Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 63 Magnús Jón Árna- son, fyrrverandi bæjar- fulltrúi og bæjarstjóri í Hafnarfirði, er fallinn frá, langt um aldur fram. Ég kynntist Magnúsi Jóni fyrir tæpum tveimur áratugum, í gegnum stjórnmála- flokkinn sem við vorum báðir í, Al- þýðubandalagið. Þau kynni hafa ver- ið mér afar lærdómsrík og ég er sannfærður um að þannig er því farið um aðra þá sem kynntust honum á vettvangi félagsmálanna, hvort sem það var í gegnum hagsmunabaráttu kennara, stjórnmálin, skátastarfið eða íþróttastarfið. Magnús Jón var félagsmálamaður. Hann var baráttu- maður. Hann naut sín best þegar hann var að berjast fyrir sínum mál- stað. Þá var hann ötull og ósérhlífinn og enginn þarf að efast um að mál- staðurinn var góður. Magnús skipaði sér alltaf í fylkingarbrjóst þeirra sem minna máttu sín og þeirra sem voru að berjast fyrir betra mannlífi. Hann var með hjartað á réttum stað. Magnús Jón var umdeildur stjórn- málamaður. Samherjum sínum var hann traustur félagi. Mótherjum sín- um var hann erfiður andstæðingur og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana. En víst er að hann var virtur, hvort heldur sem var af samherjum í póli- tík eða mótherjum. Það tóku allir mark á því sem hann sagði. Oft var hann hrjúfur á yfirborðinu, en eins og oft er með slíka menn var hann ljúfmenni undir því yfirborði. Það sást best þegar hann var í návist barna. Þá beinlínis geislaði hann af hjartahlýju. Um það vitna þau hundruð ungmenna sem Magnús Jón kenndi á farsælum ferli sínum sem kennari. Alltaf ljómaði Magnús þeg- ar hann hitti fyrrverandi nemendur sína eða frétti af þeim. Samband Magnúsar Jóns og stjúpsonanna tveggja sýndi betur en flest annað hvaða mann hann hafði að geyma. Þeir feður sem geta byggt upp slíkt samband gagnkvæms trausts og virðingar við sín eigin börn mega vera stoltir. Magnús Jón hafði ríkari kímnigáfu en gengur og gerist. Hann átti það til að vera kaldhæðinn og óvæginn. Víst er, að oft sveið mót- herjana undan þegar hann dró þá sundur og saman í háði, á prenti eða úr ræðustól. Þrátt fyrir það gat hann ævinlega greint á milli oft og tíðum harðra samskipta og átaka á vett- vangi stjórnmálanna og persónu- legra samskipta. Þannig urðu fjöl- margir pólitískir mótherjar Magn- úsar persónulegir vinir hans og kunningjar. Það hefur verið mér mjög lær- dómsríkt að fá tækifæri til að kynn- ast Magnúsi Jóni og starfa með hon- um. Ég bý að því um ókomna tíð. Ég minnist hans með hlýju og virðingu. Ég votta aðstandendum Magnúsar Jóns Árnasonar, eiginkonu, börnum, móður, systkinum og öðrum vanda- mönnum innilega samúð. Ég veit að þar fer samhentur hópur sem stend- ur þétt saman, hvað sem á dynur. Guðmundur Rúnar Árnason. „Bændurnir í hvurjum hrepp eru félagsbræður sem allir eiga að hjálp- ast til að auka velgengni í sveitinni og koma góðri reglu á, svo lífið verði þeim öllum svo arðsamt og gleðilegt sem auðið er: þeir eru félagsbræður sem eru skyldir að hjálpa hvur öðr- um ef einhvur þeirra á svo bágt að hann ætlar að komast á vonarvöl og að sjá þeim farborða sem eru ungir og munaðarlausir eða svo gamlir og veikir að þeir geta ekki unnið sér brauð og eiga þar sveit að lögum.“ Jónas Hallgrímsson; Fjölnir 1835. MAGNÚS JÓN ÁRNASON ✝ Magnús JónÁrnason fæddist á Akureyri 30. nóv- ember 1947. