Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun   Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson Lögg. fasteignasali. Til leigu 3. og 4. hæð í Lækjargötu 2A Til leigu er atvinnuhúsnæði á 3. og 4. hæð í nýbyggingu við Lækjargötu 2A í Reykjavík. Heildarstærð leigurýmis er 422 fm, þ.a. eru 209 fm á 3. hæð og 213 fm á 4. hæð. Húsnæði þetta býður upp á mjög spennandi mögu- leika og leigist í einum hluta eða tveimur. Báðar hæðirnar eru með mikilli lofthæð og birtu og án steyptra innveggja, sem býður upp á ýmsa möguleika varðandi skipulag og innréttingar. Á 3. hæð eru ca 250 fm svalir til vesturs sem mögulegt er að nýta í tengslum við leigurýmið. Sérinngangur og lyfta er frá Lækjargötu. Um er að ræða sérlega glæsilegt og vandað húsnæði með einstaka staðsetningu á einum mest áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Stórir útbyggðir gluggar snúa út í Lækjar- götu með frábæru útsýni yfir gömlu borgina. Á SÝNINGUNNI Íslenskir stólar sem nú stendur yfir í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi er teflt saman fjölbreyttu úrvali stóla frá síðustu öld sem allir eiga það sameiginlegt að vera handverk íslenskra hönnuða og handverksmanna. Sumir stólanna eru sýningargestum vel kunnir úr daglega lífinu, hver kannast til að mynda ekki annaðhvort við „gæru- skinnsstólinn“ svonefnda eða Sóleyju Valdimars Harðarsonar? Aðrir stólar bera það þá með sér að þeim hefur verið ætlað veigamikið hlutverk í ís- lenskri menningarsögu og enn aðrir bera vott um leik skapara síns að lín- um, formi og litum. Það er þessi fjölbreytni sem veitir sýningunni einkar skemmtilegan blæ. Þróun íslenskrar hönnunar á síðustu öld er þar að nokkru leyti rakin með stólum á borð við hvítmál- aðan furustól sem Völundur hf. fram- leiddi fyrir Vífilsstaðaspítala við upp- haf 20. aldarinnar, tekkstól Skarphéðins Jóhannssonar fyrir Búnaðarbankann, einföldum skrif- stofustól Sveins Kjarval og Delta, krossviðarstól Óla Jóhanns Ás- mundssonar, svo nokkur dæmi séu tekin.Vissulega má sjá svip með mörgum stólanna og getur þá verið gaman að virða fyrir sér þær breyt- ingar sem orðið hafa í kjölfar tækni- framfara og tískubylgja síðustu ald- ar. Intac (1996) Péturs B. Lúthersson- ar, stóll úr krossviði og stálteini, virð- ist til að mynda um margt vísa á stól Guðmundar Benediktssonar úr járni og krossviði frá 1956-57. Línur beggja stóla eru einfaldar og grannar og óneitanlega svipur með þeim. Báðir bera þeir þó einnig merki síns tíma. Ávalar og bogadregnar línur í setu stóls Guðmundar eiga vel heima á sjötta áratugnum á meðan fer- hyrnd seta Péturs tilheyrir ekki síður þeim tíunda. Undantekningarlítið einkennir viss einfaldleiki stólana í Gerðubergi, ef frá eru skildir stólar Guðjóns Samúelssonar, og hafa þeir yfir sér frekar norrænt yfirbragð. Sterk línu- leg hönnun veitir mörgum stólanna nútímalegan blæ og auðsætt að fáir íslenskir hönnuðir leita innblásturs í erlendri menningarsögu fyrri alda. Stólarnir verða þó flestir einnig að teljast börn síns tíma og eru þar ekki undanskildir tískusveiflum hús- gagnaiðnaðarins frekar en svo margt annað. Einfaldur skrifborðsstóll (1958-60) Sveins Kjarvals, úr járni og kross- viði, á til að mynda vel heima á sjötta áratugnum líkt og mahónístóll Þor- kels G. Guðmundssonar (1970) ber sterk einkenni þess áttunda. Sterk- legir og breiðir rauðbrúnir armar þessa kassalaga stóls með svart-hvít- munstraðri setu vekja óneitanlega upp skýra mynd af þeim tíma, þótt línuleg hönnunin stólsins hafi að mörgu leyti einnig haldið sér vel. Stóll Sveins kemur þá án efa ekki síð- ur mörgum kunnuglega fyrir sjónir en Sveinn var áberandi í íslenskri húsgagnahönnun á sjötta áratugnum og ekki ólíklegt að hönnun hans megi enn finna á mörgumíslenskum heim- ilum í dag. Með sýningunni Íslenskir stólar er reynt að sameina sögusýningu og sýningu á nútímahönnun. Sú sam- tvinnun skilar sér þó ekki til fullnustu – sögusýning nyti sín þar betur með auknum upplýsingatexta. Þess í stað verður Íslenskir stólar eins konar óð- ur til íslenskrar hönnunar og er þessi uppsetning stóla yngri og eldri hönn- uða í sambland við verk handverks- manna skemmtileg á að líta, þó að ósekju hefði hún efalítið notið sín bet- ur í stærra sýningarrými. Hér ægir saman öllum stærðum og gerðum stóla sem vekja spurningar um feg- urðarstaðla, tískusveiflur, nytsemi húsgagna og listrænt gildi þeirra. Sá mikli fjöldi stóla sem sýningin hefur að geyma kemur gestum e.t.v. ekki hvað síst á óvart og ber