Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 36

Morgunblaðið - 23.03.2001, Page 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðarfagnar 50 ára afmæli sínu með við-höfn um helgina en hann tók til starfahaustið 1950. Að sögn Gunnars Gunn- arssonar skólastjóra var tímamótanna minnst með útgáfu geisladisks með hljóðfæraleik nem- enda skólans fyrir jólin en í dag verður haldinn sérstakur hátíðarfundur í skólanum. Hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar verið boðið til fund- arins ásamt skólastjórum um 20 tónlistarskóla víðs vegar af suðvesturhorninu auk ýmissa ann- arra velunnarra skólans. Þar mun m.a. kamm- ersveit skipuð kennurum skólans leika fyrir gesti. Á morgun sunnudag verður efnt til hátíð- ardagskrár fyrir nemendur skólans og aðstand- endur þeirra og hefst hún kl. 14. Að sögn Gunn- ars munu nemendur skólans flytja þar ein 20 tónlistaratriði og síðan verður öllum boðið til veglegrar kaffiveislu. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar var einn fyrsti tónlistarskólinn utan Reykjavíkur og kom í hlut Páls Kr. Pálssonar, fyrsta skólastjórans, að móta starfsemi hans og setja honum reglugerð. Skólarnir sem á eftir komu sóttu fyrirmynd í hana. Fyrstu ár skólans var áhugi bæjarbúa á tónlistarnámi lítill. Fá hljóðfæri voru til á heim- ilum og erfiðlega gekk að laða bæjarbúa að skólanum. Aðsókn jókst með árunum, farið var að kenna á fleiri hljóðfæri og stofnaður var for- skóli fyrir yngri börn. 1954 voru keypt hljóð- færi til skólans: fiðlur, blokkflautur og áslátt- arhljóðfæri. Þá og næstu ár starfaði listdansdeild við skólann. Núverandi skólastjóri er Gunnar Gunn- arsson, en hann var ráðinn 1989 og ári síðar var Helgi Bragason ráðinn yfirkennari. Árið 1992 í september var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum Tónlistarskóla sem rísa skyldi við Strandgötu nærri Hafnarfjarð- arkirkju. Efnt var til samkeppni meðal arki- tekta um hönnun skólans og varð tillaga arki- tektanna Sigríðar Magnúsdóttur og Hans Olav Andersen fyrir valinu. Í ágúst 1997 var nýtt húsnæði Tónlistarskólans tekið í notkun. „Í dag starfar Tónlistarskólinn samkvæmt námskrá sem gefin er út af menntamálaráðu- neytinu. Náminu er skipt í grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Kennt er á píanó, hljómborð, orgel, harmónikku, gítar, bassa og slagverk og eins er kennt á öll helstu strengja-, tréblásturs- og málmblásturshljóðfæri. Í skólanum er starf- andi söngdeild. Í skólanum eru starfandi kammersveit, tvær strengjasveitir, þrjár lúðra- sveitir, kammerkór og fjölmargir aðrir minni samspilshópar. Mjög öflugt tónleikahald fer fram í skólanum, sérstaklega fyrir jólin og á vorin, en að jafnaði eru haldnir tveir tónfundir í mánuði,“ segir Gunnar Gunnarsson skólastjóri. „Tónlistarskólinn býr nú við afbragðs að- stöðu, bæði hvað varðar húsa- og hljóð- færakost, og hefur einnig afnot af Hásölum til námskeiða-, ráðstefnu- og tónleikahalds. Skól- inn hefur allt hið besta að bjóða nemendum og má þar fyrst og fremst nefna vel menntaða og áhugasama kennara. Mjög öflug foreldrafélög starfa fyrir lúðra- og kammersveit skólans og vinna þau ómetanlegt starf. Í nýju húsnæði og góðri aðstöðu mun Tónlistarskóli Hafn- arfjarðar eflast mjög á næstu árum og setja svip á menningarlífið í bænum,“ segir Gunnar að lokum. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar 50 ára Tónlistarskóli Hafnarfjarðar. Nemendur Tónlistarskólans við upptöku hljómdisks vegna afmælisins. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Þremur sýningum lýkur í Listasafni Reykjavíkur á sunnudag. Gullpensillinn í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, vestursal. Listamenn sem verk eiga á sýningunni eru Birgir Snæbjörn Birg- isson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni Hauks- son, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann L. Torfason, Jón Bergmann Kjartansson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Árni Sig- urðsson, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Þorri Hringsson. Vestursalur Kjarvalsstaða verður síðan lokaður til laugardagsins 7. apríl þegar þar verður opnuð sýning á verkum Norðmannsins Odd Nerdrum. Í austursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á úrvali af verkum eftir Kjarval en í fordyri gefur einnig að líta myndbands- upptöku frá ríkissjónvarpinu af viðtali sem Jón Örn Marinósson átti við Kjarval árið 1967 á vinnustofu hans að Austurstræti 12. Leiðsögn er um sýningar Kjarvalsstaða alla sunnudaga kl. 15. Hafnarhús Sófamálverkið og