Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 56
HESTAR 56 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur Fermingargjafir í miklu úrvali Frábær fermingartilboð ÝMIS mót og uppákomur verða um helgina hjá hestamönnum. Reið- hallarsýning verður á Blönduósi og mót á svæði Fáks, Gusts og Sörla á laugardag og á Snæfellsnesi á sunnudag. Að minnsta kosti tíu stóðhestar með fyrstu verðlaun koma fram á reiðhallarsýningunni í Arnargerði á Blönduósi á morgun, laugardag, og fleiri gætu bæst við að sögn Ægis Sigurgeirssonar sýn- ingarstjóra. Spennandi stóðhestar og hryssur Þessir frægu stóðhestar eru þeir Smári frá Skagaströnd, Hróður frá Refsstöðum, Skinfaxi og Glófaxi frá Þóreyjarnúpi, Randver frá Nýjabæ, Garpur frá Auðsholtshjáleigu, Adam frá Ásmundarstöðum og þrír synir Gusts frá Hóli, þeir Kjarni frá Árgerði, Frakkur frá Mýnesi og Kraftur frá Bringu. Á sýningunni á morgun kemur svo í ljós hverjir bætast í hópinn. Fram koma líka úrvals hryssur og má þar fyrsta nefna Birtu frá Ey sem Gísli Gíslason keppti á á stjörnutöltinu á Akureyri um síð- ustu helgi. Þar gerði hún stormandi lukku og vakti greinilega mesta at- hygli áhorfenda þótt hún lenti í öðru sæti. Hryssan sem lenti í fjórða sæti á stjörnutöltinu, Freydís frá Glæsibæ, sem Jón Kristófer Sig- marsson keppti á, mætir einnig til leiks. Boðið verður upp á ýmis fleiri at- riði og má búast við að mesta spennan verði í skeiðkeppninni, enda hafa frægir knapar eins og Jó- hann „vakri“ Þorsteinsson, Logi Laxdal, Hjörtur Bergstað og Sig- urður Matthíasson boðað komu sína og hafa þeir verið að espa hver ann- an upp síðustu daga. Skeiðað verð- ur í gegnum höllina og verður raf- ræn tímataka notuð. Tímarnir birtast á töflu um leið svo búast má við mikilli spennu hjá áhorfendum, enda hafa þessir knapar úr úrvali góðra skeiðhesta að velja. Af öðrum atriðum má nefna að hestakonur verða með sögutengt atriði og hestamaður verður heiðr- aður. Sýningin hefst klukkan 14.00. Vetrarleikar og Barkamót Á laugardaginn verður Fákur með vetraruppákomu á Víðivöllum. Sörli heldur einnig Vetrarleika, sem er innanfélagsmót haldið á Sörlavöllum. Þá verður Barkamót- ið, opið töltmót, í Reiðhöll Gusts í Glaðheimum. Á sunnudaginn held- ur Snæfellingur stigamót á Hellis- sandi. Morgunblaðið/Valdimar Stóð- hestaval á Blönduósi Smári frá Skagaströnd er einn fjölmargra stóðhesta sem mætir á reiðhallarsýninguna í Arnargerði á Blönduósi á morgun. Hér er hann sýndur af eiganda sínum, Unnsteini Jóhannssyni. ÞAÐ eru hestamannafélögin Storm- ur á Vestfjörðum og Hending á Ísa- firði sem ætla að halda ársþing Landssambands hestamannafélaga á Ísafirði 12. og 13. október næst- komandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem ársþing LH verður haldið á Vestfjörðum. Þegar Sigþór Gunnarsson, for- maður Storms, steig í pontu á árs- þinginu í Mosfellsbæ síðastliðið haust og tilkynnti að þessi tvö hesta- mannafélög á Vestfjörðum hefðu áhuga á að halda ársþingið 2001 fór kliður um salinn. Að sögn Sigþórs var þeim að sjálfsögðu fúlasta alvara enda hefði þetta einnig komið til tals á milli manna á ársþinginu í Borg- arnesi 1999. Það hafi líka þótt við hæfi að bjóðast til að halda þingið árið 2001 í tilefni þess að Stormur verður 30 ára hinn 29. ágúst. Haldið verður sérstaklega upp á afmælið á þingslitafagnaðinum á