Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ É g hélt að ég hefði séð allt og reynt flest en þegar ég hitti Vidda B. í kaffiteríu Þjóð- menningarhúss rak mig í rogastans. Þetta má ekki misskiljast; ég geng að því sem vísu að lesendur gjörþekki hvernig samstarfi okkar Vidda B. lauk. Ágreiningur kom upp um framtíðarstefnu fyr- irtækis okkar, teppahreins- unarfyrirtækisins Teppahreinsun, það er rétt. En það er jafngott að það komi loks fram að við slitum samstarfinu í góðu. Fregnir af öðru eru uppspuni og lygi. Þetta er einfaldlega það, sem gerist í við- skiptalífinu þegar samstarfsaðila greinir á um leiðina fram á við og í raun ekkert fréttnæmt við það. En ég átti svo sannarlega ekki von á að rekast á Vidda B. í Þjóð- menningarhúsi. Það skal við- urkennt; ég hélt bara að áhugasvið hans væri annað, þó svo vissulega megi þar þaulkanna gólfin með til- liti til bónunar. „Nei, sæll Viddi, þú ert bara að drekka í þig þjóðmenn- inguna eins og ég. Finnst þér sýningin ekki æði?“ Viddi rétti fram höndina en var frekar þungur á brún. „Nei, Viddi … ég meina, við er- um nú búnir að gera út um þetta, er það ekki? Ég var ekki á bak við fréttina…“ „Jú blessaður vertu maður, ég hugsa ekki einu sinni lengur um teppahreinsun, þó auðvitað gæti verið gaman að komast í vel skít- ugan stigagang,“ sagði Viddi og bauð mér harðfiskbita. „Já, þú ert alltaf velkominn í heimsókn, það veistu, alltaf gaman að sjá vana menn að störfum,“ sagði ég. „Mér fannst þú bara eitt- hvað svo þungur og alvarlegur.“ „Það eru bara þessar sýningar maður, þær lýsa bara alls ekki þjóðmenningunni eða framlagi Ís- lendinga til heimssögunnar,“ sagði Viddi. „Nú?“ sagði ég. „Þetta er í ní- unda skiptið sem ég kem hingað og mér finnst ég alltaf fara út meiri Íslendingur og þar af leið- andi betri maður. Áttu við að það vanti myndir af íslenskasta fólki 20. aldarinnar, Steingrími Her- mannssyni, Hófí og óþekkta kvótaeigandanum?“ „Nei,“ sagði Viddi um leið og við fengum okkur sæti við eitt borðið. „Mér finnst bara algjörlega vanta það mikilvægasta, sem við Íslend- ingar höfum lagt til mannkynssög- unnar.“ „Meinarðu að það vanti vax- brúðu af Bjarna geimfara og hljóð- ritanir af áramótaávörpum Vigdís- ar Finnbogadóttur? Kannski upplýst líkan af þjóðveldisbænum eða mynd af Jóhannesi Eðvalds- syni að skora gegn Austur- Þjóðverjum?“ spurði ég um leið og ég vinkaði í þjónustustúlkuna. „Fröken, viljið þér færa okkur undanrennu og brauð með slátri?“ Viddi gerðist nú rauður og þrút- inn í andliti og ég sá að á hann var renna gamli hamurinn, sem ég þekkti svo vel frá því er hann klár- aði heilu skrifstofuhæðirnar á meðan ég glímdi kannski við eina mottulufsu eða tvær. „Nei, ég meina, það er ókei að skoða þetta og gaman að sjá fálka- orðurnar og allt það en þarna er einfaldlega ekki að finna það, sem haldið hefur nafni landsins og þjóðarinnar á lofti. Þarna er t.d. ekki eftirlíking af fundarhamr- inum, sem við gáfum Sameinuðu þjóðunum og brotnaði þegar fund- arstjórinn skammaði Níkíta Krústsjov.“ „Heyrðu, þú segir nokkuð mað- ur,“ sagði ég og reyndi að rifja upp söguna af útskorna Þórshamr- inum. „En það má nú bæta úr þessu, sendu bara mennt- málaráðuneytinu tölvupóst.