Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUNNLENSK orka ehf. var stofnuð í ágúst 1999. Að henni standa Rafmagnsveitur ríkis- ins (RARIK) með 90% eignaraðild og Eignar- haldsfélög Hvera- gerðis og Ölfuss með 5% eignaraðild hvort. Sunnlensk orka hafði heimild frá iðnaðar- ráðuneyti um borun til- raunaholu við Græn- dalsá sunnan Þrengsla þar sem gönguleið liggur inn í Grænsdal. Á þeim stað var boruð hola fyrir rúmum 40 árum sem nú er ónýt, en fleiri bor- holur eru þar í næsta nágrenni. Fljótlega kom þó í ljós að þetta var Sunnlenskri orku ekki nóg, – inn í Grænsdal skyldi haldið og reynt að afla leyfis til tilraunaborunar þar. Ég kýs að nefna dalinn Grænsdal og styðst þar við elstu ritheimildir, ör- nefnaskrá og frásagnir gamalla Ölf- usinga, en nöfnin Grens- og Græn- dalur hafa einnig komið fyrir. Lögð var fram og auglýst skýrsla um mat á umhverfisáhrifum 7. apríl 2000. Skipulagsstofnun felldi þann úr- skurð 28. maí 2000 að frekara mats væri þörf vegna rannsóknarholu í Grænsdal. Nú hefur það mat verið lagt fram og auglýst með athuga- semdafresti til 4. apríl nk. og geta netverjar skoðað það á heimasíð- unni, /rarik.is/sunnorka/. Grænsdalur er rétt við bæjardyr þéttbýlis, norðan Hveragerðis í miðju einstæðs umhverfis sem nær frá Ástaðafjalli í vestri og að Reykjafjalli í austri. Vestan hans er Reykjadalur sem margir þekkja einkum vegna hinnar heitu ár sem rennur um hann úr Klambragili við botn hans. Norðan dalanna er há- lendið austan Hengils á mörkum Grafnings og Ölfuss með útsýni til Þingvallavatns. Það er vinsælt göngusvæði með sérstæðum mynd- unum og má þar t.d. nefna hvera- svæðið á Ölkelduhálsi og hina fornu gígkatla Kattartjarnir. Grænsdalur, sem var fyrrum slægnaland bænda, hefur notið þess að vera nær ein- göngu vettvangur þeirra fótgang- andi og sloppið við áreið hesta- manna og vélhjóla að mestu. Samkvæmt skýrslu Sunnlenskrar orku er áætlað að leggja veg, sem borið getur 40 tonna bíla, inn í Grænsdal að tilraunaborholu liðlega 2 km innan Þrengsla en þau loka út- sýn til dalsins frá suðri. Þá kemur einnig fram að vegurinn verði til frambúðar þó svo að ekki verði virkjað þar. Því er haldið fram að það verði ferðamennsku til góða ef hægt verði að aka eða ríða inn í dal- inn, þ.e. að fleiri muni koma þangað. Þetta sýnir algjöran skort á tilfinn- ingu fyrir gildi ósnortinnar náttúru. Flestir, sem í Grænsdal koma, eru því sammála að gangan inn Þrengslin og að- koma að dalnum þann- ig gefi ferð þangað mest gildi. Innan Þrengsla lokast allt út- sýni til byggða og lita- dýrð hverasvæða og bergs við farveg Græn- dalsár lætur engan ósnortinn. Land er þar rakt og þolir illa ágang hópreiðar, hvað þá tor- færuhjóla, sem því miður hefur sett mark sitt á Reykjadal þar rétt vestar. Hætt er við að nái hugmyndin um veg inn í dalinn fram að ganga með tilheyrandi bílastæðum og hóp- reið hesta- og vélhjólamanna, muni fljótlega stórlega sjá á dalnum. Einnig er ljóst að skemmtilegasti hluti gönguleiðarinnar, þ.e. inn í dal- inn, yrði aðeins skuggi þess sem nú er. Skýrsla Sunnlenskrar orku er enginn skemmtilestur, þunglama- legt stofnanamál með stöðugum endurtekningum og örnefnaþekking