Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 13 GEIR H. Haarde fjármálaráðherra telur vel koma til greina að endurskoða peninga- og gengisstefnuna hér á landi og ríkisstjórnin hafi þau mál einmitt til skoðunar þessa dag- ana. Hann telur nýútkomna þjóðhagsspá fullsvartsýna en bendir á að samkvæmt henni muni draga úr verðbólgu og atvinnu- leysi en kaupmáttur dagvinnulauna aukast. Þá bendi flest til þess að viðskiptahallinn sé í rénun. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar var birt á þriðjudag, en í henni er fjallað um fram- vindu og horfur í þjóðarbúskapnum. Helstu niðurstöður skýrsluhöfunda eru að endur- skoða þurfi peninga- og gengisstefnuna hér á landi og íhuga hvort minnka eigi vægi fastgengisstefnunnar og taka upp formleg verðbólgumarkmið. Fjármálaráðherra bendir á að vinna við endurskoðun þessara mála hafi staðið yfir um skeið á vegum ríkisstjórnarinnar og hugmyndir Þjóðhagsstofnunar um formleg verðbólgumarkmið sæti þar vandlegri skoð- un. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi enda mælt með þeirri aðferð fyrir skemmstu og tillögur þessa efnis séu til athugunar hjá Seðlabanka Íslands. Afleiðingar gætu orðið gengissveiflur „Mér finnst vel koma til greina að skipta yfir í þessa aðferð, en slíkt kallar á ákveðinn undirbúning og afleiðingarnar gætu orðið meiri gengissveiflur en verið hafa í núver- andi kerfi,“ sagði Geir. Fjármálaráðherra telur að ný þjóð- hagsspá sé í aðalatriðum hagstæð og ef eitt- hvað er hagfelldari en síðast. Til að mynda sé nú spáð meiri hagvexti, minni verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu, en allt séu þetta mjög hagstæðir þættir í efnahagslíf- inu. Veiki punkturinn felist hins vegar í við- skiptahallanum, en þó sé reiknað með að hann verði heldur minni í ár en í fyrra. „Viðskiptahallinn er vissulega of mikill, en hann er hins vegar alls ekki jafn stórfellt vandamál eins og margir vilja vera láta og ekki líklegur til að valda miklum usla í efna- hagslífinu,“ bætir hann við. Í skýrslunni segir m.a. að þegar litið sé um öxl sé ljóst að aðhaldsstig efnahags- stefnunnar hafi verið ófullnægjandi á ár- unum 1998 og 1999 og þar sé því að finna rætur eftirspurnarþenslunnar. Fyrir þennan tíma hafi innlend verðbólga í aðalatriðum verið á sama róli og í helstu viðskiptalönd- um en fljótlega hafi sótt í um tvöfalt meiri verðbólgu hér á landi. Ennfremur segir þar að mikilvægt sé að ríkisfjármálum sé beitt til frekara aðhalds að ríkisfjármálunum en gert hefur verið og að enginn vafi leiki á því að stöðugleikinn væri vissari núna ef stefn- an á því sviði hefði vegið þyngra í hagstjórn- inni, einkum á árunum 1998 og 1999. Uppsöfnuð fjárfestingar- og endurnýjunarþörf Um þetta segir fjármálaráðherra að margt hafi spilað inn í ástand mála á um- ræddu árabili og flókin atriði hafi tvinnast saman í eina mynd. Meginorsökin hafi verið viðvarandi lægð um langt árabil allt fram til ársins 1995 og fyrir vikið uppsöfnuð fjár- festingar- og endurnýjunarþörf hjá einstak- lingum og fyrirtækjum. Um leið hafi frelsi verið aukið á fjármagnsmarkaði, hlutabréfa- markaður stóreflst, framkvæmdir við stór- iðju staðið yfir og samningar náðst á vinnu- markaði með miklum kjarabótum eftir langvarandi kaupmáttarrýrnun. „Samanlagt olli þessi heildarmynd mikilli uppsveiflu. En það er ekki þar með sagt að sú mynd hafi verið neikvæð. Ég tel til dæm- is að kaupmáttaraukning almennings sé langt í frá neikvætt fyrirbæri. Það er miklu fremur það sem við stefnum að,“ sagði