Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 41
FJÖLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 41 ÞRÁTT fyrir ungan aldur höfðu fjallaklifrararnir fjórir allir getið sér gott orð í íþróttinni. Þetta voru þrír karlmenn, John Dickey 25 ára, Jason Smith 22 ára, Tommy Cald- well 22 ára og eina konan í hópnum, Beth Rodden 20 ára, sem var leið- angursstjóri. Í ágúst í fyrra fóru þau í leiðangur til Kírgístan, fyrrverandi sovétlýðveldis í Mið-Asíu. Einn dag- inn réðust að þeim uppreisnarmenn, tóku þau öll fjögur til fanga og héldu þeim í sex daga. Fimmta fangann, hermann sem var fjallgöngufólkinu til verndar, tóku uppreisnarmenn- irnir af lífi. Að degi til huldu uppreisn- armennirnir fanga sína með grein- um og grjóti, svo ekki sæist til þeirra úr þyrlum sem sveimuðu yfir. Að nóttu til voru þau stundum látin ganga um fjalllendið, en erfitt er að átta sig á hvað uppreisnarmennirnir ætluðu sér með því að halda banda- ríska hópnum föngnum. Fréttir af ungmennunum fjórum bárust um alla heimsbyggð eftir að þau létu vita af sér við varðstöð kírg- istanskra hermanna og sögðust hafa sloppið frá uppreisnarmönnunum með því að hrinda einum þeirra fyrir björg. Þau sögðu að aðeins tveir uppreisnarmenn hefðu gætt þeirra, en þegar rafhlaða tæmdist í tal- stöðvum þeirra hefði annar upp- reisnarmaðurinn ákveðið að snúa til baka í bækistöðvar fjallgöngumann- anna til að ná í rafhlöður. Þau hefðu því notað tækifærið þá nótt þegar gæslumaður þeirra hafði ekki var- ann á sér og hrint honum fram af hengiflugi, um 450 metra fall. Því næst hefðu þau hlaupið tæplega 30 kílómetra leið að varðstöðinni. Grein, bók og bíómynd Saga fjórmenninganna vakti verð- skuldaða athygli. Blaðamaðurinn Greg Child skrifaði fyrir tímaritið Climbing í Coloradoríki í Bandaríkj- unum og var kunningi Jason Smiths. Honum tókst að telja fjórmenn- ingana á að hann fengi að sitja einn að frásögn þeirra. Því næst hafði hann samband við umboðsskrifstofu, sem sér um samninga fyrir þá sem rita um ævintýralegar ferðir af ýms- um toga. Umboðsskrifstofan sá strax að smáblaðið Climbing væri ekki rétti vettvangur fyrir frásögn- ina, heldur samdi við annað og öllu öflugra útilífsblað, Outside, sem var reiðubúið að greiða 1,5 milljónir króna fyrir grein Childs. Umboðs- skrifstofan gerði líka samninga við fjallgöngumennina fjóra og hófst handa við að semja um bókaútgáfu og kvikmyndagerð. Niðurstaðan varð sú, að fjallgöngumennirnir hættu að koma fram í fjölmiðlum, eins og þeir höfðu gert frá því að sagan varð lýðum ljós, svo aðeins þeir hefðu aðgang að þeim sem um- boðsskrifstofan hefði samið við. Í netútgáfu tímaritsins Brill’s Content er rakið hver atburðarásin varð eftir þetta. Umboðsskrifstofan samdi um bókaútgáfu, með því skil- yrði að Childs myndi rita bókina, en hann og fjórmenningarnir skipta með sér ágóðanum. Rétturinn til að kvikmynda söguna var seldur til Universal Pictures. Vonir stóðu til að sagan myndi ná álíka vinsældum og frásögn blaðamannsins Johns Krakauers af hremmingum fjall- göngumanna sem freistuðu þess að klífa tind Everest. Saga hans, Into Thin Air, eða Á fjalli lífs og dauða eins og hún heitir í íslenskri þýð- ingu, varð metsölubók víða um heim. Sveif fram af brúninni Í október í fyrra kom tölublað Outside með frásögn fjórmenning- anna út. Þar er því lýst hvernig karl- mennirnir þrír í hópnum ákváðu að eina von þeirra væri að drepa upp- reisnarmanninn sem gætti þeirra. Sagt er að Tommy Caldwell hafi klifið upp klett, teygt sig upp fyrir brúnina þar sem maðurinn sat og kippt í riffilinn sem hann hafði um öxl sér. Uppreisnarmaðurinn hafi svifið fram af brúninni, lent á kletta- syllu níu metrum neðar, oltið svo fram af henni og fallið 450 metra niður í á. Á heimasíðu Brill’s Content kem- ur fram að fljótlega eftir útgáfu