Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 62
MINNINGAR 62 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Guð-mundsson frá Flatey á Breiðafirði fæddist 24. ágúst 1911. Hann dvaldi síðustu árin á Hrafn- istu í Reykjavík þar sem hann lést á sjúkradeild 13. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Bergsteins- son, bóndi, kaup- maður og útgerðar- maður í Flatey, f. 1. febrúar 1878, d. 30. maí 1941, og kona hans, Guðrún Jónína Eyjólfsdótt- ir, f. 17. febrúar 1887, d. 24. mars 1989. Systkini Ólafs eru Eyjólfur Einar, f. 3. maí 1908, d. 23. sept. 1986, Kristín, f. 14. sept. 1909, d. 29. jan. 1998, Jóhann Salberg, f. 4. sept. 1912, d. 19. mars 1999, Sig- urborg, f. 27. sept. 1915, Regína, f. 12. mars 1918, Berg- steinn, f. 24. des. 1919, d. 4. ágúst 1920, Erla, f. 5. júní 1924, d. 26. nóv. 1999, Guðmundur, f. 30. des. 1925, d. 13. jan. 1986. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum í Flatey. Hann var sjó- maður, lengst af á togurum en síðar á flutningaskipum. Hann vann einnig í frystihúsum, milli þess er hann var á sjó. Síðustu starfsárin var hann vaktmaður hjá Lands- símanum. Útför Ólafs verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag verður Ólafur Guðmundsson móðurbróðir minn jarðsunginn. Hann fæddist í Flatey 24. ágúst 1911, sonur Guðmundar Bergsteins- sonar kaupmanns og útgerðarmanns og Jónínu Eyjólfsdóttur konu hans. Hann ólst upp í stórum hópi systk- ina í þessari paradís náttúrunnar, sem þá var iðandi af mannlífi, enda mikil drift í útgerðinni á vegum Guð- mundar föður hans. En útgerðin varð gjaldþrota í kreppunni og þá hófst hnignunarskeið byggðarlags- ins. Ólafur stundaði sjómennsku á tog- urum en kom oft heim á sumrin til að aðstoða móður sína við búskapinn eftir að Guðmundur dó árið 1941. Hann reyndist henni alla tíð ein- staklega vel. Ólafur var háseti á síðutogurunum miklu lengur en heilsa hans leyfði. Hann kunni öll störf sem unnin voru á dekki. Hann var seigur, harður af sér og kvartaði aldrei. Eftir að hann kom í land bjó hann á Hrafnistu og naut þar góðrar umönnunar til ævi- loka. Ólafur var á margan hátt sérvitur maður og segja má að ekki hafi hann alltaf bundið bagga sína svo sem aðr- ir samferðamenn. Hann var mjög músíkalskur, eins og margir í hans ætt, jafnvígur á klassíska músík og dægurlög; dans- aði gömlu dansana af mikilli list. Hann var líka sleipur spilamaður. Hann var rammpólitískur og hafði mikla unun af að lesa um, og ræða, stjórnmálakappa aldamótakynslóð- arinnar. Hann var stálminnugur og margfróður um mannlíf í Breiða- fjarðareyjum. Hann var manna örlátastur og einkum voru það börnin í fjölskyld- unni sem nutu góðs af gjafmildi hans. Hann elskaði börn og allt ungviði, enda var hann kannski sjálfur stórt barn. Hann var heimagangur á bernskuheimili mínu, færði mér og systur minni oft gjafir og góðgæti þegar hann kom úr siglingum. Það var þá meiri viðburður en nú er. Son- um mínum báðum reyndist hann sami góði frændinn. Við sem þekktum Ólaf geymum minninguna um góðan dreng og vammlausan. Atli Heimir Sveinsson. Í dag kveðjum við Ólaf Guð- mundsson frá Flatey á Breiðafirði, Óla frænda, eins og við systkinabörn hans kölluðum hann alltaf. Óli var orðinn gamall maður, á ní- tugasta aldursári, og dvaldist á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hann lést 13. mars s.l. Óli var sjómaður áður fyrr. Þegar hann var í siglingum kom hann oft færandi hendi – og þá nutum við krakkarnir góðs af. Hann var höfð- inglegur við okkur og færði okkur sælgæti frá útlöndum, sem þá var ekki fáanlegt hér á landi. Stundum bauð Óli á „Hressó“. Þá fengum við að velja trakteringarnar – það voru ævintýraferðir. Á þeim árum voru kaffihús ekki eins mörg og nú. Óli hafði gleði af því að gefa. Hann keypti oft gjafir í útlöndum handa fólkinu sínu, aðallega okkur krökk- unum. Ég fékk einu sinni dúkku, sem gat lokað augunum og sagt mamma og var með alvöru hár. Þvílíkt djásn á