Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM
76 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!"#
$
% &'
%
(
)
! #
)*
+
,
-
!
(
%
. "/ # .0
12
3&'
"
1
+
.* 4
!" # $ %&
'
%
()* +
,
-'''.!
/
% 0
!12 3 $ * $-
4
/
/
4-
3
5666
!
-7' 18
9"" 9-
:;<===
% 5
/
"--
5>
<>
?>
@>
A>
B>
C>
D>
6>
5=>
55>
5<>
5?>
5@>
5A>
5B>
5C>
5D>
56>
<=>
<5>
<<>
<?>
<@>
<A>
<B>
<C>
<D>
<6>
?=>
5
6
55
57
8
5
9
::
5
:
:
7
:
8
;<
56
5=
55
<
5
;9
:
56
5:
58
9
1>
?
?
1>
%@
"1(
% 1>
%
%
%
"1(
?
%
1
%
%
% %
1
AB
!
1>
?
1 1>
C.'
/
3 @ D
E
DF
.'
0
* %2
*'/
D
1
2DD@
D
G"' + H"'
HI H)@"
*
H)@-
H)@! H1J@
1
+
K
H1J@ 1
1'H%
'
-
H%@
-
H%@
! 9
5>
<>
?>
@>
A>
B>
C>
D>
6>
5=>
55>
5<>
5?>
5@>
5A>
5B>
5C>
5D>
56>
<=>
<5>
<<>
<?>
<@>
<A>
<B>
<C>
<D>
<6>
?=>
0
12
3
4
6
5
55
;
5
8
8
59
87
<
=
:
9
5=
56
85
7
57
;
4
4
7
:<
58
9
8=
89
ÞAÐ er enginn
annar en eðaleðl-
an Eric Clapton
sem nær öðru
sæti Tónlistans
þessa vikuna. Plat-
an fer hvorki meira
né minna en upp
um 20 sæti í sinni
annarri viku á
lista. Síðustu ár-
in hefur gít-
arkempan flakk-
að á milli gamla hefðbundna blússins og
nýmóðins gæðapopps en á Reptile fær maður
loksins að kynnast Clapton eins og hann legg-
ur sig og við það kemur berlega í ljós hversu
víða hann kemur við í tónlistarsköpun sinni.
Eðlan skríður upp!
ÞAÐ hlýtur einfaldlega eitthvað að vera um
frönsk frjókorn í loftinu um þessar mundir. Ekki
nóg með að Daft Punk hafi hrifsað til sín topp-
sætið heldur St. Germain kemur óvænt aftur
inn á listann. Tónlist hins unga Ludovic Nav-
arre, sem mannar einn hljómsveitina St.
Germain, þykir í meira laginu stuðandi og því er
það umhugsunarefni hvort megi ekki líta á
þetta óvænta ris plötunnar sem snemmbúinn
vorboða.
ÞAÐ eru hinir
grímuklæddu
frönsku frömuðir
í dúettnum Daft
Punk sem stela
toppsæti Tónlist-
ans með annarri
plötu sinni,
Discovery. Þrátt
fyrir mjög gott
gengi um heim
allan er Ísland
eina landið þar
sem sjálfu topp-
sætinu var náð.
Nú er bara að
þakka fyrir sig.
Platan fékk ný-
verið hæstu ein-
kunn hjá tónlistartímaritinu Q, 5 stjörnur, sem
gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum.
Piltarnir í Daft Punk þykja hafa náð að blanda
saman á ferskan hátt straumum úr glysrokki
níunda áratugarins við hressar elektrónískar
melódíur nútímans.
Franskir frömuðir!
Rappmetal-
rokksveitin
Crazy Town er
frekar ný undir
nálinni en þeir
gáfu fyrstu breið-
skífu sína út árið
1999, Gift of the
Game, sem nú
mætir í fyrsta
skiptið inn á Tón-
listann. Því má
líklegast fagna velgengni lagsins „Butterfly“
sem nú hljómar á öldum ljósvakans. Rokk-
þyrstir segja sveitinni svipa til hljómsveita á
borð við Limp Bizkit. Greinilega efnileg sveit
sem yngri kynslóðin kann að meta og mun fylgj-
ast með á komandi mánuðum.
Vitskerti bærinn!
Vorboði!
ÞAÐ kom að því að Daft Punk gæfi
út sinn annan disk. Ber hann nafn-
ið Discovery. Það eru fjögur ár síð-
an Homework kom út og því er
ekki að neita að hinn óþolinmóði
maður er búinn að vera að bíða
svona hálft í hvoru eftir að fá að
skella þeim nýja í tækið …og hvað
gerist?
„One more time“-smellurinn
brestur á með öllu því stuði sem
völ er á og mann vantar tilfinn-
anlega í dagsins önn. Þetta er frá-
bært stuðlag enda er öllu tjaldað
til, allir skotheldustu frasarnir not-
aðir, „selebreisjon“, „óje“, „vonn
mor tæm“ og „stop ðe densing“.
