Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG VAR að tala við 12 ára dreng um dag- inn. Hann sagðist vilja verða töframaður, sem er svo sem ekkert óvanalegur draumur 12 ára drengja. Ég spurði hvort hann væri nógu þroskaður til þess að verða töfra- maður, hvort hann gæti haldið aftur af reiði, afbrýðisemi og pirringi þannig að hann myndi ekki skaða aðra með kröft- um sínum. Ég var í raun að spyrja hvort hann væri nógu tilfinningalega og siðferðilega þroskaður til að valda slíkum mætti. Hann sagði að svo væri líklega ekki. Þetta vakti mig til umhugsunar um aðra krafta í þjóðfélaginu. Máttur menntamanna Í okkar samfélagi er sífellt klifað á slagorðinu „mennt er máttur“. Það er rétt. Mennt er máttur. En til hvers notum við máttinn? Mann- kynið hefur notað mikið af sínum menntamætti til eyðileggingar og valdabaráttu. Vel menntaðir vís- indamenn framleiða gereyðinar- vopn. Vel menntaðir viðskiptajöfrar ýta undir taumlausa græðgi. Vel menntaðir alþingismenn styðja sið- lausar lagabreytingar og vel menntaðir lögmenn finna leiðir til að fara í kringum þær. Svona mætti lengi telja. Siðferði og tilfinningar Ég er alls ekki að tala gegn menntun, þvert á móti. Ég er hins vegar að tala um þann siðferði- lega og tilfinningalega vanþroska sem menntamenn standa frammi fyrir jafnt og við hin. Menntamenn- irnir hafa hins vegar meira vald og geta þar af leiðandi valdið mun meiri skaða með til- finningalegu ójafn- vægi sínu. Sagan segir okkur að hættulegustu einstaklingarnir séu vel menntaðir, þeir hafa jafnvel jaðrað við að vera snillingar. Það sem gerir þá hættulega er siðleysi og tilfinninga- legt ójafnvægi. Hass og reykingar Ég vil taka tvö nýleg dæmi í þessa átt. Fyrra dæmið snýr að mótmælum Samtaka verslunar og þjónustu við reglugerð sem Bryn- dís Hlöðversdóttir alþingismaður hugðist leggja fram á Alþingi ásamt öðrum. Reglugerðin sneri að smásölu tóbaks. Bryndís vildi að smásalar þyrftu leyfi til að selja tóbak. Samtök verslunar og þjón- ustu lögðust harkalega gegn þessu á þeim forsendum að smásalar færu á hausinn í stórum stíl. Ég vil taka undir orð Birgis Jóakimssonar sem sagði fyrir stuttu í grein í Morgunblaðinu að smásalar væru þar með engu betri en tóbaksfram- leiðendur sem tækju skammtíma- gróða fram yfir mannslíf og heilsu- skaða. Seinna dæmið er nýrra og snýr að tillögu Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns um lögleiðingu á sölu kannabisefna á Íslandi. Tillagan er algjörlega úr takt við tímann (t.d. er stöðugt þrengt að tóbakssölu) og í hana skortir allt siðferði. Hver er lausnin? Til þess að styrkur menntunar nýtist framtíðarsamfélaginu þyrfti að taka upp siðfræðikennslu jafnt á heimilum og í skólum. Slík kennsla var eitt sinn í verkahring kirkjunn- ar en þverrandi áhrif hennar eru eftirtektarverð í samfélaginu. Einnig þyrfti að styrkja svokallaða tilfinningagreind einstaklinga til muna. Aðferðafræðin er nú þegar til þannig að eina sem vantar er framkvæmdin. Ég skora á fyrir- svarsmenn þjóðarinnar og vonast til að fá þessa umræðu upp á pall- borðið við upphaf nýrrar aldar svo styrkurinn nýtist börnunum okkar vel. Mennt er máttur! En til hvers notum við máttinn? Guðjón Bergmann Máttur Tillaga Jóns Steinars Gunnlaugssonar er al- gjörlega úr takt við tím- ann, segir Guðjón Berg- mann, og í hana skortir allt siðferði. Höfundur er jógakennari og dagskrárgerðarmaður. Í Morgunblaðinu sunnudaginn 11. mars sl. var þýdd grein eftir prófessor í lögum og félagsfræði, Dorthy Nelkin að