Frásagnarmálverkið í Hafnarhúsi. Sú fyrr- nefnda er helguð minningu Þórarins B. Þorlákssonar, sem hélt sína fyrstu einkasýningu fyrir einni öld. Þar er skyggnst inn í stofur yfir hundrað nafntogaðra Íslendinga. Á sýningunni Frásagnarmálverkið eru sýnd verk Errós og fimm samtíðarmanna hans sem tilheyrðu þessari hreyfingu málara, þ.e. frásagnarmálara, sem urðu mjög áberandi þegar popplistin leit dagsins ljós á sjöunda áratugnum. Aðrir listamenn sem verk eiga á sýningunni eru Valerio Adami, Peter Klasen, Jacques Monory, Hervé Télémaque og Bernard Rancillac. Sýningarnar eru á annarri hæð Hafnarhússins en laugardaginn 31. apríl verða þar opnaðar sýningar á verkum eftir Bandaríkja- manninn John Baldessari og Bretann John Isaacs. Á fyrstu hæð Hafnarhússins stendur yfir sýningin Heimskauts- löndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar. Leiðsögn er um sýningar Hafnarhússins alla sunnudaga kl. 16. Nýlistasafnið Sýningu fjögurra listamanna í Nýlistasafninu við Vatnsstíg lýkur á sunnudag. Í Gryfju sýnir Steingrímur Eyfjörð innsetningu undir yfirskrift- inni „Breitt ástand,“ ásamt níu öðrum listamönnum. Í forsal sýnir Ragna Hermannsdóttir bókverk og myndir unnar í tölvu. Á palli sýn- ir Finnur Arnar Arnarsson innsetningu sem saman stendur af fimm ljósmyndum og myndbandsverki og í SÚM-sal sýnir Hulda Stef- ánsdóttir sjö ljósmyndaverk sem unnin eru beint á veggi safnsins. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Sýningarlok og leiðsögn AUK Sigurðar Flosasonar, sem leikur á altsaxófón, skipa tríóið þeir Eyþór Gunnarsson píanóleik- ari og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman. Þeir hafa leikið mikið saman á liðnum árum, en alltaf í stærri hjómsveitum. Árið 1999 hljóðrituðu þeir hins vegar geisladiskinn Himnastigann sem tríó. Þeir halda nú röð tónleika víða um landið, en fram til þess hafði tríóið ekki komið fram á tón- leikum. Himnastigatríóið lék á fyrstu tónleikunum á Akureyri í gær, en kl. 21 í kvöld mun það leika í Sindrabæ á Hornafirði. Tón- leikarnir í Salnum í Kópavogi verða sem fyrr segir á morgun kl. 17 en á sunnudag mun tríóið bregða sér í Reykjanesbæ og leika í Frumleikhúsinu kl. 20. Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson hafa um árabil verið í hópi fremstu djassleikara Íslands og Lennart Ginman er sömuleiðis í hópi fremstu djasstónlistarmanna Danmerkur. Hljómdiskur tríósins naut mikilla vinsælda og seldist í stóru upplagi á mælikvarða djass- platna. „Viðtökurnar við diskinum voru frábærar og fengum við því góðan meðbyr með því sem við höf- um verið að gera. Okkur hefur hins vegar ekki gefist færi á að halda út- gáfutónleika, m.a. vegna anna hjá Lennart Ginman. Nú ætlum við hins vegar að halda ferna tónleika um landið og taka upp nýja plötu í kjölfarið,“ segir Sigurður. Tríóið mun leika svokallaða djassstandarda og ballöður, og er þar um að ræða efni af Himnastig- anum. „En þegar líða fer á tónleika- röðina munum við byrja að læða inn efni sem við erum með í reynslu fyrir upptökurnar sem farið verður í strax eftir helgina.“ Sigurður bæt- ir því við að tríóið sæki fyrst og fremst í hefðarbrunn djassins, sem meðlimir gæði síðan eigin túlkun. „Tríóið gengur fyrst og fremst út á samspil, að tónlistarmennirnir hlusti hver á annan og búi þannig til músík. Þegar áherslan er á hin- um músíkölsku samskiptum skiptir ekki mestu mál hvað spilað er, hvort það er gamalt eða nýtt, held- ur með hverjum,“ segir Sigurður og bendir á að meðlimir tríósins hafi t.d. farið beint í það að taka upp tónlistina á Himnastiganum, án æfinga, og sami háttur verði að mestu leyti hafður á hvað varðar væntanlegan disk. „Það er líka mikilvægt að halda ferskleikanum í tónlistinni. Tónlistin á að vera kvik og er best þegar hún verður til á staðnum. Galdurinn er í spunanum og samleiknum.“ Næsta verkefni tríósins verður svo að leika á djasshátíð í Svíþjóð í sumar. „Hvað verður í framhaldi mun síðan koma í ljós,“ segir Sig- urður að lokum en ætla má að margir þeirra, sem líkaði geisla- diskur Himnatríósins, vilji grípa tækifærið og sjá þá leika saman í Salnum á morgun. „Galdurinn er í spunan- um og sam- leiknum“ Himnastigatríóið heldur síðbúna út- gáfutónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardag, kl. 17 og eru þeir hluti af tónleikaröð, þar sem tríóið kemur fram saman í fyrsta sinn. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson Sigurður Flosason ásamt félögum sínum, Lennart Ginnman og Eyþóri Gunnarssyni, við upptökur á plötunni Himnastiginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.