tímaritsins hafi ýmsir lýst efasemd- um um að satt og rétt væri sagt frá. Brill’s Content vitnar í Andrew Zharov, sem stjórnar Mið-Asíu skrifstofu frétta- stofunnar Interfax. Hann fullyrðir að bandarísku fjalla- klifrararnir hafi ekki minnst á dauða uppreisnar- mannsins einu orði á meðan þeir voru enn í landinu. Reyndar hafi þeir sagt Interfax og tveimur öðrum fréttastofum að uppreisnarmenn- irnir hafi skilið þá eftir á víðavangi og þeir hafi ráfað um villtir í fjóra eða fimm daga áður en hjálp barst. Hér ber að hafa í huga, að í öðrum fjölmiðlum hafa fjórmenningarnir lýst ótta við að múslímar leituðu hefnda vegna dauða uppreisnar- mannsins. Það væri því ekki und- arlegt þótt fjór- menningarnir hefðu í fyrstu sagt söguna á annan hátt, en þá hefði að sjálfsögðu þurft að skýra breytta frásögn í tímaritsgreininni. Og fjórmenningarnir höfðu vissu- lega skipt um skoðun að öðru leyti, því fyrst eftir að þeir skýrðu frá dauða uppreisnarmannsins harð- neituðu þeir að segja hver hefði hrint manninum fram af og sögðust ekki vilja að einn bæri alla ábyrgð- ina. Í tímaritsgreininni var Tommy Caldwell hins vegar nefndur sem sá er kippti manninum fram af. Lýsing á því hvernig hann gerði það er ekki alveg í samræmi við fyrri frásagnir fjórmenninganna, t.d. við AP frétta- stofuna, um að þau hafi gripið tæki- færið þegar hann stóð of nærri brúninni og hrint honum fram af. Í frásögn breska dagblaðsins Sunday Times var skýrt frá því að hópur uppreisnarmanna hefði haft banda- rísku ungmennin í haldi og allir nema einn farið til baka að ná í batt- erí, en AP segir uppreisnarmennina aðeins hafa verið tvo og annar hafi snúið til baka eftir rafhlöðum. Það skal hins vegar haft hugfast að grein Childs var hin opinbera út- gáfa frásagnarinnar, sem fjall- göngumennirnir lögðu blessun sína yfir og má því ætla að þar sé allt haft rétt eftir þeim. Á lífi í Kírgístan Umræða um frásögn fjórmenn- inganna tók fjörkipp þegar þær fréttir bárust frá Kírgístan að þar væri margnefndur uppreisnar- maður á lífi og hefði það ágætt í fangelsi. Greg Child blaðamaður og fjallgöngumennirnir fjórir sögðust agndofa yfir fréttunum, en Outside tímaritið sagðist ekki hafa getað staðfest þessar fréttir og fjall- göngumennirnir hefðu ekki getað borið kennsl á manninn af myndum. Í mars tölublaði Outside er grein eftir Greg Child, þar sem hann lýsir myndbandsupptöku af yfirheyrslum yfir uppreisnarmanninum. Child segir að allir fjallgöngumennirnir fjórir hafi séð hann falla fram af brúninni og enginn trúað að hann hefði getað lifað slíkt fall af. Á myndbandinu sé uppreisnarmað- urinn fölur og fár, en virðist þó merkilega brattur, með tilliti til fallsins mikla. Þar hafi einn fanga- varða hans þá frásögn eftir honum, að bandarísku fjallgöngumennirnir hafi flúið þegar hann sofnaði. John Dickey, einn fjórmenning- anna, segir í samtali við Outside að hann hafi séð myndbandið og telji að það sýni uppreisnarmanninn sem hafði þau í haldi, en hann og félagar hans halda fast við þá sögu að hann hafi fallið fram af klettinum. Ritstjóri Outside, Hal Espen, segir að jafnvel þótt ekki hafi komið fram í upphaflegri frásögn Childs í tíma- ritinu að uppreisnarmaðurinn hafi lifað fallið af, þá sé það ekki til marks um lélega blaðamennsku, heldur sýni svart á hvítu hve erfitt geti verið að skýra frá atburðum sem verða í fjarlægum heimshlutum. „Þarna er ekki hroðvirkni okkar um að kenna,“ segir hann í samtali við Brill’s Content. „Þeir sem lesa grein- ina vandlega sjá að við fullyrtum aldei að uppreisnarmaðurinn hefði dáið,“ segir Espen og kveðst sann- færður um að fjallgöngumennirnir fjórir séu alls ekki að skrökva neinu um hremmingar sínar. Greg Child tekur undir þetta og hafnar því alfarið að fjárhagslegir hagsmunir hans hafi haft nokkur áhrif á vinnslu greinarinnar. Ef