nafni, um sið- ferðilegu hlið nýja gull- æðis Vesturlanda, erfðafræðina. Já ein- mitt, gullæði. Hér áður grófu menn eftir gulli í líkama jarðarinnar, nú í eigin líkama. Svo seg- ir í grein Nelkins með undirfyrirsögn ,,Erfða- fræðileg lágstétt“: ,,Séu menn með sjúkdómseinkenni í genum geta þeir fengið stimpilinn ,,í hættu“ og verið taldir vanhæfir til að lifa eðlilegu lífi. Erfðafræðilegir merkimiðar geta skapað lágstétt þeirra sem eru með gen er dæma þá til mismunar“. Tilv. lýkur. Með þess- ari grein var mynd af Pamelu And- erson og tískugoði, Markúsi Schen- kenberg að nafni, sem hefur ,,rétt gen“, sem frú Pamela vill geta með barn og tekur forystu í að skapa erfðafræðilega lágstétt framtíðar- innar með því að hafna ,,ljótum manni“. Erfðafræðileg lágstétt eða vitundarleg úrkynjun Hin erfðafræðilega lágstétt verð- ur e.t.v í líkingu við hina útskúfuðu lágstétt Indverja, nafnlausu stéttina, en vegna rangrar túlkunar forfeðra þeirra á eigin trúarbrögðum, þá komast þessir einstaklingar ekki upp úr forinni. Svo hlæjum við Vestur- landabúar yfir þessum barnalegu trúarbrögðum og segjum að allir fæðist jafnir en ekki inn í stéttir. Ég spyr um framtíðina. Verða einstak- lingar bara Pamelur Anderson og Markúsar Schenkenbergar? (Til hvers erum/vorum við að fordæma Hitler?) Hvað með ljóta einstaklinga sem skópu söguna eins og Sókrates. Hvað með Stephen Hawkins, hinn virta vísindamann samtíðarinnar sem er eins fatlaður og hægt er að vera. Hver verður hin erfðafræði- lega lágstétt, Pamela Anderson eða Sókrates og Stephen Hawkins? Heimskur = genískur Mér skilst að það sé meira um erfðfræði- lega sjúkdóma hjá vit- undarlega þroskuðum einstaklingum, þ.e. á Vesturlöndum en í þró- unarlöndum sem glíma meira við farsóttir. Þær þjóðir teljum við oftast vera hina heimsku, en eru þó líkamlega heilbrigðari en við. Hvaða þjóðir verða þá ofan á þegar fram í sækir? Snýst ekki dæmið við? Við hér á Vesturlöndum höfum for- heimskast í genakapphlaupinu og ætlum að skapa heimska einstak- linga í framtíðinni. Þetta er e.t.v. plott Guðs í þróunarsögunni. Hann ætlar að jafna út þjóðirnar í vestri og austri, gera alla heimska. Nú bið ég lesendur að rifja upp orðið heimskur sem er alls ekkert niðrandi. Heimsk- ur kemur af orðinu heimóttarlegur sem í raun þýðir að menn sjá ekki lengra út fyrir en túnfótinn hjá sér. Nú er túnfóturinn að breytast í gen og erfðafræði. Menn rýna enn skem- ur en að túnfætinum. Menn rýna að- eins inn í eigin gen. Mun orðið heimskur breytast í genískur í fram- tíðinni! Þá verður e.t.v. lítið af séní- um til vísindalegrar iðkunar og rann- sóknar svo e.t.v. dettur erfðafræðin og tæknin út sjálfkrafa vegna heimsku manna. Menn munu aftur yrkja jörðina með haka og skóflu, hafa barnslega vitund og komast þá loksins inn í himnaríki eins og Bibl- ían boðar! Pamela Anderson eða Sókrates Nú skilst mér að ekkert bóli á vís- indalegri staðreynd um vitundina, sálina og andann. Eitthvað sem allur heimurinn bíður eftir að verði sann- að til að geta stjórnað ,,hvað kemur niður“. Það er nefnilega ekkert víst að klónaður einstaklingur framtíðar- innar hafi geðugan persónuleika eða sál! Ég bið því frekar um genetískan líkamlega galla til að efla vitund, visku og persónulegan þroska, en að krossfesta vitund mína við legstein efnisins; átök milli efnis og anda í formi þunglyndis til að þroska visku mína, hjartasjúkdóm til að efla sið- ferðisvitund mína og samúð, gigt og stoðkerfavanda til að yfirstíga and- ann yfir efnið, (mind