Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á KIRKJUÞINGI sl. haust kom framtíð prestseturs á Þing- völlum til álita og fóru fram um það mál um- ræður bæði á almenn- um þingfundi sem og í löggjafarnefnd þings- ins. Öllum sem um málið fjölluðu þótti einsýnt að leita leiða til þess að vakt kirkj- unnar á þessum helga stað þjóðar og kirkju rofnaði ekki. Stofnun embættis prests og þjóðgarð- svarðar var veigamik- ill þáttur í endurreisn Þingvalla á seinni tímum, fór enda vel jafnan og sátu staðinn hinir merkustu klerkar. Sá sem sat staðinn seinast, sr. Heimir Steins- son, skildi við ímynd þjónustu sem við flest teljum hafa verið kirkj- unni til mikils sóma og Þingvöllum til verulegs gagns. Kirkjan á Þingvöllum er ann- ríkur og lifandi helgidómur allt frá vordögum og fram um veturnætur, einnig um hátíðar. Þingvallaklerk- ar hafa jafnan verið slíkra kosta að eftir liði þeirra hefur verið leitað um önnur málefni, jafnframt hefur það verið talinn kostur á þessu embætti að á milli gefist kostur til iðkunar fræða og ritstarfa. Veigamikill hlutur í starfi Þing- vallaprests hefur verið sannkölluð pílagrímaþjónusta og á sama kirkjuþingi var samþykkt að efna til skipulagðrar pílagrímaþjónustu á helgum stöðum og ferða um slóð- ir sem eflt gætu trúarhugsunina og verið uppbyggileg tilbeiðslu- reynsla. Þessu verkefni væri einkar vel komið hjá Þingvalla- klerki. Þannig verður ekki annað sagt en að embættið á fullan rétt á sér vegna verkefnanna sem undir það heyra og gætu heyrt. Svo er saga kirkju og þjóðar samofin á Þingvöllum að vart verður leiðsögn um staðinn betur komið en einmitt í höndum sögufróðs og vel máli farins prests, ekki síst ímyndarinnar vegna. Umsjón fræðslu á vegum Þingvalla- nefndar gæti því vart verið betur komið en í höndum staðarprests- ins. Þannig er ennþá fótur undir þeirri hugsun sem leiddi til stofnunar embættis prests og þjóðgarð- svarðar á Þingvöllum. Heyrst hefur að Þingvallanefnd og forsætisráðuneytið hafi nokkuð umbúðalaust lagt hönd sína á stað- inn og úthýst prestinum. Kirkj- unni er ætlað að leysa búsetu prests ef hún vill hafa hann á Þingvöllum með öðrum hætti. Nú er Þjóðkirkjan alls ekki ístöðulaus við Þingvelli. Hún á þar allmikið land. Hún þarfnast þess ekki nú og kærir sig trúlega ekki um það sérstaklega, enda landið þar best komið í þjóðareign. Það eru ókostir við það að hafa aðra starfsemi á Þingvallastað en þá er viðkemur kirkjunni á staðn- um. Öll önnur starfsemi er í sjálfu sér hindrun í því að almenningur geti nýtt sér stað og kirkju til ræktar trúar og sögu. Umsvif af hálfu Þingvallanefnd- ar og forsætisráðherraembættisins á staðnum eru áreiðanlega ekki þess eðlis að lítið fari fyrir þeim og leiða óhjákvæmilega til bagalegrar takmörkunar á mannaferðum um staðinn. Því er hér þeirri hugmynd hreyft að Þingvallastaður verði helgaður helgihaldi og pílagríma- erindum almennings af Íslandi og gesta úr öðrum löndum. Mörgum hefur sem þeim sem þetta ritar þótt böglast fyrir stjórnvöldunum Valhallarmálið. Hversu myndarlegri lausn hefði ekki orðið að því að ríkið leysti Valhöll til sín og léti hana þjóna markmiðum