Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stöðvarfirði - Hafnar eru fram- kvæmdir við gerð nýs vegar um Kamba og Færivallaskriður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Það var Arnarfell ehf. á Akureyri sem ætti lægsta tilboðið í lagningu vegar um skriðurnar. Níu tilboð bárust í verkin en tilboð Arnarafells var upp á 139,5 milljónir króna sem var 79,5% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar. Við verkið þarf allnokkurn tækja- kost því flytja þarf til yfir 400 rúm- metra af efni við erfiðar aðstæður. Akfær malarvegur var fyrst gerð- ur yfir skriðurnar árið 1962 en veg- urinn hefur æði oft verið erfiður yf- irferðar í gegnum árin, sérstaklega yfir haust- og vetrarmánuði vegna hruns úr fjallinu. Verktakinn hefur komið sér fyrir og sett upp vinnubúðir á Kambsnesi og er reiknað með um tíu manna vinnuflokki en eitthvað fleirum þegar verkið verður komið í fullan gang. Í lok ársins er áætlað að undirbygg- ingu vegarins undir slitlag verði lokið og þar að auki lagt bundið slitlag á 700 metra við Stöðvarfjörð og 1600 metra kafla Breiðdalsvíkurmegin við skriðurnar. Meðan á framkvæmdum stendur getur umferð raskast eitt- hvað en reynt verður að haga þeim þannig að minnst röskun á umferð verði um veginn. Verklok eru áætluð 15. júlí 2002. Vegaframkvæmdir um Kamba og Færivallaskriður Morgunblaðið/Bjarni Gíslason Unnið við vegaframkvæmdir nýs vegar um Kamba og Færivallaskriður. Mývatnssveit - Það færist sífellt í vöxt að ferðamenn komi í Mývatns- sveit og leigi sér þar vélsleða með leiðsögn og fari í skemmri eða lengri ferðir út frá hótelunum í Reynihlíð eða á Skútustöðum. Hópurinn á myndinni, sem í voru Dalvíkingar, var að njóta útsýnis af miðjum Syðri- Flóa á laugardaginn í lognblíðunni. Stór hópur frá Bandaríkjunum var rétt að koma í sveitina sama dag og ætlaði fólkið að ferðast um á vél- sleðum eina þrjá daga út frá Skútu- stöðum. Veðrið hefur leikið við okk- ur alla helgina og sleðafæri er ágætt á vatninu og inn til landsins. Sleða- leigur eru starfandi í tengslum við Sel Hótel á Skútustöðum og Hótel Reynihlíð. Morgunblaðið/BFH Sleðaver- tíðin á fullu við Mývatn Stykkishólmi - Kristinn Gestsson bifvélavirki í Stykkishólmi hefur bú- ið sína starfstíð í Hólminum og hefur fengist við ýmislegt um dagana. Lengst af vann hann við bílavið- gerðir og rak verkstæði um langt árabil. Svo gerðist hann bókakaup- maður þegar hann og Ingveldur Sig- urðardóttir kona hans tóku við bóka- verslun foreldra hennar. Samhliða því starfi gerði hann út trillu með góðum árangri. Nú hefur hann hætt slíku vafstri og er farinn að vinna í bílskúrnum sínum. Í vetur hefur hann verið að útbúa minkagildrur sem hann hefur hannað að mestu leyti sjálfur. Hann á sumarbústað í Sauraskógi í Helgafellssveit og þar hefur verið mikið um mink. Það var hvati þess að hann fór að smíða gildrurnar. Að sögn Kristins er ekki komin reynsla á veiðihæfni tækjanna. Hann setti út nokkrar í vetur, en þær fóru í kaf í snjó. Nú fer hann aftur af stað og er spenntur að vita um árangurinn. Hann er þó viss um að gildrurnar komi að notum og er tilbúinn að leyfa fleirum að reyna sem áhuga hafa á halda minknum í skefjum. Kristinn hefur líka verið að sinna því að smíða vagna undir smábáta og hefur þegar framleitt nokkra vagna og hefur hann ekki verið í vandræðum með að losna við þá. Smíðar minkagildrur og vagna undir smábáta Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kristni Gestssyni í Stykkishólmi er ýmislegt til lista lagt. Í vetur hefur hann verið að smíða minkagildrur og vagna undir smábáta. Á myndinni má sjá framleiðslu hans; minkagildrurnar og vagninn. Egilsstöðum - Gísli Gunnarsson sagnfræðiprófessor hélt fyrir skemmstu fyrirlestur í Skriðu- klaustri í Fljótsdal um jarðeign- ir og efnahag í Múlasýslum við lok 17. aldar. Samkvæmt tölfræðilegri út- tekt hans á jarðabókinni fyrir Múlaþing frá 1695 er munurinn á Múlaþingi annars vegar og landinu hins vegar mikil eign prestsetra í Múlaþingi, nær eng- in eign biskupa og engin kon- ungseign í jörðum. Fimmti hver Austfirðingur var niðursetningur á þessum harðindatíma.116 menn áttu jarðir og voru 12 þeirra utanhér- aðsmenn. 80% allra húsráðenda áttu ekki neina jörð og 18% áttu einhverja jarðahluta. 6% bjuggu á eigin jörðum, 4% á lénsjörðum, þ.e. prestsetrum og í Skriðu- klaustri, og 90% manna voru leiguliðar. 26 starfandi prestar voru á Austurlandi á þessum tíma. Gísli hefur undanfarið dvalið við rannsóknarstörf í fræði- mannsíbúðinni í Skriðuklaustri. Fimmti hver Austfirðingur var niðursetn- ingur samkvæmt jarðabók árið 1695 Tölfræðileg úttekt á Múlaþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.