“ „Ég nenni því ekki maður,“ sagði Viddi og kallaði aftur á þjónustustúlkuna. „Þetta lið er ekki í neinu sambandi við veru- leikann. Hugsaðu þér t.d. að það er hvergi að finna dæmi um merk- asta framlag þjóðarinnar til al- þjóðlegrar matargerðar. Eða hef- ur þú kannski einhvers staðar rekist á kokteilsósu í plastbauk hérna?“ Nei, ég varð að játa að kokteil- sósan hefði farið framhjá mér væri hana á annað borð að finna í Þjóð- menningarhúsi. „Þarna sérðu,“ sagði Viddi B. „Ætlar stelpan ekki að koma með undanrennuna og slátrið?“ „Ókei,“ sagði ég. „Þarna er um yfirsjón að ræða, ég fellst á það, en sýningarnar gefa samt ansi góða mynd af þjóðmenningu okkar og öllu því, sem gerir okkur að Ís- lendingum.“ „Þér finnst það,“ sagði Viddi og nú kannaðist ég við svipinn. Þetta var andlitið, sem hann setti alltaf upp þegar kúnnarnir voru tregir til að borga reikningana eða gerðu athugasemdir vegna meintrar óhóflegrar hreinsiefnanotkunar. „Hvað finnst þér þá um að sleppa algjörlega því, sem við höf- um lagt fram til verslunarsögu heimsins?“ þrumaði Viddi B. „Nei, bíddu nú hægur, hvað ertu að fara?“ spurði ég. „Áttu við að hvergi sé minnst á viðskipti Ís- lendinga og skrælingja í vest- urheimi eða hvað? Við áttum ábyggilega við þá viðskipti en vor- um nú samt aðallega í því að drepa þá ef ég man rétt.“ „Blessaður vertu, nei ég er ekki að tala um landafundina eða skrælingjadrápin eða hana þarna Guðríði eða hvað hún hét þessi, sem var gift foringja morðingj- anna og Hillary Clinton dáist mest að. Nei, ég á við að það er hvergi að finna neitt um að Íslendingar hafi einir og óstuddir náð að gera Prins Póló að útflutningsvöru í Póllandi.“ Viddi B. var tekinn að anda þungt í gegnum nefið og ég vissi að nú var þörf á lagni og hug- svölun. Nákvæmlega þetta sálar- upplag hans hafði gert að verkum að ég taldi ráðlegast – eftir mikla umhugsun, það verður að koma skýrt fram – að halda áfram einn með teppahreinsunarfyrirtækið Teppahreinsun. „Heyrðu Viddi, þetta er góður punktur hjá þér. Sjáðu, þarna kemur stelpan loks með und- anrennuna og slátrið. Hefur Hraunveig það annars ekki gott?“ „Því miður, við seljum ekki slút- ur,“ sagði þjónustustúlkan og lag- aði á sér skotthúfuna. „Slátur!“ hrópaði Viddi. „Það heitir slátur!“ „Jæja, whatever,“ sagði þjónustustúlkan. „En má kannski bjóða ykkur rundstykki eða kringlur?“ Nú spratt Viddi B. á fætur. „Þetta var nú bara það sem vant- aði,“ sagði hann um leið og hann arkaði út. „Danskt bakkelsi í Þjóð- menningarhúsinu!“ Kúltúr og kokteilsósa Viddi B. kemst í uppnám í Þjóðmenningarhúsi. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ÞAÐ er sameiginlegt verkefni Landspítala – háskólasjúkrahúss, Háskóla Íslands og fleiri skóla að mennta heilbrigðisstéttir. Nærri lætur að 450– 500 nemendur starfi og nemi á spítalanum ár- lega. Hann er að þessu leyti eins og miðlungs- stór framhaldsskóli. Á honum fara einnig fram umtalsverðar rannsóknir í þeim fræðigreinum sem heil- brigðismálum tengjast. Athugun RANNÍS 1999 sýndi að í alþjóðlegum saman- burði á frammistöðu í vísindum standa Íslendingar hvað fremst í rannsóknum í læknavísindum og jarðvísindum. Sérstaða háskólasjúkrahúss Kennsla og rannsóknir í tengslum við lækningar og hjúkrun gera sjúkrahús að háskólasjúkrahúsi. Í