Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 49
ÞAÐ ER von mín að
þeir þingmenn sem
greiddu atkvæði með
lögum um frestun verk-
falls sjómanna séu sátt-
ir við sjálfa sig og það
sem þeir hafa gert. Það
er von mín að gerðir
þeirra ræni þá ekki
svefni.
Enn einu sinni ræðst
Alþingi að sjálfsögðum
réttindum sjómanna til
að berjast fyrir leið-
réttingu launa sinna og
réttinda. Auðvitað vita
þeir sem beita sjómenn
ofbeldi að þetta er óþol-
andi og gengur ekki
endalaust. Það er augljóst að ríkis-
stjórnin var beitt þrýstingi frá stór-
kvótaeigendum til að stoppa verkfall-
ið – og það er svo sem ekki í fyrsta
sinn.
Ég vil minna þá þingmenn, sem nú
hafa gengið gegn eigin sannfæringu,
á að það kemur dagur eftir þennan
dag og þeir skulu fá að standa skil
gerða sinna. Ekki get ég séð að reyk-
vískir sjómenn óski eftir að heyra
hvatningarræðu sjávarútvegsráð-
herra á sjómannadag. Líklegt er að
hann verði að tala í fámennara hófi,
hófi þar sem vinir hans og samherjar
verða samankomnir. Þetta á einnig
við um aðra þá sem hafa nú gengið í
lið með sægreifunum og framið
hryðjuverk á sjómönnum.
Það er svo að sumir virðast seint fá
nóg. Útgerðin fékk kvótann og nú er
sem hún hafi einnig fengið Alþingi.
Forsætisráðherra,
sjávarútvegsráðherra
og fleiri þannig menn
hafa lýst því yfir að rík-
isstjórnin ætlaði ekki
að koma að þessari
deilu. Þau orð stóðust
ekki frekar en mörg
önnur frá þessum köpp-
um. Stundum virðist
mér sem þeir sem eru
ekki forstætisráðherra
að skapi, svo sem ör-
yrkjar, sjómenn, ein-
staka kaupsýslumenn
og fleiri, megi þola óbil-
girni, hrottaskap og
nánast má efast um að
mestráðandi maður
þjóðarinnar fari sínu fram – hvað
sem það kostar. Svo mikið er víst að
ekki er hægt að segja að þessi rík-
isstjórn skilji hlutverk sitt svo að
vinna eigi fyrir alla landsmenn. Eins
mætti ætla að ríkisstjórn undir for-
sæti Sjálfstæðisflokksins myndi
virða frelsi manna til orða og athafna.
Mér hefur komið til hugar hvað
hefði gerst ef kennarar hefðu þurft
að þola eitthvað álíka. Ef Alþingi
hefði sett lög og frestað verkfalli
þeirra fram yfir vorpróf. Hvað hefði
gerst og hvers vegna var það ekki
gert? Getur verið að menntun barna
skipti minna máli en einhver tonn af
fiski?
Það er von mín að íslenskir sjó-
menn muni framkomu þeirra alþing-
ismanna sem tóku þátt í ofbeldinu
gegn sjómönnum. Þá mun hver upp-
skera eins og hann sáir.
Guð hjálpi
ykkur
Birgir Hólm
Björgvinsson
Höfundur er stjórnarmaður í
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Verkfall
Enn einu sinni ræðst
Alþingi að sjálfsögðum
réttindum sjómanna,
segir Birgir Hólm
Björgvinsson, sem eru
að berjast fyrir
leiðréttingu launa
sinna og réttinda.
NÝVERIÐ gerði sr. Ólafur Odd-
ur Jónsson athugasemdir hér í
Mbl. við niðurstöður lokaritgerðar
minnar um trúfélagið Krossinn
sem ég skrifaði í Guðfræðideild HÍ
og gefin var út af Háskólaútgáf-
unni 1997. Hann dregur í efa að
trúfélagið geti talist hvítasunnu-
söfnuður og segir það spurningu
hvort það flokkist ekki frekar sem
,,trúarregla (cult) með herskáan
leiðtoga“ en kirkjudeild eins og ég
hafði gert. Ástæðan er predikun
sem forstöðumaðurinn Gunnar
Þorsteinsson flutti á sjónvarpsstöð-
inni Omega en hún einkenndist að
mati ÓOJ af bókstafstrú og her-
skáum zíonisma.