virðist lítil sem engin og oft röng. Sú ákvörðun löggjafans að láta fram- kvæmdaaðila annast og kosta matið býður þeirri hættu heim að þeir, sem ráðnir eru til þess af verk- kaupa, reyni að þóknast hans sjón- armiðum. Þetta kemur berlega fram í skýrslunni sem er nánast einhliða sóknarskjal fyrir framkvæmdinni. Eru sveitarstjórnir vanhæfar til að annast skipulag? Þrátt fyrir að nú sé liðinn ald- arfjórðungur frá því hafin var vinna við svæðisskipulag í Ölfusi er nið- urstaða engin. Engin stefna um nýt- ingu er til s.s. um hvað skuli vernda og ekki hafa verið skipulagðar göngu- og reiðleiðir. Einstök svæði eru því berskjölduð fyrir innrásum sem þessari. Hvað veldur er ekki á hreinu. Þrjár sveitarstjórnir, í Ölf- usi, Hveragerði og Árborg, koma að málinu og þegar svo er kennir oft hver öðrum. Í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkru um flugvallarmál o.fl.velti dr. Jónas Elíasson prófessor því fyr- ir sér hvort sveitarstjórnir væru hæfar til að annast skipulagsmál. Þar ráða oft þröngir skammtíma- hagsmunir sem lýsa sér m.a. í hring- torgum á þjóðvegi nr. 1. Hlutverk þeirra virðast einkum vera á að hægja á umferð til þess að laða ferðamanninn að verslunum þar við. Ekki veit ég hvort betur má treysta reglustiku-embættismönnum á skrif- og teiknistofum heldur en kjörnum sveitarstjórnarmönnum enda veldur þar hver á heldur. Hitt er ljóst að athafnaleysi sveitar- stjórna, sem koma að svæðisskipu- lagi í Ölfusi, er þeim til vansa. Sú hætta sem nú vofir yfir Grænsdal er þar eitt dæmið. Annað, sem blasir við vegfarendum sunnan Ingólfs- fjalls, er malarnáman í Djúpadal. Þar er eina góða gönguleiðin upp á fjallið vestan-, sunnan- og austan- vert og er stöðugt verið að þrengja að henni. Enn má nefna raflínuna sem fyrir nokkrum árum var lögð úr Grafningi og um Ölkelduháls vestur á Hellisheiði. Það er vissulega svo- lítið pínleg staða að sýna göngufólki litadýrð hveranna á Ölkelduhálsi með háspennulínur yfir höfði sér. Sú kynlega staða er komin upp á þessu svæði að Orkuveita Reykja- víkur hefur helgað sér allt land sunnan Hengils og hyggur á orku- vinnslu þar. Ríkið er hins vegar eig- andi Reykjakots og Reykjatorfunn- ar og þar vill RARIK hasla sér völl. Skynsamlegra væri að skoða þetta svæði sem eina heild og skipuleggja orkuvinnslu þar sem líklegast er að ná góðum árangri með sem minnst- um spjöllum. Það vekur vissulega nokkurn ugg ef væntaleg sam- keppni milli raforkuframleiðenda leiðir til þess að nátturuperlum verði fórnað. Sú hætta er líka fyrir hendi að keppinautarnir sæki í sama orkupottinn á þessu svæði. Að vera á móti atvinnu Þeir sem leyfa sér að standa gegn virkjunaráformum og vilja verja náttúruna í sem upprunalegastri mynd eru oft bornir þeim sökum að vera á móti atvinnu og framförum. Í þessu tilfelli er því til að svara að gufuaflsvirkjun ein sér býr ekki mörgum störf þegar vinnu við upp- setningu hennar lýkur. Þá er látið að því liggja af talsmönnum Sunn- lenskrar orku að gufu frá virkjun- inni megi nýta til iðnaðar. Hver- gerðingar, sem um áratuga skeið hafa horft á borholur við túngarð- inn, ættu þó að vita betur. Að vísu hafa oft, einkum á