Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 28
VIÐSKIPTI
28 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AFKOMA Sjóvár-Almennra trygg-
inga hf. á árinu 2000 var ekki við-
unandi og hefur verið gripið til
margvíslegra ráðstafana til að bæta
reksturinn, að sögn Benedikts
Sveinssonar, stjórnarformanns fé-
lagsins. Iðgjöld hafa verið hækkuð
og gripið hefur verið til tjónavarna
á mörgum sviðum í samvinnu við
vátryggingartaka. Uppbygging á
innra skipulagi félagsins hefur
breyst og tekin hafa verið í notkun
upplýsingakerfi sem stórbæta
möguleika stjórnenda til þess að
bregðast við hvers kyns vanda fyrr
en áður. Þetta kom fram í máli
Benedikts á aðalfundi félagsins í
gær. Hann sagði að vegna þessa
séu allar líkur á því að afkoma Sjó-
vár-Almennra af vátrygginga-
rekstri verði mun betri í ár en í
fyrra.
Benedikt sagði að spáð væri
minnkandi hagvexti á þessu ári.
Slík þróun þurfi, þegar til skemmri
tíma sé litið, ekki að hafa neikvæð
áhrif á afkomu félagsins því að á
þenslutímum fjölgi tjónum og tjóna-
kostnaður aukist þá oft umfram
aukningu iðgjalda.
Þriðja hvert brunatjón
vegna íkveikju
Benedikt greindi frá því að at-
huganir bendi til að þriðja hvert
brunatjón á Íslandi sé til komið
vegna íkveikju. „Þetta er alvarleg
staðreynd,“ sagði hann. „Enn alvar-
legra er þó að oft hefur verið uppi
rökstuddur grunur um íkveikju en
því miður tekst of sjaldan að sanna
sök. Ef á að takast að draga úr
íkveikjum verður að finna leiðir til
að draga þá sem þeim valda til
ábyrgðar.“
Hagræðing verði ekki heft af óeðli-
legum afskiptum ríkisvaldsins
Benedikt nefndi að fyrirtækjum
hér á landi hefði fækkað í flestum
atvinnugreinum. „Það er mikilvægt
að þessi hagræðingarþróun haldi
áfram og verði ekki heft af óeðlileg-
um afskiptum ríkisvaldsins, sem
hefur í líki Samkeppnisstofnunar
ítrekað reynt að sporna við eðlilegri
þróun í atvinulífinu.“ Hann sagði
Sjóvá-Almennar eiga hagsmuna að
gæta í því að rekstrarumhverfi ís-
lenskra fyrirtækja sé heilbrigt og
að þeim séu ekki settar óeðlilegar
skorður því félagið hafi verið virkur
þátttakandi á hlutabréfamarkaði.
Iðgjaldsleiðréttingar
skila sér síðar
Í máli Benedikts kom fram að
mikill kostnaður vegna slysa hafi
valdið því að iðgjöld í lögboðnum
ökutækjatryggingum og frjálsum
ábyrgðartryggingum hafi hækkað
undanfarin ár. Ástæður fyrir þess-
ari iðgjaldahækkun séu margþætt-
ar. Mikil hækkun hafi orðið á
grunni bóta vegna ítrekaðra breyt-
inga löggjafans á skaðabótalögum.
Gildistaka lagabreytinga á Íslandi
eigi sér jafnan stuttan aðdraganda.
Í þeim tveim tilvikum sem breyt-
ingar hafi verið gerðar á skaðabóta-
lögum hafi tjónakostnaður hækkað
stórlega en nauðsynlegar iðgjalds-
leiðréttingar til að standa undir
auknum kostnaði skili sér ekki fyrr
en síðar. Þessi háttur skapi tíma-
bundið ójafnvægi í rekstri trygg-
ingafélaga með tilheyrandi áhrifum
á afkomu þeirra.
