Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJARSKIPTAKERFIÐ F1-Rauður var formlega tekið í notkun í gær. Í tilefni af því var settur á svið árekst- ur á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Látið var sem tveir bílar hefðu skoll- ið þar saman, annar ökumaðurinn var fastur í bílnum en hinn átti að hafa kastast út í sjó. Lögreglan í Reykjavík og Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins tóku þátt í æfingunni og lóðsbátur lokaði höfninni á meðan kafarar frá slökkviliðinu leituðu ökumannsins sem kastast hafði út úr bíl sínum. Fjarskiptakerfið F1- Rauður byggist á fjarskiptakerfinu Tetra sem tekið var í notkun í júní í fyrra. Með tæknibúnaði í fjarskipta- miðstöð neyðaraðila, lögreglu, slökkviliðs, neyðarlínu o.fl. er m.a. hægt að sjá hvar lögreglu- og slökkviliðsbílar eru og mun því auð- velda mjög stjórnun allra aðgerða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir að kafarar höfðu „bjargað“ ökumanninum úr sjónum var hann hífður upp og komið í hendur sjúkraliðs. F1-Rauður tekinn í notkun ÍSLENSKA rannsóknar- og hug- búnaðarfyrirtækið Halo efh. hef- ur um nokkurra ára skeið unnið að rannsóknum á sviði haf- og veðurfræði. Í tengslum við það rannsóknarstarf hefur fyrirtækið komið upp háþróuðu tölvukerfi sem sér um rekstur á veður- spárlíkönum og heldur úti veður- spárvefsíðunni, theyr.com. Rann- sóknarlíkönin eru að sögn Björns Erlingssonar, forstöðumanns rannsókna og þróunar hjá Halo, þau einu sinnar tegundar í heiminum sem notuð eru á ís- lenskum veðurspásvæðum og eru aðlöguð íslenskum aðstæðum. Hingað til hefur vefurinn spáð fyrir um veðrið í gjörvallri Evrópu en í dag seilist fyrirtækið inn á Bandaríkjamarkað þegar Barbara Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, opnar þjónustuvef fyrirtækisins fyrir Norður-Ameríku. Björn Erlingsson segir áhuga sendiherrans sýna að mönnum þyki markverkt að í úlöndum sé opnuð þjónusta fyrir heimaland- ið. Fólk hafi áttað sig á að með hugviti, tækni og framsýni sé hægt að starfrækja fyrirtæki og sækja þjónustu hvar sem er í heiminum. Björn segir nú unnið kerfisbundið að því að auka um- svif fyrirtækisins og opna sam- svarandi vefi um Asíu og Afríku. Halo notast við tölvukerfi sem nær í grunngögn, útreiknaðar veðurspár, frá Alþjóðaveður- fræðistofnuninni. Viðhald vefjar- ins er fjármagnað af styrktarað- ilum og með ýmiss konar sérþjónustu við úrvinnslu og dreifingu veðurkorta. Vefurinn er hannaður með því markmiði að leikir jafnt sem lærðir geti haglega nýtt sér þær upplýsingar sem þar er að finna. „Við stóðum frammi fyrir þeirri spurningu strax í byrjun að finna leið til að miðla upplýsingunum. Gríðarlegt magn upplýsinga er framleitt á svona veðurspárlíkön- um og sumar eru afar flóknar. Við völdum því að nota fjórar grundvallarbreytur sem fólk skil- ur í miðlun upplýsinganna, allt stærðir sem fólk hefur tilfinningu fyrir án mælitækja þ.e. vindur, úrkoma, ský og hiti. Þetta má sjá á aðgengilegum línuritum og kortum sem snúast um þessar fjórar breytur,“ sagði Björn. Veðurkortin sýna yfirlit um þró- un veðurs og veðurhorfur næstu þrjá sólarhringana og eru upp- lýsingar reiknaðar tvisvar á sól- arhring, á miðnætti og á hádegi. Veðurspá á 40 tungumálum Á vefnum er að finna tölulegar veðurspár, veðurkort og veðurrit víðs vegar úr Evrópu, og nú frá Bandaríkjunum, og vekur athygli að notandinn getur valið úr fjörutíu tungumálum, allt frá ensku, þýsku og frönsku yfir í pólsku, gelísku og esperantó, að ógleymdri íslenskunni. Björn segir fjöltyngina koma til vegna samstarfs við sérevrópska leit- arvél þar sem þýðingin er unnin sjálfvirkt á tungumálin 40. Björn segir notkun vefjarins vera í stöðugum vexti en helstu notendur hafa hingað til verið einstaklingar sem hafa mikla þörf fyrir nákvæmar upplýsing- ar. Trillukarlar hafi m.a. verðið iðnir við að kíkja á nýjustu spána á skjánum áður en haldið er á miðin. „Menn fá aldrei nóg af veðrinu, við heyrum frá mönnum í útgerðinni sem segja: „Veðrið er númer eitt, tvö og þrjú og svo koma veiðarnar.