Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 66
Bölverkur Bölverkur leikur rokk í þyngri kantinum og er úr Mos- fellsbæ og Stykkishólmi. Sveitina skipa þeir Sigmar Logi Hinriksson gítarleikari, Bragi Páll Sigurðsson söngvari, Hrafnkell Thorlacius bassaleikari og Jón Ragnar Daða- son trommuleikari. Meðalaldur þeirra er um átján ár. Streymi Streymi er tríó úr Reykjavík skipað þeim Ein- ari Barkarsyni trommuleikara, Ingvari Andra Egilssyni bassaleikara og Rúnari Inga Einars- syni gítarleikara. Þeir eru allir á sextánda árinu og leika emo, emotional hardcore. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar, hljómsveitakeppni bílskúrssveita, standa sem hæst; lokið er tveimur tilraunakvöldum og það þriðja verður í kvöld. Þegar hafa nokkrar hljómsveitir tryggt sér sæti í úrslit- um tilraunanna sem verða 30. mars næstkomandi og eftir keppnina í kvöld bætast tvær til þrjár við eftir frammistöðu þeirra. Sigurveitir Músíktilrauna vinna sér inn hljóðverstíma; 28 hljóðvers- tíma í Sýrlandi sem Skífan gefur og 28 tímar í Grjótnámunni sem Spor gefur. Einnig gefur Geimsteinn efnilegustu hljómsveitinni 25 hljóð- verstíma, Tónabúðin og Tónastöðin verðlauna söngvara, Tónabúðin þann besta með Shure-hljóðnema og Tónastöðin þann efnilegasta með Sennheiser-hljóðnema. Hljóð- færahús Reykjavíkur gefur gjafa- bréf besta bassaleikaran- um og besta hljómborðs- leikaranum, Samspil besta trommuleikaranum vöru- úttekt, Rín besta gítar- leikaranum gjafabréf en sá fær líka gjafabréf frá Tónastöðinni. Japis gefur sigursveitunum geisla- diska og verðlaunar besta rapparann með gjafabréfi. Tölvumenn fá verðlaun líka, sá besti fær dag í hljóðveri Thule-útgáfunn- ar, hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tónastöð- inni. Rás 2 sendir út úrslita- kvöldið og leggur til kynni öll kvöldin, Ólaf Pál Gunn- arsson. Jón Skuggi Stein- þórsson sér um hljóm á tilraununum en hljóðkerf- ið er frá Marteini. Styrkt- araðilar Músíktilrauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Vífilfell, Domino’s Pizza, Flugfélag Íslands, Íslandsflug, Rás 2 og Nings. Gestasveitir í kvöld eru Delphi, sem leikur áður en tilraunahljómsveitirnar hefja leik sinn, og Jagúar sem leikur á meðan at- kvæði eru talin. Morgunblaðið/Golli Músíktilraunum Tónabæjar verður fram haldið í kvöld. Árni Matthíasson kynnti sér hljómsveitirnar sem fram koma og segir þær venju fremur fjölbreyttar. Lime Emil H. Petersen kallar sig Lime og leikur á tölvur og hljómborð. Hann er fæddur 1984. Dice Sunnlenska sveitin Dice leikur sérstakt rokk að sögn en hana skipa þeir Kristján Björnsson sem leikur á trommur, Gunnar Þórbegur Harðarson sem leikur á gítar, Ingólfur Örn Friðriksson sem syngur og Árni Hjörvar Árnason sem leikur á bassa. Þeir eru úr Hveragerði utan að Árni er úr Reykjavík. Þeir eru á aldrinum frá sextán til tvítugs. Úr öllum áttum Natar Þeir Sigurður Kjartan Kristinsson, bassaleikari og söngv- ari, Ívar Húni Jóhannesson, hljómborðsleikari og söngv- ari, Daníel F. Böðvarsson gítarleikari og Bjarni F. Bjarna- son trommuleikari skipa hljómsveitina Natar. Hljóm- sveitin sú leikur rokk, en liðsmenn eru á tólfta árinu. Treinikin Treinikin heitir hljómsveit úr Reykjavík sem leikur salsa hip- hop. Hana skipa Karim Djermoun sem sér um forritun og rapp, Helgi Pétur Lárusson sem skrámar plötur, Hjalti Steinn Sig- urðsson sem rappar, John Freyr Aikman sem leikur á trömmur með annarri hendi og Guðlaugur Árnason sem leikur á hljóð- gervil. Ekki er ljóst á hvaða aldri þeir félagar eru. Andlát Andlát er af Stór-Reykjavíkursvæðinu skipuð þeim Sigurði Trausta Traustasyni söngvara, Inga Þór Pálssyni og Bjarka Fannari Atlasyni gítarleikurum, Hauki Valdimar Pálssyni bassa- leikara og Val Árna Guðmundssyni trommuleikara. Meðalaldur þeirra er rétt tæp nítján ár og þeir segjast leika þungarokk. Morgunblaðið/Þorkell MÚSÍKTILRAUNIR 66 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 25. mars klukkan 16.00 verður flutt í Hafnarfjarðar- kirkju leikdagskrá í tónum og tali um trú og sjósókn fyrr og nú. Dagskráin nefnist „Það gefur Guð minn“. Dregn- ar verða upp leiftrandi svipmyndir af sjósókninni og þekktum persónum sem koma þar við sögu. Jón Hjartarson leikari hefur sett dagskrárefnið saman og mun standa að flutningi þess ásamt leikurunum Ragnheiði Steindórsdóttur og Jóni Júlíussyni. Þórunn Sigþórsdóttir söngkona og Carl Möller píanóleikari munu ásamt leikurunum flytja sjó- mannalög og lausavísur í þessari leik- dagskrá, sem er bæði fjörleg og hríf- andi. Meðal dagskráratriða eru: Sjóferð- arbæn og varasöngur. Fyrstu miðin, fyrsta lúterska kirkjan á Íslandi, þýska kirkjan í Hafnarfirði, skútan og sauðkindin, Stjáni blái, söltu jólin í Hafnarfirði, jarlarnir í Firðinum – togaraöldin, botnvörpungurinn Garð- ar – með fulla lest, nýsköpun, slysin stóru, útgerð í öldudal, aftur byr, skuttogaraöld. Og meðal söngva eru fjörleg og falleg lög eins og: Með fulla lest, Sjómenn íslenskir, Sævar að söl- um, Heyr mína bæn, Sofnar lóa. Aðgangur er ókeypis og allir hjart- anlega velkomnir. Boðið verður upp á harðfisk og smjör, kaffi og afmælis- kringlu og samræður við leikarana í Strandbergi eftir sýninguna. Messað verður einnig í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 á morgun. Þau standa að flutningnum, frá vinstri: Þórunn Sigþórsdóttir, Ragn- heiður Steindórsdóttir, Jón Júlíusson, Carl Möller og Jón Hjartarson. Hafnarfjarðarkirkja á sunnudag Leikdagskrá um sjósókn og trú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.