Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ unum, þegar ekki er hægt að færa sönnur á hvort það sé í vændi eða ekki, að því sé gert skylt að gangast reglulega undir lækn- isskoðanir.“ Að mati Guðjóns verður ekki hægt að loka alfarið fyrir vændi hjá fullorðnu fólki ef því sýnist svo að stunda það, frekar en annars staðar. „Ég held að við eig- um að leggja alla okkar krafta í að stoppa þetta hjá unga fólkinu því það er það sem er fyrirbyggjandi í þessu. Við þurfum greinilega að taka mikið á í félagslega þætt- inum og gefa fólki kost á að sækja þjónustu þannig að það sé einhver stofnun sem geti veitt því hjálp. Þá þarf sérstaklega að hlúa að því unga fólki sem býr við erfiðar félagslegar að- stæður svo það leiðist ekki út í þetta.“ Hlemmurinn tekinn af göturæsinu Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri – grænna, fagnar rannsókninni og segir þær niðurstöður sem skýrsluhöfundarnir hafa kom- ist að afskaplega sláandi og alvarlegar. „Mér finnst svolítið merkilegt hvað þær eru afdrátt- arlausar vegna þess að við höfum aldrei getað sagt annað en að ýmsar vísbendingar séu til staðar um þetta eða hitt. Maður hefur á tilfinn- ingunni að lögreglan hefði átt að geta sagt okk- ur eitthvað meira um alvöru málsins og stöð- una eins og hún kemur í ljós núna. Þessar konur sem unnu skýrsluna komust það langt í undirheimana að þær ná að skipta vændissöl- um sem starfa á Íslandi í fjóra hópa eftir tengslum þeirra við þá sem þeir selja. Þetta finnst mér svolítið merkilegt vegna þess að lög- reglan hefur alls ekki beint sjónum sínum að milliliðunum þrátt fyrir að það hafi alltaf verið bannað að vera milliliður. Þannig að sú grein laganna hefur ekki verið erfið í framfylgni.“ Hún segir það mjög alvarlega staðhæfingu að skipulagt vændi skuli stundað í tengslum við nektarstaðina og bendir á að sterk viðbrögð hafi orðið við því þegar það kom upp að menn vildu fara að skilgreina kjöltudansinn sem vændi eins og gert var á nýlegri ráðstefnu í Stokkhólmi. „Svo örfáum vikum síðar er það ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherj- arnefndar Alþingis, segir staðreyndir skýrsl- unnar vera sorglegar en bindur vonir við nefndina sem skipuð hefur verið til að bregðast við henni. „Það er spurning hvort við förum ekki að þoka okkur nær því sem aðrar Norð- urlandaþjóðir hafa gert þar sem mér skilst að vændi sé ekki refsivert.“ Hún segir mikilvægt að beina athyglinni að þeim félagslegu vandamálum sem virðast vera ein af orsökum þess að vændi er til staðar og nefndin hljóti að taka á því. „Ég held að það verði því miður aldrei hægt að koma í veg fyrir þetta en við eigum að gera allt til að þetta verði sem minnst.“ Hún segir eðlilegt að sú leið, sem farin hefur verið í Svíþjóð að banna notkun vændisins, verði skoðuð og hvort hún hafi breytt ein- hverju þar í landi. Í skýrslunni komu fram vís- bendingar um að skipulagt vændi fari fram í tengslum við nektardansstaði og aðspurð segir Þorgerður mikilvægt að auðvelda yfirvöldum eftirlit með slíkum stöðum. „Ég er mótfallin því að það verði sett bann á nektarstaði en við þurfum að hafa tiltækar aðferðir til að fylgjast með því hvað gerist þarna á stöðunum. Til dæmis þurfum við að fylgjast með því að þær stúlkur sem koma hingað hafi tilskilin leyfi yf- irvalda og svo framvegis. Eftirlitshlutverkinu verður að sinna og þótt það kosti peninga verð- um við einfaldlega að horfast í augu við það að ef við viljum koma í veg fyrir þetta þá þurfum við að leggja okkur fram í því að taka á þessu máli.“ Rauði krossinn sjái um þjónustu Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir brýnasta verkefnið vera að opna fyrir félagslega þjónustu fyrir þá sem stunda vændi en að hennar sögn hafa þessir að- ilar engan kláran aðgang að einhverjum vett- vangi þar sem þeir geta fengið einhverskonar stuðning. Þannig megi fá betri mynd af vand- anum eins og hann sé. „Það er fyrst og fremst þessi félagslegi aðbúnaður fólks sem er alltaf meginrótin fyrir þessu. Og um leið og við vitum hvernig landslagið lítur út þá getum við líka gripið inn.