Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 57 ✝ Áslaug Theó-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. október 1913. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 15. mars síðastliðinn. Áslaug var elst af tólf börn- um hjónanna Helgu Soffíu Bjarnadóttur og Theódórs Jóns- sonar. Áslaug giftist Al- fred Emil Andersen og eignuðust þau soninn Helga Theó- dór Andersen 15. maí 1933. Þau skildu. Áslaug kynntist Björg- vini Laugdal Stefánssyni og eignuðust þau dótt- urina Bryndísi Rún Björgvinsdóttur, f. 25.1. 1936, d. 15.10. 1995. Björgvin lést 1937. Áslaug flutt- ist til Grindavíkur og giftist Júlíusi Hjálmarssyni, bónda á Þórkötlu- stöðum, og eignuð- ust þau soninn Hjálmar Júlíusson 4.11. 1937 og dótt- ur 1943, sem lést nokkurra mánaða. Útför Áslaugar fór fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu hinn 22. mars frá Foss- vogskirkju. Áslaug Theódórsdóttir var elst af 12 systkinum, en móðir mín var yngst ásamt tvíburabróður sínum, en þau eru bæði látin. Áslaug þurfti strax að taka ábyrgð sem elsta barn- ið í fjölskyldunni og hefur það sjálf- sagt oft verið erfitt, en Áslaug var sterkur persónuleiki og stóð öll lífs- ins stríð af sér eins og hetja sem hún og var. Ég nafna hennar eins og hún alltaf kallaði mig, kynntist fyrst frænku minni sem sem barn er móð- ir mín fór með mig og bróður minn í heimsókn til Grindavíkur og tókum við þá rútuna þangað. Í mínum aug- um var þetta mjög löng ferð og langt upp í sveit en frænka tók alltaf svo vel á móti okkur, hún var alltaf svo glöð að sjá okkur. Það var alltaf létt- leiki í kringum þær systur er þær hittust og áttu þær mikla samleið þó að fimmt ár væru á milli þeirra. Móð- ir mín átti við veikindi að stríða alla ævi en alltaf hélt Áslaug sambandi við yngstu systur sína, þó að aðrir sneru baki við henni. Áslaug var þannig manneskja, hún var vinur vina sinna og sönn sjálfri sér. Hún vandaði vel til vina. Hún talaði aldrei um aðra en sem henni líkaði við og fannst mikið til koma. Ég hélt áfram að koma til nöfnu minnar eftir að ég varð fullorðin og þegar ég bjó er- lendis, kom ég aldrei svo heim að ekki væri farið í heimsókn til frænku í Grindavík og tók hún mér alltaf fagnandi eins og móður minni. Alltaf var jafn gaman að tala við Áslaugu, hún hafði skoðun á öllu og fylgdist með öllu sem var að gerast í þjóð- félaginu. Hún var skynsöm og raunsæ kona. Trygglyndi við sína nánustu var henni mikils virði. Átti hún einu sinni hund sem henni þótti mjög vænt um og sagði hann hafa verið einn af sínum bestu vinum. Ás- laug var mjög sérstök kona, hún fór alltaf sínar eigin leiðir og hræddist ekki álit annarra. Henni féll aldrei verk úr hendi meðan heilsa leyfði. Áslaug var alltaf ung í anda og létt- leiki yfir henni alla tíð. Var hún ein eftirminnilegasta persóna sem ég hef kynnst. Þegar sjónvarpsþáttur var gerður um hana, sem heitir Kon- an í brimgarðinum var ég stolt af að fólk fengi tækifæri til að kynnast henni, þessari sérstöku konu. Er ég kom heim til hennar á jólaföstunni síðastliðið ár sýndi hún mér bréf sem hún hafði fengið frá fólki í kjölfar þess að þátturinn með henni hafði verið sýndur í Svíþjóð og vildi hún svo gjarna svara þeim. Þannig var hún alltaf sjálfri sér sönn. Ég vil þakka þér, nafna og frænka, að hafa gert líf mitt ríkara. Þú munt alltaf lifa í mínum minningum sem stór- kostleg kona. „Mikil er sú manneskja sem ekki glatar barnshjarta sínu.