Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 48
UMRÆÐAN
48 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Gull
er gjöfin
Gullsmiðir
HUGSUM okkur að
maður komi til lögregl-
unnar og kæri fyrrver-
andi vinnuveitanda
sinn fyrir líkamsárás
einu ári fyrr. Maðurinn
skýrir svo frá, að
vinnuveitandinn hafi
gengið í skrokk á sér
inni á kaffistofu fyrir-
tækisins og lamið sig
hrottalega. Hafi af
þessu hlotist umtals-
verð meiðsli og mar-
blettir á líkamann sem
þó hafi ekki verið sýni-
legir öðrum, þar sem
þeir hafi verið innan
klæða. Hann hafi ekki
kært árásina þá vegna þess, að
vinnuveitandinn hafi haft í hótunum
við sig, m.a. hótað sér brottrekstri úr
starfi og frekari líkamsmeiðingum ef
hann kærði. Nú sé hann hættur í
þessari vinnu og þess vegna treysti
hann sér til að kæra fautann.
Lögreglan tekur málið til rann-
sóknar. Gerð er læknisrannsókn á
manninum. Engir áverkar sjást.
Vinnuveitandinn fyrrverandi er kall-
aður til yfirheyrslu. Hann neitar öll-
um sakargiftum. Hann viðurkennir
þó að sér sé laus höndin og fyrir hafi
komið að hann hafi löðrungað starfs-
menn sína, þegar honum hafi mis-
líkað við þá. Það hafi þó ekki gerst
a.m.k. síðustu tvö árin. Teknar eru
skýrslur af öðrum starfsmönnum.
Enginn kannast við at-
burðinn. Þeir staðfesta
frásögn vinnuveitand-
ans um að honum sé
stundum laus höndin.
Vettvangur hinnar ætl-
uðu líkamsárásar,
kaffistofan, er kannað-
ur. Engin ummerki
sjást um árásina.
Engra frekari upplýs-
inga er unnt að afla um
atburðinn.
Ætli Gunnar Hrafn
Birgisson sálfræðingur
telji að nú sé unnt að
færa fram lögfulla
sönnun um sekt vinnu-
veitandans með því að
gera sálfræðilega könnun á þessum
tveimur mönnum í því skyni að meta
trúverðugleika þeirra? Telur hann
að einhvern tíma sé unnt að byggja
refsidóm á könnun á hugarheimum
þeirra tveggja, sem um geta vitað en
bera mismunandi? Hugsum okkur,
að könnuðir telji kærandann ólíkleg-
an til að segja ósatt. Telur Gunnar
sálfræðingur unnt að byggja refsi-
dóm yfir vinnuveitandanum á slíkri
niðurstöðu? Ég trúi því ekki að hann
telji það. Allir menn ættu að getað
nuddað stírurnar úr augum sínum til
að sjá þetta. Samt virðist mega ráða
af grein hans í Morgunblaðinu í gær,
að hann telji sönnunarfærslu á borð
við þessa geta dugað í málum, sem
snerta kynferðisafbrot gegn börn-
um. Ég býst við að sú afstaða hans
helgist af samúð með börnum sem
hafa mátt þola svo skelfileg afbrot,
sem þar eru oft á ferðinni. Samúð
hans hefur þá þau áhrif á hann, að
hann telur að reglan um sakleysi
sakbornings, þar til sekt sannast,
sem veldur því að vinnuveitandinn í
dæminu að framan yrði aldrei sak-
felldur, sé allt annars efnis í kynferð-
isbrotamálum, heldur en í öðrum
refsimálum.
Á þetta er ekki unnt að fallast. Svo
einfalt er það.
P.s. Í grein sinni í gær hefur
Gunnar Hrafn uppi nokkrar stað-
hæfingar um atvik í því fræga dóms-
máli, þar sem faðir var í Hæstarétti
haustið 1999 sýknaður af ákæru um
kynferðisbrot gegn dóttur sinni.
Sumar þeirra eru rangar. Ég hirði
ekki um leiðréttingar.
Sönnun og sál-
fræðingar
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Sönnunarbyrði
Telur Gunnar Hrafn
sálfræðingur, spyr Jón
Steinar Gunnlaugsson,
að einhvern tíma sé
unnt að byggja refsidóm
á könnun á hugar-
heimum þeirra tveggja,
sem um geta vitað en
bera mismunandi?
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
HREFNA Birgitta
Bjarnadóttir ætlar í
samvinnu við „Makani
og NLP Huset Int-
ernational“ í Dan-
mörku, að hefja
kennslu í NLP-fræðum
á Íslandi. Námið hefst í
lok mars og verður í
þremur áföngum, sam-
tals 137 tímar.