kannski að líta á það sem þarfa áminningu um þá grósku sem virðist einkenna ís- lenska hönnun. Apollo Gunnars Magnússonar er skemmtilegt dæmi um slíkt. Stóllinn sá er hringlaga í laginu, unninn úr krossviði með appelsínurauða setu. Apollo sem er frá 1968, tímabili er Gunnar tók öðrum þræði mið af því sem var að gerast úti í geimnum, hef- ur til að mynda um margt haldið ferskleika sínum og framtíðarsvip, ekki hvað síst fyrir þessa lögun er Gunnar nefndi „vélræna“. Hugmyndin að Delta, fellistól Óla Jóhanns Ásmundarsonar sem nú í haust prýddi íslenska sýningarskál- ann á Expo-heimssýningunni, er þá ekki síður skemmtilegt dæmi. En við gerð Delta virðist Óli leita til hins ein- nota þjóðfélags samtímans. Kross- viðarstóllinn, sem er vatnsheldur og búinn þeim kosti að leggja má hann saman og halda á honum undir hend- inni, vekur þannig með lögun sinni upp þá tilfinningu að um sé að ræða húsgagn úr pappaspjaldi sem ekki sé ætlað varanlegt líf þótt efni stólsins beri vitni um annað. Stóll Pálmars Kristmundssonar (1991) gengur þá jafnvel skrefinu lengra og er notagildi húsgagnsins hér ekki lengur hluti af myndinni. Pálmar, sem er líklega þekktari sem arkitekt en húsgagnahönnuður, hef- ur þar með búið til tilbrigði við stól- formið. Stálgrind með strengdum stálvírum minnir þannig vissulega að forminu til á stól en hér er hann orð- inn að skúlptúr – eins konar tilbrigði við form, burð og rými húsgagnsins. Flestir eru stólarnir þó hefðbundnari að lögun þó að þeir beri grósku ís- lenskrar hönnunar oft ekki síður vitni og þá gjarnan með vali hönnuða á efnivið sínum. Kólibrí, stóll Ara Más Lúðvíksson- ar, hefur þannig yfir sér sportlegt yf- irbragð. Grind stólsins virkar einkar létt, gerð úr bogadregnu stáli og hef- ur hér skærgulur nælondúkur verið valinn sem efni í setuna. Fyrir vikið er yfirbragð Kólibrí sportlegt og úti- vistarlegt. Stóll Þórdísar Zoëga (1992), sem um margt er hefðbund- inn borðstofustóll, fær þá sparilega áferð með selskinnssetu er virkar vel með járngrind stólsins. Í Tangó Sig- urðar Gústafssonar er þá teflt saman ask og rauðmáluðu járni í óvenjuleg- um stólkolli sem hefur yfir sér yfir- bragð níunda áratugarins. Það er skemmtilegur vísir að ís- lensku hönnunarsafni sem fyrir augu ber í Gerðubergi og ljóst að hér er um vaxandi atvinnugrein að ræða. Spurningar um notagildi og list leita þá gjarnan á hugann, ekki síður en þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í íslenskum iðnaði og menn- ingu frá því stólar þeirra Guðjóns Samúelssonar og Einars Jónssonar litu fyrst dagsins ljós. Stóll Einars (1923-30), sem sagan segir að hann hafi látið smíða úr viðn- um úr kössunum sem notaðir voru til að flytja skúlptúra hans til landsins, ber þannig sterkan svip af stólahönn- un Charles Macintosh og ljær hátt bakið einfaldri, svarmálaðri furunni virðuleik. Ráðherrastóll Guðjóns (1925-30) leitast þá ekki síður við að ná fram lotningu frá áhorfendum. Stóllinn, sem útskorinn var af Ríkharði Jóns- syni, er táknum hlaðinn, en við gerð hans leitar Guðjón á mið evrópskrar menningar og reynir að framkalla þannig sams konar lotningu meðal samlanda sinna fyrir ríkisvaldinu og kóngafólki var ætluð. Birkistóllinn (1930) sem sérhannaður var fyrir há- tíðarsal Háskóla Íslands, úr íslensku birki og rauðu plussi, er einfaldari að gerð. Hátt bak í keisarstíl áréttar þó engu að síður að æðstu menntastofn- un landsins skuli sýnd viss virðing. Erfitt er að skoða stóla þeirra Ein- as og Guðjóns án þess að minnast bygginga Guðjóns og hugsjóna Ein- ars um gróskumikið menningarlíf höfuðstaðarins. Háborgin kann að hafa látið á sér standa en ekki verður betur séð en að íslensk menning standi engu að síður í töluverðum blóma. Óður til íslenskrar hönnunar MYNDLIST M e n n i n g a r m i ð s t ö ð i n G e r ð u b e r g i Sýningin stendur til 25. mars og er opin mánudaga til fimmtu- daga 10-20, föstud. 11-19, laug. og sunnud. 13-16. ÍSLENSKIR STÓLAR Anna Sigríður Einarsdótt ir Morgunblaðið/Ásdís Stóll Pálmars Kristmundssonar. INGA Elín Kristinsdóttir er lista- maður mánaðarins í Linsunni en á þessu ári mun verslunin halda áfram að tileinka útstill- ingaglugga sína íslensku lista- fólki. Hefur þetta vakið athygli vegfarenda og mælst vel fyrir. Í glugga Linsunnar í Aðalstræti eru til sýnis glermyndir Ingu El- ínar. Útstillingahönnuður er Birgitte Lúthersson en hún sér um þennan þátt í starfsemi versl- unarinnar. Glermynd í glugga Linsunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.