“ Áslaug Hauksdóttir. Elsku amma mín, nú hefurðu kvatt þennan heim og ert komin á annan stað. Það er alltaf erfitt að kveðja og nú er komið að því að kveðja þig og ég hugsa til baka og minningin um þig verður alltaf sterk í huga mínum, því ég upplifði svo margt með þér. Þegar ég var lítil þótti mér alltaf gaman að koma á Þórkötlustaði og ég upplifði margt þar. Fjöruferðirnar, þegar við fórum og veiddum fiskseiði og settum svo í stóran járnbala úti á tröppum, þegar ég var að sauma á handsnúnu saumavélina þína og útbúa föt á bangsann minn og barbie-dúkkurn- ar, þegar við fórum oft að gamla traktornum hjá frystihúsinu og mig dreymdi um að eiga einn slíkan, þeg- ar þú hringdir alltaf á afmælisdaginn minn og söngst „Hún á afmæli í dag“, já, það var svo margt. Eins og allir vita sem þekktu þig þá hafðirðu gaman af list og hafðir mjög gaman af því að spá í allt sem við Íslendingar köllum list og alloft fórum við saman á hinar ýmsu sýn- ingar og enduðum svo á kaffihúsi. Föt og tíska var mikið í huga þín- um og alltaf varstu að breyta og laga föt, þú sást alltaf eitthvað sniðugt við einhverja venjulega flík og bættir ýmsum aukahlutum á flíkina eða breyttir henni og útkoman varð allt önnur flík. Við ræddum mikið saman um það þegar ég missti móður mína og þú um leið dóttur þína, það var mikill styrkur fyrir mig. Við ræddum lífið eftir þetta líf og allt þetta dulræna. Þetta er bara smábrot af því sem ég upplifði með þér, ég gæti haldið endalaust áfram. „Takk fyrir alla tryggðina, Áslaug mín,“ sagðirðu oft við mig og ég segi á móti, takk fyrir alla tryggðina, elsku amma mín. Ég sakna þín. Takk fyrir allt. Guð verndi þig og geymi. Þín dótturdóttir, Áslaug. Að setjast niður og skrifa nokkur orð um vinkonu okkar, Áslaugu Theodórsdóttur frá Þórkötlustöðum í Grindavík, vekur margar tilfinning- ar og enn fleiri minningar. Minning- ar um heimsóknir okkar hjóna til Grindavíkur, þar sem Áslaug stóð ávallt á tröppunum og bauð okkur velkomin með sínum breiða og hlýja faðmi, spjallið við eldhúsborðið á Þórkötlustöðum þar sem við sátum klukkutímum saman og ræddum um ástina, um lífið hér á jörð og annars staðar, um framtíð þá sem ekki öll- um er gefið að sjá en Áslaug sá svo auðveldlega, um samskipti, um upp- eldi, um listir, já eiginlega um allt sem tilheyrir mannlegri veru al- mennt. Það voru fjörugar umræður, enda andrúmsloftið þrungið gleði og einhvernveginn hafið yfir hið venju- lega dægurþras. Ekki má gleyma símtölum sem voru nær vikulegur viðburður öll árin, hvort heldur við hjónin vorum í Reykjavík, í Kína eða einhversstaðar í Evrópu, allt er þetta jafneftirminnilegt. Við kynntumst Áslaugu á mjög sérstakan hátt, enda allt sérstakt við þá konu. Fyrir 20 árum auglýstum við hjónin tvö reiðhjól til sölu í Dag- blaðinu, en dætur okkar voru að fá ný hjól. Þá er hringt frá Grindavík, fullorðin kona sem vill kaupa bæði hjólin, ætlar að nota þau fyrir gesti. Sama daginn kom Áslaug og keypti bæði hjólin. Strax við þessa fyrstu og mjög svo sérstöku heimsókn mynd- uðust tengsl milli hennar og okkar hjóna, sem áttu eftir að styrkjast