þeim árum! Hann hélt lengi þeim sið að gefa krökkunum í fjölskyld- unni jólagjafir. Oft voru það bækur, sem hann gaf. Jólakort sendi hann til okkar meðan hann gat, og skrifaði undir Ólafur Guðmundsson frá Flat- ey. Í Flatey voru ræturnar. Þar ólst hann upp, í Ásgarði í stórum systk- inahópi á mannmörgu heimili. Fyrr á árum var Óli í Flatey á sumrin, þegar ég var þar hjá ömmu. Þá var hann ekki mjög ánægður þegar við krakk- arnir vorum að leika okkur í hlöðunni og róta til heyinu! Þá lét hann til sín heyra og skammaði okkur, en það risti ekki djúpt. Seinustu misserin treysti Óli Sigrúnu Karlsdóttur, frænku okkar, fyrir öllum „útrétt- ingum“. Sigrún sinnti með sóma þeim erindum sem hann bað hana að sinna og heimsótti Óla svo til dag- lega. Þökk sé henni. Maríu Hákon- ardóttur frá Flatey og fjölskyldu hennar er þökkuð tryggð við Óla alla tíð. Á kveðjustundu vakna minning- arnar. Minningar um gjafmildi Óla, ákveðnar skoðanir hans og sterkan róm, þegar honum var mikið niðri fyrir, og svo blíða róminn þegar hann talaði við okkur krakkana, sem hon- um þótti vænt um. Minningar um hlátur hans, þegar hann var glaður, kannski að fara á gömlu dansana. Hann var alltaf stór í sniðum og sjaldan lognmolla þar sem hann fór. Blessuð sé minning hans. Jónína Benediktsdóttir. Nú er Ólafur, eða Óli frændi eins og við kölluðum hann, allur. Hann hafði verið vistmaður á Hrafnistu um árabil. Óli var móðurbróðir konu minnar. Við minnumst þess enn þeg- ar hann kom að heimsækja okkur á sokkabandsárum okkar, meðan ég var í læknisfræðinni. Óli frændi kom þá færandi hendi með björg í bú og slegið var upp veislu. Hann hafði með sér lambalæri og fleira góðgæti og lumaði alltaf á dreitli í pyttlu. Þá var tekið lagið á gítar og sungið og Óli spilaði undir á munnhörpu. Hann unni músík, einkum þó þýskri dægurmúsík, en fannst bítlalögin ekki góð, þótt hann léti sig nú hafa það að spila með. Óli hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og annaðhvort voru menn í miklu uppáhaldi eða ekki. Hann var ekkert að liggja á sínum skoðunum og gat verið dómharður í orðum, en reyndist öllum vel sem til hans leit- uðu. Ég var svo heppinn að hafa ver- ið í uppáhaldi hjá Óla frænda. Hann vildi helst engum læknum trúa nema mér nýútskrifuðum til þess að lækna sitt „fótamein“. Hann vék síðar oft að því hversu vel honum leið af þeirri meðferð. Óla lá sérkennilega hátt rómur og hrópaði eins og hann væri úti í ballarhafi, enda var hann gamall togarajálkur, en heyrnin var líka skert og hann gekk á sérsmíðuðum skóm. Óli frændi var mikill vinur vina sinna og haft var á orði í fjölskyld- unni að hann væri mikill ræktarmað- ur. Kona mín, Andrea, minnist þess þegar hann var í millilandasiglingum m.a. á Hamrafellinu, þá kom hann heim hlaðinn gjöfum og hélt veislu á heimili móður sinnar, þar sem hann bjó. Systkinabörnin fengu gjafir frá útlöndum og voru send í hverja ferð- ina á fætur annarri út í ísbúð til að fá sér meiri ís á meðan fullorðna fólkið gerði sér glaðan dag. Ólafur var fæddur og uppalinn á Flatey í Breiðafirði einn tíu systkina, en tvö þeirra létust á barnsaldri. Foreldrar hans voru Guðmundur Bergsteinsson, kaupmaður og út- gerðarmaður í Ásgarði, og Jónína Eyjólfsdóttir, kona hans. Ásgarður var stórt og höfðinglegt menningar- heimili í Flatey og oft var þar margt um manninn. Tónlist í hávegum höfð, enda var móðir hans organisti í Flat- eyjarkirkju. Óli lærði þó ekki að spila á píanó eins og flest systkina hans. Hins vegar þótti hann dansari góður og stundaði gömlu dansana um ára- bil. Karitas Bjarnadóttir og Hákon Einarsson voru á heimili foreldra Óla og giftust þaðan. Karitas gætti Óla á meðan hann var drengur og var hann þeim alla tíð mjög handgenginn. Hann hélt síðar alltaf tryggð við dæt- ur þeirra hér fyrir sunnan. Óli fór snemma til sjós. Fyrst stundaði hann róðra í Flatey, en síð- ar var hann aðallega á togurum. Á stríðsárunum var hann á togaranum Litla Gullfossi