virðulegs staðarhalds, með gestrisni við boðsgesti sína innlenda sem erlenda og greiða- sölu við gest og gangandi þess ut- an? Sumarbústöðum fyrir ráða- menn sem væru eðlilegir á þessum stað væri hinsvegar best fyrir komið þar sem þeir gætu notið betra næðis en á Þingvallastað. Efnum því til makaskipta á landi kirkjunnar í þjóðgarðinum á Þing- völlum og Þingvallabænum og tryggjum framtíð merkrar og mik- ilsverðrar þjónustu kirkjunnar á Þingvöllum. Stofnum ekki til ráð- stafana sem leitt gætu til brottvís- unar almennings af Þingvallastað. Áleitnar hugsanir um Þingvallastað Jakob Ágúst Hjámarsson Þingvellir Efnum til makaskipta á landi kirkjunnar í þjóðgarðinum á Þingvöllum og Þing- vallabænum, segir Jakob Ágúst Hjálmarsson, og tryggjum framtíð þjónustu kirkjunnar á Þingvöllum. Höfundur er sóknarprestur Dóm- kirkjunnar og kirkjuþingsfulltrúi. MARGUR maður- inn hefur fárast yfir þeirri áráttu stjórn- valda að binda enda á kjaradeilu sjómanna með bráðabirgðalögum og skyldi engan undra, en skoðum málið nán- ar. Gæti verið að sjó- menn sjálfir ættu ein- hvern þátt í því að verkföll síðustu ára hafa svo til engum ár- angri skilað og oftar en ekki endað með lagasetningu stjórn- valda? Á síðustu 10–15 ár- um hefur rekstrarumhverfi sjávar- útvegsfyrirtækja, sóknarstýring og útgerðarflokkar breyst gífurlega, það hafa hreinlega bæst heilu út- gerðarflokkarnir við, sem dæmi fullvinnsluskip, og aðrir svo til þurrkast út. Á sama tíma hafa hagsmunasamtök sjómanna litlum sem engum breytingum tekið, nema þeim að verða óvirkari. Á meðan út- gerðarmenn eru heilsteyptir og hafa aðeins ein hagsmunasamtök og viðræðuaðila, LÍÚ, eru sjómanna- samböndin tvö og undir þeim eru svo tugir landsbyggðaskiptra félaga þar sem sjómönnum í öllum útgerð- arflokkum með mjög svo ólíkar áherslur ægir saman. Mig undrar það ekki að árangur sjómanna í kjaraviðræðum sé slakur við þessar aðstæður. Sjómenn þurfa að mynda með sér ein landshlutasamtök sem verða málsvari sjó- manna gagnvart stjórnvöldum og LÍÚ, samtök sem gæta heildarhagsmuna sjó- manna og reyna að hafa áhrif á þróun þeirra mála er at- vinnuveginn varða. Þessi samtök myndu einnig semja um grundvallarkjör sjó- manna eins og t.d. skiptahlutfall og slysa- réttindi. Undirfélög þessara samtaka gætu svo verið félög sjómanna í hverjum útgerð- arflokki fyrir sig en ekki bundin landshlutum, þau félög semdu svo hvert fyrir sig um ýmis sérkjör og verðmyndun afla. Þetta myndi í senn einfalda og auðvelda alla samningagerð og er nauðsynlegt í ljósi breytinga undanfarinna ára. Í raun eru skilaboð mín til sjómanna einföld; við breytum ekki öðrum, við breytum ekki LÍÚ og þeirra áherslum, en við getum breytt okk- ur sjálfum. Við getum skipulagt okkur betur og á þann hátt haft áhrif á umhverfið og þróun mála. Það eru aðalhagsmunir bæði sjó- manna og útgerðarmanna að til langs tíma sé hagnaður af útgerð- inni, að því leyti eru markmið þess- ara hópa þau sömu. Það eru hins vegar skiptar skoðanir á því hvað sé sanngjarnt endurgjald til sjómanna fyrir framlag þeirra til rekstrarins. Með aukinni sérhæfingu í veiðum og breyttu útgerðarformi