Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN Snæland leigu- bílstjóri skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 15. mars síðastliðinn sem hann kallar „Dauður miðbær“. Þar ger- ir Kristinn að umtalsefni starf stöðuvarða og virðist komast að þeirri niðurstöðu að tilvist þeirra sé að ganga af miðbænum dauðum. Kristinn biðst undan eftirliti stöðuvarða með sér og sinni starfstétt þar sem þeir séu þess fyllilega umkomnir að meta það sjálfir hvenær bif- reið sé lagt án þess að hindra aðra umferð, þó svo að bifreiðinni sé ólöglega lagt. Í sömu andránni kallar hann á eftirlit með „liði því“, starfsfólki fyrirtækja og stofnana, sem gerir sér það að leik að leggja bifreiðum sínum allt að inngangi vinnustaða, svo að hvorki þeir sem eru að koma með vörur né viðskiptavinir komast þar að. Þetta er ein- mitt sá veruleiki sem Bíla- stæðasjóður Reykjavíkur býr við og Kristinn gerir að umtalsefni. Hver hópur veg- farenda telur sinn rétt æðri rétti hinna. Rétt er þó að staldra við og skoða málið nánar út frá fleiri hliðum. Miðborgarsvæðið er vett- vangur fjölþættrar starf- semi á sviði þjónustu, við- skipta og stjórnsýslu. Þangað sækir fólk í marg- víslegum erindagerðum samhliða þeirri jákvæðu þróun athafnalífs sem átt hefur sér stað í miðborginni. Hins vegar má ekki gleyma því að almennar breytingar í samfélaginu snerta mið- borgina líka og sérstaklega hefur gríðarleg aukning á bílaflota borgarbúa og landsmanna allra þar sterk áhrif. Þessi aukning er meiri en svo að henni verði mætt á skömmum tíma með nægri fjölgun bílastæða í miðborg- inni. Sú leið sem valin hefur verið í Reykjavík og öllum öðrum borgum sem við vilj- um bera okkur saman við er að setja leikreglur um gjald- töku og eftirlit stöðuvarða. Aukinni þörf fyrir að leggja bílum á miðborgarsvæðinu verður ekki svarað nema með gjaldtöku og þá mis- munandi hárri eftir umferð- arþunga. Með því einu kom- ast þeir sem það kjósa og eiga þangað erindi í stutta stund sem næst inngangi fyrirtækja og stofnana. Þeir sem ætla að dvelja lengur eða jafnvel daglangt leggja þá bifreið sinni lengra frá þar sem það er ódýrara. Þetta mætti Kristinn hafa í huga þegar hann talar um stríð sitt við stöðuverði. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu máli, annað- hvort eru uppi reglur fyrir alla vegfarendur eða öllum reglum er algjörlega sleppt og frumskógarlögmálið látið ráða; fyrstur kemur fyrstur fær. Sú ívilnun sem Kristinn fer fram á til handa sinni starfstétt varðar annan hóp vegfarenda sem eru þeir gangandi. Sá hópur er ekki allt of hrifinn þegar hann kvartar til Bílastæðasjóðs Reykjavíkur undan sendi- ferðabílum og leigubílum sem lagt er í bága við reglur, á gangstéttum eða öðrum þeim stöðum sem ætlaðir eru fyrir umferð gangandi vegfarenda. Er réttur þeirra sem koma með vörur í verslanir að einhverju leyti meiri eða æðri en hinna sem ferðast um fótgangandi? Af hverju á það að vera sjálf- sagt mál að gangandi veg- farandi þurfi að leggja lykkju á leið sína, jafnvel út á götu, því leigubílstjóri tel- ur rétt sinn meiri? Það þarf að vera leið til að sætta þessa hópa sem berjast um þann takmarkaða fjölda sem til er af bílastæðum í miðborginni. Það er meðal annars eitt af hlutverkum stöðuvarða og stofnunar eins og Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Breyting á gjaldtöku á síðastliðnu ári var liður í að koma á sáttum. Með því er markaðslögmál- ið látið um að stjórna, þeir sem vilja komast sem næst sínum áfangastað borga meira fyrir það og í kjölfarið eru meiri líkur á að leigubíl- stjórar og aðrir þeir sem eru að skila af sér vörum eða farþegum fái laus lögleg bílastæði við sinn áfanga- stað. Með öðrum orðum, mishá gjaldtaka leiðir af sér fleiri vel staðsett skamm- tímastæði. Það er í sjálfu sér ekki ósanngjörn krafa af hálfu Kristins að óska eftir sérreglum fyrir sig og sína starfstétt, en það er ósann- gjarnt gagnvart þeim er þær sérreglur bitna á. Hver og einn vegfarandi ætti að hafa í huga að aukinn réttur eins hóps kallar á skerðingu á rétti allra hinna, þar sem um takmarkað magn bíla- stæða er að ræða, svo tak- markað að til er stofnun sem gerir það eitt að stjórna notkun þeirra. Leifur Eiríksson, Bílastæðasjóði Reykjavíkur. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR flaug (gári) inn til mín sunnudag- inn 18. mars sl. og ég vildi athuga hvort eigandi væri ekki farinn að sakna hans. Fuglinn er kvenkyns, hvítur og örlítið blár, mjög gæfur og vill örugglega komast heim til sín. Hægt er að hringja í 555-2895 og spyrjast fyrir um fuglinn. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Stöðuverðir og miðbærinn Skipin Reykjavíkurhöfn: Skóg- arfoss kemur og fer í dag. Freri, Hvidbjörnen og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pétur Jónsson og Hamrasvanur fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Magnús Randrup leikur á hljóðfæri í kaffi- tímanum fyrir söng. Mætum og syngjum saman. Vöfflur og rjómi með kaffinu. Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opn- ar, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal, félagsvist kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu að Varmá kl. 10–11 á laugard. Jóga kl. 13.30–14.30 á föstud. í dvalarheimilinu Hlað- hömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustof- an og handavinnustofan opin, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13.30 gönguhópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13.30. Dansleikur föstudag, 23. mars, kl. 20.30, Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Vorfagn- aður í Kirkjuhvoli í boði Oddfellow 29. mars kl. 19.30. Fótaaðgerðir mánudaga og fimmtu- daga. Ath. nýtt síma- númer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Dagsferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið- Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði, Glæsibæ. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Þriggja daga ferð á Snæfellsnes 27.–29. apríl. Gististaður: Snjó- fell á Arnarstapa. Hringferð um Snæfells- jökul. Komið að Ólafs- vík, Hellissandi og Djúpalónssandi. Brott- för frá Ásgarði, Glæsibæ 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfur- línan opin á mánudög- um og miðvikudögum kl. 10–12. Ath. opnunar- tími skrifstofu FEB er kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf kl. 9–16.30, vinnustofur opnar frá hádegi, spila- salur opinn. Mánudag- inn 26. mars kemur Hrafnistukórinn í heim- sókn. Föstudaginn 23. mars kl. 15 syngur Gerðubergskórinn í Eden í Hveragerði, allir velkomnir. Miðvikudag- inn 28. mars verður far- ið í heimsókn til Þor- lákshafnar og samvera með eldri borgurum þar. Skráning hafin. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og útskurð- ur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia. Í dag kl. 14.30 verður skemmtun, kór Furu- gerðis 1 kemur og skemmtir með söng og gamanmálum, kaffiveit- ingar. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn. Kl. 14.30 leikur Ragnar Páll Einarsson á hljóm- borð fyrir dansi. Gott með kaffinu. Allir vel- komnir. Fimmtudaginn 29. mars verður heim- sókn í Listasafn Íslands á sýninguna Náttúru- sýnir. Upplýsingar og skráning í afgreiðslu í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morgun- stund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugardög- um kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Á morgun verð- ur barnaland.is með stutta kynningu. Allir velkomnir. MS-félag Íslands. Kynn- ing á d&e MS. Opið hús hjá dagvist og endur- hæfingarmiðstöð MS- sjúklinga, Sléttuvegi 5, laugardaginn 24. apríl kl. 14–16. Kynning á starfseminni. Auk þess verða handgerðir munir til sölu. Parkinsonsamtökin á Íslandi. Aðalfundurinn verður haldinn í safnað- arheimili Áskirkju laug- ardaginn 24. mars kl. 14. Venjuleg aðalfund- arstörf, kaffiveitingar og skemmtiatriði. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Skemmtifundur verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ á morgun kl. 14–16. Ávarp flytur Ís- ólfur Gylfi Pálmason, Vinabandið leiðir söng og dans. Allir velkomn- ir. Átthagafélag Stranda- manna heldur vorball sitt laugardaginn 24. mars í Breiðfirðingabúð. Húsið opnað kl. 22, hljómsveitin Breiðband- ið ásamt Mattý Jóhanns leikur fyrir dansi. Minningarkort Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er föstudagur 23. mars, 82. