Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhannes BjarniBjarnason fædd- ist 18. október 1923. Hann lést á Land- spítalanum 13. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Herdís Jóhannes- dóttir, f. 23.9. 1891, d. 7.8. 1961, og Bjarni Magnús Pét- ursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957. Barn Herdísar er Guð- mundur Kristinn Falk Guðmundsson, f. 19.9. 1913, d. 25.8. 1965. Börn Herdísar og Bjarna eru: Pétur Magnús Björn, f. 26.8. 1915, d. 31.1. 1919; Guðrún Þor- björg, f. 10.5. 1917, d. 16.1. 1988; Jóhanna María, f. 16.6. 1919, d. 22.2. 1992; Pétur Kristján, f. 30.10. 1920; Friðrik Tómas, f. 5.5. 1922, d. 16.10. 1997; Eyjólfur Níels, f. 18.8. 1925; Kristín Magnea, f. 21.11. 1926; Guðrún Guðleifs, f. 18.5. 1929; Elísa Rakel, f. 18.5. 1929 (kjörforeldrar Jakob R. mundur Hjörtur Falk Jóhannes- son, f. 18.9. 1965. Fyrrv. maki Bergþóra Þórarinsdóttir. Jóhannes var sjómaður alla sína starfsævi. Hann byrjaði ungur að árum til sjós vestur á Ísafirði, var fyrstu hjúskaparár sín á togaran- um Ísborgu, síðar landformaður á hinum ýmsu bátum eftir að land- róðrum óx fiskur um hrygg að nýju á Ísafirði og á verstöðvum vestra. Hann var landformaður m.a. hjá Gerði Guðbjartssyni, á mb. Gunnhildi, Halldóri Her- mannssyni á mb. Guðnýju og hjá Sturlu Halldórssyni á mb. Gylfa. Á sumrin stundaði hann handfæra- veiðar á bát sínum Skúla fógeta. Síðar gerðist hann skipstjóri á rækjubátnum m.a. Reyni ÍS, Morgunstjörnunni ÍS og Erni ÍS. Árið 1966 fluttu Jóhannes og Hjaltlína til Keflavíkur, þar sem hann stundaði sjómennsku og var meðal annars skipstjóri á Ásgeiri Magnússyni GK, bæði á vetrarver- tíð og á humarvertíð. Þá var hann eitt sumar skipstjóri á Ask ÁR. Hann keypti sér síðan smábát, Sleipni KE, og stundaði sjóróðra frá Höfnum þar til fyrir fáum ár- um. Útför Jóhannesar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elíasson og Halldóra S. Jónsdóttir); Luisa, f. 11.1. 1931; Jón Að- albjörn, f. 28.8. 1932; Hannes Trausti, f. 4.9. 1935, d. 23.10. 1997. Eftirlifandi kona Jóhannesar er Hjalt- lína Sigríður Agnars- dóttur, f. 17.7. 1931. Börn þeirra eru: Hall- grímur Jóhannesson, f. 22.6. 1948, maki Sigurbjörg Fr. Gísla- dóttir; Herdís Jóhann- esdóttir Thompson, f. 6.3. 1950, maki Carl Allyn Thompson; Sigríður Jóhann- esdóttir, f. 26.2. 1952, maki Guð- mundur K.M. Sigurðsson; Krist- jana Margrét Jóhannesdóttir, f. 31.3. 1954, maki Páll Sólberg Egg- ertsson; Bjarni Magnús Jóhannes- son, f. 27.4. 1958, maki Þuríður Sveinsdóttir; Guðrún Brynja Jó- hannesdóttir, f. 20.9. 1959, maki Sigurjón Stefánsson, Jóhanna Jó- hannesdóttir, f. 6.7. 1960, maki Sigurður Hermannsson; Guð- Elsku pabbi minn. Nú er komið að kveðjustund og mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Þú kvaddir þennan heim að morgni 13. mars, það var gott að vera hjá þér þessa stund. Ég mun muna þessa stund allt mitt líf. Það má kannski segja að ég hafi ekki kynnst þér vel fyrr en ég var sjálf orðin fullorðin því þú þurftir auðvitað að vinna mikið þegar við vorum lítil enda marga munna að metta, átta systkini og öll þurftu að fá sitt þótt kröfur barna á þessum árum hafi verið minni en þær eru í dag. Þú og mamma stóðuð ykk- ur vel í því eins og öllu öðru og fyrir það vil ég