og var látinn víkja úr plássi fyrir Sjómannaskólalærðum manni. Hann fór þó með pokann nið- ur á kaja til að reyna til hlítar hvort hann kæmist ekki með þennan túr. Litli Gullfoss lenti í óveðri og sökk með manni og mús í þeim túr. Óli hafði á orði eftir þetta að hann væri ekki feigur, þótt maður geti gert sér í hugarlund að tilfinningar hans hafi verið blendnar, bæði feginleiki og söknuður. Nú er Óli frændi kominn til hafnar í betri stað. Megi hann hvíla í friði og blessuð sé minning hans. Eftirlifandi systrum hans tveimur sendi ég samúðarkveðjur. Nú er vetur vikinn frá viti það allir lýðir. Allir dagar enda fá einhvern tíma um síðir. (Kristján Jónsson) Sæmundur Haraldsson. Vinur okkar, Ólafur Guðmunds- son frá Flatey á Breiðafirði, er nú látinn. Við viljum minnast hans með fáeinum orðum. Allt frá því að við munum fyrst eft- ir okkur var Óli Guðmunds, eins og við ávallt kölluðum hann, oft gest- komandi á heimili okkar. Alltaf kom hann færandi hendi, því Óli var mjög barngóður maður sem elskaði að gefa og gleðja aðra. Við viljum þakka honum fyrir allt og allt sem hann gerði fyrir okkur og fjölskyldur okk- ar. Guð blessi minningu Ólafs Guð- mundssonar. Bjarndís og Sigríður Markúsdætur. Með örfáum orðum langaði okkur að kveðja vin okkar Ólaf Guðmunds- son frá Ásgarði í Flatey á Breiða- firði, sem nú er látinn. Ólafur hefði orðið níræður nú í ágúst hefði honum enst ævin en eins og svo margra af hans kynslóð var hans hlutskipti í líf- inu erfiðisvinna alla tíð, þannig að heilsu hans hrakaði ört síðustu árin. „Óli vinur“, eins og börnin í fjöl- skyldunni kölluðu hann, var einstak- lega greiðvikinn og örlátur maður. Undir hrjúfu yfirborðinu var hann mikill öðlingur og alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Hann var börnum alveg sérstaklega góður og hafði mikla ánægju af að gleðja þau. Hann fór með þau á skemmtanir og var jafnan óspar á gjafir og sælgæti, þó svo að hann hefði ekki alltaf mikið milli handa fyrir sjálfan sig. Óli vinur varð hluti af fjölskyldunni og var ómissandi þar sem hún kom saman hvort sem til- efnið var stórt eða smátt. Með þess- um fátæklegu orðum viljum við þakka honum samfylgdina og alla hans gæsku í gegnum árin. Hvíl þú í friði, vinur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð blessi minningu þína. María, Markús og fjölskylda. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON ✝ Jón Bjarni Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 23. ágúst 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarna- son, f. 12.12. 1896 í Steinnesi, og Jó- hanna Magnúsdóttir, f. 9.7. 1907 á Grund í Gerðahreppi. Systk- ini Jóns eru: 1) Ingi- björg, f. 20.1. 1927, d. 10.12. 1994. 2) Guðrún, f. 26.10. 1928. 3) Sigríður Jórunn, f. 24.12. 1932. 4) Birna Ingunn, f. 19.2. 1934. 5) Steinunn Anna, f. 3.8. 1934, d. 22.11. 1986. 6) hennar er Guðjón Kr. Benedikts- son, f. 31.10. 1937, synir þeirra: Finnur Gauti, f. 7.4. 1991, og Hauk- ur Þór, f. 17.7. 1994. 3) Þorkell Máni, f. 11.9. 1960, kona hans er Svanhvít Stella Ólafsdóttir, f. 5.12. 1962. Dætur þeirra: Hrefna Anna, f. 9.4. 1985, Gunnvör, f. 13.5. 1990, Ásdís Stella, f. 5.10. 1995. 4) Bryn- dís, f. 7.11. 1963, barnsfaðir henn- ar er Jón M. Ívarsson, f. 3.12. 1948, sonur þeirra er Jóhann Sævar, f. 7.5. 1984. Fyrrv. maður hennar er Gísli M. Jóhannsson, f. 20.11. 1949, börn þeirra: Ástríður Rós, f. 10.1. 1992, Kristófer Már, f. 18.10. 1996, Guðbjartur Máni, f. 2.12. 1997. 5) Guðmundur Bjarni, f. 13.1. 1974. Jón lærði ungur trésmíði við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði við iðn sína fram til ársins 1971 er hann hóf störf við uppmælingar hjá Meistarafélagi húsasmiða og starfaði hann þar til dauðadags. Útför Jóns fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Helga Margrét, f. 15.5. 1943. 7) Gísli, f. 8.1. 1947. 8) Hálfdán Björn, f. 4.8. 1949. 9) Einar Sölvi, f. 19.2. 1952. Jón kvæntist 7.9. 1957 Gunnvöru Þor- kelsdóttur, f. 30.11. 