Krossinn hefur alla tíð skilgreint
sig sem hvítasunnusöfnuð en hann
tók upp samstarf við bandarísku
hvítasunnukirkjuna Christ Gospel
Churches International (CGCI)
þegar hann klofnaði frá Hvíta-
sunnukirkjunni á Íslandi árið 1979.
Það samstarf hélst síðan óslitið í 20
ár eða þar til Betanía klauf sig frá
Krossinum og gerðist hluti af
CGCI. Í framhaldi af því batnaði
samband Krossins við Hvítasunnu-
kirkjuna og aðra náðargjafavakn-
ingarsöfnuði á Íslandi en það hafði
lengi einkennst af samstarfsörðug-
leikum og ágreiningi vegna ýmissa
sérkenninga CGCI sem sumar
þóttu jafnvel á mörkum kristinnar
trúar.
Slíkur ágreiningur milli hvíta-
sunnusafnaða er ekkert einsdæmi
enda ekki um einn samstæðan hóp
að ræða heldur fjölda sjálfstæðra
safnaða sem aðhyllast ekki endi-
lega sömu kenningarnar. Þannig
skíra þeir hvítasunnumenn í nafni
þrenningarinnar sem viðurkenna
hana en þeir sem hafna henni og
segja Guð aðeins eina persónu
skíra eingöngu í
Jesú nafni. Undan-
tekning frá þessu
er Krossinn og
CGCI sem játa
þrenninguna enda
þótt þeir skíri að-
eins í Jesú nafni.
Þeir trúarhópar
sem skilgreina sig
sem hvítasunnu-
söfnuði eiga það
sameiginlegt að
rekja upphaf sitt
til hvítasunnu-
vakningarinnar
sem varð í upphafi
20. aldarinnar í
Bandaríkjunum og
breiddist þaðan út um allan heim.
Rætur þeirra liggja til meþódista,
helgunarsinna og baptista en
áherslan er lögð á tungutalið sem
staðfestingu á skírn Heilags anda
er öllum kristnum mönnum standi
til boða. Hvítasunnumenn halda
því fram að tungutalið og aðrar
náðargjafir Heilags anda séu til
marks um að endurkoma Jesú
Krists sé í nánd en fyrir vikið hafa
þeir verið áhugasamir um spádóma
Biblíunnar. Til marks um áreið-
anleika Biblíunnar segja þeir að
hún hafi t.d. spáð stofnun Ísraels-
ríkis árið 1948 og gaf Hvítasunnu-
kirkjan á Íslandi í því sambandi út
bókina Heimkoma Ísraels: Endur-
koma Krists eftir E Strøm. Litið er
svo á að endurkoma Jesú verði
þegar Ísrael hafi endurheimt land-
ið allt og Jerúsalem er óskipt.
Enda þótt GÞ hafi haldið
þrumandi ræðu sem ein-
kenndist bæði af bók-
stafstrú og zíonisma þýðir
það ekki að hann hafi sagt
skilið við hvítasunnu-
hreyfinguna enda er slíkt
þvert á móti eitt af ein-
kennum hennar.
Markmiðið með ritgerð-
inni um Krossinn var að
rannsaka félagslega stöðu
trúfélagsins en af þeim
sökum gerði ég grein fyr-
ir samskiptum þess við
aðra sambærilega trúar-
hópa, fjölmiðlana og
stjórnvöld. Algengustu
skilgreiningarnar á
félagslegri stöðu trúarhópa eru
hugtökin kirkja (church), kirkju-
deild (denomination), sértrúarsöfn-
uður (sect) og trúarregla (cult) og
notaði ég það flokkunarkerfi eins
og trúarlífsfélagsfræðingurinn MB
McGuire setti það fram. Margar
ástæður voru fyrir því að ég talaði
um Krossinn sem kirkjudeild.