Fram kom í máli Benedikts að
tryggingaskírteinum hafi fjölgað í
flestum flokkum vátrygginga hjá
Sjóvá-Almennum, bæði á sviði at-
vinnurekstrar- og einstaklings-
trygginga, alls um 3%. Hlutfall bók-
færðra tjóna af bókfærðum
iðgjöldum í frumtryggingum hafi
verið 75%, sem sé lægra hlutfall en
árið áður þegar það var 79%. Lak-
ast hafi þetta hlutfall verið í lög-
boðnum ökutækjatryggingum, um
85%.
Hann sagði að bókfærð iðgjöld í
ökutækjatryggingum hafi aukist
um 38% vegna iðgjaldahækkunar á
árinu 2000 og fjölgunar ökutækja í
tryggingum. Meðaliðgjald hafi
hækkað um 28% frá fyrra ári. Skír-
teinum í ökutækjatryggingum hafi
fjölgað á árinu um rúmlega 3%. Á
milli áranna 1998 og 1999 hafi öku-
tækjatjónum fjölgað um 17%. Í
samanburði hafi tjónum á árinu
2000 fjölgað um 3% miðað við árið
áður.
„Of snemmt er að draga þá álykt-
un að varanlega hafi dregið úr þeim
mikla vexti sem verið hefur í fjölda
ökutækjatjóna en fyrstu vísbend-
ingar um þróun á árinu 2001 eru já-
kvæðar. Í lögboðnum ökutækja-
tryggingum var hlutfall bókfærðra
tjóna af iðgjöldum 85% en í öðrum
ökutækjatryggingum var hlutfallið
68%. Iðgjöld ökutækjatrygginga
eru 57% af frumtryggingariðgjöld-
um félagsins, sem er lítið eitt hærra
hlutfall en árið áður,“ sagði Bene-
dikt.
Jafnvægi í ökutækjatrygg-
ingum á þessu ári
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Sjóvár-Almennra trygginga
hf., fór á aðalfundinum yfir árs-
skýrslu félagsins fyrir árið 2000.
Hann sagði mikla samkeppni ríkja
á íslenskum vátryggingamarkaði
þótt fullyrðingar um hið gagnstæða
heyrist iðulega í fjölmiðlaumræð-
unni. Iðgjöld í öðrum greinum en
ökutækjatryggingum hafi staðið
nokkuð í stað þrátt fyrir árangurs-
ríkt markaðsstarf og fjölgun skír-
teina. Afkoman af vátrygginga-
rekstrinum á árinu 2000 hafi verið
460 milljóna króna tap, samanborið
við 134 milljóna króna hagnað árið
áður. Tap á ökutækjatryggingum
hafi numið 707 milljónum.
Einar sagði þess að vænta að tak-
ast mundi að ná jafnvægi í þessari
grein á þessu ári. Þá sagði hann að
hagnaður Sjóvár-Almennra af fjár-
málarekstri hefði numið 1.029 millj-
ónum króna á árinu 2000, sem sé
hækkun um 743 milljónir milli ára.
Þessi hækkun skýrist að mestum
hluta af söluhagnaði fjárfestinga.
Hagnaður ársins hafi því verið 424
milljónir sem sé hækkun upp á 78
milljónir frá fyrra ári. Einar sagði
að rekstur Sjóvár-Almennra hefði
gengið vel og skilað hagnaði 11 ár
af þeim 12 sem liðin væru frá stofn-
un félagsins. Samkeppni hefði verið
grimm á þessum tíma, einkum frá
innlendum keppinautum. Jafnframt
hefði verið um erlenda samkeppni
að ræða en megin einkenni þeirrar
samkeppni til þessa hefði verið það
að viðkomandi kæmi inn á mark-
aðinn, gjarnan með látum, og boð-
aði mikla lækkun á iðgjöldum og
fengi afar jákvæða fjölmiðlaumfjöll-
un.