ein- hverjar líkur hefðu verið á að fjall- göngumennirnir hefðu lagfært frá- sögn sína, þá hefði hann látið það fylgja sögunni. Brill’s Content leitaði álits bókaútgáfunnar Villard, sem hefur rétt til útgáfu bókar um æv- intýri fjórmenninganna, en þar vildu menn ekki tjá sig um málið. Tals- maður Universal kvikmyndaversins sagði að vinna við hugsanlega kvik- mynd væri ekki einu sinni hafin. Umboðsmaðurinn, sem tók að sér að semja um greiðslur fyrir grein, bók og kvikmynd, sagði að saga fjór- menninganna væri mjög áhugaverð og það væri frábært að komið hefði í ljós að þeir hefðu engan drepið. Nú á hins vegar eftir að koma í ljós hvort áhugi bókaútgefenda og kvikmyndagerðarmanna dofnar í kjölfarið. Flóttasagan frækilegri en efni stóðu til? Forsíða tímaritsins Outside þar sem greinin um- deilda birtist á sínum tíma. Flótti fjögurra ungra, bandarískra fjall- göngumanna frá uppreisnarmönnum, sem héldu þeim föngnum í Kírgístan í ágúst í fyrra, vakti mikla athygli. Þegar var hafist handa við að búa til bíómynd um málið. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að nú virðist sem flasið hafi ekki verið til fagnaðar og sagan hafi ýmsa lausa enda. SAMTÖK blaðamanna í Kanada segja nauðsynlegt að setja reglur til varnar þeim opinberu starfsmönn- um sem lýsa skoðunum er ganga gegn opinberri stefnu eða skýra frá málum sem yfirvöld vilja að fari leynt. Kanadísku blaðamannasamtökin, The Canadian Association of Journ- alists, birtu fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fordæmd er sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að áminna tvo vísindamenn fyrir að lýsa opinberlega efasemdum sínum um réttmæti banns á innflutningi á nautakjöti frá Brasilíu. Robert Cribb, formaður blaða- mannasamtakanna, segir framkomu stjórnvalda ganga gegn rétti al- mennings til að fá upplýsingar um allar hliðar mála. Nauðsynlegt sé að setja lög sem tryggi stöðu þeirra sem upplýsi almenning um mikil- væg málefni er snerti hagsmuni allra. Þar sem engum slíkum lögum sé til að dreifa kjósi menn ýmist að þegja yfir upplýsingum sem al- menningur eigi rétt á, eða þeir taki áhættuna af refsiaðgerðum yfir- valda gegn þeim, ljóstri þeir upp um mál sem yfirvöld vilja að fari leynt. Ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að áminna vísindamennina virðist ganga í berhögg við nýlegan dóm í Kanada þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri sann- gjarnt að ætlast til að vísindamenn þegðu um heilbrigðismál sem kæmu öllum almenningi við. Trudi Beutel, stjórnarformaður kanadísku blaðamannasamtakanna, segir að skortur á lögum sem vernda opinbera starfsmenn komi í veg fyrir upplýsingaflæði um heil- næmi matvæla og mengun and- rúmsloftsins, sem og hvernig pen- ingum skattborgaranna væri varið, svo dæmi væru nefnd. „Þeir sem gætu skýrt frá málum þegja af því að þeir eru hræddir um að þurfa að súpa seyðið af þeirri ákvörðun sinni. Það er tími til kominn að stjórnvöld verndi þá og um leið alla Kanada- menn,“ er haft eftir stjórnarfor- manninum. Þögnin verðlaunuð Á heimasíðu kanadísku blaða- mannasamtakanna kemur einnig fram, að þau hafa ákveðið að veita sérstök háðungarverðlaun þeirri op- inberri stofnun sem vinnur með mestri leynd. Samtökin hvöttu al- menning til að senda inn tilnefn- ingar, en verðlaunin á að veita á að- alfundi samtakanna 25.-27. maí. Robert Cribb, forseti samtakanna, benti á að margir opinberir starfs- menn gættu þess vel og vandlega að engar upplýsingar um starfsemi stofnana bærust almenningi, sem þó væri réttur eigandi þeirra. Tími væri til kominn að veita þessari landsföðurhyggju verðskuldaða við- urkenningu. Blaðamenn í Kanada um áminningar vísindamanna Lög skortir til verndar uppljóstrurum Kaliforníu. Morgunblaðið. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.