Skipulag trúfélagsins er formfast
og starfsemin sérhæfð með laun-
aða starfsmenn. Kenningarnar eru
skilgreindar í trúarjátningum og er
Níkeujátning rómversk-kaþólskra,
rétttrúnaðarkirkjunnar og flestra
mótmælenda samþykkt. Nánast frá
upphafi sóttist trúfélagið eftir sam-
starfi við aðra kristna trúarhópa í
landinu og hefur það starfað með
þeim flestum. Sömuleiðis hefur
trúfélagið notið velvildar stjórn-
málamanna og annarra embættis-
manna sem skrifað hafa stuðnings-
greinar í tímarit þess og talað
jákvætt um það á opinberum vett-
vangi vegna aðstoðar þess við unga
vímuefnaneytendur.
Ýmis sértrúarsafnaðareinkenni
trúfélagsins hafa þó valdið tog-
streitu milli þess og annarra hvíta-
sunnu- og náðargjafavakningar-
safnaða auk þess sem íhaldsöm
afstaða þess í ýmsum siðferðisefn-
um hefur vakið tortryggni úti í
þjóðfélaginu sem og fjáröflun til
styrktar áfangaheimilis Kross-
gatna fyrir nokkrum árum. Um
þetta fjallaði ég í ritgerðinni og
sagði að enda þótt Krossinn teldist
kirkjudeild hefði hann engu að síð-
ur ýmis sértrúarsafnaðareinkenni
sem gætu breytt félagslegri stöðu
hans og jafnvel leitt til klofnings.
Ekki er þó hægt að fallast á það
sjónarmið að hann sé ‚cult‘ í félags-
legri merkingu þess orðs því að
það er tiltölulega óskipulögð hreyf-
ing tiltekinnar hugmyndafræði sem
áhangendur tileinka sér eftir eigin
geðþótta. Hugtakið ‚cult‘ hefur
reyndar verið notað um umdeilda
trúarhópa af jafnt andstæðingum
þeirra sem fjölmiðlum víða um
heim og er það yfirleitt tengt hug-
stjórnar- og heilaþvottakenningum
sem nánast allir trúarlífsfélags-
fræðingar hafa hafnað í dag en
þeir skilgreina slíka trúarhópa yf-
irleitt frekar sem sértrúarsöfnuði.
Félagsleg
staða Krossins
Bjarni Randver
Sigurvinsson
Trúmál
Ekki er þó hægt að
fallast á það sjónarmið,
segir Bjarni Randver
Sigurvinsson, að
Krossinn sé ‚cult‘ í
félagslegri merkingu.
Höfundur er stundakennari við Guð-
fræðideild HÍ og í doktorsnámi þar.
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
yn
d
sk
re
yt
in
g:
K
ár
i G
un
na
rs
so
n
/
03
. 2
00
1
20% af
sláttur
af nýjum
skíðum
og skíð
afatnað
i!
Sk
íð
av
ei
sl
a
Skíðaþ
jónust
a, slíp
um,
brýnum
og ber
um á s
kíði
20-90%
afslátt
ur
Barnaúlpur
frá kr. 1.990
Skíðaúlpur fullorðins
frá kr. 3.900
Skíðagallar barna
frá kr. 1.990
Skíðagallar fullorðins
frá kr. 2.900
Topp
skíðamerkin
Carvingskíði fullorðins
frá kr. 9.990
Carving pakkar
frá kr. 24.560
Lange skíðaskór fullorðins
með göngustillingu
frá kr. 9.520
Barnacarving pakki
frá kr. 13.760
Barnapakkar
frá kr.12.640
Skíði
r i í i ll i
r i
í r f ll r i
tilli
r r i i
r r
Skíðaskór barna st. 21-29
frá kr. 1.980
Skíðastafir, barna
frá kr. 700
Skíðastafir fullorðins
frá kr. 900
Gönguskíði
frá kr. 5.280
Gönguskíðapakki
frá kr. 15.400
Skíðahjálmar
frá kr. 1.500
Snjóbretti 107-137 cm
frá kr. 9.520
Brettapakkar 107-137 cm
frá kr. 21.920
Snjóbretti 144-162 cm
frá kr. 11.920
Brettapakkar 144-162 cm
frá kr. 24.800
Snjóbretti
j r tti -
r tt r -
j r tti -
r tt r -
Skíði eldri árgerðir
Verð frá kr. 3.000
allt að 90% afsláttur
Ódýrir skíðahanskar og húfur
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.