“ Veðrið skiptir sköpum í daglegu lífi svo margra, Íslendinga sem annarra.“ Spurður hvort theyr.com sé hugsuð sem bein samkeppni við Veðurstofu Íslands segir Björn svo alls ekki vera. „Við Íslend- ingar höfum mikinn áhuga á veðrinu og það er miklu skemmtilegra að geta bölvað tveimur veðurspám en einni. Við erum aðeins viðbót á markaðnum og lítum á markaðinn í alþjóðlegu samhengi.“ Íslenskur veðurvefur í Norður-Ameríku Er þessi hækkun sögð að mestu tímabundin og skýrist af tilfærslu milli mánaða sem væntanlega muni ganga baka á næstu mánuðum. Hreinn lánsfjárafgangur nam tæplega 600 milljónum króna sem er talsvert hagstæðara en gert var ráð fyrir í áætlunum, en rúmlega 9 milljörðum minna en í fyrra. Skýr- ingin á minni afgangi en í fyrra er m.a. að þá voru innborgaðir 5,5 milljarðar króna vegna sölu á hluta- bréfum í ríkisbönkunum á árinu 1999. Heildargreiðslur 7,1 milljarði hærri en á sama tíma 2000 Heildargreiðslur ríkissjóðs námu um 37,9 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins og hækka um 7,1 milljarð frá fyrra ári, en af þeirri fjárhæð eru 2,1 milljarður vegna hærri vaxtagreiðslna. Greiðslurnar eru 1,5 milljarði innan ramma áætlunar fjárlaga. „Þar sem tímabilið til umfjöllunar er aðeins tveir mánuðir má gera ráð fyrir því að frávik skýrist af til- færslu milli mánaða. Útgjöld til al- mennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., lækka samtals um rúmar 300 m.kr. eða 9,4%. Mestu munar um lægri greiðslur vegna umsýslu fasteigna, eða 170 m.kr. og er skýringin sú að leigutekjur inn- heimtast fyrr, og fasteignagjöld greiðast síðar en í fyrra. Þá hefur afturvirk launahækkun lögreglumanna sem kom til greiðslu í janúar 2000 áhrif á samanburð milli ára á kostnað vegna löggæslu,“ segir greinargerð fjármálaráðu- neytisins. HEILDARTEKJUR ríkissjóðs námu rúmum 40 milljörðum króna á fyrstu tveim mánuðum þessa árs, eða tæpum milljarði meira en áætl- að var. Þetta kemur fram í grein- argerð fjármálaráðuneytisins um af- komu ríkissjóðs á fyrstu tveimur mánuðum ársins. „Tekjurnar eru um 9% hærri en fyrir ári sem þó er mun minni hækkun en á sama tíma í fyrra og hittiðfyrra. Sömu þróunar gætir í skatttekjum. Þetta eru ótvíræð merki um minnkandi eftirspurn í hagkerfinu. Þótt skattar á tekjur og hagnað aukist enn nokkuð mikið, eða um tæplega 16% frá fyrra ári, stafar það einkum af verulegri aukningu í tekjuskatti lögaðila og fjármagns-tekjuskatti, en tekju- skattur einstaklinga eykst mun minna. Ennfremur aukast trygg- ingagjöld aðeins um 3½% á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs sem er langt undir aukningu síðasta árs. Sama er að segja um eignarskatta sem hækka mun minna en undan- farin tvö ár,“ segir í greinargerð ráðuneytisins. Handbært fé frá rekstri 2,4 milljörðum umfram áætlun Handbært fé frá rekstri nam 2,2 milljörðum króna á fyrstu tveim mánuðum ársins, eða 2,4 milljörðum umfram áætlun. Aukning handbærs fjár skýrist bæði af lægri gjöldum og meiri tekjum en ætlað var. Ef niðurstöður eru hins vegar bornar saman við fyrra ár er hún tæplega 3,7 milljörðum króna lakari, sem fyrst og fremst er sagt mega rekja til hækkunar gjalda, skv. upplýs- ingum ráðuneytisins. Afkoma ríkissjóðs betri fyrstu tvo mánuði ársins en áætlað var „Ótvíræð merki um minnkandi eftirspurn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.