Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYNSLAN sýnir að þaðhefur reynst vel að ýtavið feðrum til að þeirtaki meiri þátt í barna- uppeldinu, hvort sem þeir vilja það í upphafi eður ei. Það er bæði þeim og barninu í hag, það sem mestu máli skiptir er að foreldrar séu ná- lægir og gefi sér tíma með börnum sínum. Þetta á ekki síður við um feður en mæður. Svo segir Sven Aage Madsen, yfirsálfræðingur við barnadeild Ríkisspítalans í Kaup- mannahöfn, en hann heldur fyrir- lestur um upplifun feðra af fæðing- unni, svo og tímanum á undan og eftir. Fyrirlesturinn er hluti ráð- stefnu sem haldin verður í Háskól- anum á Akureyri í dag, 23. mars, um þær breytingar sem eru að verða í kjölfar hinna nýju laga um fæðingar- og foreldraorlof. Madsen þekkir vel til þessara mála og byggir ekki aðeins á rann- sóknum sínum og samstarfsmanna sinna heldur einnig áratuga reynslu af viðtölum við börn og full- orðna. Hann segist ekki í nokkrum vafa um mikilvægi þessa skrefs, börnum og foreldrum þeirra til góða. Hvort það leiðir til algers jafnréttis vill Madsen ekki spá um. „Jafnrétti gengur í bylgjum, það er ómögulegt að segja til um það.“ Hlekkjuðu sig við sjúkrarúmin Rannsókn Madsens og sam- starfsmannana var gerð á fimm ára tímabili og byggðist á samtölum við nýbakaða feður, sem langflestir eru á þrítugsaldri, fæddir eftir 1970, svo rannsóknin gefur hug- mynd um það sem koma skal. Madsen segir að meðal þess sem rannsakað var hafi verið hve marg- ir feður voru viðstaddir fæðingar en þeir reyndust 97%. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir hvílík gjörbylting þetta er. Það sem er athyglisvert við hana er að hún tengist því að konur hættu að eiga börn heima, barnsfæðingarnar færðust yfir til sjúkrahúsanna. Þar kusu konurnar að eiginmennirnir væru þeim til halds og trausts frek- ar en t.d. mæður eða systur. Þetta segir heilmikið um þróun kjarna- fjölskyldunnar,“ segir Madsen og heldur áfram: „Feðurnir voru við- staddir fæðinguna af því að kon- urnar vildu það, þeir voru ekki allir ýkja áhugasamir í upphafi en urðu við ósk eiginkvennanna. Þetta vatt svo upp á sig og þegar verðandi foreldrum varð að fullu ljós þessi möguleiki hófst mikil barátta fyrir að veita feðrum aðgang að fæðing- arstofunum. Þótt sum sjúkrahús leyfðu feðrum að vera viðstaddir átti það ekki við þau öll og hart var tekist á, þess voru dæmi að verð- andi feður hlekkjuðu sig við sjúkra- rúm til þess að leggja áherslu á að þeir vildu vera viðstaddir.“ Madsen segir það algengan misskilning kvenna að ef karlar gætu valið myndu flestir vilja komast hjá að vera viðstaddir fæðinguna. „Við spurðum feður að þessu og 98% vilja vera viðstödd, þetta hefur breyst mikið frá því sem var. Þeir segjast vilja veita konum sínum stuðning og svo auðvitað að vera viðstaddir er barnið þeirra kemur í heiminn.“ Ekkert fjallað um hlutverk föðurins Feðurnir voru ennfremur spurð- ir um hvort þeir færu með konum sínum í mæðraskoðun og þess hátt- ar. Um helmingur fer með konu sinni til læknisins, um 70% lærðu um undirbúning fæðingarinnar og 98% fóru með konum sínum í són- arskoðun. „Feðurnir segja að þeim finnist það gott að fara saman til læknisins en viðurkenndu jafn- framt að þeim var ekki boðið að koma, læknirinn talaði ekki til þeirra og ekki var fjallað um föð- urhlutverkið. Við leggjum til að þessu verði breytt, skilaboðin sem margir feður fá í tengslum við fæð- inguna og undirbúning hennar er að hún komi þeim ekki við. Eftir fæðinguna fær nýbökuð móðir mat, föðurnum er sagt hvar sælgætis- sjálfsalinn sé. Hann fer svo heim, oft og tíðum í tóma íbúð og kemur í heimsókn. Faðirinn er alltaf á hlið- arlínunni, hann fær á tilfinninguna að hann sé ekki mikilvægur. Madsen segir feður verða að berjast fyrir jafnrétti á þessu sviði. Samfélagið breyti þessu tæpast, feður og mæður hafi komið því til leiðar að karlar fóru að vera við- staddir fæðingar og nú verði að halda baráttunni áfram. Feður séu enn á hliðarlínunni hvað barneign- arfrí varði, í flestum löndum. Vilji foreldrar jafna stöðu sína sé nauð- synlegt að þeir hugsi sig um áður en þeir skuldbinda sig um of fjár- hagslega. „Við hverju er t.d. að bú- ast ef verðandi foreldrar kaupa sér nýtt og stærra hús rétt fyrir fæð- inguna? Þar sem karlar eru í flest- um tilfellum með hærri laun getur fjölskyldan fremur séð af launum konunnar. Menn vilja ekki taka sér frí því þá skerðast launin.