laugardags- kvöldinu. Sigþór sagðist hafa hitt marga þingfulltrúa eftir þessa tilkynningu og ekki fundið annað en að menn væru spenntir fyrir að koma vestur. Ferðakostnaður þingfulltrúa yrði ekkert meiri en þegar þeir færu t.d. til Egilsstaða á ársþing. Ákveðið hefur verið að flýta þinginu um hálfan mánuð frá því sem venja er, m.a. með tilliti til veð- urs og færðar. Annars sagði Sigþór að þótt margir héldu að flug til Vest- fjarða félli oft niður væri það alls ekki svo. Hann hefði fengið gögn hjá Flugfélagi Íslands og í ljós komið að flug fellur niður vegna veðurs aðeins í örfá skipti á ári. Enda er það svo að ef vindátt er óhagstæð á Ísafirði er gott að lenda á Þingeyri og aðeins um hálftímaakstur þar á milli. Nóg gistirými og íþróttahúsið klárt Þingið verður haldið í íþróttahús- inu á Torfnesi og er allt gistirými í göngufæri. Sigþór sagði að nóg gistirými væri fyrir hendi en samið hefur verið við fyrirtækið Vestur- ferðir á Ísafirði sem sjá mun um að semja um gistingu og flug og taka við pöntunum frá þingfulltrúum þegar þar að kemur. Veður hefur verið gott til útreiða á Vestfjörðum í vetur. Sigþór sagði að snjóað hefði eina helgi en snjóinn hefði tekið fljótt upp og að undan- förnu hefði verið vorblíða. Í fyrri- nótt snjóaði í logni og var 10 sm jafnfallinn snjór yfir öllu í Dýrafirð- inum. „Fólk reynir að hreyfa hestana eins og það getur. Því miður fækk- aði hestafólki mikið hér um slóðir og í hesthúsahverfinu á Söndum í Dýrafirði fækkaði hrossum úr 65 í 25. Þeir sem enn eru til staðar reyna sitt besta og ætlar Dropi, sem er deild innan Storms, að fara að halda árshátíð sína. Í deildinni eru um 20 manns. Félagslífið er með ágætum og deildin Gnýr í Bolungarvík held- ur t.d. alltaf þorrablót á hverju ári. Álitleg tryppi og batnandi hestakostur Allt mótahald liggur niðri hjá okkur á veturna. Hending heldur félagsmót sitt í júní en Stormur um miðjan júlí. Aðstaðan er víða ágæt og á Söndum er mjög góð aðstaða. Þar eru góðar reiðleiðir og góðar girðingar og við erum því vel í stakk búin til að taka á móti ríðandi fólki,“ sagði hann. „Nú erum við að öðlast betri skilning á nauðsyn góðra reiðvega og erum að fá reiðveg inn á skipu- lagið frá Söndum og yfir á Ísafjörð. Við fáum að nota gamla vegi bæði yfir Breiðadals- og Gemludalsheiði og lagður verður reiðvegur fyrir firðina. Aðspurður sagði Sigþór að hesta- kostur Vestfirðinga hefði batnað mikið hin síðari ár. Fyrir nokkrum árum gengu þeir í Hrossaræktar- samband Vesturlands og fá góða stóðhesta á svæðið annað hvort ár. Í þessi skipti hefur tekist að fá um 25 hryssur undir hestana og sagði hann að mörg álitleg tryppi væru nú í uppvexti, m.a. undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Gusti frá Hóli. Metnaðurinn væri greinilega að aukast og hefðu t.a.m. Bolvíkingar gert svolítið af því að fara og leita sér að góðum hestefnum til að temja. Þessi hross væru nú að koma fram á mótum þar sem þau stæðu sig vel og hefðu aukið áhuga manna á því að eignast góð hross. Vestfirðingar halda ársþing LH í haust Hestamenn hafa hingað til ekki flykkst til Vestfjarða til að ræða málefni sín. Kannski hafa þeir í fyrstu ekki tekið orð Sigþórs Gunnarssonar alvarlega þegar hann á síð- asta ársþingi LH sagði að félögin á Vest- fjörðum vildu halda næsta ársþing. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við hann um vænt- anlegt þing og vestfirska hestamennsku. FLUGFÉLAGIÐ Bláfugl er nú að taka við flutningi hrossa til út- landa að mestu leyti af Cargolux. Cargolux fer aðeins eina ferð í viku frá Evrópu um Ísland og til Bandaríkjanna á miðvikudögum, en áður fór önnur vél á sunnudög- um. Því verður aðeins möguleiki að fljúga með hross til Bandaríkjanna einu sinni í viku eftir þessa breyt- ingu. Ferðum til og frá Evrópu fjölgar hins vegar því Bláfugl mun fljúga út alla daga nema laugardaga. Flogið verður frá Keflavík til Leeds-Bradford á Bretlandi, þaðan til Kölnar í Þýskalandi, síðan aftur til East-Midland í Bretlandi og þaðan aftur til Keflavíkur mánu- daga til föstudaga en beint til Lúx- emborgar á sunnudögum. Fyrsta ferðin verður næsta sunnudag. Að sögn Konráðs Gíslasonar hjá Flugflutningum ehf., sem hefur umboð bæði fyrir Cargolux og Blá- fugl ásamt fleiri félögum, verður aðbúnaður fyrir hrossin sá sami og í Cargoluxvélinni. Um er að ræða mun minni vél sem tekur 18 tonn á móti 125 tonnum hjá Cargoluxvél- inni. Eftir á að koma í ljós hvort hægt verði að fá leyfi til að fljúga með hross beint til þessara flug- hafna í Bretlandi en það hefur ekki verið gert áður. Hann sagðist ekki búast við að þetta hefði mikil áhrif á flug með hross til Bandaríkjanna. Hingað til hefði hver farmur með hross ekki verið stór. Því væri auðvelt að safna hrossum saman og flytja þau einu sinni í viku þangað. Bláfugl tekur við hrossa- flutningum HESTAMIÐSTÖÐ Íslands hefur afhent Benedikti Líndal 250.000 króna styrk vegna gerðar mynd- bands hans, Frumtamning, sem kom á markað síðastliðið haust. Það skilyrði var sett að mynd- bandið þyrfti að fá viðurkenningu Hólaskóla og Félags tamninga- manna sem kennsluefni til að það hlyti styrkinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hestamiðstöð Íslands hlaut mynd- bandið mjög góða dóma hjá báðum þessum umsagnaraðilum og stefn- ir Hólaskóli á að nýta myndbandið sem kennsluefni í framtíðinni. Tamningamyndband sem kennsluefni AF einhverjum ókunnum ástæðum hefur einn mótadagur Fáks í vetur fallið niður í dagskrá vetrarins víðast hvar og þar á meðal á mótaskrá Landssambands hestamannafélaga. Um er að ræða opna töltkeppni og opna svokallaða nýhrossakeppni sem fram fer hinn 7. apríl nk. Biðja Fáksmenn alla hlutaðeigandi að bæta þessu móti inn í mótaskrá sína og þá sem áhuga hafa á þátttöku að taka daginn frá. Þess má geta að mótið verður haldið í samvinnu við framkvæmdaraðila og þátttakendur á alþjóðlegri dómararáðstefnu sem haldin verður í Reykjavík þessa helgi. Nýhrossakeppni og dómararáð- stefna hjá Fáki SIGURÐUR Sæmundsson í Holts- múla var ráðinn einvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum á fundi Landsliðsnefndar LH í gærkvöldi. Þröstur Karlsson formaður nefnd- arinnar sagði að Sigurður hefði sam- þykkt að falla frá öllum hugmyndum um að keppa sjálfur og helga sig al- farið vali og stjórn landsliðsins og undirbúningi þess fyrir Heimsmeist- aramótið í Austurríki í sumar. Hann tekur við embættinu strax í dag. Einnig fjallaði nefndin um móts- stað fyrir úrtökumótið fyrir HM sem haldið verður um miðjan júní í sumar og var ákveðið að það yrði haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal. Sigurður ráð- inn landsliðs- einvaldur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.