1933 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Jó- hann Sævar, f. 3.6. 1957, barnsmóðir hans er Tonja Foss- nes, f. 21.10. 1962, dóttir þeirra Jóhanna Josefina, f. 13.11. 1991. 2) Sigrún, f. 18.10. 1959, fyrri maður hennar er Reynir Loftsson, f. 29.5. 1957, sonur þeirra: Jón Við- ar, f. 18.10. 1987, seinni maður Það mun hafa verið í kringum ár- ið 1970 sem ég kynntist Jóni fyrst, þá störfuðum við saman við rað- hússbyggingu í Grindavík. Mér varð fljótt ljóst að þar fór afburða vandvirkur og góður fagmaður. Ár- in liðu og vissum við hvor af öðrum í smíðinni eins og gengur. Seinna varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum persónulega þegar leiðir okkar Sigrúnar dóttur hans lágu saman. Jón var heil- steyptur maður og hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum mál- um. Oft var gaman að spjalla við hann um „pólitíkina“ og var þá al- veg sama hvar við bárum niður; maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá honum. Jón var fremur dulur maður og bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg en frá honum stafaði velvild og hlýja. Hann var ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd ef einhver þurfti á að halda. Jón hefur alla tíð verið mjög heilsu- hraustur og haft mikið vinnuþrek og ekki eru þeir margir dagarnir sem hann hefur vantað til vinnu. Alltaf var gott að koma til Jóns og Guggu og voru þau miklir öðl- ingar heim að sækja og fengum við oft að njóta þess. Missir okkar allra er mikill en þó mestur hjá tengdamóður minni og votta ég henni mína dýpstu samúð og bið góðan guð að gefa henni styrk á þessum erfiða tíma. Öðrum aðstandendum Jóns votta ég einnig mína dýpstu samúð. Það er mannbætandi að fá að kynnast slíkum manni sem Jón var. Blessuð sé minning hans. Guðjón Kr. Benediktsson. Hann Jón afi er dáinn og farinn upp til Guðs, með þesum orðum byrjaði ég að útskýra fyrir 5 ára dóttur minni andlát Jóns afa eins og við kölluðum hann alltaf og sagði jafnframt að uppi hjá Guði hefði Jón afi nóg af spýtum til að smíða alla þá hluti sem hann langar til og þar fengi hann heilbrigðan líkama. Þessi útskýring dugði og hún var sátt fyr- ir hans hönd. Stundum vildi ég að þetta væri svona auðvelt fyrir okkur fullorðna fólkið. Jóni kynntist ég fyrir 20 árum þegar leiðir okkar Mána sonar hans lágu saman. Hæglátur, hógvær, tryggur og traustur eru þau orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hvernig maður Jón var. Það er skrítið að hugsa til þess að það eru ekki nema 7 mánuðir frá því að við 15 úr stórfjölskyldunni eyddum saman sumarfríinu í sumarhúsi í Moseldalnum í Þýskalandi í tilefni af 70 ára afmæli Jóns og 40 ára afmæli Mána. Í fimm ár talaði Máni um að fara með ykkur í þessa ferð því hon- um fannst að þið yrðuð að sjá Mo- seldalinn. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð. Hingað til höfum við að vísu mest pirrað okkur yfir rign- ingunni, sem við fengum of mikið af í Moseldalnum síðasta sumar, en það sem nú stendur upp úr eru sam- verustundirnar með ykkur Guggu. Einnig vil ég þakka alla hjálpsemina í okkar garð hvort sem það var að setja upp eldhúsinnréttingu, leggja parket, flísaleggja baðherbergi eða hlaða glervegg, síðast smíðaði hann koju handa Guggu. Jón var í einu orði sagt þúsundþjalasmiður. Kæri Jón þegar ég kvaddi þig uppá spítala fyrir nokkrum dögum fannst mér þetta ekki vera þú og því kveð ég þig nú með þessum fátæk- legu línum. Kveðja Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Ég horfði út um gluggann. Haustsins blær um hlíðarnar lagðist en silfurskær kom máninn upp yfir austurfjöllin. Og lindirnar skinu í ljóma hans. Í laufinu stigu geislarnir dans, en silfurhljómar um hvolfin liðu. Og sál mín hlustaði, sál mína bar yfir sumar og haust inn í landið þar sem dagarnir sofna og draumarnir vakna. (Tómas Guðmundsson.) Svanhvít Stella Ólafsdóttir. JÓN BJARNI GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.