Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
ATKVÆÐAGREIÐSLA um boðun
verkfalls Félags háskólakennara
hefst á mánudag, 26. mars nk., og
stendur í eina viku. Verði verkfalls-
boðunin samþykkt hefst tímabundið
verkfall háskólamanna 2. maí og
stendur til 16. maí, eða á þeim tíma
sem þúsundir stúdenta við Háskól-
ann eiga að þreyta próf sín. Viðræð-
ur deiluaðila munu hefjast aftur í
næstu viku, en þær hafa legið niðri í
tæpan mánuð.
Háskólakennarar segja að tilboð
samninganefndar ríkisins til Félags
háskólakennara frá 27. febrúar sl. sé
umtalsvert lægra en kennarar á öðr-
um skólastigum hafi samið um og sé
því óviðunandi. Verði ekki breyting
hér á muni Háskóli Íslands ekki fá
rækt hlutverk sitt sem leiðandi afl í
rannsóknum og menntun.
Róbert Haraldsson, formaður
Félags háskólakennara, segist telja
miklar líkur á því að verkfallsboðun
verði samþykkt í atkvæðagreiðsl-
unni. Hann segir mikla óánægju
meðal félagsmanna með seinagang í
viðræðum við samninganefnd ríkis-
ins, en kveðst jafnframt vona að ekki
muni koma til verkfalls í prófatíma
stúdenta.
Félagsmenn í FH eru tæplega 500
og í félaginu eru allir starfsmenn
Háskólans utan prófessorar, þ.e.
lektorar, dósentar, vísindamenn,
fræðimenn, sérfræðingar og starfs-
fólk í stjórnsýslu skólans. Kjara-
samningur milli FH og ríkisins rann
út 31. október sl., en hann hafði þá
verið í gildi síðan í maí 1997.
Að sögn Róberts hefur lítið þokað
í viðræðum deiluaðila frá áramótum
og fyrir tæpum mánuði vísaði Félag
háskólamanna deilunni til embættis
ríkissáttasemjara. Frá þeim tíma
hefur enginn fundur verið haldinn,
fyrr en nú að deiluaðilar munu funda
hjá ríkissáttasemjara í næstu viku.
Til fundarins var boðað eftir að for-
maður og varaformaður FH hittu
fjármálaráðherra að máli og fóru yfir
stöðu mála með honum.
Róbert segir að vissulega sé óynd-
isúrræði að efna til verkfalls á þeim
tíma þegar stúdentar eru flestir í
prófum. Hann bendir hins vegar á að
langur tími sé fyrir félagsmenn að
bíða fram á haustið og verkfallsvopn-
ið nýtist ekki nema á ákveðnum tím-
um.
Verkfall mun lama allt
háskólasamfélagið
Félag háskólakennara hefur aldr-
ei farið í verkfall, að sögn Róberts.
Nærri því lá 1989, en þá var sam-
þykkt í atkvæðagreiðslu að efna til
verkfalls en á síðustu stundu náðust
þó samningar. Róbert segist vona að
hið sama verði uppi á tengingnum
nú. „Það er enn einn og hálfur mán-
uður til stefnu. Það er vel hægt að
semja á þeim tíma,“ sagði hann.
Komi til verkfalls mun það vænt-
anlega lama alla starfsemi þessarar
stærstu menntastofnunar þjóðarinn-
ar á mesta annatíma. Gert er ráð fyr-
ir að alls um 6.000 stúdentar þreyti
próf í maí næstkomandi og má telja
líklegt að margir geti lent í vandræð-
um frestist prófin. Má þar nefna tafir
á afgreiðslu lána frá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna og einnig gætu
þeir sem skráð hafa sig í framhalds-
nám erlendis lent í vandræðum af
þessum sökum.
Dagný Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Stúdentaráðs, segir að óvissan
um vorprófin leggist afar illa í stúd-
enta og háskólasamfélagið muni
lamast komi til verkfallsins.
„Verkfall myndi bitna á öllum og
það hefur reynst erfitt að ræða
möguleg viðbrögð þar sem ekkert
fordæmi er fyrir hendi og ekki hefur
áður komið til verkfalls,“ sagði hún.
Fyrsti stjórnarfundur nýs Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands verður í
dag og að sögn Dagnýjar verður
málið tekið til umræðu á fundinum
og hugsanleg viðbrögð stúdenta.
