenskra nú- tímabókmennta.“ – Hvers vegna er skáldsagan svona vinsæl? „Það er engin tilviljun að skáldsagan er það bókmennta- form sem höfðar langsterkast til almennra lesenda. Vegna þess að skáld- sagan er heimur útaf fyrir sig opnar hún sterka sýn. Það að lesa góða skáldsögu getur verið mjög ná- lægt eigin reynslu, menn geta lifað sig sterkt inn í þann heim sem þar er sýndur. Þeir sem fást við lög- fræði, læknisfræði, hjúkrunar- fræði eða aðrar greinar sem snú- ast um manninn, t.d. heimspeki, sálfræði og fleira, geta lært mik- ið á að lesa skáldsögur.“ – Eru skáldsögur „sannar“ með einum eða öðrum hætti? „Mikil listaverk eru alltaf sönn á einhvern hátt. Í skáldsögunni er sönn upplifun oft fólgin í lestrarreynslunni. Þess vegna ætti maður ekki að líta á skáld- sagnalestur sem eintóma frí- stundaiðju eða afþreyingu, held- ur líka og ekki síður að taka skáldsöguna alvarlega sem upp- sprettu menntunar og reynslu.“ – Er þetta óvenjulega mikil- fengleg umfjöllun á einum stað um skáldsögur? „Á þessu þingi eru flestir fyr- irlesarar sem við höfum stefnt saman þar sem aðeins er fjallað um skáldsögur, að því er ég best man. Ætlunin er að þessir fyr- irlestrar komi út í bók og er hún væntanleg á næstunni.“ – Eru allir þessir 33 bók- menntafræðingar starfandi við HÍ? „Þetta fólk kennir ýmsar greinar við háskólann þar sem bókmenntir koma við sögu. Þarna eru t.d. kennarar í erlend- um tungumálum, í miðaldabók- menntum, íslenskum nútímabók- menntum og fleira. Bókmennta- fræðin teygir sig inn í margar greinar háskólans enda er hún „alltumfaðmandi“ grein.“ – Á skáldsagan vaxandi gengi að fagna um þessar mundir? „Það er alltaf erfitt að segja til um hvort skáldsagan sé að lifna við eða deyja, henni hefur verið spáð dauða oft á síðustu áratug- um. Ég held samt að hægt sé að fullyrða að um þessar mundir sé skáldsagan við mjög góða heilsu. Mér finnst ástæða til að benda á að við eig- um ekki aðeins marga skáldsagnahöfunda sem gefa reglulega út sögur heldur eigum við líka frábæra þýð- endur og á hverju ári eru gefnar út bæði nýjar skáldsögur sem hafa „sleg- ið í gegn“ erlendis og svo perlur heimsbókmenntanna. Á þinginu sjáum við þessu hvoru tveggja gerð skil. Ég vona að áhuga- menn um bókmenntir nýti sér þetta tækifæri til að kynnast bókmenntaumræðu innan HÍ.“ Jón Ólafsson  Jón Ólafsson fæddist í Reykja- vík árið 1964. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1984 og BA-prófi frá Háskóla Íslands í heimspeki 1989. Doktorsprófi lauk hann frá Columbia-háskóla í New York árið 1999. Hann hefur starfað við kennslu, blaðamennsku og hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er hann framkvæmdastjóri Hugvís- indastofnunar HÍ. Jón er kvænt- ur Ksenia Shauri innanhúshönn- uði og eiga þau tvær dætur. Íslenskar nú- tímabók- menntir og heims- bókmenntir kynntar Það var fallega riðið í hlað á nýja fararskjóta flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.