Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 47
VEGNA fyrir-
spurna í kjölfar kjörs
stjórnar Bændasam-
taka Íslands á nýaf-
stöðnu búnaðarþingi
þykir mér rétt að gera
stuttlega grein fyrir
uppbyggingu Bænda-
samtaka Íslands, sem
eru heildarsamtök ís-
lenskra bænda. Aðal-
fundur þeirra kallast
búnaðarþing.
Aðildarfélög
Bændasamtaka
Íslands eru þessi:
Búnaðarsambönd
sem eiga einn fulltrúa á búnaðar-
þingi: Búnaðarsamband Kjalarnes-
þings, Búnaðarsamband Snæfell-
inga, Búnaðarsamband
Dalamanna, Búnaðarsamband
Strandamanna, Búnaðarsamband
Vestur-Húnavatnssýslu, Búnaðar-
samband Austur-Húnavatnssýslu,
Búnaðarsamband Norður-Þingey-
inga og Búnaðarsamband Austur-
Skaftafellssýslu.
Eftirtalin búnaðarsambönd eiga
tvo fulltrúa: Búnaðarsamband
Borgarfjarðar, Búnaðarsamband
Skagfirðinga, Búnaðarsamband
Eyjafjarðar og Búnaðarsamband
Suður-Þingeyinga.
Eftirtalin búnaðarsambönd eiga
þrjá fulltrúa: Búnaðarsamband
Vestfjarða og Búnaðarsamband
Austurlands.
Síðan á Búnaðarsamband Suður-
lands sex fulltrúa.
Landssamband kúabænda á
fimm fulltrúa, Landssamtök sauð-
fjárbænda á þrjá fulltrúa og Sam-
band garðyrkjubænda á tvo full-
trúa. Síðan eiga eftirtalin
búgreinafélög einn fulltrúa hvert:
Félag eggjaframleiðenda, Félag
ferðaþjónustubænda, Félag hrossa-
bænda, Félag kjúklingabænda,
Landssamband kartöflubænda,
Landssamtök skógareigenda,
Landssamtök vistforeldra í sveit,
Samband íslenskra loðdýrabænda,
Svínaræktarfélag Íslands og Æð-
arræktarfélag Íslands
Fulltrúar á búnaðarþingi eru alls
48. Koma 28 fulltrúar frá 15 bún-
aðarsamböndum og 20 fulltrúar frá
13 búgreinafélögum.
Stjórnarmenn í Bændasamtök-
um Íslands eru sjö og koma þeir
nú allir frá búnaðarsamböndunum,
nánar tiltekið þessum: Alifugla-
bóndi frá Búnaðarsambandi Kjal-
arnesþings, sauðfjárbóndi frá Bún-
aðarsambandi Vestfjarða,
sauðfjárbóndi frá Búnaðarsam-
bandi Vestur-Húnavatnssýslu,
ráðunautur frá Búnaðarsambandi
Suður-Þingeyinga, kúabóndi frá
Búnaðarsambandi Austurlands og
síðan sauðfjárbóndi og bóndi með
blandað bú (kýr og sauðfé) frá
Búnaðarsambandi Suðurlands.
Þegar Bændasamtök Íslands
voru stofnuð 1995 voru búnaðar-
þingsfulltrúar 39, þar af 28 frá
búnaðarsamböndum og 11 frá bú-
greinafélögum. Á búnaðarþingi
1999 var fulltrúum búgreinafélag-
anna fjölgað um níu. Ástæðan var
hratt vaxandi sérhæfing í landbún-
aði og hefur síst hægt á þeirri þró-
un í atvinnuveginum.
Stjórnarkjör í
Bændasamtökum
Íslands
Stjórnarkjör fer
þannig fram að fyrst
er formaður kosinn
beinni kosningu. Síðan
er landinu skipt í
kjörsvæði eftir gömlu
kjördæmunum á eftir-
farandi hátt:
1. kjörsvæði:
Reykjanes-, Vestur-
lands- og Vestfjarða-
kjördæmi, tveir
stjórnarmenn. 2. kjör-
svæði: Norðurlandskjördæmi
vestra og eystra, tveir stjórnar-
menn. 3. kjörsvæði: Austurlands-
kjördæmi, einn stjórnarmaður. 4.
kjörsvæði: Suðurlandskjördæmi,
tveir stjórnarmenn.