„Við verðum auðvitað að vona að
aðilar málsins komi sér saman um
lausn áður en til verkfalls kemur,“
sagði hún.
Atkvæðagreiðsla um verkfall Félags háskólakennara hefst á mánudag
Vorpróf sex þúsund
stúdenta í uppnámi
ÆÐURIN er staðfugl hér við land
og mjög félagslynd. Hún er mest-
an hluta ársins bundin sjó, eink-
um meðfram ströndum, og hefur
reyndar allt lífsviðurværi sitt það-
an. Íslenski stofninn er talinn
hafa að geyma 200–300 þúsund
varppör. Og hér við land eru að
auki vetrarstöðvar og sennilega
fellistöðvar æðarfugla frá Austur-
Grænlandi og Svalbarða. Að vetr-
arlagi geta æðarhóparnir verið
þúsundir fugla og eins er því farið
þessa blíðviðrisdaga, ef litið er út
á haf frá Gróttu.
Snemma vors gengur æðurin á
land í auknum mæli, í fjöruna til
að byrja með, eins og til að búa
sig undir aukna dvöl á þurru yfir
varptímann. Og þar getur orðið
margt um fuglinn. Svo gerist hún
djarfari og fer ofar og innar þeg-
ar líða tekur að sjálfum eggja-
tíma, sem er breytilegur eftir
landshlutum, en víðast hvar þó í
hálfnuðum maí.
Þessi mynd, sem á að minna
okkur á að vorið er innan seil-
ingar, var tekin í fjöruborðinu við
Gróttu, og sýnir æðarblika að
hafa sig til fyrir kollurnar.
Morgunblaðið/RAX
Vor í lofti
SKÝRSLA Rannsóknarnefndar
flugslysa um flugslysið í Skerja-
firði 7. ágúst á síðasta ári er vænt-
anleg í dag. Mun skýrslan vera
tæpar 30 blaðsíður.
Skýrslan fjallar um rannsókn
nefndarinnar vegna eins hreyfils
flugvélar, TF-GTI, sem fórst í
Skerjafirði eftir að hafa hætt við
lendingu á Reykjavíkurflugvelli.
Flugmaður og fimm farþegar
voru um borð. Fimm eru látnir en
einn farþeganna hefur legið á
sjúkrahúsi síðan.
Flugslysið í Skerjafirði
Skýrsla flugslysa-
nefndar birt í dag
TAP af rekstri SÍF-samstæðunnar í
fyrra nam 984,9 milljónum króna.
Rekstrartekjur félagsins námu alls
tæpum 53 milljörðum og tap eftir
skatta sem hlutfall af veltu var
1,86%. Þrátt fyrir tapið nam hagn-
aður SÍF fyrir afskriftir (EBITDA)
779 milljónum króna og veltufé frá
rekstri var jákvætt um 108,9 millj-
ónir króna.
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri SÍF, segir að almennur rekstur
hafi gengið þokkalega í fyrra og
þannig sé framlegðin meiri en árið
1999. „Við erum að gjaldfæra mjög
stórar tölur sem hafa ekki neitt með
daglegan rekstur að gera.“ Aðspurð-
ur segir Gunnar að eiginfjárhlutfall
SÍF, 15,75%, sé mjög sambærilegt og
hjá SH en það sé þó stefna SÍF að
eiginfjárhlutfallið verði ekki undir
20% til lengri tíma litið.
Ár samruna og hreingerninga
„Við erum í þessum reikningi auð-
vitað búnir að hreinsa út ansi stóran
pakka sem var þessi frumvinnsla í
Noregi sem hefur verið okkur erfið.
Þá höfum við einnig gjaldfært allan
samrunakostnað og starfslokasamn-
inga þótt þeir nái inn á þetta ár. Þetta
er allt tekið inn á síðasta ári. Við gáf-
um það út á sínum tíma að árið 2000
yrði ár samruna og hreingerninga og
það er það sem við erum að gera í
þessum ársreikningi. Við vildum
hreinsa borðið og ganga hreint til
verks í þessum ársreikningi. Það er
miklu betra að hreinsa þessa hluti út
á einu ári og afgreiða þá þar með í
stað þess að vera að fela þá eitthvað í
einhvern tíma. Við tókum allt sem við
gátum tínt til í þessum efnum.“
Tap SÍF tæpur millj-
arður króna í fyrra
Batamerki/26