Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 29
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 29 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Giljaland - glæsilegt raðhús Vorum að fá í sölu stórglæsilegt endaraðhús á besta stað í Löndunum. Hús- ið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, skrifstofu, eldhús, 2- 4 svefnherbergi, 2 fataherbergi, baðherbergi, hobbyherbergi, geymslu, þvottahús og útigeymslu. Bílskúr í lengju skammt frá. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. V. 25,5 m. 2970 SJÁVARÚTVEGUR og nýting fiskimiða í kringum landið ráða ekki við að standa undir blómlegu atvinnulífi hringinn í kringum landið og því flyst fólk af lands- byggðinni á höfuborgarsvæðið. Það er staðreynd sem menn verða að viðurkenna að mati Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings hjá ráðgjafarþjónustunni Nýsi hf., sem kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær, þar sem svarað var gagnrýni sem komið hefur fram á skýrslu hans „Sjávarút- vegur og byggðaþróun á Íslandi“ sem unnin var fyrir Byggðastofn- un. Töluverð umræða hefur orðið um skýrsluna en niðurstöður hennar voru kynntar nýverið. Að sögn Haraldar hefur gagnrýnin ein- kennst af því að verja ágæti fiski- veiðistjórnunarkerfisins fyrir sjáv- arútveginn. Hann segir að skýrslan fjalli hinsvegar ekki um sjávarút- veginn sem slíkan, heldur um áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á byggðaþróun á Íslandi og hvaða áhrif hagræðing í sjávarútvegi, til dæmis með tilflutningi aflaheim- ilda, hefur haft á þróun byggðar. „Í inngangi að skýrslunni segir að svo virðist sem markmið laganna um að vernda fiskistofnana hafi náðst og ekki þurfi að velkjast í vafa um miklar framfarir í hagkvæmri nýt- ingu þeirra. Aftur á móti er ekki eins ljóst hvort lögin hafa styrkt atvinnu og búsetu í landinu. Þar kemur meira til en lög um stjórn fiskveiða,“ sagði Haraldur. Sjófrysting leiðir til byggðaröskunar Hann segir að í skýrslunni komi fram að meginmarkmið laganna um stjórn fiskveiða séu þrjú, það er að stuðla að verndun fiskistofna og hagkvæmri nýtingu þeirra. Hann tekur sérstaklega fram að hann telji að þessi tvö markmiði hafi náðst. Þetta virðist hins vegar ekki hafa komist til skila til sumra þeirra sem gagnrýnt hafa skýrsl- una. Hann segist hins vegar ekki þeirrar skoðunar að sama verði sagt um þriðja markmiðið, það er að náðst hafi almennt að treysta atvinnu og byggð í landinu. „Frá árinu 1996 hefur störfum í sjávar- útvegi fækkað um 1.140 og um 700 í landbúnaði. Samtals eru þetta 1.840 störf. Þessi störf voru svo til eingöngu á landsbyggðinni. Á sama tíma fjölgar í öðrum atvinnugrein- um um 13.445 störf. Flest af þeim störfum eru ekki á landsbyggðinni. Að auki fækkar störfum í ýmsum sjávarbyggðum vegna tilflutnings á veiðiheimildum. Þetta er vandi landsbyggðarinnar í hnotskurn.“ Endurskoðunarskrifstofan Del- oitte & Tousche hefur gagnrýnt skýrslu Haraldar og sagt að frjálst framsal veiðiheimilda sé ekki or- sökin fyrir því að fólk hefur flust af landsbyggðinni, heldur valdi því aðrar ástæður. Fólksflutningar úr dreifbýli til þéttbýlis séu afleiðing- ar þróunar sem hófst á 19. öld. Haraldur bendir á að til dæmis í Hrísey hafi aflaheimildir skerst úr 4.083 þorskígildistonnum árið 1992 í 579 tonn árið 2000 eða um 3.459 þorskígildistonn. „Í ársbyrjun 2000 hætti Snæfell hf. rekstri í Hrísey, þar sem unnu um 50 manns í árs- byrjun 1999. Ekkert hefur komið í staðinn. Á tímabilinu frá 1995 til 2000 hefur íbúum í eyjunni fækkað um 89. Er það vegna þróunar sem hófst fyrir um 100 árum eða vegna þess að íbúarnir misstu vinnu sína?“ spyr Haraldur. Í gagnrýni Deloitte & Tousche var einnig minnt á að í umræðunni um laun fiskvinnslufólks í landi, að fiskvinnsla fer einnig fram úti á sjó og þeir sem þau störf vinni séu meðal launahæstu manna í landinu. Haraldur segir þetta koma skýrt fram í skýrslu sinni. „Aftur á móti má við þetta bæta að með auknum störfum við fiskvinnslu úti á sjó, fækkar störfum í landi. Afleiðingar af því eru byggðaröskun og er Ólafsfjörður dæmi um slíkt.