Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 55

Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 55
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 55 FYRIR sextíu árum réðst bókaútgáfufyrir- tækið Mál og menning í það stórvirki að gefa út heildarútgáfu af verk- um Jóhanns Sigurjóns- sonar skálds. Verkið varð tvö bindi. Í fyrri hlutanum segir fram- kvæmdastjóri M&M, Kristinn E. Andrésson magister, að þótt nafn Sigurðar Nordals pró- fessors sjáist ekki á þessari útgáfu hafi hann þó haft raunveru- lega umsjón með henni og öll efnistök séu frá honum komin. En formála fyrir verk- inu ritar vinur Jóhanns, til hinstu stundar, stórskáldið Gunnar Gunn- arsson. Í þessum formála segir Gunnar m.a.: „... Sem íslenskt skáld á hann á hættu við hvert fótmál að verða afvegaleiddur af hálfum skiln- ingi eða algerum misskilningi.“ Þessi ummæli rættust svo sannarlega þeg- ar ég las útgáfuna af Fjalla-Eyvindi sem kom út á vegum JPV Forlags nú fyrir jólin og dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur hafði umsjón með útgáfunni. Dr. Jón Viðar byrjaði aug- lýsingaherferðina fyrir bókinni með því að láta Súsönnu Svavarsdóttur hafa það eftir sér í viðtali að texti sá sem Leikfélag Reykjavíkur fyrst not- aði hafi einfaldlega ekki verið réttur texti. Leikfélagið setti þetta leikrit á svið skömmu fyrir áramót 1911. Nú vita það allir, sem eitthvað hafa kynnt sér þetta mál, að umræddur texti var afhentur LR af skáldinu sjálfu, senni- lega þýðing hans og Gunnars Gunn- arsonar. Ég get bara ómögulega skil- ið að það sé ekki réttur texti þótt skáldið kunni síðar að hafa breytt honum. En þetta er nú aðeins lítill brestur í hugarfylgsnum dr. Jóns Viðars. Fræðin fara fyrst að bögglast fyrir alvöru þegar hann fer að ræða um þá staðreynd að leikritið Fjalla- Eyvindur er með tvenns konar leiks- lok, hinum upphaflega endi sem til hægðarauka er oft nefndur „hrossa- kjötsendirinn“ til aðgreiningar frá öðrum sem endar á hörmulegan hátt og er nefndur tragíski endirinn. Munurinn á þessum leikslokum er sá að í „endinum með hestinn“, eins og skáldið sjálft kallaði hann, verður hungruðum útlögunum það til happs að útileguhestur ráfar að kofaskrifli þeirra og bjargar þar með lífi þeirra. En tragíski endirinn lýkur með „Frei Tod“ Höllu og Eyvindur fylgir á eftir í dauðann. Dr. Jón Viðar ræðir þetta í bók sinni og það hefði verið verðugt verkefni fyrir leikbókmenntirnar og leikhúsið að reyna að útskýra og komast að einhverri vitrænni niður- stöðu hversvegna Jóhann Sigurjóns- son sveiflaðist eins og pendúll milli nefndra leiksloka. Hann hélt með „endinum með hestinn“ í faðmi Ib (Ingeborg) konu sinnar en þegar hann var kominn í greiparnar á út- gefendum og leikurum, nema stórleikkonunni Johanne Dybwad, hélt hann fram hinum trag- íska endi. Dr. Jón Viðar tekur greinilega af- stöðu með tragíska endinum og telur hann hinn eina rétta og gerir lítið úr því fólki sem hélt á lofti „upphaflega endinum“, t.d. Sigurði Nordal prófessor, Ib konu Jóhanns og norsku leikkonunni Jo- hanne Dybwad sem gerði Fjalla-Eyvind frægan með leikslokun- um með hestinum. En þar lék hún Höllu af fádæma snilld árið 1912 í Dagmarleikhúsinu í Kaupmanna- höfn. Þetta sem ég hef þegar nefnt er raunar höfuðatriði í umfjöllun um Fjalla-Eyvind og því verður að kalla til annað fólk en dr. Jón Viðar nefnir. Árið 1960 var ég svo heppinn að kynnast hinum hámenntaða danska leikstjóra, Gunnari R. Hansen. Hann var kominn til Siglufjarðar til að setja upp Fjalla-Eyvind í tilefni 10 ára af- mælis hins endurstofnaða Leikfélags Siglufjarðar og hann kaus að nota endinn með hestinum og fagnaði því að fá tækifæri til þess. Og hvers vegna? Hann útskýrði það sjálfur í vandaðri leikskrá því hann skrifaði og talaði svo vel íslensku að undrun sætti: „Mér auðnaðist aldrei að kynn- ast Jóhanni Sigurjónssyni sjálfum, enda var ég skólanemandi þangað til rétt áður en hann dó. En mikið á ég honum að þakka! Skáldskapur hans kenndi mér að skilja fegurð og ein- kenni íslensks landslags, eðli þjóðar- innar. Og það má nærri geta hve feg- ins hendi ég tók boði Leikfélags Siglufjarðar um að setja sjálfur á svið, í fyrsta skipti, leikritið sem ráðið hefur örlögum