og endast allt þar til hún andaðist hinn 15. mars sl. Tilfinningar þær sem vakna í brjósti okkar nú eru þakklæti fyrir svo ótal margt sem Áslaug kenndi okkur. Hún kenndi okkur hvað raun- verulegur vinskapur er, hann hefur engin landamæri, hvorki hvað varð- ar aldur, stöðu, kyn, landfræðilega fjarlægð, trúarafstöðu né skapferli. Það er mikil blessun og skilur eftir sig mikið ríkidæmi að kynnast manneskju eins og Áslaugu, enda er ólíklegt að á vegi manns verði nema ein slík á lífsleiðinni. Áslaug var mjög vel gefin kona, skapmikil, hreinskiptin með ein- dæmum og var alveg sama hver átti þar hlut að máli. Hún var mikill húm- oristi og sá alltaf þær hliðar á mönn- um og málefnum sem fólk kemur al- mennt ekki auga á. Hún var einstaklega skemmtileg kona, ung í anda alla tíð, enda aldrei hægt að finna að hún væri yfir 30 árum eldri en við. Við fráfall Áslaugar er höggv- ið stórt skarð í okkar vinahóp, en jafnstórt pláss skilur hún eftir í hjörtum okkar hjóna. Lífsýn Áslaugar var mjög sérstök. Á milli tilvistar og tilvistarleysis var aðeins þunn slæða í huga Áslaugar. Þess vegna óttaðist hún aldrei dauð- ann. Um leið og við vottum Helga og Guðrúnu, Áslaugu yngri og hennar fjölskyldu okkar dýpstu samúð vilj- um við þakka þeim öllum fyrir frá- bærar móttökur á Þórkötlustöðum alla tíð, sem hafa ennfremur stuðlað að auknum tengslum og ánægjuleg- um samverustundum með okkar kæru vinkonu. Megi hún njóta verndar og blessunar æðri máttar og hvíla í faðmi friðar og kærleika. Magnea og Stefán Geir. ÁSLAUG THEÓDÓRSDÓTTIR ✝ Kjartan Arnórs-son fæddist á Akranesi 4. mars 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnór Guðjón Ólafs- son, f. 13. maí 1929, og María Sigríður Ágústsdóttir, f. 9. janúar 1930, d. 10. júlí 1977. Systkini hans voru Ólafur, f. 29. okt. 1954, Gunn- ar Ágúst, f. 23. júní 1956, Sigríður, f. 29. ágúst 1959, og Arna, f. 7. maí 1962. Kjartan kvæntist 17. júní 1971 eftirlifandi eiginkonu sinni Jó- hönnu Baldursdóttur, f. 17. júní 1952. Foreldrar hennar eru: Baldur Guðjónsson, f. 23. janúar 1924, og Ragnhildur Í. Þor- valdsdóttir, f. 17. júní 1925, d. 26. ágúst 1998. Börn Jóhönnu og Kjartans eru: 1) Agnar, f. 21. ágúst 1971, í sambúð með Dag- nýju Jónsdóttur, f. 17. apríl 1980. 2) Arna María, f. 13. apríl 1976, í sambúð með Sigurði S. Tómas- syni, f. 27. mars 1970. Börn þeirra eru: Bryndís, f. 19. maí 1998, og Davíð Örn, f. 7. júní 2000. 3) María Sigríður, f. 24. júní 1982. Barn hennar: Kjart- an Breki, f. 30. júní 1999. 4) Baldur Ólafur, f. 22. okt. 1992. 5) Jóhann Hersir, f. 28. júní 1994. 6) Melkorka Jara, f. 12. mars 1997. Kjartan lærði rafvirkjun hjá Ármanni Ármannssyni raf- virkjameistara á Akranesi. Hann lauk sveinsprófi árið 1975. Hann starfaði hjá Ármanni til áramóta 1996–1997. Kjartan hóf þá störf hjá Síldar- og fiski- mjölsverksmiðju HB hf. á Akra- nesi og starfaði þar til dauða- dags. Útför Kjartans fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú er mágur minn Kjartan látinn eftir erfið veikindi síðastliðna fimm mánuði. Heima sitja þrjú lítil börn sem eiga erfitt með að skilja tilgang þess að pabbi var tekinn í burtu frá þeim. En lífið er ekki alltaf eins og við viljum hafa það. Nú er gott að eiga stóran bróður, tvær stórar systur og yndislega