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði sunnu- daginn 11. mars síð- astliðinn. Útför hans var gerð frá Víði- staðakirkju 22. mars. Þrátt fyrir að margt hafi breyst um hlutverk sveitarstjórna á Íslandi síðan Jónas Hallgríms- son skrifaði svo um hreppana þá stendur eftir sá kjarni í máli hans að íbúarnir í hverju sveitarfélagi eru „félagsbræður“ sem eiga sér það sameigin- lega verkefni og mark- mið að auka velgengni íbúanna þannig að líf þeirra verði arðsamt og gleðilegt og að þeir beri sameiginlega ábyrgð á þeim sem minna mega sín. Í fjöl- mörgum ræðum sínum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á árunum 1986-1998 lagði Magnús Jón Árnason sífellt áherslu á þessi grundvallaratriði enda urðu þau æ mikilvægari eftir því sem verkefnin og ábyrgðin jókst sem lögð eru þeim á herðar sem velj- ast til forystu í sveitarstjórnum. Starfsumhverfi sveitarstjórnar- manna er með þeim hætti að ákvarð- anir þeirra njóta ekki hlífðar fjar- lægðarinnar. Þeir eru berskjaldaðir og nálægir og kröfurnar sem á þeim standa augljósar sem og efndirnar. Þannig var hið pólitíska umhverfi Magnúsar Jóns frá því að hann myndaði meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt 5 fulltrúum Al- þýðuflokksins og þar til að hann lét af starfi bæjarfulltrúa 1998. Hinir póli- tísku sviptivindar höguðu því svo að til urðu nýjar áherslur og samstarf í hafnfirskri bæjarmálapólitík sem urðu til þess að Magnús Jón varð bæjarstjóri Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks 1994-1995. Það ár varð honum örlagaríkt í margvísleg- um skilningi, í senn hápunktur en jafnframt mikil vonbrigði. Hitt má ekki gleymast, og það vitum við sem unnum með honum á þessu eina ári hans sem bæjarstjóra, að hann leiddi til farsælla lykta ýmis erfið mál og lagði grunn að vinnubrögðum og starfsháttum sem enn eru í fullu gildi og til fyrirmyndar í starfsháttum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Mér er það efalaust að kjörtímabilið 1994- 1998 var Magnúsi Jóni mjög erfitt þótt hann hefði ekki um það mörg orð. Í pólitísku forystuhlutverki sínu naut Magnús Jón þess að vera hvort- tveggja í senn eldheitur hugsjóna- maður brennandi í andanum og svo þess að vera flinkur „pólitíkus“ sem kunni vel að vinna að málefnum dagsins. Hann hafði til að bera þá næmi, þekkingu og þolinmæði ásamt þeirri færni í íslenskri tungu sem er nauðsynleg undirstaða þess að menn leggja við eyru þegar ræða er flutt eða grein skrifuð. Sjálfsagt naut hann í þessu reynslu sinnar sem kennari en ég held að þolinmæði og gjörhygli smiðsins hafi ekki síður reynst honum mikilvæg þegar mikið lá við að fylgja eftir góðu máli. Menn fylktu sér um hann vegna þess að það fann að hugsjón var einlæg og sönn og treysti skynsemd hans og rökum. Þó var Magnús Jón um sumt ekki dæmigerður foringi: Hann var dulur maður, stundum einfari sem hlustaði grannt, og tók ákvarðanir sínar utan hóps. Eins og títt er um slíka menn var nánasta fjölskylda hans honum mikilvægasti og traustasti ráðgjafi. Þar gat hann prófað og þroskað hug- myndir sínar og sótt þangað þann styrk sem honum var nauðsynlegur í daglegum erli. Heimili þeirra Jó- hönnu var vettvangur pólitískrar umræðu þar sem ekki var skafið utan af hlutunum, mál skoðuð af heitu hjarta og vopnin brýnd til nýrra átaka. Við sem nutum þess að hafa kynnst Magnúsi Jóni þykir nú skarð fyrir skildi. Við Ína söknum góðs vin- ar og þykir nærri höggvið. Við minn- umst nú margra ánægjulegra stunda í bústaðnum þar sem allt ber vitni hins haga smiðs. Við söknum góðra ráða, söknum umræðunnar um pólitíkina og þeirrar skörpu grein- ingar sem báru leiftrandi gáfum Magnúsar Jóns vitni, við söknum frá- sagna af ferðum hans um landið okk- ar, yfir jökul og fáfarnar slóðir öræf- anna. Okkur er nú orða vant. Hitt vitum við að við eigum skuld að gjalda og sú skuld verður best endurgoldin svo að við verðum trú minningu góðs drengs svo hún megi áfram lifa meðal þeirra sem nú bíður að bera fram og varðveita hugsjón og starf Magnúsar Jóns. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. Unglingsárin eru aðalmótunar- skeið sérhvers manns. Ég naut þess að eiga góðan hóp vina og kunningja. Inn í þann hóp kom Maggi allt einu eitt haustið og var fljótur að samlag- ast okkur. Hann kom að norðan, Ak- ureyringur, en reyndist þegar betur var að gáð bundinn jafnsterkum böndum við Hafnarfjörð og við hinir. Hann varð strax góður félagi og var jafnan tilbúinn að taka þátt í hverju því uppátæki sem stungið var upp á, hversu kostulegt sem það var. Aðrir munu eflaust segja frá kynn- um sínum af Magnúsi Jóni og störf- um hans í þágu skólamála og Víði- staðaskóla þar sem hann starfaði lengstum og enn aðrir munu minnast starfa Magnúsar að sveitarstjórnar- málum í Hafnarfirði þar sem hann sat í bæjarstjórn á annan áratug og síðast sem bæjarstjóri. Og enn munu menn verða til að ræða um áhrif Magnúsar og undirbúningsstarf að sameiningu félagshyggjufólks sem leiddi til stofnunar Samfylkingarinn- ar. Við störfuðum saman í skátafélag- inu Hraunbúum og síðar með Hjálp- arsveit skáta og lékum knattspyrnu með Haukum. Svo tvístraðist ung- lingsárahópurinn smám saman og hver hélt sína leið eins og gengur. Við vorum ekki alltaf sammála og stund- um vorum við ákaflega mikið ósam- mála en þó var það fleira sem við gát- um sameinast um. Magnús var hreinskiptinn og gegnheill og þannig gekk hann í gegnum lífið. Jóhönnu, Ingu Dóru, Rebekku, Kolbeini og Ragnari sem og öðrum í fjölskyldunni votta ég mína innileg- ustu samúð um leið og ég þakka gömlum vini góð kynni. Kristinn. Vinur minn Magnús Jón Árnason er látinn á miðjum aldri. Ég ásamt mörgum öðrum nýt ekki lengur þægilegrar nærveru hans og skarpra vitsmuna sem höfðu áhrif á alla sem kynntust þessum mikla heiðurs- manni. Við Magnús Jón kynntumst fyrst þegar hann var bæjarstjóri í erfiðu samstarfi í Hafnarfirði. Ég var þá fréttamaður og tók mörg viðtöl við þennan mann sem aldrei lét bilbug á sér finna og hélt ró sinni þótt flest væri í loft upp í stjórnmálum bæj- arins og hann í storminum miðjum. Seinna kynntist ég Magnúsi Jóni betur þegar leiðir okkar lágu saman í gegnum Alþýðubandalagið. Ég var launaður starfsmaður flokksins en Magnús Jón gaf flokknum alla sína krafta og taldi það ekki eftir sér. Fljótlega tókst með okkur vinátta þar sem við vorum sammála um nán- ast allt sem snerti framtíð þeirrar hreyfingar sem við unnum fyrir en við deildum líka skoðunum og við- horfum á öðrum sviðum sem ekki snertu stjórnmálin. Óformlegir fund- ir um þau mál lifa mun sterkar í minningunni, enda húmorinn þá meira ríkjandi en í pólitíska arga- þrasinu. Magnús Jón var mikill vinur vina sinna. Hann gekk ekki aðeins sonum Jóhönnu Axelsdóttur konu sinnar í föðurstað, heldur var hann besti vin- ur þeirra Gísla og Tjörva, sem nú hafa misst föður öðru sinni. Magnús Jón sýndi öllu því sem þeir strákarn- ir tóku sér fyrir hendur mikinn áhuga og sagði mér reglulega stoltur fréttir af þeim. Fram á síðustu stundu fylgdist hann með Tjörva í háskólapólitíkinni og á handbolta- vellinum og eitt það síðasta sem við ræddum var handboltaleikur Hauka. Magnús vissi að í því umræðuefninu þraut mig vit en við ræddum það engu að síður. Það verður mun tómlegra um að litast á sviði hins hversdagslega lífs nú þegar Magnúsar Jóns nýtur ekki lengur við. Það sem hann skilur hins vegar eftir