kosningaárum, verið settar fram glæstar hugmynd- ir um iðjuver sem nýttu gufuna til framleiðslu sinnar. Þær hafa reynst skýjaborgir einar. Hins vegar er ekki vafi á því að sú stórkostlega náttúra, sem Hveragerði tengist, getur reynst byggð þar og í næsta nágrenni mesta lyftistöng ef rétt er að málum staðið. Þar má nefna ferðaþjónustu, heilsurækt og síðast en ekki síst það aðdráttarafl sem Grænsdalur og umhverfi hans getur verið þeim sem eru að velja sér stað til búsetu. Því er nauðsynlegt að standa vörð um þessi náttúruverð- mæti og láta ekki virkjunargleði villa sér sýn. Virkjanaglaðir á villigötum Björn Pálsson Náttúruvernd Nauðsynlegt er að standa vörð um náttúruverðmæti, segir Björn Pálsson, og láta ekki virkj- anagleði villa sér sýn. Höfundur er forstöðumaður Héraðsskjalasafns Árnesinga. VEÐRIÐ á djúp- stæðar rætur í sálar- vitund margra og mikið er fjallað um hvernig það leikur mann og annan. Við- fangsefnið er óþrjót- andi; sem dægradvöl, starfsvettvangur eða lífsnauðsyn. Fyrir Ís- lendinga snýst þetta um að bæta stöðuna í þráteflinu við nátt- úruöflin. Rannsóknir í veður- fræði og tækniþróun bæta stöðugt þekk- ingar- og þjónustustig veðurspáþjónustunnar. Veðurfar ræður miklu um lífsafkomu fólks í mörgum atvinnugreinum. Áætlað hefur verið að fjárhagslegur ávinn- ingur samfélagsins af aukinni fjár- festingu í veðurþjónustu sé allt að sjöfaldur. Ef fjallað er um lífsgæði í þessu sambandi nægir að benda á hættulegustu störf í heimi, störf sjómanna. Í heiminum öllum farast daglega 70 sjómenn. Fullvíst er að lækka má þá tölu með bættri veð- urþjónustu. Mælitæknin og aðferðirnar spanna vítt svið og margvíslegar aðferðir skila árangri. Notast má við handhæga reynslu og sérþekk- ingu á nánasta umhverfi til að „lesa sér til“ eða hagnýta vísinda- legar aðferðir, ofurtölvur, há- tæknivædd mælitæki í gervitungl- um og afkastamikil fjarskiptakerfi. Alþjóðlegt samstarf Innan veðurfræðinnar er löng hefð fyrir alþjóðlegu samstarfi og því hefur verið fleygt að hnattvæð- ing í nútímasamfélagi hafi einna fyrst komist á í veðurþjónustu. Al- þjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) er hinn formlegi samstarfsaðili að- ildarríkja Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Stofnunin heldur al- þjóða veðurfræðidaginn hátíðlegan í dag. Hlutverk Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar hefur fyrst og fremst verið að staðla og sam- ræma verklag við starfrækslu veð- urþjónustu og að stuðla að fræðslu til hækkunar á þekkingar- og þjónustustigi í vanþróuðum lönd- um. Höfuðmarkmið stofnunarinnar eru að tryggja víðtæka miðlun veðurupplýsinga, opið og óhindrað aðgengi og að aðvaranir um válynd veður nái til sem flestra. Stofnunin byggir starf sitt á framlögum aðildarstofnana sem eru veðurstofur aðildarþjóðanna. Allir njóta góðs af þessu samstarfi og er það forsenda fyrir veður- þjónustu með nútímasniði. Mikil- vægasti hluti þessa samstarfs er regluleg öflun og úrvinnsla gagna sem fylgir alþjóðlegum stöðlum. Ný tækifæri til útrásar, hnattvæðing Í samstarfssamningi aðildar- þjóða Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar hefur verið skilgreint á hvaða forsendum