Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Símar 567 9110 og 893 8638 www.utfarir.is runar@utfarir.is ✝ GuðmundurHólm Valdi- marsson fæddist í Keflavík 2. nóvem- ber 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valdimar Einarsson frá Þorsteinsstöðum í Miðdölum, Dala- sýslu, f. 28.2. 1904, d. 15.2. 1985, og Guðmundína Sigur- björg Guðmunds- dóttir frá Akrahóli á Hvalsnesi, f. 2.3. 1898, d. 20.11. 1977. Systir Guðmundar er Ragnheiður, f. 3.11. 1925. Hinn 15. júlí 1953 kvæntist Guðmundur Valgerði Þorgeirs- dóttur frá Lambastöðum í Garði, f. 20.1. 1931. Foreldrar hennar voru Þorgeir Magnússon og Helga Jónína Þorsteinsdótt- ir. Guðmundur og Valgerður eignuðust þrjár dætur: 1) Sig- urbjörg, gift Sævari Kjartans- syni, börn þeirra eru Guðmund- ur Valur, maki María Guðmundsdóttir, og eiga þau fjögur börn. Kjartan, maki Birna Sigurgeirs- dóttir og eiga þau þrjár dætur. Vil- borg, maki Garðar Einarsson, og eiga þau þrjú börn. 2) Guðmundína Ester, gift Sigurði Guð- mundssyni, börn þeirra eru Svein- björg Þóra, maki Sævar Leifsson og eiga þau þrjú börn. Helga, maki Helgi Haraldsson og eiga þau þrjár dætur. Guðmundur, maki Karen Friðjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Sonja, unnusti Bergþór Hólmarsson. 3) Helga Jónína, gift Magnúsi Inga Jóns- syni, börn þeirra eru Þorgeir, Magnús og Ísabella, fyrir átti Magnús Guðmund Inga, Guð- laugu og Sigríði Karólínu. Guðmundur starfaði sín fyrstu ár á Vörubílastöð Kefla- víkur en síðan starfaði hann í yfir 40 ár hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Útför Guðmundar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Nú kveð ég þig í hinsta sinn elsku pabbi minn. Ekki grunaði mig að tíminn væri kominn, þegar ég heimsótti þig á spítalann á föstudaginn, en þar hafðir þú verið í fimm daga. Ég er svo sár yfir því og bið þig fyrirgefningar á að hafa ekki verið hjá þér þegar þú skildir við. Ég veit, pabbi, að þér líður vel núna og fylgist vel með öllum þín- um stóra hópi afkomenda sem eru orðnir þrjátíu talsins. Mikið er sárt að börnin mín skuli ekki fá lengri tíma með þér. Magnús er alltaf að gá að þér í herberginu sem þú varst svo mikið í til að kyssa þig og skilur ekkert í því að þú skulir ekki vera þar. Pabbi minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Guð geymi þig og varðveiti. Ég elska þig. Þín dóttir Helga Jónína. Okkur bræðurna langar að skrifa nokkrar línur til minningar um ástkæran afa okkar Guðmund Valdimarsson sem lést síðasta laugardag. Á svona stundu verður manni alltaf orða vant, því það er margt sem flýgur um hugann en erfitt er að festa á blað. Það rifjast samt ýmislegt upp, en margt af því viljum við eiga með okkur sjálfum og afa. Efst í okkar huga kemur þó hinn mikli áhugi hans á bílum og það flottum bílum. Alla tíð sem við bræðurnir mun- um eftir honum átti hann alltaf flotta bíla og hélt þeim ávallt svo hreinum að undur þótti og fengum við sjaldan að koma nálægt bíl- unum. Við minnumst einnig með söknuði allra ferðalaganna sem farin voru hér áður fyrr, þegar öll halarófan hélt af stað með svarta ruslapoka á toppgrindinni og fleiri lítra af vatni til að vökva hópinn, þar fór afi yfirleitt fremstur í flokki við undirbúninginn. Viljum við fá að þakka afa fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum með honum og munu lifa í minningunni. Leiddu mína litlu hendi, blíði Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Þínir afastrákar G. Valur og Kjartan. GUÐMUNDUR HÓLM VALDIMARSSON Við bræðurnir vilj- um með fáeinum orð- um minnast afa okk- ar, Ragnars Jónssonar. Allir eiga sína föstu punkta í tilverunni og svo lengi sem við strákarnir munum eftir okkur, hafa Stella amma og afi í Hraunbænum verið þar á meðal. Nú er afi farinn og stórt skarð höggvið í okkar fjölskyldu. Þó svo að sorgin og söknuðurinn sé mikill eigum við margar ljúfar minningar tengdar afa. Ofarlega í huga okkar allra er mynd af honum sitjandi í eldhúsinu með kaffibolla og sígar- ettu horfandi út um gluggann. Ekki svo að skilja að afa leiddist lífið og tilveran, þvert á móti var hann lífsglaður og fáir með kímni- gáfu á við hann. Hann átti það til að gera góðlátlegt at í sínum nán- ustu og kraumaði þá hláturinn í honum, en ávallt var allt í góðu gamni gert. RAGNAR JÓNSSON ✝ Ragnar Jónssonfæddist í Nesi í Norðfirði 29. sept- ember 1924. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 11. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 19. mars. Afi var rólyndis- maður og nægjusam- ur. Það eru ekki mörg ár síðan þau hjónin keyptu sér nýjan bíl sem meðal annars var útbúinn vökvastýri og þótti afa það nánast bylting eftir að hafa einungis átt Lödur fram að því sem hafa nú ekki þótt ökutækja þægilegust að keyra. Afi var einstaklega barngóður og örlátur og nutum við bræð- urnir góðs af því enda var hann alltaf tilbúinn að spila og tefla við okkur þegar við komum í heimsókn. Um tíma bjuggum við erlendis og þótti okkur fátt skemmtilegra en að fá ömmu og afa í heimsókn, enda þá tekið til óspilltra málanna við taflmennsk- una. Afi var hógvær og talaði sjaldnast um sjálfan sig en hlust- aði þeim mun frekar á aðra og var áhugasamur um það sem fjölskyld- an tók sér fyrir hendur. Hann mætti oft til að fylgjast með okkur strákunum, hvort sem það var við skák-, ísknattleiksmót eða aðrar uppákomur. Auk þess fylgdist hann vel með fréttum og því sem helst bar á góma í samfélaginu hverju sinni. Hann hafði unun af að setjast niður í stofunni og taka sér góða bók í hönd og eyddi hann miklum tíma við lestur ævisagna og annars fróðleiks. Er við bræður komum í heimsókn, sat afi ósjald- an í stólnum sínum í stofunni, ef ekki við lestur bóka, þá glímandi við krossgátur sem hann hafði mikið gaman af að leysa. Eins og margir af kynslóð afa var hann vinnusamur, ósérhlífinn, samviskusamur og húsbóndahollur en því fengu stjórnendur og aðrir starfsmenn Málningarverksmiðj- unnar Hörpu að kynnast enda starfaði hann þar í ríflega 40 ár, eða frá 1954 til 1995 er hann lét af störfum sökum aldurs. Sá elsti okkar bræðra fékk að kynnast þessari hlið afa er hann vann með honum eitt sumar á þeim tíma þegar verksmiðja Hörpu var við Skúlagötu. Myndin af honum í hvítum vinnugalla með málning- arslettum og bláa derhúfu kemur upp í hugann. Það var kannski engin furða að afi væri rólegur heima fyrir enda þreyttur eftir langa vinnudaga. Eftir erfiðisvinnu allt sitt líf var líkamlegt slit farið að segja til sín hin síðari ár, en afi var þó ávallt hress í anda. Okkur bræðrum er efst í huga þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með afa. Minningin um góðan mann mun lifa í huga okkar. Ragnar, Ingvar og Egill. Kveðja frá Hörpu hf. Ragnar Jónsson lést á heimili sínu hinn 11. mars sl. Hann var starfsmaður Hörpu hf. í meira en 41 ár og lét af störfum hjá fyr- irtækinu í árslok 1995 að eigin ósk, þá kominn yfir sjötugt. Ragnar var einstaklega farsæll í starfi sínu, traustur, reglusamur og áreiðanlegur í öllum efnum. Menn minnast þess ekki að hann hafi nokkurn tímann vantað dag í vinnu. Hann var einn af þeim sem alltaf var unnt að treysta á og allt- af var treyst á. Hann var vanafastur og til marks um það vildi hann ávallt vera kominn til vinnu fyrstur manna á morgnana. Hann yfirgaf ekki verksmiðjuna fyrr en hann var viss um að allt væri í föstum skorðum og eins og það átti að vera. Ragnar Jónsson var vinsæll og vel liðinn af samstarfsfólki sínu enda geðgóður og afar velviljaður maður. Stjórnendur Hörpu hf. mátu mannkosti hans mikils og ekki síst áratugalanga tryggð við fyrirtækið og alúð í öllum störfum. Við söknum öll góðs vinar og er- um þakklát fyrir að hafa átt sam- leið með honum. Frú Sigríði Ingvarsdóttur, son- unum Jóni Ingvari og Guðmundi og öðrum ástvinum vottum við dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ragnars Jónssonar. Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hörpu hf. KIRKJUSTARF Í KVÖLD, föstudagskvöldið 23. mars, kl. 20:00 verður byltingar- messa ungs fólks í Dómkirkjunni. Nú vill kirkjan gefa ungu fólki tækifæri til að umbylta og flytja messu eftir þeirra tónlistarsmekk og með þeirra orðfæri. Þar sem þetta ágæta unga fólk er arftakar í kirkjunni verður rödd þeirra að fá að hljóma og fullorðna fólkið verður að kunna að hlusta. Í byltingarmessunni á föstudags- kvöldið mun hljómsveitin godzpeed spila. Það er ung og fersk hljóm- sveit sem flytur fagnaðarerindið á kröftugan hátt. Hinn einstaki kvar- tett Quatras sanctas flytur líka nokkur mögnuð gospel-lög. Tó- nelskir unglingar úr KSS leiða al- mennan söng. Tvær ungar stúlkur úr Neskirkju flytja samtalspredik- un og ungur menntaskólanemi flyt- ur frumsamin ljóð. Prestarnir Jóna Hrönn Bolla- dóttir og Yrsa Þórðadóttir stýra messunni ásamt Bolla Pétri