Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ standa yfir einleikjadagar í Kaffileikhúsinu og í tilefni af því verð- ur haldinn umræðufundur um ein- leikjaformið á morgun, laugardag, kl. 15. Frummælendur eru: Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og leiklistargagnrýnandi á Morgun- blaðinu, Halldóra Friðjónsdóttir, gagnrýnandi og dagskrárgerðarmað- ur hjá Ríkisútvarpinu, og Vala Þórs- dóttir, leikkona og einleikjahöfundur. Rædd verða einkenni og sérstaða einleikjaformsins og m.a. fjallað um spurningarnar Hvers konar efni hentar til einleiks? Hver er tækni leikarans? Hvernig er upplifun áhorf- andans? Ræða um einleikja- formið GALLERÍ i8 hefur opnað í nýju húsnæði, Klapparstíg 33 – þar var áð- ur búsáhaldaverslunin Hamborg – og verður ekki annað séð en nýju heim- kynnin séu snöggtum rýmri og bjart- ari en upprunalegu salarkynnin í Ing- ólfsstræti. Niðri er rúmgott at- hafnasvæði, geymslur og óvænt pláss fyrir aukaprójekt. Þar hefur Ragna Róbertsdóttir sett upp sjálflýsandi veggverk ásamt dumbbláum flúrljós- um. Í hverju horni er eitthvað spenn- andi að finna. Því er vert að óska aðstandendum og listunnendum til hamingju með nýtt og glæsilegt listgallerí. Uppi er sýning á smástyttum eftir þýsku listakonuna Karin Sander. Hún er þekkt fyrir nákvæmni sína í vinnubrögðum, eða hver man ekki spegilfægðan veggflötinn á Annarri hæð, Laugavegi 37, sem skein gljá- andi mót birtunni þótt hann hyrfi inn í vegginn ef hann var skoðaður frá öðrum sjónarhól? Á sýningunni á einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur í Listasafni Kópavogs mátti sjá verkið endurgert í kjallara safnsins. Aðferðin var næsta einföld, en krafðist nákvæmra vinnubragða og þolinmæði. Með því að mössun á af- mörkuðum ferningi á veggnum með stöðugt fínkornaðri sandpappír náði listakonan gljáfægðum fleti sem skar sig með hjálp birtubrigða frá möttum veggnum umhverfis. Í Borgarlista- safninu í Stuttgart er að finna raun- verulegt Hænuegg eftir Karin Sand- er sem var massað niður með þessum hætti svo það virkar sem slípað marmaraegg. Nákvæm vinnubrögð hennar eiga sér engin takmörk. Árið 1997 gerði hún eftirminnilegt verk fyrir tíæring- inn Skulptur Projekte í Münster. Í samráði við eðlisfræðinginn Dieter Grünebaum og rafmagnsverkfræði- nemann Olaf Lenzmann fann Sander tvær ólíkar leiðir til að reikna út þungamiðju Münster-borgar með mun meiri nákvæmni en fundist hafði fram að því. Þungamiðjan hafði flust frá Dóm- kirkjutorginu sökum allra úthverf- anna sem byggst höfðu með misjafn- lega óreglulegum hætti kringum upprunalega miðaldaborgina. Út- reikningar Grünebaum gerðu mönn- um kleift að endurákvarða þunga- miðjuna með fimmtán metra skekkjumörkum. Lenzmann gerði gott betur með heillangri jöfnu sinni. Honum tókst að ná skekkjumörkun- um niður fyrir einn metra og ákvarða þar með nýja þungamiðju borgarinn- ar. Þar var verki Sander – 130 sentí- metra steypuskífu með fljótandi rauðu plastefni – komið fyrir við Von- Kluck-Strasse 34–36. Nákvæmlega þarna var hin nýja þungamiðja Münster-borgar. En aftur að smástyttunum í Gallerí i8. Þær bera yfirtitilinn 1:10, vegna þess að þær eru nákvæmar eftir- myndir ákveðinna vina og