einstaklingum og fyrirtækjum nýtist starfsemi hennar. Með því hafa veðurstofur þjóðlandanna tekið á sig skyldur við al- þjóðasamfélagið gegn því að fá að hagnýta sér hana og deila jafn- framt rétti sínum með öðrum; stofnunum, fyrirtækjum og ein- staklingum. Framfarir í tölvu- og fjarskiptatækni hafa skapað ný tæki- færi fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að starfrækja þjónustu- starfsemi á sviði veð- urfræði án frekari at- beina opinberra stofnana. Veðurþjónusta verður því aðeins lífvænleg starfsemi að til komi virðisauki í bættri úr- vinnslu, reglulegri vöktun og öfl- ugri fjölmiðlun til neytanda. Afrakstur veðurþjónustunnar er það sem að notendum snýr og al- menningur þekkir af fjölmiðlun í blöðum, útvarpi, sjónvarpi. Við þetta má bæta Internetinu sem er álíka byltingarkennd leið til fjöl- miðlunar af þessu tagi og ljós- vakamiðlarnir eru. Bandaríkjamenn hafa ótvírætt lagt mest af mörkum til alþjóða- samstarfs á sviði veðurþjónustu og ganga lengst í að búa í haginn fyr- ir fyrirtæki sem hasla sér völl með veðurþjónustu. Þessi iðnaður á sér margra áratuga langa hefð og er afar fjölskrúðugur. Nýjasta tækni og vísindi Nútíma tölvu- og fjarskipta- tækni opnar nýjar leiðir fyrir þjónustu á sviði veðurfræði. Veð- urspár dagsins í dag byggja á samstilltum mælingum á veðrinu – upphafsástandi lofthjúpsins og framreiknaðri þróun veðursins samkvæmt lögmálum eðlisfræðinn- ar. Rannsóknir og þróun á bættum aðferðum við útreikninga á hita, vindátt, úrkomu, skýjum og geisl- un eru helstu viðfangsefni tölu- legrar veðurspáfræði í dag. Framfarir munu halda fram meðan framleiddar eru kröftugri tölvur, betri mælitæki og skilvirk- ari fjarskiptakerfi til fjölmiðlunar til neytenda. Til þess að þróun til framfara á sviði veðurþjónustu missi ekki marks þá er mikilvægt að hún eigi sér stað í nánum tenglum við not- endur og í nálægð við fjölmiðla- og fjarskiptamarkað. Þessi nálægð tryggir bestu og hagkvæmustu lausn. Ótakmarkaðar ábyrgðir op- inberra aðila gera það að verkum að veðurspáþjónusta getur orðið ómarkviss en það býður þeirri hættu heim að notendur sitji uppi með löngu úrelta þjónustu. Rannsókna- og hugbúnaðarfyr- irtækið Halo ehf. hefur á forsend- um þessa opna alþjóðlega starfs- umhverfis lokið við uppsetningu á háþróuðu tölvukerfi til veðurspá- framleiðslu. Kerfið er í dag notað til að framleiða myndrænt fjöl- miðlunarefni fyrir veraldarvefinn, síma og sjónvarp. Óheft aðgengi að alþjóðlegum gögnum frá Bandaríkjunum hefur skipt sköpum. Í tilefni þessa hefur Halo valið að opna þjónustuvef fyrir Norður-Ameríku á alþjóða veðurfræðidaginn. Nú geta þeir í Bandaríkjunum sem tala önnur tungumál en ensku valið úr fjöru- tíu tungumálum á veðurupplýs- ingavef Halo ehf, „theyr.com“. Er það gott dæmi um hvernig virð- isauki af frjálsu upplýsingastreymi kemur notendum upplýsinga til góða. Veður fyrir alla – hnattvæðing veðurþjónustu Björn Erlingsson Höfundur er forstöðumaður rann- sókna og þróunar hjá Halo ehf. Veðurfræði Nútíma tölvu- og fjarskiptatækni, segir Björn Erlingsson, opnar nýjar leiðir fyrir þjónustu á sviði veðurfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.