er nauð- synlegt að sjómenn í mismunandi útgerðarflokkum geti samið hver fyrir sig um ýmis sérkjör eins og hafnarstopp o.fl. án þess að allur floti landsmanna sé bundinn vegna verkfalls. Sá útgerðarflokkur sem á í deilum getur boðað til verkfalls hjá sínum félögum ef ekki semst og ef ekki nást samningar innan ákveðins tíma í verkfalli geta lands- samtökin þá ákveðið að boða til verkfalls á öllum flotanum til stuðn- ings. Þetta myndi í senn einfalda alla samningagerð og gera hana ár- angursríkari og markvissari. Hagsmunasamtök sjómanna úrelt Jóhann Magnússon Kjaradeila Sjómenn þurfa að mynda með sér ein landshlutasamtök, segir Jóhann Magnússon, sem verða málsvari sjó- manna gagnvart stjórn- völdum og LÍÚ. Höfundur er skipstjóri og nemandi í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Í MIÐBÆ Reykja- víkur eru mörg fyrir- tæki sem þurfa á þjónustu flutningafyr- irtækja að halda með aðföng. Aðstæður til að leggja, lesta og losa bifreiðar á svæð- inu eru slæmar þar sem borgaryfirvöld virðast hafa gleymt þessum þætti við skipulagningu. Öllu verra er þó það við- horf sem borgaryfir- völd hafa gagnvart þeim sem þjónusta fyrirtækin í miðbæn- um því stofnun á veg- um þeirra virðist hafa það að meg- inmarkmiði að gera starfsskilyrði þeirra óbærileg. Þessi stofnun er Bílastæðasjóður Reykjavíkur. Saga úr daglega lífinu Sendibílstjóri var að aðstoða fyr- irtæki við að flytja úr Miðbæjar- markaðinum. Engin leið var að leggja sendibílnum í nálæg stæði vegna stærðar. Ef bílstjórinn hefði lagt í næsta bílastæði hefðu hann og starfsmenn fyrirtækisins þurft að ganga drjúgan spöl með eigur fyrirtækisins til að komast að bíln- um. Því var bílnum lagt ólöglega við útgöngudyr hússins í Fógeta- garðinum á meðan verið var að ferma hann en þó þannig að hann hefti ekki gangandi umferð. Þrátt fyrir að sendibíllinn væri opinn að aftan og greinilega verið að lesta hann sektaði stöðumælavörður bíl- stjórann. Bílstjórinn fór fram á það við Bílastæðasjóð að fá sektina fellda niður á þeim forsendum að sér hefði ekki verið fært að vinna við þessa flutninga með öðrum hætti en var synjað um það. Trausti, félag sendibifreiðastjóra, sendi þá Bílastæðasjóði bréf þar sem farið var fram á niðurfellingu sektar. Félagið benti m.a. á að á sama tíma og verið var að lesta sendibílinn hafi skurðgrafa verið við vinnu í garðinum og stöðu- mælaverðir hefðu ekki amast við henni þótt vissulega væri hægt að nota skóflu og haka við skurðgröft. Félagið spurði hvort Bílastæða- sjóður hefði ekki svigrúm til að taka tillit til aðstæðna sem þessara og ef það væri ekki fyrir hendi væri gott að vita með hvaða hætti sendibílstjórar ættu að sinna flutn- ingum sem þessum án þess að eiga á hættu að vera sektaðir fyrir. Svar Bílastæðasjóðs Bílastæðasjóður vildi sem fyrr ekki fella niður sektina og sagði það ekki sinn vanda þegar öku- maður þyrfti að komast sem næst viðkomustað sínum. Í svarbréfinu var einnig spurt af hverju ökumað- ur eða félag sendibifreiðastjóra gerði ekki þá kröfu til sinna við- skiptavina að aðgengi til þeirra væri með þeim hætti að umferð- arlög yrðu ekki brot- in. Síðan segir orð- rétt: „Eitt af hlutverkum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur er að tryggja að réttur hvers hóps vegfar- enda sé virtur og þeg- ar einn hópur tekur sig úr og telur sinn rétt æðri hinum þá er hinum sama gert að greiða fyrir það gjald, stöðvunarbrotagjald.