Svíþjóð eru nú til dæmis 9 háskóla- sjúkrahús, auk fjölmargra sem ein- göngu þjóna sjúklingum. Hér á landi, eins og í nágrannalöndunum, hefur sameiningu sjúkrahúsa fylgt endurskoðun á hlutverki þeirra og skyldum. Allstaðar er viðurkennt að háskólahlutverk sjúkrahúsa skapar þeim sérstöðu m.t.t. þess starfs sem þar er unnið, kostnaðar, skyldna og þátttöku í vísinda- og rannsóknar- starfi. Fjölmargir telja að losaraleg tengsl Háskóla Íslands og nú Land- spítala – háskólasjúkrahúss valdi því að stofnanirnar standi ekki að öllu leyti undir skyldum sínum við náms- menn og vísindastarf. Ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur gegndu skyldum sem menntastofnanir fyrir sameiningu. Háskólahlutverk ríkisspítala byggð- ist á veikum lögum um stofnunina. Starfsskyldur prófessora í læknis- fræði voru aftur á móti skilgreindar inni á spítalanum í lögum um Há- skóla Íslands. Samstarf Borgarspít- alans, síðar Sjúkrahúss Reykjavík- ur, og Háskóla Íslands byggðist á samningi frá 1983 sem meira en tímabært var að endurskoða. Á þann samning reyndi fyrir hæstarétti í máli Gunnars Þórs Jónssonar pró- fessors. Rétturinn taldi að spítalinn hefði ekkert um starfsskyldur hans á spítalanum að segja því Háskóli Ís- lands færi með húsbóndavald vegna þess að um prófessor væri að ræða. Slíkt fyrirkomulag samrýmist ekki kröfum um nútímarekstur. Ákvörð- unarvald um mannahald á að liggja hjá þeirri stofnun sem hefur starfs- manninn í vinnu. Háskólahlutverkið verði vel skilgreint Fyrir sameiningu spítalanna í Reykjavík sögðu sumir starfsmenn að með henni opnaðist tækifæri til að móta nýtt háskólasjúkrahús. Aðrir, einkum utan spítalans, lögðu ekki síður áherslu á rekstrarhag- ræðingu og nauðsyn þess að draga úr tví- verknaði, t.d. í tækja- kaupum, og sameina sérgreinar. Allt eru þetta verðug markmið. Aðalsmerki hverrar þjóðar er góð heilbrigð- isþjónusta en nauðsyn- leg forsenda er mennt- un heilbrigðisstétta og framsækið starf á öll- um sviðum hennar. Því er spítalanum mikil- vægt að hlutverk hans sem háskólasjúkrahús sé vel skil- greint. Háskólanum er að sama skapi nauðsynlegt að deildir heil- brigðismenntunar og heilbrigðisvís- inda séu öflugar, vel skipulagðar og krefjandi um árangur í starfi. Rektor Háskóla Íslands hefur dyggilega stutt að tekið verði til í samskiptum HÍ og LSH og það hef- ur landlæknir einnig gert. Rektor og forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss gáfu út viljayfirlýsingu vorið 2000 um að stofnanirnar tvær taki höndum saman og skýri sam- starf sitt og stefnu. Lög um Háskóla Íslands frá 1999 kveða reyndar á um að tiltekin ákvæði eldri laga um stöðu prófessora Háskólans falli nið- ur 1. maí 2001 og að samningar milli stofnananna leysi lagaákvæði af hólmi. Það hvetur enn frekar til að- gerða. Samningar milli HÍ og LSH Samningaviðræður milli LSH og HÍ standa yfir. Þeir samningar eru ekki einfaldir. Skýra þarf ábyrgð hvorrar stofnunar á sameiginlegum verkefnum, semja um skyldur sam- eiginlegra starfsmanna, um aðstöðu sem spítalinn veitir nemendum og kennurum, í hvaða farvegi stuðning- ur við vísinda- og rannsóknarstarf eigi að vera og um kostnað og út- gjöld af ýmsu tagi. Að þessu fengnu geta yfirvöld heilbrigðis- og