“ Hún segir ljóst að vændi sé stundað af fleir- um en eingöngu fíkniefnaneytendum. „Þetta er ekki bara dópið eins og við höfum alltaf vitað heldur einnig venjulegar konur sem eru í þessu af fjárhagslegri neyð og stunda vændi seinni hluta mánaðarins til að láta enda ná saman. Eins má nefna drengjavændið.“ Hún segir hugmyndir hafa komið upp um að Rauði krossinn gæti tekið að sér einhvers kon- ar þjónustu við þetta fólk, í samvinnu við til dæmis sveitarfélögin. Þá segir hún fleiri aðila búa yfir upplýsingum um vændi hérlendis. „Margt fólk innan úr kerfinu hefur einhverja vitneskju um ástandið og eins kemur ákveðinn hópur í Stígamót. En ef við ætlum að ná til þessara hópa þá þurfum við að hafa einhverja breidd af úrræðum til að taka á móti þessum upplýsingum til að styðja konur út úr vand- anum. “ Guðrún segir einnig mikilvægt að endur- skoða löggjöfina með tilliti til vændisins. „Við erum eina landið sem er með það í hegning- arlöggjöfinni að það sé refsivert að stunda vændi. Ekkert Norðurlandanna er með það vegna þess að þar er litið á vændi sem félags- legt vandamál og að það eigi að bregðast við því sem slíku en ekki í hegningarlöggjöf. Og því finnst mér að eigi að breyta.“ Hún segist þó vilja bíða eftir niðurstöðum frá Svíþjóð um það hvernig það hafi reynst að sakfella þá sem nýta sér þjónustu vændis- kvenna. „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum krónupeningum því auðvitað gerist það líka að ákveðinn hluti vændis fari neðanjarðar þegar gripið er til slíkra aðgerða. Þannig að ég er mjög spennt að fá mat á reynslu Svíanna og þegar það er komið finnst mér að við eigum að íhuga slíkt.“ Nektardansarar í reglulegt heilbrigðiseftirlit Guðjón A. Kristjánsson segir það koma nokkuð á óvart að vændi skuli vera jafnútbreitt og skýrslan gefur til kynna. „Eðlilegast er að bregðast við með því að taka upp meira leið- beiningarstarf og síðan að setja lög um það að það sé ekki refsilaust að eiga mök við fólk undir 16– 18 ára aldri. Eins þarf að gera þá jafnseka sem sækjast í þessa þjónustu þannig að það sé hægt að sækja þá til ábyrgðar. “ Þá spilar fíkniefnavandinn of mikið inn í þetta að mati Guðjóns og segir hann að þörf sé á átaki í fíkniefnavörnunum og leiðbeiningum til fólks. Hins vegar segir hann að búast hefði mátt við að nektarstaðirnir þróuðust á sama hátt hér og þeir hafa gert í öðrum löndum og því segir hann það ekki koma á óvart að vændi skuli stundað í tengslum við þá. „Það er sjálf- sagt að herða reglur og eftirlit í kringum þessa staði en ég held að þessu verði ekki lokað með valdboði hjá okkur á Íslandi frekar en annars staðar. En mér finnst alveg spurning varðandi þetta fólk sem er að skemmta á nektarstöð- afhjúpað að það sé skipulagt vændi í tengslum við þessa staði,“ segir hún og telur fulla ástæðu til að banna nektarstaðina þar sem sýnt er að þeir hafi áhrif til hins verra á mannlífið. Í nýlegu frumvarpi Vinstri –grænna er lagt til að refsiábyrgðinni verði snúið við líkt og gert er í Svíþjóð. „Við viljum líta á þá sem leið- ast út í vændi sem fórnarlömb enda kemur fram í þessari skýrslu að þeir séu það und- antekningarlaust. Þess vegna viljum við snúa refsiábyrgðinni á þann einstakling sem býr til eftirspurnina eins og Svíar hafa gert.“ Hún segist ósammála dómsmálaráðherra um að bíða eftir reynslunni frá Svíþjóð áður en slíkar breytingar verði gerða á lögum hér. „Ég held að fyrst að Svíar ætli að láta reyna á refsi- ábyrgðina á þessum nótum þá eigum við að gera það líka og mér finnst full ástæða til að fleiri vestræn ríki reyni þessa aðferð og sjái hvaða áhrif hún hefur hver í sínu landi.“ Hún segir mikilvægt að auka félagslegan stuðning við barnafjölskyldur og vill að hann verði sterkari strax á þeim tíma sem foreldrar eru með börnin sín í ungbarnaeftirliti. „Ef það er búinn til jarðvegur fyrir vændi á Íslandi þá er það vegna þess að við höfum ekki staðið félagslega nægilega vel við bakið á okkar ein- staklingum, okkar samborgurum.“ Hvað þá einstaklinga varðar sem hafa leiðst út í vændi segir hún að með skýrslunni sé eins konar kortlagning á ástandinu komin af stað. „Mér finnst eins og það hafi verið tekinn hlemmurinn af göturæsinu og það er búið að setja ljósið þar niður og nú megum við ekki slökkva á þessu ljósi heldur halda áfram og leita uppi orsakirnar, fólkið sjálft og koma inn með þær aðgerðir sem þarf til að bregðast við – til þess að bjarga þeim sem eru í hættu og fyr- irbyggja það að svona lagað haldi áfram.