Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 30
Konur í æðstu embætt- um The Daily Telegraph. KONUR skipa nú þrjú æðstu embættin á Nýja-Sjálandi eft- ir að Silvia Cartwright tók við stöðu land- stjóra á mánu- dag, auk þess sem kona, El- ísabet Breta- drottning, er þjóðhöfðingi. Helen Clark er forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands og Sian Elias er forseti hæstaréttar. Leiðtogi stjórn- arandstöðunnar er einnig kona, Jenny Shipley, sem og dómsmálaráðherrann, Mar- garet Wilson. Þá er Christine Fletcher borgarstjóri í Auck- land, stærstu borg landsins. En hátt hlutfall kvenna í æðstu embættum landsins ætti ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að Nýsjá- lendingar voru fyrstir þjóða til að veita konum kosninga- rétt, árið 1893. Landstjórinn er fulltrúi Bretadrottningar á Nýja-Sjá- landi, undirritar lög fyrir hennar hönd, er æðsti yfir- maður heraflans og er einn af handhöfum framkvæmda- valdsins. Ein kona hefur áður gegnt landstjórastöðunni, Catherine Tizard, frá 1990 til 1996. Silvia Cartwright er 56 ára gömul og lögfræðingur að mennt, en hún varð fyrsta konan til að taka sæti í hæsta- rétti Nýja-Sjálands árið 1993. Nýja-Sjáland Silvia Cartwright ERLENT 30 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. Aðalfundur Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. vegna starfsársins 2000 verður haldinn í kaffisal félagsins í Hnífsdal, laugardaginn 24. mars nk. og hefst kl. 14:00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Dagskrá aðalfundar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent klukkustund fyrir fund. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum, starfsmönnum og öðrum velunnurum boðið upp á léttar veitingar í Félagsheimilinu í Hnífsdal í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. STJÓRN HRAÐFRYSTIHÚSSINS - GUNNVARAR HF. „ÞETTA er hræðilegt og viðbrögð lögreglunnar verða til þess að við viljum halda upp í fjallshlíðarnar og berjast, sagði Agram Iseni, 22 ára Albani í borginni Tetovo í gær, skömmu eftir að lögregla hafði skot- ið tvo Albana við vegaeftirlit í borg- inni. Margir hér búast við því að at- burðurinn verði til þess að skerpa skilin enn frekar á milli Albana og Slava í Makedóníu en þrátt fyrir að sambúð þjóðanna hafi verið friðsam- leg hafa samskiptin verið í algjöru lágmarki. Sólarhrings vopnahlé, sem yfirvöld höfðu lýst yfir, rann út á miðnætti í gær og skutu lögregla og her upp í hlíðarnar fyrir ofan borg- ina. Skothríðinni var ekki svarað. „Fólk er hrætt og skelfingu lostið. Það er ekki eðlilegt að skjóta svona,“ sagði ungur Kosovo-Albani í gær og aðrir tóku í sama streng. Lögregla hafði komið sér fyrir víða um borg- ina og í nágrenni hennar og skaut með reglulegu millibili á það sem virtist vera eitt af vígjum albanskra skæruliða en einnig tilviljanakennt. Ljóst er að lögregla gengur nú fram af enn meiri hörku en áður og hóf hún í gær eftirlit með bifreiðum í borginni. Það var við slíkan eftirlitspóst sem bíll mannanna tveggja, feðga, var stöðvaður. Fjöldi myndatökumanna og ljósmyndara var á staðnum og varð vitni að því er lögregla fann vopn í skotti bifreiðarinnar. Einn lögreglumannanna hóf að berja á yngri manninum, sem varð til þess að hann dró handsprengju upp úr úlpuvasa sínum og gerði hana virka. Er lögreglan gerði sér grein fyrir því hóf hún skothríð á mennina sem lét- ust báðir. Sá eldri náði einnig að draga