þakka nú. Og eins vil ég þakka þér, pabbi minn, allar stund- irnar sem þú gafst mér þegar þú komst í kaffi á Sólvallagötuna á morg- ungöngu þinni, þær eru mér sérstak- lega minnisstæðar nú því þá ræddum við svo mörg mál, ég þurfti svo mikið á þér að halda. Þú varst alltaf svo heiðarlegur, ekki bara við mig heldur alla. Þú varst börnunum okkar mjög góður afi og veit ég að þau sakna afa sárt núna. Ég kveð þig með virðingu, pabbi minn, og guð geymi þig og okkur öll. Hann stendur í fjörunni horfir á hafið, himinn tær og fagurblár. Allt er lífskrafti vorsins vafið, vonin í brjóstinu hrein og klár, vetrarins þunglyndi gleymt og grafið, geislandi fegurð um enni og brár. Minningar að honum stöðugt streyma, stormsöm ævi um hugann fer. Um liðna daga hann lætur sig dreyma þó líf’ans hafi nú borist á sker. Hann þráði og elskaði hafsins heima. Í hillingum allt þetta finnur og sér. Hér vildi hann ljúka langri ævi, leggjast til hvílu við sjávarnið. Bað þess hljóður að guð sér gæfi af gæsku sinni eilífan frið. Að mætti hann róa á sólgullnum sævi og sækja á gjöful fiskimið. (Valdimar Lárusson.) Þín dóttir, Kristjana. Það er með söknuði sem ég kveð tengdaföður minn, Jóhannes Bj. Bjarnason frá Ísafirði, Jóa á Horninu. Minningarnar renna í gegnum hug- ann. Ég minnist hans fyrst þegar hann kom með Didda málara bróður sínum til að mála á heimili foreldra minna í Súðavík. Þá er ég átta ára. Níu árum síðar er hann tilvonandi tengdafaðir minn. Ég man glettnina í svipnum á þeim Jóa og Höddu þegar ég kom í fyrsta skiptið í heimsókn í Brunngöt- una á Ísafirði. Ég var strax tekin inn í fjölskylduna sem ein af stóra barna- hópnum þeirra. Oft er ég spurð hvort ég sé ein af dætrum Jóa á Horninu og Höddu. Fjölskyldan flyst til Keflavíkur ár- ið 1966. Rúmu ári síðar byrjum við Haddi okkar búskap þar. Minningin um síðustu stundirnar sem við áttum á Framnesveginum. Jói reyndi að bera sig vel, sagðist bara vera slappur af flensunni. Ég á eftir að sakna hringinganna frá hon- um. Hvað er að frétta, ætlar þú ekki að fara að láta sjá þig? Ég þakka stundirnar sem við átt- um saman í sorg og gleði, stundirnar um jólin og nú í janúar þegar Dúdú systir hans kom frá Ameríku og systkinin hittust hjá Lúllu í Garða- bænum og áttu yndislegar stundir saman. Jói var ljúfur og umhyggjusamur afi og alltaf tilbúinn að snúast með barnabörnin þegar á þurfti að halda. Ég vil þakka Gurrý okkar fyrir síð- ustu stundirnar sem hún var hjá afa sínum áður en hann lést og stuðning- inn sem hún veitti ömmu sinni. Ég bið góðan guð að styrkja Höddu og fjöl- skylduna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Elsku tengdapabbi, hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Sigurbjörg. Enn er höggvið skarð í stóra sam- heldna systkinahópinn frá Ísafirði með fráfalli Jóa, en hann lést eftir erf- ið veikindi síðustu vikur. Dýrmætur elskulegur föðurbróðir minn er kvaddur með þakklæti og söknuði. Daginn sem hann lést kvaddi Ísa- fjörður einn af sonum sínum með stórkostlegu vorveðri, sól, hlýju og Ísafjarðarlogninu fræga á Pollinum. Það hafa verið sterk og traust fjöl- skyldubönd og mikill kærleikur, sem hafa fylgt þessum systkinum og ást- vinum þeirra og er það alltaf jafndýr- mætt að hafa notið þeirra. Jói