Að loknu náminu
getur viðkomandi unn-
ið með NLP-ráðgjöf.
Einnig veitir þetta próf
aðgang að áframhald-
andi námi í NLP, hvar
sem er í heiminum.
Hægt er að öðlast
kennsluréttindi í NLP eða sérhæfa
sig á ákveðnu sviði, s.s. í viðskiptum,
íþróttum, samskiptum og almanna-
tengslum o.s.frv.
Hvað er NLP?
Vinirnir Richard Bandler sálfræð-
ingur og John Grinder kennari í mál-
vísindum eru frumkvöðlar NLP.
Þeir hófu að rannsaka þær aðferðir
og tækni sem ýmsir meðhöndlarar
notuðu í meðferð á fólki með sál-
fræðileg og félagsleg vandamál. Til
þessara rannsókna völdu þeir ein-
ungis fólk sem náð hafði framúrskar-
andi árangri með aðferðum sínum.
Aðferðir fólksins
þróuðu þeir síðan enn
frekar og hófu að
kenna þær.
Þeim hafði tekist að
skapa nýja hagnýta
sálfræði og eftir mikil
heilabrot um hvaða
nafn ætti að gefa þessu
varð niðurstaðan
Neuro Lingvistic Pro-
graming ( NLP).
„Neuro“ stendur fyr-
ir sambandið milli heil-
ans og þeirra skynfæra
og taugabrauta sem
nema og flytja margs-
konar skilaboð úr um-
hverfinu. Einnig fjallar
„nervo“ um það hvernig þessar upp-
lýsingar eru geymdar í heilanum.
„Lingvistic“ stendur fyrir tján-
ingu. Þar getur verið um að ræða
tjáningu gegnum talað mál, líkams-
tjáningu, eins og t.d. látbragð, og
einnig hvernig fólk talar við sjálft sig
með hugsunum sínum.
,,Programing“ fjallar um það
hvernig upplýsingarnar úr „nervo“-
hlutanum eru notaðar. Þá er átt við
að hugsanir eða myndir, hljóð, til-
finningar, lykt og bragð eru þættir
sem verða til vegna þeirra áhrifa
sem fólk verður fyrir í umhverfi sínu.
Upplifanir sínar setur það í
„reynslubankann“. Hvernig fólk
geimir stjórnar því hvort það hegðar
sér og hugsar á jákvæðan eða nei-
kvæðan hátt.
Með NLP-tækni er hægt að
breyta hegðunamynstri sínu. Þannig
er hægt að nýta heilann og tján-
inguna á hagnýtari hátt en áður og
t.d. hætta að nota ákveðna hegðun/
viðbrögð sem valda fólki og umhverfi
þess leiðindum. Þetta er hægt að
gera með einföldum æfingum. Fólk
hættir að spóla í sama hjólfarinu.
Finnur þess í stað nýjar leiðir og
gengur betur fyrir vikið.
Makani og NLP – Huset í Dan-
mörku var stofnsett í Kaupmanna-
höfn í kringum 1990 af Jack og Hel-
ene Makani. Síðan hefur stofnun
þeirra vaxið mikið og er í dag ein af
stærstu NLP-stofnunum á Norður-
löndum.
Markmið stofnunarinnar er að
kenna og leiðbeina í NLP-fræðum
þannig að sem flestir geti lært og
nýtt sér fræðin bæði í einkalífi og við
vinnu. Jack Makani hefur áralanga
reynslu sem kennari í NLP á al-
þjóðavettvangi og er mikill hvalreki
fyrir þátttakendur þessa náms hér á
landi. Hann er höfundur nokkurra
NLP-bóka, m.a. „Skab det liv du
önsker“ og „Fra soldat til shaman“.
Fyrir hverja er NLP?
NLP er fyrir alla og getur nýst öll-
um sem óska eftir að breyta lífi sínu.
Þessi aðferð er sífellt notuð af ein-
staklingum og fyrirtækjum sem vilja
ná árangri.
Tæknin er notuð sem samskipta-
tæki til að finna styrk einstaklings-
ins og nýta hann þannig á sem hag-
kvæmastan hátt. Framkvæmda-
stjórar og stjórnendur fyrirtækja og
félagasamtaka nota NLP sem hjálp-
artæki í samskiptum, markaðssetn-
ingu, markmiðasetningu og sjálfs-
styrkingu. Íþróttamenn nota NLP
til að ná betri árangri, kennarar til
að ná betur til nemenda sinna og
kenna efnið á auðskilinn hátt.