vanda- manna listakonunnar, minnkaðar tí- falt. Eftirlíkingin er gerð með nýlegri tækni þar sem 360 gráða tölvuskanni með tuttugu myndavélum nemur fyr- irsætuna frá öllu hliðum og skilar af henni nákvæmri útlitslýsingu. Út frá skýrslunni mótar önnur tölvuvél styttuna í akrýlplast meðan enn önn- ur vél fær uppgefið litarhaft og klæðnað fyrirsætunnar svo hún geti málað hana nákvæmlega lið fyrir lið. Karin Sander þarf hvergi að koma að gerð höggmyndanna, enda spyr hún sig hvort höggmynd sé rétta heitið á svona verkum. Vissulega er ekkert að því að halda heitnu högg- mynd þótt slík mynd sé vélgerð. Það er vert að minnast þess að enska orð- ið picture þýddi upphaflega málverk þótt það hafi fyrir löngu sprengt af sér svo þrönga skilgreiningu. Sander spyr sig einnig hvort höggmynda- listin standi ekki á svipuðum tíma- mótum nú og málaralistin um 1840, þegar fyrstu ljósmyndirnar tóku að birtast. Með skjótri fágun þessarar þrívíðu eftirgerðartækni verður handgerð styttusmíð varla sam- keppnisfær. En vart er hægt að líkja þessu saman. Mannamyndagerð í högg- myndalist heyrir nánast sögunni til. Hún lagðist að mestu af í upphafi tuttugustu aldarinnar. Ljósmyndin skók hins vegar undirstöður mynd- listarinnar þegar allar blaða- og mannamyndir voru ennþá teiknaðar eða málaðar. Það er miklu líklegra að þessi nýja tækni hafi örvandi áhrif á þrívíða mannamyndagerð; að nú láti menn unnvörpum gera af sér ná- kvæmar eftirlíkingar til að hafa uppi í hillu eða á borði. Um hitt verður áfram deilt hvort listin gangi út á eintómt handbragð eða bara sjónrænt mat og val. Enn eru margir sem eiga erfitt með að viðurkenna ljósmyndatæknina sem fullgilda listgrein þótt liðið sé hátt á aðra öld frá því hún kom fram. Það verður því að sýna verkum Karin Sander tilhlýðilega þolinmæði en reyna í staðinn að njóta þeirra merki- legu áhrifa sem það hefur að sjá fólk sem við þekkjum vel ljóslifandi komið á stall, en tífalt minna en það er í raun og veru. MYNDLIST i 8 , K l a p p a r s t í g 3 3 Til 29. apríl. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 12–17. HÖGGMYNDIR – KARIN SANDER Vélræn nákvæmni Halldór Björn Runólfsson TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar heldur tónleika í sal skólans á morg- un, laugardag, kl.14 undir heitinu „Stórtónleikar“. Á tónleikunum koma fram nemendur á öllum stig- um, þar á meðal eru þeir nemendur sem tóku þátt í píanókeppni EPTA á sl. hausti. Flutt verða verk eftir hin ýmsu tónskáld, þ. á m. J.S. Bach, Chopin, Schumann, Scriabin og Max Bruch og eru það nemendur á píanó, blást- urs- og strengjahljóðfæri sem þau flytja. Stefnt er að því að gera slíka tónleika að árlegum viðburði í starfi skólans. Tónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar KVIKMYNDIN Stjúpmóðir Sham- anishvili verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, sunnudag, kl. 15. Myndin var gerð í Georgíu, Kákasus, á árinu 1974 í leikstjórn Eldar Shengelaja, sem lengi var í hópi fremstu kvikmyndagerðar- manna Sovétríkjanna. Kvikmyndin hlaut verðlaun á al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaíró á sínum tíma. Ensk þýðing. Aðgangur er ókeypis. Kvikmynd frá Kákasus í MÍR SAMKÓR Mýramanna heldur