Geir. Fjármálaráðherra svarar því til aðspurður hvort um sé að ræða ofanígjöf Þjóðhags- stofnunar við stjórnvöld, að hann líti ekki svo á. Hins vegar segist hann geta fallist á að bönkunum hafi verið gefinn of laus taum- ur og að þar hafi aðhaldið mátt vera meira í útlánum. Mikið hafi breyst í þeim efnum að undanförnu, eins og nýjustu útlánatölur staðfesti. „Það er oft auðvelt að tala svona eftir á og orða hlutina almennt. Að því er ríkisfjár- málin varðar veltir maður því fyrir sér hvað verið er að segja. Hefðum við átt að leggja á meiri skatta? Eða draga úr greiðslum til al- mannatrygginga eða í lífeyriskerfið? Það er ekki gott að henda reiður á hlutunum þegar þeir eru svo almennt orðaðir,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir til greina koma að endurskoða peninga- og gengisstefnuna Þjóðhagsspáin fullsvartsýn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði í gær nýjan sameiginlegan vef ráðuneytanna, stjórnarráðsvef- inn, á blaðamannafundi sem efnt var til í Þjóðarbókhlöðunni. Fram kom í máli Davíðs að sameig- inlegur vefur ráðuneytanna hefði um fjögurra ára skeið gegnt mik- ilvægu hlutverki í miðlun op- inberra upplýsinga og þjónustu. Sá vefur væri orðinn barn síns tíma og tímabært hefði verið að móta nýjan vef. Var efnt til lokaðrar samkeppni og varð niðurstaðan sú að samið var við Íslensku vefstof- una um hönnun vefjarins. Hinn nýi vefur Stjórnarráðsins hefur slóðina raduneyti.is og hefur efnisinnihald hans verið aukið og endurbætt. Hefur m.a. opnast að- gangur að ýmsu sögulegu efni á vefsíðu ríkisstjórnar og forsæt- isráðuneytis. Upplýsingar um íslenska ráð- herra og ríkisstjórnir frá 1904 eru nú aðgengilegar sem og myndir af öllum ríkisstjórnum frá árinu 1941. Á forsíðu stjórnarráðsvefjarins verður svo framvegis það efni frá ráðuneytum sem talið er eftirsókn- arverðast hverju sinni. „Markmiðið er að vefur Stjórn- arráðsins gegni vaxandi hlutverki í samskiptum stjórnvalda við al- menning, fyrirtæki og stofnanir. Lögð hefur verið megináhersla á tvennt, að uppbygging vefjarins sé notendavæn og að vefurinn verði í auknum mæli gagnvirkur, sem þýðir að þangað verði beinlínis hægt að sækja ýmiss konar þjón- ustu og sinna erindrekstri hvenær sem er sólarhringsins og hvaðan sem er í heiminum. Þetta atriði er afar mikilvægt því þá um leið geta landsmenn, hvar sem þeir búa á landinu, afgreitt sig sjálfir gegnum Netið, þar sem því verður við kom- ið,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði þróun stjórnarráðsvefjarins rökrétt framhald af innleiðingu upplýs- ingalaga og stjórnsýslulaga, sem væri liður í því að opna stjórn- sýsluna og gera hana aðgengilegri fyrir allan almenning. Greindi hann frá því að í gangi væri vinna sem væri forsenda auk- innar gagnvirkni og beinnar þjón- ustu á vef Stjórnarráðsins og myndi afrakstur hennar styrkja og örva þróunina á næstu árum. Ann- ars vegar væri starfandi nefnd á vegum forsætisráðuneytis sem skoðar almenn ákvæði laga til að hrinda úr vegi hindrunum fyrir því að almenningur geti fengið fulln- aðarafgreiðslu erinda sinna í stjórnsýslunni með rafrænum hætti gegnum Netið. Á niðurstaða þeirrar nefndar að liggja fyrir í sumar. Hins vegar væri svo frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra til laga um rafrænar undirskriftir, sem komið væri til meðferðar Al- þingis, og stæðu vonir til að það geti orðið að lögum nú í vor. Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddson opnaði hinn nýja vef við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Forsætisráðherra opnar nýjan vef stjórnarráðsins Hægt að nota þjónust- una allan sólarhringinn ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að fleiri og fleiri taki undir sjón- armið þess efnis að beita tiltekn- um verðbólgumarkmiðum við stjórn efnahagsmála en hverfa frá því að nota gengi krónunnar sem millimarkmið gengisstefn- unnar. Hann vill um leið sjá stóraukið sjálfstæði Seðlabank- anna og umfangsmiklar skipu- lagsbreytingar sem miði m.a. að því að einn maður verði gerður ábyrgur fyrir ákvörðunum sem snerta stjórn efnahagsmála, líkt og þekkist víðast erlendis, m.a. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn segir að endurskoða þurfi peninga- og gengisstefnuna og jafnframt auka vægi ríkisfjármálastefn- unnar í hagstjórninni. Bent er á vanda Seðlabankans við að fram- fylgja núverandi peninga- og gengisstefnu, en annars vegar hafi bankinn beitt háum vöxtum til aðhalds en hins vegar notað gengisviðmið sem markmið. Markaðsaðilar hafi litið á þetta sem ákveðna gengistryggingu og fyrir vikið séð mikil hagn- aðartækifæri í þeim vaxtamun sem verið hefur milli Íslands og annarra landa. Krefst þess að bankinn verði sjálfstæður „Veikleiki núverandi gengis- stefnu er því sá að við hana verður ekki staðið vegna ná- lægðar við efri vikmörkin nema um leið að tryggja lántakendum í erlendum gjaldeyri hagnað vegna umrædds vaxtamunar. Það er því umhugsunarefni hvort ekki er ástæða til að breyta áherslum í peningamál- um með því að minnka vægi gengisfestu og taka í staðinn upp formleg verðbólgumark- mið,“ segir m.a. í skýrslu stofn- unarinnar. En hvað felst í formlegum verðbólgumarkmiðum? Að sögn Þórðar Friðjónssonar felast verðbólgumarkmið í því að Seðlabankinn gefur sér ákveðin markmið um verðlagsþróun yfir tiltekinn tíma og beitir síðan stjórntækjum sínum, aðallega vöxtum, til þess að halda verð- bólgunni við þau mörk. „Þetta krefst vitaskuld þess að Seðlabankinn verði gerður sjálfstæður,“ segir hann og bendir á að fleira þurfi að koma þar til, t.d. að í lagasetningu bankans verði verðstöðugleikinn gerður að aðalmarkmiði og önn- ur markmið eigi ekki að hafa þar áhrif, tefli þau stöðugleikanum á einhvern hátt í tvísýnu. Þórður segist jafnframt telja að talsverðar skipulagsbreyting- ar þurfi að gera á Seðlabank- anum, verði á annað borð farið út í slíkar breytingar á efna- hagsstjórninni. „Við svona aðstæður er eðli- legt að einn maður sé formaður bankastjórnar eða viðlíka nefnd- ar. Hann stýri málum og beri endanlega ábyrgð,“ segir Þórður og bendir á Alan Greenspan, seðlabankastjóra Bandaríkjanna sem fari fyrir bankaráði, og Eddie George í Englandsbanka sem stjórni sérstakri nefnd um þessi mál. Hentar illa að hafa jafnsetta menn „Við stjórn mála af þessum toga hentar mjög illa að hafa jafnsetta menn, eins og gerist hér á landi,“ segir Þórður sem ennfremur vísar til þess að þrír bankastjórar stýra Seðlabank- anum. Hann bætir því við að hann þekki þess hvergi dæmi að tekin hafi verið upp skilgreind verðbólgumarkmið án þess að hafa um leið einn aðalbanka- stjóra sem stýri málum og marki stefnuna. Aðalfundur Seðlabankans verður nk. þriðjudag, en Þórður segist ekki vita hvort þá sé að vænta tíðinda af þessum málum. Hann segist hins vegar gera sér ákveðnar vonir um að farið verði inn á þessa braut áður en langt um líður. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar vill skipulagsbreytingar á Seðlabanka Einn þarf að stýra málum og bera ábyrgðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.