Bolla- syni guðfræðingi. Við hvetjum fólk til að leggja leið sína í Dómkirkjuna á föstudags- kvöldið. Væri ekki upplagt að ung- lingarnir drægju „gamla settið“ frá sjónvarpinu og byðu þeim til kirkju þar sem ungt fólk setur sterkan svip á helgihaldið! Að messunni standa Neskirkja, Dómkirkjan, miðborgarstarf KFUM&K, ÆSKR og KSS. Þetta er helgihald þar sem allir fjölskyldumeðlimir geta sam- einast og notið samfélagsins við Drottin og hver við annan. Eftir messuna er fólki boðið yfir í Loft- stofuna, Austurstræti 20, í kaffi og kakó. Láttu sjá þig og upplifðu já- kvæða og skapandi unglingamenn- ingu í miðborginni. Fátækt og einsemd á Íslandi MÁLÞING í samvinnu við Hjálpar starf kirkjunnar, Rauða kross Ís- lands, fræðsludeild Biskupsstofu og Öryrkjabandalag Íslands undir heitinu „Fátækt og einsemd á Ís- landi“ verður haldið í Laugarnes- kirkju laugardaginn 24. mars kl. 13–16. Markmið okkar er að halda áfram skynsamlegri umræðu um þetta mikilvæga málefni og mun hópur góðra fyrirlesara flytja stutt erindi frá hinum ýmsu sjónarhorn- um. Helga G. Halldórsdóttir, skrif- stofustjóri innanlandsdeildar Rauða krossins, flytur framsögu sem hún nefnir „Þriðja aflið“. Fulltrúar Ör- yrkjabandalags Íslands, Guðrún K. Þórsdóttir djákni og Einar Andr- ésson frá Sjálfsbjörg á höfuðborg- arsvæðinu fjalla um „Einsemd fatl- aðra“ og að máli þeirra loknu mun Halaleikhópurinn sýna brot úr verkinu „Nakinn maður og annar í kjólfötum“ eftir Dario Fo. Að loknu kaffihléi mun Ágúst Þór Árnason heimspekingur spyrja: „Eru efna- leg og félagsleg réttindi algild mannréttindi á borð við stjórnmála- leg og borgaraleg réttindi?“ Þá mun Harpa Njáls félagsfræðingur fjalla um „Mikilvægi stefnumótunar til að draga úr fátækt“ en Ragn- heiður Sverrisdóttir djákni mun loks greina frá nýjum hugmyndum í safnaðarstarfi sem lúta að kær- leiksþjónustu kirkjunnar. Vígslu- biskup Skálholtsstiftis, sr. Sigurður Sigurðarson, setur málþingið en fundarstjóri verður sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur, sem jafn- fram stýrir almennum umræðum. Hvetjum við fólk til að fjölmenna til þessa málþings. Undirbúningsnefnd. Samkoma Byrgisins í Hafnar- fjarðarkirkju Í KVÖLD, föstudagskvöldið 23. mars, fer fram samkoma í Hafn- arfjarðarkirkju á vegum vakning- arhreyfingarinnar og hjálparstarfs Byrgisins og hefst hún kl. 20.00. Byrgið hefur fært starfsemi sína að mestu í Klettaborgina á Miðnes- heiði þar sem veitist vígi og skjól fyrir þá sem átt hafa við vímuefna- vanda að etja að ná áttum og hefja nýtt og betra líf. Samkomur Byrg- isins fara að jafnaði fram mánaðar- lega í Hafnarfjarðarkirkju og hafa verið fjölsóttar og gjöfular. Guð- mundur Jónsson forstöðumaður og sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur stýra samkomunni og lofgjörðar- sveit á vegum Byrgisins leiðir söng og leikur lofgjörðartónlist. Eftir samkomuna, sem er öllum opin, er Strandberg opið og boðið þar upp á kaffi og meðlæti. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Hallgrímskirkja. Passíusálmalestur kl. 12.15. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Mömmumorgunn kl. 10– 12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Unglinga- kvöld Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals kl. 20 fyrir 9. og 10. bekk. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borg- ara á morgun, laugardag. Ekið um vesturbæinn undir leiðsögn sr. Halldórs Gröndal og fleiri. Kaffi á Hótel Sögu. Lagt af stað frá Nes- kirkju kl. 14. Kaffiveitingar. Munið kirkjubílinn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 511-1560. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svar- að. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.15 TTT-krakkar leggja upp í ferðalag í Hlíðardalsskóla, mæting á flugvöllinn. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið samveru kirkjuskólans nk. laugar- dag 10. febr. kl. 11.15–12 í Vík- urskóla. Verið dugleg að mæta. Sóknarprestur. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, pré- dikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétars- son. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eric Guðmundsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Súpa og brauð að samkomu lokinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Byltingarmessa ungs fólks í miðborginni Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.