tón- leika í Seltjarnarneskirkju á morg- un, laugardag, kl. 16. Um þessar mundir eru liðin 20 ár frá stofnun kórsins og eru tónleik- arnir haldnir af því tilefni. Efnis- skráin er að mestu leyti lög úr söngleikjum, óperettum og óp- erum, m.a. Sound of music, eftir Richard Rodgers, My Fair Lady eft- ir Frederick Loewe, West Side Story eftir Leonard Bernstein, lagasyrpa úr Meyjaskemmunni eft- ir Franz Schubert, einnig laga- syrpa úr Oklahoma eftir Bernstein, fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Porgy and Bess eftir George Gershwin, Leðurblökunni eftir Jo- hann Strauss yngri, ítalskir óperu- kórar og fleira í þessum dúr. Einsöngvarar með kórnum eru Halldóra Friðjónsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Unnur Sigurðardóttir og Magnús Árni Magnússon. Söng- stjóri er Jónína Erna Arnardóttir og undirleikari Zsuzsanna Budai. Morgunblaðið/Theodór Samkór Mýramanna. Afmælistónleikar í Seltjarnarneskirkju ÍSLAND ásamt sögu þess og menn- ingu kom talsvert við sögu í menn- ingarlífi Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í síðustu viku. Í fjölmennu boði í íslenska sendi- herrabústaðnum skemmti Bill Holm, vestur-íslenski rithöfundur- inn, píanistinn og sagnamaðurinn, gestum heila kvöldstund með frá- sögnum af Íslandi og menningu annarra eyþjóða vítt og breitt um hnöttinn. Heiðursgestur samkvæm- isins var öldungadeildarþingmað- urinn Eugene McCarthy frá Minn- esota, en hann þekkir vel til íslenska samfélagsins á þeim slóð- um, að sögn Bryndísar Schram sendiherrafrúar. Leiksýningin Ferðir Guðríðar var einnig íslenskt menningarframlag í liðinni viku í Washington. Leikkon- an Tristan Gribbin flutti einleik Brynju Benediktsdóttur um ævin- týralegt lífshlaup Guðríðar Þor- bjarnardóttur í The National Mus- eum of Women in the Arts. Þær Tristan og Brynja voru í Wash- ington í boði leiklistarhátíðar á veg- um Storytellers Theatre. Að sögn Brynju var sýningunni vel tekið og húsfyllir á báðum sýningum. „Storytellers Theatre er hópur áhugafólks um menningu og sagna- hefð fjarlægra þjóða. Það heldur ár- lega leiklistar- og sagnahátíð og býður til listafólki bæði frá Banda- ríkjunum og Evrópu. Hátíðin var haldin í sal í austurríska sendi- ráðinu, en sendiráðið styrkti hátíð- ina með þessum hætti. Þarna voru sjö leikhópar samankomnir með sýningar sínar og í lokaræðu for- manns hátíðarinnar var sýning okk- ar sögð hápunktur hátíðarinnar. Þetta var þannig til komið að stjórnendur hátíðarinnar höfðu séð sýningu á Ferðum Guðríðar í Smithsonian-safninu sl. haust og leist svo vel á að þau buðu okkur að koma til Washington með sýn- inguna,“ sagði Brynja. Aðspurð um hvort framhald verði á ferðum Ferða Guðríðar um heims- byggðina segir Brynja að tilboðin streymi til þeirra. „En við erum á vissan hátt bundin átthagafjötrum hér uppi á Íslandi þar sem öll boð byggjast á því að við kostum ferðir okkar á staðinn sjálf en síðan halda gestgjafarnir okkur uppi. Lausnin er kannski fólgin í því að ég setjist að í Vesturheimi en Tristan er ein- mitt búsett í Los Angeles núna.“ Ferðum Guðríðar vel tekið í Washington DC Tristan Gribbin og Brynja Benediktsdóttir. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.