“ Þetta svarbréf Bíla- stæðasjóðs ber með sér dæmalausan vald- hroka. Starfsmönnum Bílastæðasjóðs ætti að vera ljóst að þeir sem eru að þjónusta fyr- irtæki í miðbænum geta ekki, frek- ar en fyrirtækin sjálf, ráðið því hvernig aðgengið er. Skipulag mið- bæjarins hefur verið að þróast í gegnum tíðina og engin leið að fara fram á að sendibílstjórar, þótt öfl- ugir séu, breyti nokkru þar um. Það að Bílastæðasjóður segði að sendibílstjórar teldu sinn rétt „æðri“ öðrum sem fara um svæðið lýsir best viðhorfinu sem þessi stofnun borgarinnar hefur gagn- vart atvinnubílstjórum. Sendibíl- stjórar, eins og aðrir bílstjórar sem þjónusta fyrirtæki í miðborg- inni, eru hins vegar orðnir lang- þreyttir á harðfylgi Bílastæðasjóðs við sektir. Við förum fram á það að Bílastæðasjóður taki tillit til að- stæðna í miðbænum og sýni fyr- irtækjum, og þeim sem þjónusta þau, sanngirni. Sanngirni Ég tel að Bílastæðasjóður hafi verið stofnaður í byrjun til að gæta sanngirni og stöðumælar hafi verið settir til að koma í veg fyrir að sömu bílarnir einokuðu bílastæði tímunum saman eða legðu þannig að óþægindi stöfuðu af. Nú virðist hins vegar Bílastæðasjóður hafa breyst í fjárplógsfyrirtæki og öll sanngirni er fokin út í veður og vind. Nú er svo komið að margir sendibílstjórar veigra sér við að þjónusta fyrirtæki í miðbænum vegna erfiðra aðstæðna og harð- fylgis Bílastæðasjóðs við sektir. Borgaryfirvöld þurfa að fara að hugsa sinn gang. Með vinstri hendi lýsa forystumenn borgarinnar yfir í fjölmiðlum áhyggjum af þróun miðbæjar Reykjavíkur en með þeirri hægri gera þeir allt til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti starfað þar með eðlilegum hætti. Þau eiga jafnvel í erfiðleik- um með að fá vörur í hús! Lengi vel fengu sendibílstjórar vinnufrið í miðbænum fram að há- degi virka daga. Auk þess fengu þeir fyrir nokkrum árum sérstök spjöld, sem þeir gátu sett í fram- rúðu bíla sinna, til að vekja athygli á því að þeir væru að lesta eða losa bílinn. Nú virðist sem ekkert tillit sé lengur tekið til þessa þjónustu- þáttar í miðbænum. Bílastæðasjóð- ur lætur ekkert tækifæri ganga sér úr greipum við að afla fjár til starfsemi sinnar og þar er engrar sanngirni að vænta. Trausti, félag sendibifreiða- stjóra, fer fram á að Reykjavík- urborg hlutist til um að breyta stefnu Bílastæðasjóðs varðandi þennan þjónustuþátt við miðbæ Reykjavíkur. Við óskum eftir meiri skilningi og jákvæðni Bílastæða- sjóðs gagnvart vinnu atvinnubíl- stjóra. Það væri einn liður í því að gera miðbæinn betri og öflugri. Vinnubrögð Bílastæða- sjóðs Eyrún Ingadóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra. Sektir Bílstjórar sem þjónusta fyrirtæki í miðborginni, segir Eyrún Ingadóttir, eru orðnir langþreyttir á harðfylgi Bílastæða- sjóðs við sektir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.