Heilbrigðisstéttir nýta NLP til
betri samskipta, skilnings og árang-
urs á markvissan hátt.
Umfjöllun þessari um NLP lýkur
með orðum Jacks Makanis „Skab
det liv du önsker“ eða „Skapaðu það
líf sem þú óskar þér“.
Alþjóðlega viðurkennt
NLP-nám á Íslandi
NLP-nám
NLP er fyrir alla, segir
Hrefna Birgitta
Bjarnadóttir, og getur
nýst öllum þeim sem
óska eftir að breyta
lífi sínu.
Höfundur kennir NLP.
Hrefna Birgitta
Bjarnadóttir
Í Víðsjárþáttum rás-
ar 1 Ríkisútvarpsins
hefur Ævar Kjartans-
son nú tekið upp um-
ræðu um heilsufar lýð-
ræðisins og í fyrsta
þættinum gaf Ólafur Þ.
Harðarson því sæmi-
legt heilbrigðisvottorð
og staðfestingu á vax-
andi útbreiðslu lýðræð-
is í heiminum síðasta
aldarfjórðung. Um leið
viðurkenndi Ólafur, að
hann væri að tala um
lýðræðishugtak, sem
aðallega snýst um, að
ríki séu undir stjórn,
sem valin er með almennum og vænt-
anlega sæmilega frjálsum kosning-
um. Þessi umræða er af hinu góða og
það, sem hér fer á eftir, er innlegg í
hana.
Fyrsta spurningin, sem vaknar,
er, hvort það sé ekki sjálfsögð krafa
til að kosningar til Alþingis séu lýð-
ræðislegar, að kosningaréttur allra
kjósenda sé jafn. Það þykir mér, sem
þetta skrifa, og þess vegna fullnægir
nýsett og núgildandi kosningalöggjöf
ekki kröfum mínum til lýðræðis. Þá
og þá fyrst, þegar atkvæðisréttur
allra kjósenda er jafn, væri að þessu
leytinu komið á lýðræði skv. minni
bók. Landið eitt kjördæmi, eins og
Sverrir Hermannsson mælti fyrir á
dögunum og Samfylkingin mun hafa
á sinni stefnuskrá, væri í þessu efni
einfaldasta lausnin, þótt fleiri komi
til álita til að ná sama markmiði.
Önnur spurningin, sem vaknar, er
hversu mikið lýðræði sé fólgið í gild-
andi listakosningum. Flokksstjórn
eða kjördæmisráð stjórnmálaflokks
geta raðað á framboðslista flokks.
Stundum er efnt til prófkjörs og þá
getur ráðist af fjárráðum einstakra
frambjóðenda eða tengslum við stór
íþróttafélög á svæðinu, hvernig rað-
ast á lista. Þannig ákveðin uppröðun,
en ekki almenningsfylgi við einstaka
frambjóðendur, ræður því hverjir
eru kosnir. Sé litið til hins hefð-
bundna fylgis flokka í kjördæmum er
það uppröðunin á lista, en ekki hin
lýðræðislega kosning, sem ákveður,
hverjir verða þingmenn. Og spurn-
ingin vaknar: Er þetta lýðræðislegt?
Hið hlutlæga svar hlýtur að vera nei.
En hvernig ætti þá að fara að? Til að
gefa kjósandanum lýðræðisleg áhrif
á hvort tveggja, hversu margir
fulltrúar flokks eiga að komast að og
hitt, hverjir það skulu verða, þarf
kjósandinn að geta valið um hvort
tveggja. Hann kýs þann flokk, sem
honum hugnast best, og tekur þannig
þátt í að ákveða hversu marga þing-
menn sá flokkur fær. Hann þyrfti um
leið að hafa rétt til að velja þá fulltrúa
af öllum listum, sem hann treystir
best. Með þeim hætti tæki kjósand-
inn jafnframt þátt í að ákveða hverjir
verða þingmenn. Vel mætti hugsa
sér við núgildandi kjördæmaskipan,
að hver kjósandi mætti kjósa t.d.
fimm fulltrúa, en væri landið eitt
kjördæmi mætti hugsa sér að hann
velji tíu fulltrúa eða svo. Þessi per-
sónubundna kosning mundi ráða,
hverjir yrðu fulltrúar flokkanna á
þingi. Með þessu væri raunverulega
gerð virk sú ábyrgð stjórnmála-
manna á gerðum sínum eða aðgerð-
arleysi, sem svo oft er talað um, þ.e.
ef stjórnmálamaður stendur sig ekki
geti kjósendur refsað honum. Gild-
andi ákvæði í lögum um útstrikanir
eru svo haganlega gerð,
að þau eru í reynd
einskis virði. Þannig
getur mjög óvinsæll
stjórnmálamaður, sem
unnið hefur vond verk,
setið ábyrgðarlaus í
fullu skjóli fremst á
lista sínum.
