Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 20
JÓNAS Ingi- mundarson heldur píanó- tónleika í Dal- víkurkirkju á laugardag, 24. mars, kl. 15. Viðfangsefni hans að þessu sinni eru verk eftir Ludwig van Beethoven og mun Jónas spjalla við áheyr- endur um verkin sem hann leik- ur, eins og honum er einum lagið. Jónas spilar og spjallar Jónas Ingi- mundarson AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR og maskína heitir röð dúk- ristna eftir Guðmund Ármann myndlistarmann sem komið hefur verið upp við inngang að verslun Nettó á Glerártorgi. Dúkristurnar vann hann á árunum 1983-1984, en myndirnar sýna fólk að störfum í verksmiðjum Sambands íslenskra samvinnufélaga sem fyrr á árum voru á Gleráreyrum. Verslunarmiðstöðin Glerártorg sem opnuð var í byrjun nóvember í fyrra reis þar sem var fyrrum at- hafnasvæði Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar og hefur skilti sem þá stóð utan á verksmiðjuhúsinu einnig ver- ið sett upp við Nettó. SÍS rak einnig á Gleráreyrum skóverksmiðjuna Ið- unni, fataverksmiðjuna Heklu og ull- arverksmiðjuna Gefjun, en hún á rætur að rekja til Tóvinnufélags Ey- firðinga sem hóf starfsemi árið 1897. Morgunblaðið/Kristján Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð- ar, skoðar dúkristur Guðmundar Ármanns í verslun Nettó á Glerártorgi. Maður og maskína TÓNLEIKAR verða haldnir í Laugaborg á sunnudag, 25. mars, kl. 14. Þar koma fram fiðlu- og sellónemendur við Tónlistarskólann á Akureyri. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Fiðlu- og selló- nemendur leika LAUFÁSPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta með létt- um söng og leikbrúðum í Sval- barðskirkju næsta sunnudag, 25. mars, kl. 14. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju á laugardag, 24. mars, kl. 13.30. Kyrrðar- stund í Grenivíkurkirkju kl. 21 á mánudagskvöld. Guðsþjón- usta verður í Grenilundi kl. 16 á sunnudag, 25. mars. Kirkjustarf KYNNINGARFUNDUR um svonefnt Baltic Sea Partenari- at-fyrirtækjastefnumót verður haldinn í fundarsal Atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar á Gler- árgötu 36, 3. hæð, næstkom- andi þriðjudag, 27. mars, og hefst hann kl. 10.30. Fyrirtækjastefnumót þetta verður haldið í Riga í Lettlandi dagana 17. og 18. maí næst- komandi, en gert er ráð fyrir að allt að 1.500 fyrirtæki víðs veg- ar að í heiminum eigi fulltrúa á þessu stefnumóti. Unnt er að bóka fundi milli fyrirtækja sem sækja þetta stefnumót en samstarf getur orðið á sviði viðskipta, tækni- og/eða þróunarstarfs. Kynning- arfundur um fyrirtækja- stefnumót JAFNRÉTTISSTOFA gengst fyrir fjögurra málþinga röð sem kallast Það læra börn? málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns. Fyrsta þingið af fjórum verður haldið á Akureyri föstudaginn 23. mars næstkomandi. Þrjú hin síðari verða haldin á Austurlandi, Vestfjörðum og í Reykjavík á vor- og haustdögum. Tilefni málþinganna eru fæðingar- og foreldraorlofslögin nýju sem sam- þykkt voru frá Alþingi síðastliðið vor. Í þeim felst m.a. aukinn réttur feðra til fæðingarorlofs. Það ákvæði fellur vel að þeim umræðum sem verið hafa áberandi að undanförnu, þ.e. um auk- ið jafnrétti foreldra við fæðingu barns og sameiginlega ábyrgð foreldra á umönnun og uppeldi barna sinna, sveigjanleika á vinnustöðum og fjöl- skylduvæna vinnustaði. Málefnið er stórt og breytt staða kynjanna á heimilinu og vinnumark- aðnum varðar atvinnurekendur, stéttarfélög, starfsfólk í mæðra- og ungbarnavernd, starfsfólk félags- málasviða sveitarfélaganna, þau sem starfa að jafnrétti kynjanna og síðast en ekki síst foreldra. Margt góðra kvenna og karla munu taka þátt í málþinginu og að öðrum ólöstuðum má þar nefna að heilbrigð- is- og félagsmálaráðherrar, Ingibjörg Pálmadóttir og Páll Pétursson, munu setja þingið. Svend Aage Madsen, yf- irsálfræðingur á Rikshospitalet í Kaupmannahöfn, flytur fyrirlestur um feður í fæðingu, fæðingarorlofi og með smábörn. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona og Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður fjalla um það hvernig er að verða foreldrar og taka þátt í pallborðsumræðum um hlutverk, stöðu og samstarf foreldra við fæðingu barns. Og meðal þátttak- enda í pallborðsumræðu um hið gullna jafnvægi fjölskyldu og atvinnu- lífs eru Jón Björnsson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Norðlendinga og Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. Jafnréttisstofa efnir til fjögurra málþinga Jafnrétti í samstarfi for- eldra við fæðingu barns MIKILL söngur verður í Gler- árkirkju á Akureyri á laug- ardag, 24. mars, en þar munu mæta þrír karlakórar og skemmta sér og öðrum með söng. Skemmtunin hefst kl. 16. Kórarnir sem fram koma eru Karlakór Akureyrar- Geysir, Karlakór Dalvíkur og Karlakór Eyjafjarðar. Stjórn- endur eru Erla Þórólfsdóttir, Jóhann Ólafsson og Björn Leifsson. Þetta hefur ekki verið reynt í þessari mynd áður og er von kóranna að Eyfirðingar mæti vel og geti um leið borið þessa kóra nokkuð saman. Sönglaga- val kóranna er ólíkt og spann- ar tónlist af ýmsu tagi sem út- sett er fyrir svona kóra. Syngja þeir hver í sínu lagi og eins saman nokkur lög. Glerárkirkja Þrír karla- kórar með tónleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.