“ Hinn nálægi faðir Madsen viðurkennir að margir feður hafi takmarkaðan áhuga á að taka sér frí frá vinnu til þess að vera með börnum sínum en reynsl- an sýni að þeir sem það gera kunni að meta þau nánu tengsl sem myndast við barnið. Æ fleiri feður bætist í þennan hóp þar sem æ fleiri lönd eyrnamerki hluta fæð- ingarorlofs feðrunum og taki þeir ekki frí glatist það. „Þeir feður sem verja tíma með börnum sínum ung- um tengjast þeim svo sterkum böndum að þeir hafa ekki síður samviskubit yfir að vera ekki heima hjá þeim en mæðurnar. Það má ljóst vera að ég er fylgjandi þessum lögum, þau þvinga feðurna ekki til þess að vera með börnum sínum en gera gott betur en að gefa þeim kost á því. Ef til vill má tala um innri þvingun, foreldrarnir ræða þennan möguleika óneitan- lega. Breytir þetta hinum dæmigerða föður? „Það ætla ég rétt að vona, segir Madsen. „Feður hafa verið fjarlægir en þegar maður spyr fólk hvernig góður faðir sé er svarið ævinlega að hann sé nálægur. Að hann sé til staðar. Börn eiga rétt á því að geta leitað til beggja foreldr- anna með það sem liggur þeim á hjarta. Föðurhlutverkið er annað og meira en að leika við börnin, skemmta þeim og standa fyrir hið praktíska. Því víðtækara sem föð- urhlutverkið er, því ríkara líf fyrir alla viðkomandi, föður, móður og barn.“ Madsen segir að styrkist tengsl barna og feðra auki það líka möguleikana á því að þeir haldi góðu sambandi við börn sín ef til skilnaðar komi. Sem betur fer séu danskir foreldarar í langflestum til- fellum sammála um forræði barnanna við skilnað, sú er raunin í yfir 90% tilvika og æ fleiri deila for- ræði. Þeir feður sem leita til dóm- stóla til þess að fá forræði barna sinna séu í langfæstum tilfellum í nánum tengslum við börn sín, dómsmál séu til marks um valda- baráttu. „Kannski munu æ nánari tengsl feðra og barna verða til þess að draga úr skilnuðum, að foreldr- ar haldi saman barnanna vegna. Það er kannski ekki svo slæm þró- un, skilnaðir hafa óskaplega mikil áhrif á börn og eru sjaldnast betri lausn fyrir þau. Það vill líka oft verða svo að þegar fólk skilur vegna þess að það er ekki ánægt kemst það að því að grasið er ekki grænna hinum megin.“ Morgunblaðið/Urður Svend Aage Madsen Feður á hliðar- línunni Danski sálfræðingurinn Sven Aage Mad- sen segir aukinn þátt feðra í fæðingu og umönnun barna af hinu góða og muni vafalaust breyta hinni stöðluðu föður- ímynd. Urður Gunnarsdóttir ræddi við Madsen í Kaupmannahöfn. ÁKÆRA ríkissaksóknara á hendur ítölskum karlmanni og tveimur ítölsk- um konum fyrir flutning á rúmlega 340 g af kókaíni auk annarra fíkniefna til landsins hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Karlmanninum er gefið að sök að hafa flutt til landsins 342 g af kókaíni sem hann hafði keypt á Spáni, en af- hent konunum tveimur kókaínið til flutnings til landsins. Sjálfur faldi hann tæplega 50 g af e-töfludufti og 3 ml af LSD vökva í líkama sínum. Ákærðu voru handtekin á Keflavík- urflugvelli við komuna til landsins frá Spáni þann 18. október sl. og fundust fíkniefnin við leit á þeim. Þau hafa öll játað aðild sína að málinu en stúlk- urnar neita þó að hafa vitað hvert heildarmagn fíkniefnanna væri. Þær hafi einungis haft óljósa hugmynd um magn það sem þær báru í líkama sín- um. Eftir að gæsluvarðhald yfir þre- menningunum