frændi byrjaði ungur að stunda sjóinn og varð sjómennskan starfsvettvangur hans alla tíð. Hann var harðduglegur og ósérhlífinn. Meðan hann bjó hér vestra átti hann lengst af bátinn Skúla fógeta. Ég man fyrst eftir Jóa og Höddu, ástinni hans og eiginkonu, og krökk- unum, en þau bjuggu í sömu götu beint á móti Dísu ömmu og alltaf stutt að hlaupa yfir. Heimili þeirra var allt- af opið fyrir okkur púkana, svo hjartahlýtt og fjörlegt, því barnahóp- urinn var stór og ef Kiddý, frænka mín og jafnaldra, var ekki heima var það sko allt í lagi, því það var alltaf einhver til að leika við og ekki amast við tápmiklum krökkum þar enda áttu Jói og Hadda átta börn. Jói var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um velferð fjöl- skyldunnar. Hann bar mikla um- hyggju fyrir Höddu, sem var klett- urinn í tilveru hans og barnanna. Mér fannst Hadda og Jói sífellt ástfangin og tengd sterkum böndum. Jói og Hadda fluttu með fjölskyld- una til Keflavíkur fyrir 1970 og var þeirra saknað í stórfjölskyldunni. Fram að þessum tíma höfðu bræð- urnir allir búið á Ísafirði, utan Eyjólf- ur, en hann hafði flust til Reykjavíkur nokkru áður. Fjölskylduböndin voru þó sterk og þau stöðugt treyst með gagnkvæmum heimsóknum og ættar- mótum, sem allra skylda er að mæta til. Er síðasta ættarmót var haldið dvöldu þau hjónin á heimili mínu og voru það ljúfar samverustundir. Við yngra fólkið vöktum langt fram á nætur við skraf og leiki og það brást ekki, að þegar við vöknuðum voru Hadda og Jói búin að hafa til morg- unkaffið fyrir okkur, alltaf sama al- úðin og umhyggjan fyrir okkur. Þegar Jói og Hadda komu vestur voru þau að koma heim og þegar Jói hringdi spurði hann alltaf: „Hvað er að frétta að heiman?“ Oft og iðulega skrapp ég til Keflavíkur til að heim- sækja Jóa og Höddu á fallega heimilið þeirra og var alltaf tekið opnum örm- um og fannst manni það eins og að koma heim. Og við urðum stöðugt meiri vinir eftir því sem árin liðu. Það snart mig alltaf hvað þeir voru líkir, Jói og faðir minn, í fasi, í útliti og þessi yndislega hjartahlýja, sem fylgdi þeim. Það voru dýrðlegar samverustund- ir hjá systkinunum í janúar síðast- liðnum er Lúlla varð sjötug og Dúdú kom heim frá Bandaríkjunum til að samfagna henni og hitta systkinin. Ég fór suður til að hitta þau og áttum við systkinin yndislegan dag með þeim áður en Dúdú hélt aftur heim vestur um haf. Jói var svo hress, þessi vinur, og leit svo vel út og það geislar alveg af þeim systkinunum á myndunum, sem ég tók, þannig að þessi stund var gleðistund en óbeint kveðjustund, enda eru þær systur, gleðin og sorg- in, því miður samrýndar. Eftirfarandi ljóðlínur lýsa Jóa frænda mínum svo vel: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð gefi þér fallega heimkomu til ástvina sem fóru fyrr. Elsku Hadda, frændsystkini mín og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- og hjartans kveðjur. Bjarndís Friðriksdóttir og fjölskylda á Ísafirði. Kær mágur minn er fallinn frá eftir erfið veikindi þar sem dauðinn hafði betur. Jóhannes Bjarnason var búinn að vera hjartasjúklingur í mörg ár, ganga undir erfiða hjartaskurði og fá blóðtappa að minnsta kosti tvisvar, en alltaf reis hann upp aftur. Jóhannes var alltaf kallaður Jói á horninu, eins