hjá okkur vinum sínum er mynd af heilsteyptum, heiðarlegum og ljúfum manni. Þótt Magnús Jón hikaði ekki við að kasta sér út í póli- tísk átök, þar sem hann beitti orðinu betur en margur annar, var hann í raun mikill friðsemdarmaður. Ég held að kennaraeðlið í Magnúsi Jóni hafi drifið hann áfram í pólitíkinni. Hann vildi með rökræðum og upp- fræðslu reyna að koma vitinu fyrir fólk og það var vissulega þörf á slík- um manni á þeim vettvangi sem við unnum saman. Magnús Jón naut sín aftur á móti best í félagsskap Jó- hönnu og strákanna þeirra og í félagsskap vina, enda höfðingi heim að sækja. Pólitísk barátta hans skilaði nýj- um vettvangi fyrir ungt félags- hyggjufólk að hasla sér völl á en manngæska hans skilur eftir sig trú á betri hliðar mannsins í huga mér. Vinátta okkar á eftir að ylja mér þann tíma sem ég á eftir. Ég eins og svo margir aðrir varð skárri maður af vináttu við Magnús Jón, sem að eðlisfari var alltaf í stellingum kenn- arans. Kennara sem hafði lag á að uppfræða mann án þess að maður gerði sér endilega strax grein fyrir því en alltaf þannig að maður hafði gaman af því. Hann hafði þann hæfi- leika að benda á önnur sjónarhorn, setja hlutina í óvænt samhengi og svo sá hann betur en flestir fram í tímann. Nú þegar þessi góða manneskja er fallin frá er harmur Jóhönnu, Gísla og Tjörva mestur. Ég sendi þeim mínar dýpstu vinar- og samúðar- kveðjur. Ég veit að minningin um Magnús Jón, þennan stóra mann í lífi þeirra, veitir þeim styrk til að takast á við sorgina þótt söknuðurinn hverfi aldrei. Við eigum öll eftir að sakna þessa góða vinar okkar um ókomna tíð. Heimir Már Pétursson. Eigi getur slíkur maður gengið óbættur frá jarðlífi þessu. Vil ég reyna að gjalda þetta með fátæku skrifi. Marga hildi háðum vér um ýmis þjóðmál, þó Magnús mun andríkari en ég. Kennslumál voru hans yndi, hjartans mál. Þar lentum við oft á móti kvenkennurum, sem að okkar áliti sýndu nemendum allt of mikla móðurhyggju. Þá sýndi Magnús sína stærstu snilld, er hann sameinaði alla krafta að lokinni mik- illi umræðu. Nokkrum sinnum heyrði ég að Magnús væri erfiður, þver og jafnvel þungorður. Því tel ég mig geta mót- mælt því öllum vildi hann gott gera en við ofstæki gat hann verið harður, hvort sem það var vinstra eða hægra megin í stjórnmálum. Við Magnús vorum á öndverðum meiði í stjórnmálum, en slík voru heilindi þessa manns gagnvart því, sem best væri fyrir Hafnarfjörð, að ég gat ekki annað en gerst stuðn- ingsmaður hans í framboði í Hafn- arfirði. Gleðimaður var Magnús í góðum hópi, sem oft sannaðist í þeirra ágætu hjóna aðventuboðum, sem voru afar vel sótt vegna sérstakrar gleðigjafar þeirra hjóna. Ég hef reynt að draga upp mynd af kynningu minni af þessum mæta manni, sem féll langt um aldur fram, þar gætti aldrei aldursmunar. Jóhanna, ég vil þakka ykkur ógleymanlega kynningu og óska þér og þínum alls hins besta. Árni Einarsson. Æskan syrgir ýktum trega ástsælan þjón. Mörgum hefur miðlað þekking Magnús Jón. Styrkum mundum stórum hópum stýrði vel. Hlýtt var hjartað undir hrjúfri skel. Finnast víða hjá fólki mörkuð fræðarans spor. Félögum öllum funa vakti foringjans þor. Finnst er undan feiknastormi ferjuna bar ógert þá svo ótal margt ennþá var. Birgir Stefánsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 5   *         3    0 +3+    0 / )   )/   /  # ( '()) * A> 8 5 " 1   0  <!   00!  +   00! #&1 80   760  00! <  6 +* 0        !     " 6/   + / * 3    0 +3+    0 / &)        )7#   7#  3  0  " & !/ 508! B0508+03 "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.