mömmu sem nú hefur lofað að reyna að vera pabbi líka og gera allt það sem pabbar gera. Ekki má gleyma góðum föðursystkinum og Grétu frænku og Jóni sem hafa verið svo dugleg að létta undir með fjöl- skyldunni. Við skulum horfa björtum augum til framtíðar og láta þessa dimmu daga líða hjá í vissu um það að pabbi, afi og eiginmaður sé aldrei langt und- an. Að hann gæti allra barnanna sinna undir leiðsögn Guðs. Hann sem var svo stoltur af hópnum sínum, dug- legur að ferðast með hann á húsbíln- um jafnt innan lands sem utan. Góðar minningar frá síðastliðnu sumri eftir fimm vikna ferðalag um Evrópu á nýja bílnum sem rúmaði svo vel allan hópinn verður gott að ylja sér við. Elsku Hanna. Missir þinn er mikill, en ég veit að þú átt eftir að standa þig vel nú sem fyrr. Ég bið Guð að vernda ykkur og blessa. Júlía Baldursdóttir. Nú þegar daginn tekur að lengja og náttúran er að lifna úr vetrardvala bregður skugga á líf okkar við fráfall góðs vinar og samstarfsmanns, Kjart- ans Arnórssonar, sem látinn er langt fyrir aldur fram. Kjartan ákvað tvítugur að aldri að leggja fyrir sig rafvirkjun og leitaði eftir því að komast á samning hjá Raftækjavinnustofu Ármanns Ár- mannssonar. Þetta var í byrjun árs 1970 og hófst þar með langur starfs- ferill hans hjá fyrirtækinu. Það má með sanni segja að það hafi verið mik- ið lán að fá Kjartan til liðs við sig, hann sýndi strax að þar fór duglegur starfsmaður, ósérhlífinn, sjálfstæður og góður fagmaður. Margt kemur upp í hugann þegar litið er til baka. Kjartan hafði mjög notalega nærveru og voru margar ánægjustundirnar við eldhúsborðið á Sóleyjargötunni, ýmist á morgnana þegar fyrsti kaffisopi dagsins var drukkinn eða á frídögum, en þá kom hann oft til að ræða lífsins gagn og nauðsynjar, stundum einn en oft með Hönnu með sér og oftar en ekki var eitthvað af börnunum með. Einnig koma upp í hugann „tiltektardagarn- ir“, en venja var að nokkrum dögum fyrir jól var tekið til hendinni á verk- stæðinu, skúrað og skrúbbað og tekið til, og á eftir settust menn svo niður og fengu góðgerðir að loknum erfið- um vinnudegi, og alltaf var setið við eldhúsborðið og fóru þar fram líflegar umræður. Segja má að Kjartan hafi sýnt fyr- irtækinu mikla tryggð því það var ekki fyrr en í lok ársins 1996, eftir tæplega 27 ár, að hann ákveður að breyta til og fór að vinna í Síldarverk- smiðjunni hér á Akranesi. Mikil eft- irsjá var að honum sem starfsmanni og vinnufélaga, en hann hélt tryggð við verkstæðið og okkur, kom ósjald- an við, og oft var einhver úr fjölskyld- unni með í för. Kjartan var mikill gæfumaður í einkalífinu. Hann og Jóhanna kona hans eignuðust sex börn og barna- börnin voru orðin þrjú. Fjölskyldan hefur ferðast mikið og fór víða. Kjart- an hafði innréttað VW-„rúgbrauð“ og á honum fóru þau, misjafnlega mörg, um landið okkar og gerðu einnig víð- reist í Evrópu. Fyrir réttu ári síðan keyptu þau svo mjög glæsilegan hús- bíl og fóru á honum enn eina Evr- ópuferðina og voru þau mjög ánægð með nýja bílinn. Ekki auðnaðist þeim að fara fleiri ferðir saman, Kjartan ferðast nú um annan heim. Það var á haustdögum síðasta árs að hann greindist með þann sjúkdóm sem nú hefur haft yf- irhöndina. Hann var fullur bjartsýni og ætlaði að sigrast á þessum vágesti, en því