upp handsprengju en féll áður en hann náði að draga pinnann úr. „Allir eiga rétt á að vernda sig „Ekkert er ómögulegt, fólk er hrætt hvað við annað. Það má vel vera að sumir beri á sér byssur, nú eða handsprengjur til að vernda sig,“ sagði Shpetim Montizani, ungur námsmaður. Félagi hans tók mun dýpra í árinni, sagði viðbrögð lög- reglu ekkert annað er villimennsku. „Allir eiga rétt á því að vernda sig,“ sagði hann. Enginn vildi tjá sig um hvers vegna mennirnir voru með handsprengjur og vopn í bílnum og á sér. Makedónar, sem rætt var við, vildu fæstir láta nafns síns getið. Kona, sem býr nálægt staðnum þar sem mennirnir féllu, sagði fólk hrætt og skammast sín fyrir það sem væri að gerast í Tetovo. Hún kvaðst enn vona að ástandið myndi batna, sam- komulagið væri enn ekki svo slæmt á milli þjóðanna. „Þeir hefðu ekki átt að fara upp í hlíð, sagði hún og vísaði til albönsku skæruliðanna en kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að lög- reglan gengi of harkalega fram, sem yrði einungis til þess að ástandið versnaði. „Lögreglan þarf ekki að vernda okkur. Þessar aðgerðir setja okkur öll í hættu.“ Í höfuðborginni Skopje, sem er að- eins um 40 km frá Tetovo, var and- rúmsloftið tiltölulega afslappað, fjöldi fólks á götum úti og enginn að- spurðra kvaðst trúa því að átökin myndu ná til borgarinnar. „Albanar hafa fengið of mikið. Ég veit ekki hvað þeir vilja, þeir hafa eigin skóla, borgir, verslanir. Hvað vilja þeir meira?“ spurði miðaldra verslunar- kona. „Það var gott hjá lögreglunni að bregðast svona við,“ sagði hún og vísaði til atburðanna í gær. Kvaðst telja lögregluna bregðast hárrétt við, hún verndaði óbreytta borgara gegn öfgamönnum. Stjórnin gefið of mikið eftir Þeir íbúar Skopje, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, lýstu allir yfir von um að átökin myndu fjara út og að stríðandi fylkingar myndu ræða saman. Einn þeirra, formaður eins stærsta stjórnarandstöðuflokks Makedóníu, Umbótaflokksins, hvatti til þess að mynduð yrði þjóðstjórn sem bæði Makedónar og Albanar ættu aðild að. „Staðan er afar erfið, þetta raskar öryggi Makedóníu. Stjórnin er of veik, þetta er ekki síð- ur pólitískt vandamál en hernaðar- legt,“ sagði stjórnmálamaðurinn, Jove Kekenovskí. Þrátt fyrir að hann vilji að Albanar eigi aðild að þjóðstjórn, kveðst Kekenovskí þeirrar skoðunar að stjórnin hafi gefið of mikið eftir gagnvart Albönum. „Hún brást allt of seint við, hún vissi hvað var að gerast síðustu mánuði en gerði ekk- ert. Ljubko Georgjevskí [forsætis- ráðherrann] hefur ekki öryggishags- muni þjóðarinnar í huga segir Kekenovskí. Hann telur ekki að stjórnvöld ein séu fær um að ná tök- um á ástandinu og því þurfi þjóð- stjórn til, með tæknilegri aðstoð frá herjum Atlantshafsbandalagsins. „Þeir eiga að koma okkur til hjálpar. Við unnum fyrir þá á meðan á Kos- ovo-stríðinu stóð og nú er kominn tími til að þeir endurgjaldi greiðann. En við viljum ekki NATO-hermenn eða hafa neitt með æðstu stjórn þeirra að gera. Albanar hafa spillt þeim. Ekkert er ómögulegt, fólk er hrætt hvað við annað Ekki hefur dregið úr spennu í Makedóníu þrátt fyrir að ekki hafi verið barist í gær. Tveir Albanar féllu fyrir hendi lögreglu og Urður Gunnarsdóttir sem nú er í Skopje segir hætt við að það verði einungis til að dýpka þá hyldýp- isgjá sem er á milli Alb- ana og Makedóna. Lík annars tveggja manna, sem vörpuðu heimatilbúinni handsprengju að makedónskum