“ Lágmarksaldur brýtur í bága við barnaverndarlög Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir skýrsluna staðfesta þann grun sem fyrir var og að það komi ekki á óvart að vændið tengist erfiðu félagslegu umhverfi og fíkniefnaneyslu. Þess vegna sé kannski stóra spurningin hvernig bregðast eigi við skýrsl- unni. „Nú liggur ljóst fyrir að ráðherra er bú- inn að skipa nefnd í þeim tilgangi og henni er falið að meta umfangið og síðan þá hvernig eigi að bregðast við vandamálinu, t.d. með tilliti til refislöggjafarinnar og eins varðandi heilbrigð- is- og félagslega þáttinn í þessu.“ Hún segir áhyggjur sínar fyrst og fremst snúa að þeim hópi sem leiðist út í vændi vegna bágra félagslegra aðstæðna, hvort heldur sem undirrótin sé fíkniefnaneysla eða almennar bágar aðstæður. „Og þá spyr maður sig hvort ekki eigi að einbeita sér að og reyna að stemma stigu við félagslegum vandamálum og fíkni- efnaneyslu og þar með draga úr þessu í leið- inni. Það er það sem ég vildi sjá að tekið yrði á sem forgangsmáli.“ Hún bendir á umræðu um að aldursmörkin séu öðruvísi í íslenskum lögum en annars stað- ar á Norðurlöndum. Þannig sé ekki refsivert hér á landi að eiga kynferðislegt samneyti nema við þá sem eru undir 14 ára aldri en vitað er að þetta brjóti í bága við barnaverndarlög. Að mati Jónínu væri mjög athyglisvert að fá upplýsingar um hvaða árangur Svíar telji að ákvæði þeirra um ólögmæti þess að kaupa kyn- lífsþjónustu hafi skilað. „Þar er þá einhver reynsla sem ætti að vera hægt að byggja á í okkar ákvarðanatöku. Auðvitað þarf að horfa bæði til þeirra sem selja og þeirra sem kaupa í þessu tilviki ef maður ætlar að ráðast að rótum vandans.“ Hvað nektarstaðina varðar segir hún ljóst að ekki sé hægt að setja allar stúlkur sem stundi nektardans undir sama hatt. Hins vegar segir hún það áhyggjuefni að því bágari sem fé- lagslegur grunnur þeirra stúlkna er, því meiri líkur séu á því að þær séu ekki einungis að dansa. „Og svo spyr maður líka hversu miklu veldur framboðið og hversu miklu veldur eft- irspurnin þegar þetta er annars vegar.“ Viðbrögð alþingismanna við skýrslu um vændi Þingmenn eru ekki á eitt sáttir hvernig stemma megi stigu við vændi en dómsmálaráðherra kynnti í vikunni áfangaskýrslu um vændi á Íslandi og félagslegt um- hverfi þess. Flestir eru þeir þó sammála um að átaks sé þörf í félagslegum úrbótum þar sem skýrslan sýni að félagslegur vandi sé oftast nær undirrót vændisins. Guðjón A. Kristjánsson Kolbrún Halldórsdóttir Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir Jónína Bjartmarz Guðrún Ögmundsdóttir Félagslegar úrbætur nauðsynlegar brugðin ráðlagðri meðferð. Hug- búnaðurinn á að draga verulega úr hættu á mistökum við lyfjagjöf. For- ritin láta lækninn vita um milliverk- anir, skammtastærðir, frábendingar lyfja og einnig ef lyf þykir ekki henta sjúklingi í ljósi líkamsástands, lyfjasögu eða annarra sjúkdóma. Heilbrigðisráðuneytið og Doc ehf. skrifuðu í gær undir samning um lyfseðilsgátt sem er hluti af íslenska heilbrigðisnetinu. Það er fyrsta skrefið í þá átt að gera Ísland að for- ystulandi í heiminum varðandi ör- yggi í lyfjamálum, segir í frétt frá ráðuneytinu. FYRSTI rafræni lyfseðillinn á Ís- landi var sendur á fimmtudag frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga til Húsavíkurapóteks. Hann var fyrir Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra sem var gestur á Upplýs- ingatæknidegi á Húsavík. Sigurður Guðmundsson landlæknir sendi seð- ilinn. Fyrirtækið Doc ehf. smíðaði hug- búnaðinn en hann gerir lækni kleift að nálgast allar fagupplýsingar um lyf um leið og lyfjum er ávísað á sjúkling. Ýmis öryggisforrit eru samkeyrð lyfseðlunum og gera þau læknum viðvart ef ávísun er frá- Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, fær afhent lyf samkvæmt fyrsta rafræna lyfseðli sem sendur var í apótek. Á myndinni þakkar Ingibjörg Guðna Kristinssyni, apótekara í Húsavíkurapóteki, viðskiptin. Fyrsti rafræni lyfseðillinn sendurstrets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. fimm daga vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.