Sagði Einar að tilgangurinn virt-
ist vera sá að ná umtalsverðri
markaðshlutdeild strax og væri
ekkert skeytt um afkomuna, þ.e.
hvort iðgjöldin dygðu yfirleitt fyrir
tjónunum. „Enda hafa þessir aðilar
allir horfið á braut þegar þeirra eig-
in rekstrarniðurstöður hafa sýnt
fram á stórfelldan taprekstur,“
sagði Einar.
Stjórn Sjóvár-Almennra trygg-
inga hf. var endurkjörin á aðalfund-
inum í gær en hana skipa: Benedikt
Sveinsson, Hjalti Geir Kristjánsson,
Garðar Halldórsson, Guðný Hall-
dórsdóttir, Kristinn Baldursson,
Kristinn Björnsson og Kristján
Loftsson. Í varastjórn voru endur-
kjörnir þeir Hallgrímur Geirsson
og Valdimar Bergstað.
Líkur taldar á mun betri afkomu í vátryggingarekstri hjá Sjóvá-Almennum hf.
Morgunblaðið/Jim Smart
Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf., sagði á aðalfundi félagsins að athuganir
bentu til að þriðja hvert brunatjón á Íslandi væri til komið vegna íkveikju.
Tjónakostn-
aður eykst
á þenslu-
tímum
HAGNAÐUR Myllunnar-Brauðs
eftir skatta í fyrra nam 6,31 milljón
króna á móti 62,14 milljónum árið
áður. Er þetta nokkuð lakari af-
koma en gert var ráð fyrir í áætl-
unum og skýrist það einkum af
gengislækkun krónunnar en auk
þess urðu nokkrar hráefnis- og
kotsnaðarhækkanir hjá félaginu. Í
tilkynningu frá félaginu segir að
tekist hafi að halda mjög svipuðum
tekjum þrátt fyrir verulega aukna
samkeppni á markaðinum.
Fjármagnsliðir voru neikvæðir
um 63,1 milljón króna og versnuðu
um hátt í 50 milljónir króna á milli
ára og skýra að mestu leyti verri
afkomu félagsins.
Hagnaður Myllunnar-Brauðs
fyrir fjármagnsliði nam 72,5 millj-
ónum á móti 77,9 milljónum árið
áður.
Rekstrartekjur námu liðlega 1,4
milljörðum og drógust saman um
2% á milli ára. Rekstrarkostnaður
nam 1,34 milljónum og dróst sam-
an um 1,7% milli ára. Eiginfjár-
hlutfall Myllunnar-Brauðs var
36,3% í árslok og arðsemi eigin fjár
var 1,44% á móti 17,6% árið áður.
Verri afkoma hjá
Myllunni-Brauði
Á AÐALFUNDI finnska fjarskipta-
fyrirtækisins Sonera nýverið kom
samgönguráðherra Finnlands, Olli-
Pekka Heinonen, á óvart með því að
leggja til að skipt yrði um stjórn hjá
fyrirtækinu. Að tillögu ráðherrans
var Tapio Hintikka kjörinn stjórn-
arformaður í stað Markku Talonen.
Finnska ríkið á 53% hlutafjár í Son-
era en gengi hlutabréfa fyrirtækis-
ins hefur lækkað verulega sl. ár eins
og raunin er um mörg fyrirtæki í
sama geira.
Nýr forstjóri var ráðinn til Sonera
á síðasta ári, Svíinn Kaj-Erik Rel-
ander, en hann á mikið verk fyrir
höndum, sérstaklega þar sem skuld-
bindingar Sonera vegna þriðju kyn-
slóðar farsímakerfa eru miklar í
nokkrum löndum.
Skipt um stjórn Sonera
Ósló. Morgunblaðið.
ÞRÁTT fyrir mikla lækkun á gengi
hlutabréfa nær allra tæknifyr-
irtækja og þ.m.t. tveggja stærstu
símafyrirtækjanna, Nokia og Er-
icsson, er forstjóri Nokia bjartsýnn
á framtíðina. Ericsson virðist aftur
á móti eiga í vandræðum þar sem
skorað hefur verið á stjórnarfor-
manninn að segja af sér.