Lögheimili fulltrúa ræður því í
hvaða kjörsvæði þeir lenda, þó svo
starfssvæði þeirra samtaka sem
þeir eru fulltrúar fyrir sé allt land-
ið. Stjórnarmenn eru síðan kosnir
beinni kosningu innan kjörsvæð-
anna. Áður en sú kosning fer fram
hefur stjórnarmönnum frá því
kjörsvæði þar sem formaður er bú-
settur verið fækkað um einn. Þetta
skipulag felur í sér, eins og kom
fram á búnaðarþingi nú, að einfald-
ur meirihluti fulltrúa getur ráðið
öllum stjórnarmönnum í Bænda-
samtökum Íslands.
Samkvæmt samþykktum
Bændasamtaka Íslands getur bún-
aðarþing kosið uppstillingarnefnd
vegna kosninga til stjórnar. Á bún-
aðarþingi kom fram tillaga um að
þetta yrði gert, en sú tillaga var
felld.
Tímamót í stjórnarkjöri
Búgreinafélög voru fyrst viður-
kennd sem fullgildir aðilar að
Stéttarsambandi bænda árið 1985
og voru tveir af níu stjórnarmönn-
um Stéttarsambandsins frá bú-
greinafélögunum, allt þar til Stétt-
arsambandið sameinaðist
Búnaðarfélagi Íslands og til urðu
Bændasamtök Íslands árið 1995.
Frá þeim tíma hefur einn af sjö
stjórnarmönnum Bændasamtaka
Íslands verið úr hópi fulltrúa bú-
greinafélaganna. Í kosningunum
nú var því rofin sú verklagsregla
sem gilt hefur sl. 16 ár, að fulltrúar
búgreinafélaganna eigi sæti í heild-
arsamtökum íslenskra bænda. Í
ljósi þessa og nauðsynjar góðrar
samstöðu meðal bænda er skilj-
anlegt að niðurstaðan í stjórnar-
kjörinu á búnaðarþingi hafi komið
mörgum bændum á óvart. Þess má
geta að bændur greiða árlega 85–
90 milljónir til Bændasamtaka Ís-
lands, af því greiðir nautgripa-
ræktin tæplega helming. Með hlið-
sjón af því og að Landssamband
kúabænda á fimm fulltrúa á bún-
aðarþingi eru áhrif Landssam-
bands kúabænda í stjórn Bænda-
samtaka Íslands óeðlilega lítil.
Breytinga er þörf
Uppbygging Bændasamtaka Ís-
lands þarf að taka breytingum í
takt við þróun landbúnaðarins, sú
umfjöllun bíður betri tíma. Hitt er
ljóst að í kjölfar þessarar niður-
stöðu í stjórnarkjörinu verður að
breyta kosningareglum á búnaðar-
þingi. Stjórn Bændasamtaka Ís-
lands þarf að kjósa á landsgrunni
og það er algjörlega óhjákvæmilegt
að hægt sé að viðhafa hlutfalls-
kosningu (listakjör) til að ekki sé
hægt með blokkamyndun að ná
óeðlilega miklum áhrifum. Í þeirri
stjórn Bændasamtaka Íslands sem
nú situr er eins og fram er komið
enginn stjórnarmaður úr hópi full-
trúa búgreinafélaga, þótt þeir séu
20 af 48 fulltrúum. Færa má að því
rök að hefði hlutfallskosning verið
möguleg á nýliðnu búnaðarþingi
væru nú tveir fulltrúar búgreina-
félaga í stjórn Bændasamtaka Ís-
lands.
Að loknu stjórnarkjöri á
búnaðarþingi 2001
Þórólfur Sveinsson
Samtök
Í kjölfar þessarar nið-
urstöðu í stjórnarkjör-
inu, segir Þórólfur
Sveinsson, verður að
breyta kosningareglum
á búnaðarþingi.
Höfundur er bóndi.
Cranio-nám
Norðurland / Akureyri
28. 04 — 3. 05. 2001
Thomas Attlee, DO, MRO, RCST
College of Cranio—Sacral Therapy
Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara
www.simnet.is/cranio
422 7228, 699 8064, 897 7469