over matter) og sigrast á sjálfsmeðaumkun, krabba- mein til að sigrast á óttanum o.s.frv. Já genetískir sjúkdómar eru greini- lega vitundarleg þroskamerki. Ef ég þyrfti að velja mér líkama í gegnum framtíðarklónun kysi ég Sókrates eða Stephen Hawkins frekar en Pamelur Anderson og Markúsa Schenkenberga. Hrap hlutabréfamarkaðarins Mér þykir ekkert skemmtilegra en að fylgjast með mannkynsögunni í nútíðinni með stóískri ró og reyna að rýna í útkomuna eins og ég myndi lesa hana eftir 500 ár. Þetta er ákaf- lega auðvelt, bara ef við skoðum hvað orðið samsvörun þýðir. Gullæð- ið endurtekur sig, dansinn í kringum gullkálfinn endurtekur sig, allt með smá tilfærslu á búningum, enda end- urtekur sagan sig ætíð spíral-laga, rétt eins og DNA keðjan. Meira að segja er sagan að endurtaka sig með aðeins 50 ára millibili. Hitlerisminn er nú dýrkaður í nýjum búningi; erfðafræðinni. Hvernig fór nú aftur fyrir Hitler? Ég spyr sjálfa mig hvort hrap hlutabréfa í erfðafyrir- tækjum sé ekki einmitt vísbending á ranga áherslu 21. aldar og Guð sé að lýsa vanþóknun sinni með því að ýta á ,,rauða viðvörunartakkann“. Að líkamsdýrkun (efnisdýrkun og efnis- hyggja) sem teygir sig niður í erfða- fræðina sé ekki lokuð gata. Að tíma- bært sé að líta upp úr efninu. Hvað með hrap Nasdaq vísitölunnar og nýjustu skurðgoðadýrkunina, tölv- urnar? Þær sitja nú á hverju skrif- borði og hafa verið settar í guðatölu. Tölvurnar eru jú byggðar á lógík og orðið lógík er dregið af orðinu logos (orðið/regla), sem við nefnum Guð. Sýnist mér þær vera endurborin skurðgoðadýrkun og dansinn í kringum gullkálfinn. Endalaus rusl- póstur birtist daglega í tölvupóstfor- itinu sem lofar mér að verða millj- ónamæringur á viku, bara ef ég sit við skurðgoðið og ýti á nokkra takka daglega. Hvað gerðist nú aftur þegar mannkynið náði hámarki í skurð- goðadýrkuninni til forna? Að lokum. Hvað ef Guð sendi nú vísbendingu inn í hausinn á mann- kyninu um hvernig megi yfirvinna sjúkdóma án viðkomu lyfjarisanna? Þá hrapa hlutabréf þeirra einnig, rétt eins og blautur plástur á húð sem dettur af. Tök lyfjarisanna á mannkyninu snúast þá við. Mann- kynið fær tökin á þeim og flettir af sér plástrunum/lyfjunum. Já, það er aldrei hægt að vita hvaða plott Guð/ Logos/reglan er með í gangi hverju sinni. Á hvaða takka hann er að ýta í Stóru-Tölvunni til að koma aga/reglu á verkamenn sína! Háþróaður ,,hitlerismi“ Sigfríð Þórisdóttir Erfðafræði Ef ég þyrfti að velja mér líkama í gegnum framtíðarklónun, segir Sigfríð Þórisdóttir kysi ég Sókrates eða Stephen Hawkins frek- ar en Pamelur And- erson og Markúsa Schenkenberga. Höfundur er iðnrekandi. Á ALÞINGI er kom- in fram þings- ályktunartillaga um að stofnað verði embætti umboðsmanns neyt- enda og má skilja af greinargerð að úr því að aðrar þjóðir í nágrenni okkar hafi slíkt embætti þá þurfum við að hafa það einnig. Staðhæft er í sama texta að sífellt halli meira á neytendur í samskiptum við fyrir- tæki við að ná fram rétti sínum, en þó viðurkennt að til séu fjölmargar kvörtunar- og úrskurð- arnefndir sem úrskurða í neytenda- málum en að úrskurðir þeirra séu sjaldnast bindandi fyrir fyrirtækin. Ennfremur að neytendur þekki ekki allar þessar úrskurðarleiðir. Þetta er bæði rétt og rangt. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og áður Kaup- mannasamtök Íslands hafa átt ágætt samstarf við Neytendasamtökin í mörg ár um eina slíka úrskurðar- nefnd vegna verslunarinnar. Tilvist þessarar kvörtunarnefndar hefur leyst ýmis deilumál og reyndar er það svo að aðeins örsjaldan hafa mál kom- ið til úrskurðar í nefndinni. Á sama tímabili hafa fyrirtæki jafnframt í auknum mæli lagt áherslu á að leysa mál farsællega án ytri íhlutunar. Þetta hefur hjálpað til. Siðareglur um netviðskipti og aukinn skilaréttur neytenda Á síðasta ári kynntu SVÞ Siðaregl- ur um netviðskipti sem eru grundvall- aðar á siðareglum sem Evrópusam- tök verslunarinnar, EuroCommerce, sem SVÞ eiga aðild að, hafa samið. Verslunar- fyrirtæki sem stunda netverslun hafa tekið þessar reglur upp og kynna það á vefsíðum sínum og um leið geng- ist undir ákveðna máls- meðferð þegar neyt- endur eru ekki sáttir við viðskiptin. Að þessu leyti eru reglurnar bindandi fyrir fyrirtæk- in. Náist ekki sam- komulag á milli selj- anda og kaupanda geta þeir vísað málum til áð- urnefndrar kvörtunar- nefndar sem SVÞ, Neytendasamtök- in og viðskiptaráðuneytið skipa fulltrúa í. Í lok síðasta árs kynntu þessir sömu aðilar ásamt Verslunar- ráði Íslands nýjar lágmarksreglur um aukinn skilarétt neytenda. Þarna er um það að ræða að verslunarfyr- irtæki samþykki að veita slíkan rétt umfram það sem lög ákveða og gang- ist þar með undir umræddar reglur. Viðskiptaráðuneytið hefur nú útbúið kynningarbækling um þetta sem ver- ið er að dreifa þessa daga. Þannig er ýmislegt að gerast í sam- starfi verslunar og neytenda sem til heilla horfir og þar sem fyrirtækin gangast undir ákveðna úrlausnar- ferla ef ágreiningur rís á milli þeirra sem eiga viðskipti sín á milli. Nú er það svo að sú leið hefur verið farin á Íslandi, sennilega af hagkvæmis- og skynsemisástæðum, að leggja neyt- endavernd undir Samkeppnisstofnun í samkeppnislögum og jafnframt að gera þjónustusamning við Neytenda- samtökin um ákveðna verkþætti er varða neytendavernd. Þannig er ann- ars vegar ákveðið með lögum að ákveðin stofnun skuli sinna neytenda- vernd og hins vegar viðurkennt með fjárstuðningi frá ríkinu, að sjálfs- prottin áhugamannasamtök séu lík- leg til að vinna málefnum neytenda gagn og ná þannig markmiðum um neytendavernd. Ekki nýtt umboðsmannsembætti Það er alveg ljóst að fámenn þjóð getur ekki og á ekki að apa allt upp eftir stærri grannlöndum sínum. Við skulum endilega taka það besta það- an og ýmis viðhorf í neytendamálum eru meðal þess, en það þýðir ekki að við þurfum að framkvæma alla hluti eins og gert er í þessum löndum. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hef- ur mótað afstöðu sína til þessa máls og hún er sú að fremur eigi að efla markaðseftirlit Samkeppnisstofn- unnar en að stofna nýtt embætti um- boðsmanns neytenda. Sú stofnun með allri umgerð, launum, kostnaði við Norðurlanda- og Evrópusamstarf o.s.frv. myndi kosta a.m.k. 30-40 millj- ónir króna árlega. SVÞ telur betra að efla þá neytendavernd sem Sam- keppnisstofnun rækir samkvæmt gildandi lögum ef þörf er talin fyrir aukið starf í þessum málaflokki. Það verður vonandi svo er tímar líða, að flestir sem vilja hafa áhrif á mótun framkvæmda er varða neytenda- vernd taki mið af stærð samfélagsins og þörfum við tillögugerðina. Við er- um öll neytendur og höfum sem slíkir sömu þarfir, – en verum hagsýn! Það er mikið hagsmunamál fyrir okkur að við sníðum okkur stakk eftir vexti! Sníðum okkur stakk eftir vexti Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur SVÞ telur betra að efla þá neytendavernd sem Samkeppnisstofnun rækir, segir Sigurður Jónsson, ef þörf er talin fyrir aukið starf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.