mennta- mála ákveðið hvaða fjármunum eigi að verja í þjónustu við sjúklinga á spítalanum og í menntunar- og vís- indastarf. Það er eindreginn vilji beggja að semja fyrir vorið. Flóknast er að semja um sameiginlega starfsmenn. Ekki verður unað við að önnur stofn- unin geti með ráðningu starfsmanna skuldbundið hina fjárhagslega. Samt er ljóst að áfram verða sumir í starfi á báðum stöðum. Akademísk tilvera starfsmanna í Háskólanum er tak- mörkuð ef tengsl vantar við sjúk- linga og rannsóknargögn. Starfs- menn spítalans þurfa líka akademískt umhverfi háskóla. Best er að HÍ og LSH komi sér saman um vettvang til þess að fjalla sameigin- lega um ráðningu starfsmanna sem að einhverju leyti hafa gagnkvæmar skyldur við báðar stofnanir. Skil- greint verði vinnuframlag til hvorrar stofnunar, aðstaða til þess að rækja þær skyldur og skipting kostnaðar. Þetta felur í sér að stofnanirnar fjalli með sameiginlegum hætti um fjölda prófessora, dósenta, lektora, að- júnkta og stundakennara. Annað atriði þessa samnings lýtur að fjármálum. Nú er óljóst hvernig kostnaður spítalans skiptist milli þjónustu við sjúklinga, kennslu, vís- inda og rannsókna. Ótvírætt er að talsverður hluti fjárveitingar til LSH fer í kostnað við kennslu og rannsóknir. Erlendis er kennslu- og rannsóknarkostnaður háskóla- sjúkrahúss talinn 15–20 prósent af heildarkostnaði við rekstur, sums staðar 5–10 prósent, eftir forsendum í útreikningi. Að líkindum er þessi kostnaður svipaður hér og erlendis. Heildarútgjöld LSH eru um 20 millj- arðar króna. Því gæti háskólaþátt- urinn numið einum til þremur millj- örðum króna. Menntamálaráðu- neytið og HÍ hafa komið á reglu um fjárveitingar til Háskólans. Á þessu ári er varið um 500 milljónum króna til kennslu í greinum heilbrigðisvís- inda þar. Af sjálfu leiðir að stór hluti útgjalda til menntunar heilbrigðis- stétta í landinu fer um fjárreiður spítalans. LSH og HÍ hafi vald á samskiptum sínum Hluti þess að marka Landspítala – háskólasjúkrahúsi framtíð er að vega og meta þríþætt viðfangsefni háskólasjúkrahúss, þjónustu við sjúklinga, kennslu og vísindastarf. Ákveða verður hvaða hjúkrunar- og læknisþjónustu spítalinn á að veita, hvað eigi að vera á verksviði einka- aðila og ræða þarf kostnað og fjár- framlög. Veigamikið atriði er að Há- skóli Íslands, ásamt fleiri mennta- stofnunum, og Landspítali – háskólasjúkrahús hafi vald á sam- skiptum sínum. Samningum þar í milli er ætlað að tryggja það. Há- skólasjúkrahúsið þarf að verða meira en orðið tómt og því verða allir að leggjast á árar, starfsmenn og stjórnvöld. Hvað er háskóla- sjúkrahús? Magnús Pétursson Sjúkraþjónusta Hluti þess að marka Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi framtíð er, að mati Magnúsar Péturssonar, að vega og meta þríþætt viðfangs- efni háskólasjúkrahúss; þjónustu við sjúklinga, kennslu og vísindastarf. Höfundur er forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er sameiginlegt verkefni Landspítala – háskólasjúkrahúss, Háskóla Íslands og fleiri skóla að mennta heil- brigðisstéttir. Nærri lætur að 450–500 nemendur starfi og nemi á spítalanum árlega. Hann er að þessu leyti eins og miðlungsstór framhaldsskóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.