lögreglumönnum og voru skotnir til bana í Tetovo í gær, sést hér í götunni við bíl mannanna. AP NIÐURSTÖÐUR fundar Qians Qichens, aðstoðarforsætisráðherra Kína og eins helsta ráðgjafa Jiangs Zemins forseta, með bandarískum ráðamönnum í Washington í gær munu gefa vísbendingar um stefnu stjórnar George Bush forseta gagn- vart Kínverjum. Kína er orðið eitt af helstu viðskiptalöndum Bandaríkja- manna og Kínverjar leggja mikla áherslu á að fá aðild að Heimsvið- skiptastofnuninni, WTO. Vesturveld- in með Bandaríkjamenn í broddi fylk- ingar vilja ekki samþykkja aðild nema gerðar verði umbætur er miði að frjálsum viðskiptum og fjárfesting- um útlendinga í Kína. Fyrirhugað var að Qian hitti Bush forseta að máli í gærkvöldi. Alvarlegasti ágreiningur ríkjanna tveggja er vegna Taívans en Peking- stjórnin vill berja alla sjálfstæðistil- burði eyjarskeggja niður. Bandaríkjamenn hafa haldið hlífi- skildi yfir Taívan um áratuga skeið og selt þeim vopn. Nú vilja Taívanar kaupa af þeim fjóra tundurspilla með Aegis-hátæknibúnaði til að verjast flugskeytaárásum en kommúnista- stjórnin lítur á þau áform sem ögrun við sig. Segja Bandaríkjamenn aðþeir haldi fast við þá gömlu stefnu að ráðg- ast ekki við Pekingstjórnina um vopnasölu til Taívana. Talsmaður kínverskra stjórnvalda sagði eftir fund Qians með Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, í gær að hann hefði verið „gagnlegur og uppbyggilegur“. Powell tjáði ráðherran- um að Bandaríkin myndu láta öryggi Taív- ana og stöðugleika á svæðinu ráða ákvörðun- um sínum um vopnasöl- una, að sögn embættis- manna í Washington. Fleira ber í milli en Taívan, m.a. gagnrýna Bandaríkjamenn mann- réttindabrot Peking- stjórnarinnar. Repúblikanar, flokkur Bush for- seta, hafa verið eindregnari í gagn- rýni sinni á stefnu Kínverja en demó- kratar. Nýlega lýsti Bush því yfir að hann liti á Kína sem „keppinaut“ Bandaríkjanna en notaði ekki hug- takið samstarfsaðili eins og þótt hefur hentugra á síðustu árum. Stjórnmála- skýrendur segja ljóst að Qian og aðrir ráðamenn í Peking séu ekki með það á hreinu hvort orðavalið boði mikil- væga stefnubreytingu og Bush muni taka upp harðlínustefnu í stað þess að leita málamiðlana. Taívanar eru sammála kommún- istastjórninni um að Taívan og Kína séu eitt land en vilja ekki sameiningu fyrr en lýðræði hefur verið komið á á meginland- inu. Þeir telja sig hafa fullan rétt á að vera á varðbergi gagnvart grönnum sínum en kommúnistastjórnin hefur ávallt neitað að gefa út yfirlýsingu um að aldrei verði reynt að sameina eyjuna og al- þýðulýðveldið með her- valdi. Einkum hefur borið á hótunum Kín- verja þegar kosningar hafa staðið fyrir dyrum á Taívan þar sem ríkt hefur lýðræði síðustu árin. Er Bill Clinton, þáverandi Banda- ríkjaforseti, fór til Kína í opinbera heimsókn skilgreindi hann stefnu stjórnar sinnar með því að vitna til þriggja „neia“. Í fyrsta lagi að Banda- ríkjamenn myndu ekki styðja sjálf- stæði Taívans, í öðru lagi að þeir myndu ekki viðurkenna neina sér- staka ríkisstjórn Taívans og í þriðja lagi myndu þeir ekki beita sér fyrir því að Taívanar fengju aðild að alþjóð- legum ríkjasamtökum. Utanríkis- ráðuneytið í Washington lýsti því yfir á mánudag að horfið hefði verið frá þessari stefnu. Samskipti Bandaríkjamanna og Kínverja Washington, Peking. AP, AFP. Qian Qichen Ágreiningur um vopnasölu til Taívans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.