“ Ekki dómur yfir fiskveiði- stjórnunarkerfinu Haraldur segir að því hafi verið haldið fram að undanförnu að dregið hafi úr fólksfækkun á lands- byggðinni. Staðreyndin sé hins vegar að þessi samdráttur sé stað- bundinn. Ekki megi merkja fólks- fækkun á Vestfjörðum, Norður- landi án Akureyrar, og á Austur- landi. Í þessum landshlutum hafi veiðiheimildir í þorskígildum ekki aukist umfram þá skerðingu sem orðið hafi í heildarveiðiheimildum og í sumum tilfellum hafi þær dregist verulega saman. Þvert á móti hafi veiðiheimildir í þorski dregist saman á þeim öllum, nema á Norðurlandi vestra, þar sem þær hafi aukist um 2% frá árinu 1992. „Af þessu er ljóst að öll sú hagræð- ing sem átt hefur sér stað í sjávar- útvegi og leitt hefur til fækkunar starfa kemur með mestum þunga á þessum landshlutum. Að auki minnka veiðiheimildirnar sem einnig hlýtur að leiða til fækkunar starfa. Frá árinu 1995 til 2000 hef- ur íbúm á Vestfjörðum, Norður- landi án Akureyrar, og Austurlandi fækkað samtals um 3.953, sem er fækkun um 9%. Hér er ekki um að ræða þróun sem hófst á fyrri hluta síðustu aldar.“ Haraldur segir að niðurstaða skýrslunnar sé því að sterk fylgni sé milli breytinga í aflaheimildum, einkum þorski og öðrum botnfiski, og mannfjöldabreytinga einstakra byggðarlaga. „Þessari staðreynd er ekki hægt að horfa framhjá þeg- ar fjallað er um byggðaþróun og aðgerðir til þess að stuðla að jafn- vægi í byggðum landsins. Á hinn bóginn er þetta enginn dómur á fiskveiðistjórnunarkerfið eða ágæti þess, né samanburður við önnur stjórnkerfi fiskveiða. Ein af þeim ályktunum sem draga má af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni er sú að sjávarútvegur og nýting fiski- miða í kringum landi ráði ekki við að standa undir blómlegu atvinnu- lífi hringinn í kringum landið. Auð- lindin er takmörkuð og frekari vaxtarmöguleikar sjávarútvegs þar af leiðandi takmarkaðir. Það er mat okkar að ein af meginástæð- unum fyrir búferlaflutningunum af landsbyggðinni sé beintengd at- vinnu- og efnahagsástæðum,“ segir Haraldur. Niðurstöður skýrslu um fólksflótta af landsbyggðinni Ekki afleiðing ald- arlangrar þróunar ILA-VEIKIN svo kallaða herjar núá laxeldi í Færeyjum í annað sinn. Þetta er afar smitandi og skeinuhætt veirusýking. Fyrir rúmlega ári varð að slátra 900.000 löxum hjá fiskeldi í Fuglafirði vegna ILA-veikinnar og nú hefur veikin komið upp í nálæg- um firði, Oyndarfirði. Sú fiskeldis- stöð er í eigu Vestlax og að þessu sinni verður að slátra 1,2 milljónum laxa. Landsdýralæknir Færeyja, Björn Harlou, segir að nauðsynlegt sé að grípa til svona alvarlegra ráðstafana, þar sem ILA-veikin sé innan Evr- ópusambandsins skráð sem bráð- smitandi. Hann hefur jafnframt kynnt tilheyrandi yfirvöldum innan ESB að veikin hafi komið upp í Fær- eyjum og að hann hafi gripið til við- eigandi aðgerða til að koma í veg fyr- ir að veikin breiðist út. Sýktum laxi fargað og hann brenndur Samkvæmt upplýsingum lands- dýralæknisins er veikin staðfest í 57.000 löxum. Því verður að farga laxinum, sótthreinsa hann og brenna. Jafnframt verður að slátra öllum laxi í öðrum kvíum í firðinum, allt að 1,2 milljónum fiska og síðan má ekkert eldi hefjast á ný fyrr en eftir að minnsta kosti hálft ár. ILA-veikin mun því þegar kosta færeyskt fiskeldi um einn milljarð ís- lenzkra króna, en það er útflutnings- verðmæti þeirra 57.000 laxa sem ljóst er að eru sýktir. Auk þess má gera ráð fyrir því að hinn laxinn, allt að 1,2 milljónir fiska, seljist á lægra verði en ella eða seljist jafnvel alls ekki. Þeim laxi, sem er í eldiskvíum í firðinum og hefur ekki verið greind- ur sjúkur, verður engu að síður að slátra. Hann mun ekki geta fengið vottorð um að hann komi af ósýktu svæði. Þess vegna má gera ráð fyrir að kaupendur krefjist verðs undir markaðsverði eða vilji laxinn alls ekki. Samkvæmt upplýsingum Björns Harlou veldur ILA-veikin innvortis blæðingum í laxinum og lifur og nýru bólgna upp og verða svört. Fiskurinn drepst svo af súrefnisskorti og dýra- læknirinn reiknar með að veikin hafi borizt yfir í Oyndarfjörð með villtum laxi úr Fuglafirði. Fiskeldi er orðið einn af mikilvæg- ustu atvinnuþáttum í Færeyjum og er það í örum vexti. Á tiltölulega fáum árum hefur eldið vaxið svo mik- ið að það er orðinn annar stærsti út- flutningsatvinnuvegur eyjanna. Nú eru rúmlega 20 eldisstöðvar í sjó í rekstri og 20 seiðaeldisstöðvar eru uppi á landi. ILA-veikin hrjáir laxeldi Færeyja 1,2 milljónum laxa slátrað Þórshöfn. Morgunblaðið. alltaf á miðvikudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.