og við Ísfirðingar kölluðum hann. Það kom til af því að foreldrar hans, Her- dís Jóhannesdóttir og Bjarni Péturs- son, áttu heima í húsi við Aðalstræti á Ísafirði sem gekk út í Pollinn og var með bólverki (hornlaga) fyrir framan og var húsið alltaf kallað „Hornið“. Þarna bjuggu Dísa og Bjarni með sinn stóra barnahóp í öðrum endan- um og hinum megin bjuggu Mars- elíus Bernharðsson og Alberta kona hans með sinn barnahóp, svo að nóg var af börnunum í ekki stærra húsi en öllum samdi vel. Jói var í eðli sínu félagsvera, hann starfaði bæði fyrir sjómannafélagið og verkalýðsfélagið á Ísafirði. Ég sem þessar línur rita er búin að þekkja Jóa eins lengi og ég man eftir mér, en svo kynntumst við miklu betur þegar hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir Hjaltlínu systur minni sem alltaf er kölluð Hadda. Þá var hún aðeins sextán ára, en hann var sjö árum eldri og þessa dömu vildi hann eiga og fékk. Þau giftu sig og eignuðust saman átta börn, sem öll komust til fullorðinsára, og út af þeim eru komin 38 barnabörn og barnabarnabörn. Það var alla tíð mjög kært með þeim Höddu og Jóa og máttu þau hvorugt af öðru sjá. Jói hafði sérstak- lega skemmtilega frásagnargáfu, enda mikill húmoristi, sá alltaf spaugilegu hliðarnar á lífinu. Þó að hljótt færi var hann skapmaður mikill og fastur fyrir. Mig langar til að segja frá atviki, sem átti sér stað fyrir vest- an, sem lýsir Jóa best. Þannig var að pabba minn hafði alltaf langað til að fara einn túr á togara og kom að máli við Ragnar Jóhannesson, skipstjóra á Ísborginni, um að fá að fara með hon- um einn túr og var það auðfengið. Þannig vildi til að gamla manninn tók fyrir borð og fór á bólakaf með troll- inu. Gerðist þetta á nýársdag. Um borð var Jói tengdasonur hans, en þeir höfðu alla tíð verið miklir mátar. Þarna standa menn skelfingu lostnir nema Jói sem bindir um sig taug, hendir sér í hafið í haugasjó (þó ósyndur væri) og tókst að bjarga gamla manninum. Þegar allt er um garð gengið býður Ragnar skipstjóri mannskapnum upp á góðan snafs til að taka úr þeim hrollinn. Þá segir pabbi við Ragnar: „Þurftum við nú báðir að fara á bólakaf í sjóinn til að fá hjá þér áramótasnafsinn?“ Þetta sagði Jói mér sjálfur og hafði gaman af. Fyrir þetta björgunarafrek var Jói heiðraður á sjómannadaginn. Jói var alla tíð vinstrimaður í póli- tík og heilmikið pólitískur en enginn öfgamaður. Við ræddum oft saman um pólitík og vorum sjaldan sammála því ég var á hinum vængnum. Jóa mínum leið alltaf best þegar þau hjónin voru með allan barnahóp- inn í kringum sig. Elsku besta systir mín, ég vildi að ég gæti verið nær þér núna á þessum erfiða tíma, en ég er með hugann hjá ykkur öllum. Við Garðar vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að gefa ykkur góðan styrk í ykkar miklu sorg. Svava Agnarsdóttir. JÓHANNES B. BJARNASON                                              ! " #$ %  &      '( )          *     *       + & ,    #!   - . &/                 !     " ,  )    # $% &# & '())# * +!,- -  +   "    )      ./ "  00! &    0   1  ""  0 "    "   )   22 % ' '())#  3   0,4   -  #0 +0  #      ! 0  00!   0 ! 0 0     &3 0! &  ! 0 0   &1  0!  5 ! 0 00!   6 7 680   ! 0 00! !1 085 " ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.