Þriðja spurningin,
sem vaknar, varðar
það, hvers vegna allir
frammámenn í stjórn-
málaflokkum, sem þar
ætla sér einhverja
framtíð, gætu ekki
hugsað sér svo róttæka
skipan. Ástæðan er ein-
föld. Með þessum hætti væri ekkert
sæti á framboðslista öruggt. Menn
yrðu að haga sinni pólitík þannig, að
almenningur sætti sig við það og það
væri virkt fulltrúalýðræði. Við það
geta frammámenn í stjórnmálum
ekki sætt sig. Fyrir þeim er lýðræðið
ekki eins verðmætt og traust valda-
aðstaða. Frá sjónarmiði þeirra, sem
þangað hafa brotist með einhverjum
ráðum, er það viðhorf kannski mann-
legt, en getur ekki talist lýðræðis-
legt.
Því vaknar hin fjórða spurning,
hvort ekki mætti hugsa sér, að annar
eða þriðji hver þingmaður eða jafnvel
tveir af hverjum þremur væri valinn
með þeim hætti, sem lýst var hér að
framan, og flokkunum þannig gefinn
kostur á einhverjum öruggum sæt-
um. Í leiðinni væri það hins vegar í
þágu raunverulegs lýðræðis að gefa
hverjum kjósanda eina útstrikunar-
heimild á hvaða lista sem væri og þá
um leið heimild, sem raunverulega
gæti fjarlægt verulega óvinsælan
stjórnmálamann af lista.
Þá kviknar óðara fimmta spurn-
ingin. Er nægilega stór hluti almenn-
ings nógu vel að sér um menn og mál-
efni til að geta farið svo vel sé með
svo víðtækt og afgerandi vald, sem
felst í þeim hugmyndum, sem hér eru
viðraðar? Ég skrifaði grein hér í Mbl.
fyrir einu misseri eða tveimur og
leiddi þar fram ýmsar skuggalegar
vísbendingar um að svo sé ekki. Hér
kann þó að vera á ferðinni spurning
um hvort komi fyrr, hænan eða egg-
ið. Tilfinning almennings fyrir
áhrifaleysi í málefnum samfélagsins
er dæmd til að leiða til áhugaleysis.
Að minnsta kosti sum stjórnmálaöfl í
þjóðfélaginu una þeirri stöðu vel.
Hefðin heldur hinu mælda fylgi
flokkanna í venjubundnum farvegum
og stjórnvöld sýna sig að því að geta
farið sínu fram, jafnvel þvert ofan í
mikinn meirihluta þjóðarinnar án
teljandi áhrifa á hið mælda fylgi.
Þess eru ótal dæmi, hversu stór
hluti þjóðarinnar fylgist ekki með og
er illa að sér, jafnvel um mikilsverða
hluti. Frægt dæmi er nokkurra ára
gömul skoðanakönnun um inngöngu
í Evrópusambandið, þar sem í ljós
kom, að fimmti hver maður hélt, að
við værum þar þegar aðilar. Það er
ekki alveg fráleit hugdetta, að stór
hluti þess fólks, sem valdi Davíð
Oddsson stjórnmálamann síðustu
aldar, hafi verið fólk, sem hafði ein-
faldlega ekki á takteinum fyrirvara-
laust nafn neins annars forsætisráð-
herra eða annars meiri háttar
stjórnmálamanns, þannig að van-
þekkingin hafi ráðið valinu.
Alvörulýðræði af því tagi, sem hér
hefur verið rætt, kallar því eftir al-
mennri uppfræðslu og gagnrýnni,
uppbyggilegri og málefnalegri um-
ræðu fyrir og við almenning í öllum
tiltækum fjölmiðlum. Á því er enginn
vafi, að kjör alþingismanna með ein-
hverjum þeim hætti, sem hér var
rætt um að framan, mundi gerbreyta
viðmóti stjórnmálamanna gagnvart
kjósendum og jafnvel valda því, að
allt annars konar fólk yrði kosið til
þingstarfa.
Fleira verður ekki lagt til mála að
sinni.
Lýðræðisum-
ræðan
Jón Sigurðsson
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Lýðræði
Alvörulýðræði, segir
Jón Sigurðsson, kallar
eftir almennri upp-
fræðslu og gagnrýnni,
uppbyggilegri og mál-
efnalegri umræðu.