rann út hafa þau verið í farbanni sem ríkissaksóknari mun krefjast framlengingar á þar til dóm- ur fellur. Þrennt ákært fyrir fíkniefna- smygl SINA brann við Suðurlandsveg á móts við Laugabakka í Ölfusi um há- degið í gær. Reykinn lagði yfir veg- inn og byrgði hann ökumönnum sýn. Slökkvilið í Hveragerði var því kall- að út og slökkti það eldinn hratt og örugglega. Lögreglan á Selfossi tel- ur líklegast að eldurinn hafi kviknað út frá vindlingi sem einhver vegfar- andi henti út um glugga á bifreið. Sinubruni af vindlingaglóð ♦ ♦ ♦ Í TILEFNI af 10 ára starfsafmæli Sorpu mun fyrirtækið næstu daga dreifa segulspjaldi, sk. „stál- minni“ inn á öll heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Spjaldið geymir upplýsingar um helstu flokka úrgangs til endur- vinnslu og er hugsað sem hvatn- ing til fólks til að flokka og skila úrgangi á endurvinnslustöðvar. Einnig má nýta spjaldið til að skrifa á skilaboð eða minnislista. Sorpa hefur einsett sér að nýta afmælisárið til upplýsa eigendur sína – íbúa höfuðborgarsvæðisins – og hvetja þá til að tileinka sér ábyrga umgengni við úrgang. Markmiðið er að í lok ársins verði íbúarnir betur að sér um flokkun úrgangs og skil. Fyrsti liðurinn í átakinu var að dreifa ítarlegri flokkunartöflu til allra heimila höfuðborgarsvæð- isins í nóvember sl. og fleiri að- gerðir munu fylgja á árinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg F.v. Inga Jóna Þórðardóttir, Ögmundur Einarsson og Siv Friðleifsdóttir. Stálminni frá Sorpu inn á öll heimili ♦ ♦ ♦ NÝLEGA voru opnuð tilboð í gang- stéttarviðgerðir í Reykjavík árið 2001 og bárust gatnamálastjóra fimm tilboð. Lægsta tilboð átti Sand- ur og Stál ehf., 44,9 milljónir króna og næstlægsta tilboðið var frá Fjöl- verk verktökum ehf., 47,8 milljónir króna. Önnur tilboð í verkið voru frá 53 milljónum til 67,3 milljóna. Kostn- aðaráætlun var tæpar 39,9 milljónir. Tilboðin voru því frá 13 til 69% hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Gatnamálastjóri lagði til að lægsta tilboði yrði hafnað þar sem rekstr- arreikningur fyrir árið 1999 sýndi m.a. litla sem enga veltu hjá fyrir- tækinu, nær engar eignir og nei- kvæða eiginfjárstöðu auk annars. Þá væri ekki vitað til þess að það hefði áður stundað gangstéttarviðgerðir svo nokkru næmi. Borgarráð samþykkti að taka næst lægsta tilboðinu og ganga til samninga við Fjölverk verktaka ehf. sem eins og áður sagði áttu næst- lægsta tilboðið sem nemur 20% yfir kostnaðaráætlun. Öll tilboð undir kostnaðaráætlun Tilboð í steypta kantsteina 2001 til 2003 hafa einnig verið opnuð. Öll fimm tilboðanna sem þar bárust voru undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 73,7 milljónir króna. Sandur og Stál ehf. átti einnig lægsta boð í það verk, 51,6 milljónir eða 77,5% af kostnaðaráætlun. Af framangreindum ástæðum um fjárhagsstöðu og reynslu fyrirtækis- ins var tilboðinu hafnað og gengið til samninga við Véltækni hf. sem átti næstlægsta tilboðið 57,1 milljón króna eða 77,5% af kostnaðaráætlun verkkaupa, Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Önnur tilboð voru á bilinu 62,9 til 73,3 milljónir króna. Lægsta tilboði hafnað í gangstéttarviðgerðir HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt tæplega þrítugan karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að lögreglumanni við skyldustörf. Refsingin fellur niður að tveimur árum liðnum haldi mað- urinn almennt skilorð. Atvikið varð aðfaranótt 10. sept- ember í Tungudal í Skutulsfirði. Maðurinn játaði að hafa ráðist að lögreglumanninum og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið þann- ig að lögreglumaðurinn hlaut skurð á efri vör sem þurfti að sauma með einu spori. Erlingur Sigtryggsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Dæmdur fyrir árás á lög- reglumann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.