Ekki nóg með það heldur eru þeir
sungnir (þeir eru farnir að syngja
hjá Daft Punk!) með hinum sívin-
sæla „Cher-söngbreyti“ sem ratar
núorðið næstum því hjálparlaust
einn og sér á toppinn. Maður bók-
staflega hangir í ljósakrónunni.
Næsta lag, „Aerodynamic“, fylgir
því fyrsta vel eftir í stuði og er
jafnvel enn þéttara, allavega hang-
ir maður enn alveg trylltur í krón-
unni. Í því og einnig laginu „Digital
Love“ kryddar Daft Punk diskóið
með léttum þungarokksgítarstefum
í anda Guns’n’Roses sem sannar að
þeir kunna að hita á manni dans-
skóna, strákarnir. Maður fer sum-
sé ekkert að sofa undir fyrstu fjór-
um lögunum sem öll eru verulega
frískandi.
Platan dettur svolítið niður eftir
það. Daft Punk er eins og svo
margir aðrir, að krúttast soldið
með svona 9. áratugar stemmn-
ingu. Það er nú orðið nokkuð ofnot-
að tískufyrirbrigði, finnst mér.
Manni finnst þar að auki einhvern
veginn eins og þessi nútímatúlkun
á anda tímabilsins sé bara þykjustu
og eiginlega ponku halló að vera að
hjakkast á því … árið 2001.
Það er víst rosaerfitt að gera
plötu númer tvö og Daft Punk fer
ekki varhluta af þeim erfiðleikum.
Þeir eru augljóslega undir mikilli
pressu þar sem eldri platan þeirra
var að vissu leyti svona tímamóta-
plata og færði vestræna heiminum
jú kannski dálítið nýjan karakter
inn í diskódansinn. Hún var líka
frekar heilsteypt og, öfugt við
þessa, hélt dampi alla plötuna út í
gegn.
Þess vegna fyrirgefur maður
þeim, alveg þótt ekki sé það sama
uppi á teningnum núna. Það er erf-
itt að vera „tímamóta“ tvisvar …
tjaa … eiginlega bara ekki hægt.
Kannski er Daft Punk svona
sveit sem þarf að safna í hug-
myndasarpinn sinn lengi, lengi áð-
ur en lokaverkið er tilbúið en ein-
hverjir stórir og loðnir ógeðslegir
peningamenn hafi verið að pressa á
þá til að græða fullt mikinn pening
voða, voða strax. Það er pínu svo-
leiðis lykt af þessari plötu. Hún
byrjar mjög vel, alveg ofsahress
fjögur lög, sem eru vel mótuð og
smurð, en á fimmta lagi dettur hún
niður og alveg þannig að sum lögin
af seinni hluta plötunnar renna
bara í gegnum mann fullkomlega
laus við að skilja nokkurn skap-
aðan hlut eftir sig þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir til inntöku. Þetta eru
lög eins og „High Life“, „Voyager“,
„Face to face“ og „Too Long“ (sem
er mesta réttnefni á lagi sem ég
hef séð lengi).
Ef ég á að vera alveg hreinskilin
þá eru þessi tilteknu lög alveg
óþolandi og maður er tilneyddur til
að slökkva annaðhvort á sér eða
tækinu til að verða bara ekki þung-
lyndur. Það er slæm tilfinning að
finnast heilu lögin ekki einu sinni
eiga heima sem lyftubakgrunnur í
Kringlunni, hvað þá meira.
Já , það er erfitt að slá í gegn
með fyrstu plötu. Allir að fylgjast
með, aðdáendur að bíða eftir snilld
og dæma mann svo bara úr leik ef
þeir fá ekki það sem þeir vilja. Það
sjá það allir að þetta er mikið álag.
Það vantar ekki hrynhitann í þá
félaga, ónei. Hann er sannarlega á
sínum stað og húmorinn huggulegi
skín í gegn. Daft Punk er nefnilega
þeim sjaldgæfa hæfileika gædd að
geta samið fyndin lög. Stuðguðinn
hefur ekki yfirgefið þá ennþá en
eins og ég segi, andríkið er ekki
óendanlegt og þeir ná ekki að spila
nema helmingi trompa sinna, á
fyrri hluta plötunnar. En hann er
góður …
„Það er erfitt að vera „tímamóta“ tvisvar ... tjaa ... eiginlega bara ekki
hægt,“ kemst Magga Stína að orði þegar hún lýsir togstreitu Daft Punk.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Margrét Kristín Blöndal
dillaði sér við toppplötu
Tónlistans – Discovery
með franska dúettinum
Daft Punk.
Dottið úr ljósakrónunni