miður varð hann undir í barátt- unni. Kjartans er nú saknað sárt af vin- um og félögum en mestur er þó missir fjölskyldunnar. Við sendum þeim öll- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og gerum að okkar huggunarorðin sem skráð voru af Móður Basileu Schlink en hún er ein af systrunum í Maríureglunni í Þýzkalandi: Seg við Guð í neyð þinni: Faðir minn, ég skil þig ekki, en ég treysti þér. Og þér mun hlotnast hjálp. Ármann Ármannsson og fjölskylda. Kær vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Kjartan Arnórsson eða Daddi eins og við vinirnir kölluðum hann dó s.l. laugardag aðeins 51 árs að aldri en hann greindist með krabbamein s.l. haust. Daddi tók þessum fréttum með miklu æðruleysi og var ákveðinn í að takast á við þetta eins og annað sem hann gerði í þessu lífi. En því miður bar hans mikla barátta ekki árangur að þessu sinni. Við Daddi kynntumst ekki fyrr en í gagnfræðaskóla, enda bjuggum við sinn í hvorum endanum á Skaganum, hann inni í Mýri og ég á Niðurskag- anum, og það þótti langt að fara inn í Mýri í þá daga. Þau vinabönd sem mynduðust á þessum árum hafa aldrei rofnað þó svo að við færum hvor í sína áttina á tímabili, hann í skóla til Reykjavíkur og ég til Akureyrar. Daddi hætti í skóla eftir einn vetur þótt hann hefði alla burði til að halda áfram, enda góður námsmaður. Hann kom aftur á Skagann og lærði raf- virkjun hjá Ármanni Ármannssyni rafvirkjameistara og starfaði þar um árabil eða þar til hann réðst sem vakt- formaður í fiskimjölsverksmiðju HB þar sem hann starfaði þar til hann varð að hætta vegna veikinda sinna. Daddi var mikil hamhleypa til vinnu, góður verkmaður og eftirsótt- ur í sínu fagi. Hann var einstaklega greiðugur og gat aldrei sagt nei við nokkurn mann sem bað hann um við- vik og hann geymdi helst aldrei neitt, sem hann gat gert í dag, til morg- undagsins. Margar góðar stundir áttum við saman hér á árum áður, enda vorum við ungir þá og ekkert sem stoppaði okkur, ef okkur datt í hug að gera eitthvað skemmtilegt. Á sumrin var farið á sveitaböll í Borgarfjörðinn og austur fyrir fjall. Á þessum árum var mikil gróska í tónlistinni, Bítlatíminn í hámarki og það var farið þangað sem bestu hljómsveitirnar spiluðu hverju sinni. Við áttum ekki bíl á þessum árum, en við vorum svo heppnir að eiga foreldra sem treystu okkur fyrir ökutækjum sínum og þá var haldið af stað annaðhvort á Opeln- um eða Moskanum og mikið var fjörið í þessum ferðum okkar. Á þessum árum kynntist Daddi eft- irlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Baldursdóttur, sem er fædd og uppal- in á Skaganum. Þau eignuðust sex börn, þrjár stúlkur og þrjá drengi. Daddi var mikill fjölskyldumaður og var fjölskyldan í öndvegi hjá honum. Þau ferðuðust mikið saman bæði inn- anlands og erlendis og var þá farið með Norrænu og keyrt um Evrópu. Margar góðar stundir átti ég ásamt fjölskyldu minni og fjölskyldu Dadda á Skaganum og verða þær vel varð- veittar í huga okkar. Mikill er missir ykkar, elsku Hanna mín. Megi algóður guð styrkja þig og börnin ykkar í hinni miklu sorg. Föður og systkinum Dadda sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hvíl í friði, kæri vinur. Teitur Stefánsson. KJARTAN ARNÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.