Samband hlutabréfaeigenda í
Svíþjóð sendi frá sér yfirlýsingu í
vikunni þar sem fram kom að Lars
Ramqvist, stjórnarformaður Er-
icsson, ætti að víkja fyrir Percy
Barnevik, stjórnarformanni In-
vestor, eignarhaldsfélags Wallen-
berg-fjölskyldunnar. Sænski við-
skiptavefurinn ekonomi24 greindi
frá þessu.
Um nokkurt skeið hafa stjórn-
endur Ericsson mátt sæta mikilli
gagnrýni fjölmiðla og starfsfólks,
m.a. vegna afkomuviðvörunar fyrr
í þessum mánuði, óvissu um fram-
tíð starfsmanna og lækkandi
gengis hlutabréfa fyrirtækisins.
Stærstu eigendur Ericsson, In-
vestor og Industrivärden, sendu
frá sér sameiginlega tilkynningu í
gær þar sem fram kemur að eig-
endurnir styðji tillögu um endur-
kjör Ramqvist sem lögð verður
fram á aðalfundi Ericsson í næstu
viku.
Aðalfundur Nokia var haldinn í
þessari viku. Markmið finnska fyr-
irtækisins er að ná 40% hlutdeild á
farsímamarkaði, að því er fram
kom í máli Jorma Ollila, forstjóra
Nokia, á aðalfundinum. Ollila segir
það ætlan sína að fyrirtækið vaxi
hraðar en markaðurinn, að því er
Financial Times greinir frá.
Markaðshlutdeild Nokia var um
32% á síðasta ári en sérfræðingar
telja að hlutfallið hafi þegar hækk-
að verulega. Nokia náði forystu-
hlutverkinu á markaðnum frá Mot-
orola árið 1998 en markaðs-
hlutdeild Motorola samsvarar nú
aðeins þriðjungi af hlutdeild
Nokia.
Ollila sér einnig fyrir sér að
Nokia verði í forystuhlutverki með
35% hlutdeild á markaði fyrir
þriðju kynslóðar farsímakerfi.
„Þráðlaus fjarskipti eru að verða
ein stærsta iðngrein heims. Við
sjáum enn gríðarleg tækifæri fyrir
Nokia á þeim vettvangi, sér-
staklega þar sem nálgunin við
þriðju kynslóð farsíma og þráð-
lausa netþjónustu verður æ meiri,“
sagði Ollila.
Bjartsýni hjá Nokia –
vandræði hjá Ericsson
Ósló. Morgunblaðið.
VELTA ráðgjafarfyrirtækisins Ac-
centure, áður Andersen Consulting,
jókst um 10% á heimsvísu og um 23%
í Noregi á síðasta ári en um rekstr-
arafkomu vill upplýsingafulltrúi fyr-
irtækisins í Noregi, Bjørn Boberg,
ekkert segja í samtali við Dagens
Næringsliv.
Accenture er ekki skráð fyrirtæki
og gefur aldrei upp tölur úr rekstri,
utan veltutölur. Spurður hvort ekki
sé kominn tími til að breyta stefnu
fyrirtækisins og gefa meiri innsýn í
fyrirtækið og opna það meira, segir
Boberg að fyrirtækið sé eins opið og
hægt er, þetta hafi verið grundvall-
arákvörðun og svona hafi það alltaf
verið.
Accenture hefur norskar rætur,
þar sem Norðmaðurinn Arthur And-
ersen stofnaði endurskoðunarfyrir-
tækið Arthur Andersen & Co.
snemma á síðustu öld. Sérstakt fyr-
irtæki, Andersen Consulting, var
stofnað um ráðgjafardeild fyrirtæk-
isins árið 1989 og ber það frá síðustu
áramótum nafnið Accenture. Velta
Andersen Consulting á síðasta ári
nam 10,3 milljörðum bandaríkjadala,
um 900 milljörðum íslenskra króna.
Gefur ein-
ungis upp
veltutölur
Ósló. Morgunblaðið.