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En sá, sem uppfræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlutdeild með sér í öllum gæðum. (Gal. 6, 6.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. LÁRÉTT: 1 kústum, 4 tré, 7 blítt, 8 lélegrar skepnu, 9 traust, 11 skordýr, 13 úrgangur, 14 skerandi hljóð, 15 úr- þvætti, 17 streita, 20 kona, 22 skolli, 23 bítur, 24 ílátið, 24 ákvarða. LÓÐRÉTT: 1 sjávardýrum, 2 kurt- eisu, 3 södd, 4 ódrukkinn, 5 hnífar, 6 rödd, 10 verkfæri, 12 auðug, 13 ósoðin, 15 hyggin, 16 erf- ingjar, 18 skrökvar, 19 grúinn, 20 ró, 21 þyngd- areining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 afslöppun, 8 fornt, 9 niðið, 10 ann, 11 akkur, 13 arðan, 15 úthaf, 18 áfátt, 21 úlf, 22 nafns, 23 aftan, 24 hagnýting. Lóðrétt: 2 fersk, 3 litar, 4 pinna, 5 urðað, 6 efla, 7 áðan, 12 uxa, 14 rif, 15 úfna, 16 hafna, 17 fúsan, 18 áfast, 19 ástin, 20 tonn. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJA lízt vel á hugmyndir,sem kynntar voru í Morgun- blaðinu á miðvikudag, um að bæta við byggingum í Hljómskálagarðin- um og byggja veitingahús og hljóm- sveitarpall í stíl við gamla Hljóm- skálann. Lengi hefur alltof lítið verið gert til að auðga mannlífið í Hljóm- skálagarðinum. Garðar þrífast ekki almennilega nema fólk hafi eitthvað þangað að sækja annað en að sitja úti á túni – nóg er af túnunum í Reykjavík. Það skýtur skökku við að í Laugardalsgarðinum sé miklu fleira við að vera en í stærsta al- menningsgarði miðborgarinnar. Þegar flugvöllurinn verður farinn úr Vatnsmýrinni og hægt að halda áfram að þróa þar miðborgarbyggð verður Hljómskálagarðurinn mikil- væg tenging á milli eldri hluta mið- borgarinnar og þess nýrri. Víkverji hvetur því borgaryfirvöld til að gefa þessum hugmyndum gaum. x x x VÍKVERJA finnst ömurlegt aðganga um bæinn og horfa upp á allt veggjakrotið, sem er á nánast hverjum einasta rafmagns- og síma- kassa í bænum og á mörgum öðrum sameiginlegum eignum borgaranna jafnt sem einkaeignum fólks. Þetta hörmulega hrafnaspark er auðvitað ekkert annað en skemmdarverk af verstu tegund og kostar háar fjár- hæðir að þrífa ósómann. Víkverja skilst að margir þeir, sem ástunda þetta krot, líti á sig sem einhvers konar listamenn. Enn hefur skrifara ekki tekizt að koma auga á hinn list- ræna þráð í því að sóða út eignir annarra með úðabrúsa eða túss- penna og svo mikið er víst að fæstir krotararnir fengju hátt í teikningu. Víkverji er þeirrar skoðunar að áhrifaríkar refsingar eigi að liggja við þessum skemmdarverkum og krotararnir eigi að fá góðan tíma til að íhuga listrænt gildi verka sinna á meðan þeir hljóta uppbyggilega endurhæfingu. Kannski er hægt að nýta hæfileika þeirra til að mála númeraplötur og götuskilti á meðan. x x x HUGSANLEGA má bjarga ein-hverjum af veggjakroturunum frá eigin skemmdarfýsn með því að ljá þeim veggi, sem þeir mega krota á með leyfi borgaryfirvalda. Víkverji er ekki frá því að þar sem það hefur verið gert megi sjá listræn tilþrif sem geta jafnvel verið til prýði. Þetta virðist bara ekki duga til að útrýma veggjakrotinu af þeim stöð- um, þar sem það á alls ekki heima. Og jafnvel þar sem fallegar vegg- myndir hafa verið gerðar af krökk- um með listræna hæfileika geta skemmdarvargarnir ekki séð þær í friði, heldur byrja að krota yfir þær! x x x SAMSTARF Leikfélags Akureyr-ar og Leikfélags Íslands um að sýna leikrit bæði norðan heiða og hér syðra er snjöll hugmynd. Vík- verji hefur séð sýninguna, sem verið hefur á fjölunum nyrðra en er nú ný- komin suður, Sniglaveizluna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Að öðrum leikurum ólöstuðum fer Gunnar Eyjólfsson algjörlega á kostum í verkinu. Hann vinnur nú hvern leik- sigurinn á fætur öðrum, þótt kominn sé á áttræðisaldur. Víkverja finnst mikill fengur að því að bæði Norð- lendingar og höfuðborgarbúar geti fengið að njóta vel heppnaðra sýn- inga eins og Sniglaveizlunnar og er þess fullviss að samstarf af þessu tagi á framtíðina fyrir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.