mínum – Fjalla-Ey- vind. Að lokum aðeins þetta: Á að leika þetta leikrit eins og það var frum- samið, eða með breytingunni sem Jó- hann gerði eftir ráðum annarra? Það er auðvitað álitamál. Sjálfur var Jó- hann alltaf á báðum áttum. Í kvik- myndahandritinu, sem hann vann að í samstarfi við leikstjórann, lét hann útlagana fylgjast að í dauðanum. Kvikmyndin var gerð tveimur árum áður en Jóhann dó. Ekkja hans sagði mér að hann hefði alltaf séð eftir breytingunni. Og til eru línur frá hans hendi, ritaðar um sama leyti, þar sem hann segir frá sýningu í Gautaborg, að mig minnir. Þar skrif- ar hann: „Mér var leyft að halda end- inum með hestinn.“ Og ég skil hann vel. Upphaflega var þetta leikrit fjarri því að vera sorgarleikur sem flytur þann boð- skap að lífið sé fánýtt og ástin blekk- ing ein. En þannig hlýtur maður að skilja það eftir að endinum var breytt. Mér hefur alltaf fundist leik- ritið í sinni heild ljómandi bjart leik- rit – stórkostlegur óður til ástarinnar sem fórnar öllu, þolir allt og er þján- ingum yfirsterkari, þótt eðli ástar- innar kunni að hafa breyst og fyrsti fögnuður hennar dofnað. En það er lögmál lífsins sem menn verða að sætta sig við. Það má lýsa ást þessara útlaga með sömu orðum og Kári segir um Höllu: Hún er eins og fljót sem leggur á veturna, en þegar vorar sprengir það ísinn af sér. Þetta var boðskapurinn sem Jó- hann langaði til að flytja í upphafi. Og mér finnst að menn eigi líka að eiga kost á því að kynnast leikritinu í sínu upphaflega formi.“ Dr. Jón Viðar Jónsson vissi um þessa norðurför Gunnars R. Hansens og hann vissi um hógvær skrif hans og mikla þekkingu á verkum Jóhanns Sigurjónssonar. En hann kaus að þegja um þetta mikilvæga atriði í skrifum sínum. Honum verður ekki hegnt fyrir hugrenningar sínar um siglfirska leikhópinn sem flutti leik- ritið með „hrossakjötsendinum“. En hann getur spurt Karl Guðmunds- son, leikara og þýðanda,, hvernig leikhópur þetta var. Um þetta leikrit gæti ég skrifað lengra mál, t.d. hvers vegna bókmenntafólk heldur fram tragíska endinum þótt það viður- kenni einnig bókmenntalega kosti leikslokanna með hestinum. Einnig gæti ég bent á það með rökum að þjóðsagan um Fjalla-Eyvind og Höllu skiptir litlu máli í þessu leikriti, aðeins nöfn aðalleikaranna eru þaðan komin svo og sagan um útigangshest- inn. Þetta leikrit er fyrst og síðast sagan um ástir þeirra Ib og Jóhanns en sambúð þeirra gat víst verið býsna skrautleg þegar bóhem-æðið og glím- an við lífsamstrið heltók skáldið og stólar gengu úr límingu, borð skekkt- ust og bollar og glös flugu út um allt í samfylgd heiftarorða. En svo stilltist allt og blíðmælgin og ástin fékk yf- irhöndina alveg eins og í kofaskrifl- inu í leikritinu þegar hrossakjötið var komið til sögunnar. Og svo er eitt enn. Þessi bók um Fjalla-Eyvind er teknískt séð klaufa- lega úr garði gerð sem fræðirit. Veigalítil heimildaskrá er inni í miðri bók og svo vantar nafnaskrá sem er gæðastimpill á hverri fræðibók. Til- vitnanir eru allar neðanmáls við text- ann sem er mjög til óhagræðis þegar lestri sleppir. Lesendur mega ekki halda að ég telji dr. Jón Viðar Jónsson ónýtan leikbókmenntafræðing. Öðru nær. Ég tel hann vel menntaðan í fræðum sínum og um margt hreinskilinn í umsögnum sínum. En hann ætti að láta Fjalla-Eyvind vera í friði þangað til hann getur lesið gögn og bréf Jó- hanns Sigurjónssonar sem geymd eru í Þjóðarbókhlöðu og komin þang- að fyrir tilstilli Gunnars R. Hansens sem margir eldri leikarar hér í borg minnast sem hins menntaða og vand- aða manns í leiklistinni, sem og í allri umgengni. Sjálfur get ég tekið undir þau orð Ib að ég er honum þakklátur fyrir kynnin. Einnig á ég honum skuld að gjalda fyrir fræðsluna um leikritið „Bjærg-Eyvind og hans Hustru“ þar sem „skapgerð Höllu var mótuð eftir sál danskrar konu“ sem segir meira en nokkur önnur orð um eðli og tilgang þessa leikrits. FJALLA-EYVINDUR OG DR. JÓN VIÐAR Eiríkur Eiríksson Upphaflega var þetta leikrit fjarri því að vera sorgarleikur sem flytur þann boðskap, segir Eiríkur Eiríksson, að lífið sé fánýtt og ástin blekking ein. Höfundur er fyrrverandi prentari og áhugamaður um sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.