Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 23.03.2001, Síða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðarfagnar 50 ára afmæli sínu með við-höfn um helgina en hann tók til starfahaustið 1950. Að sögn Gunnars Gunn- arssonar skólastjóra var tímamótanna minnst með útgáfu geisladisks með hljóðfæraleik nem- enda skólans fyrir jólin en í dag verður haldinn sérstakur hátíðarfundur í skólanum. Hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar verið boðið til fund- arins ásamt skólastjórum um 20 tónlistarskóla víðs vegar af suðvesturhorninu auk ýmissa ann- arra velunnarra skólans. Þar mun m.a. kamm- ersveit skipuð kennurum skólans leika fyrir gesti. Á morgun sunnudag verður efnt til hátíð- ardagskrár fyrir nemendur skólans og aðstand- endur þeirra og hefst hún kl. 14. Að sögn Gunn- ars munu nemendur skólans flytja þar ein 20 tónlistaratriði og síðan verður öllum boðið til veglegrar kaffiveislu. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar var einn fyrsti tónlistarskólinn utan Reykjavíkur og kom í hlut Páls Kr. Pálssonar, fyrsta skólastjórans, að móta starfsemi hans og setja honum reglugerð. Skólarnir sem á eftir komu sóttu fyrirmynd í hana. Fyrstu ár skólans var áhugi bæjarbúa á tónlistarnámi lítill. Fá hljóðfæri voru til á heim- ilum og erfiðlega gekk að laða bæjarbúa að skólanum. Aðsókn jókst með árunum, farið var að kenna á fleiri hljóðfæri og stofnaður var for- skóli fyrir yngri börn. 1954 voru keypt hljóð- færi til skólans: fiðlur, blokkflautur og áslátt- arhljóðfæri. Þá og næstu ár starfaði listdansdeild við skólann. Núverandi skólastjóri er Gunnar Gunn- arsson, en hann var ráðinn 1989 og ári síðar var Helgi Bragason ráðinn yfirkennari. Árið 1992 í september var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum Tónlistarskóla sem rísa skyldi við Strandgötu nærri Hafnarfjarð- arkirkju. Efnt var til samkeppni meðal arki- tekta um hönnun skólans og varð tillaga arki- tektanna Sigríðar Magnúsdóttur og Hans Olav Andersen fyrir valinu. Í ágúst 1997 var nýtt húsnæði Tónlistarskólans tekið í notkun. „Í dag starfar Tónlistarskólinn samkvæmt námskrá sem gefin er út af menntamálaráðu- neytinu. Náminu er skipt í grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Kennt er á píanó, hljómborð, orgel, harmónikku, gítar, bassa og slagverk og eins er kennt á öll helstu strengja-, tréblásturs- og málmblásturshljóðfæri. Í skólanum er starf- andi söngdeild. Í skólanum eru starfandi kammersveit, tvær strengjasveitir, þrjár lúðra- sveitir, kammerkór og fjölmargir aðrir minni samspilshópar. Mjög öflugt tónleikahald fer fram í skólanum, sérstaklega fyrir jólin og á vorin, en að jafnaði eru haldnir tveir tónfundir í mánuði,“ segir Gunnar Gunnarsson skólastjóri. „Tónlistarskólinn býr nú við afbragðs að- stöðu, bæði hvað varðar húsa- og hljóð- færakost, og hefur einnig afnot af Hásölum til námskeiða-, ráðstefnu- og tónleikahalds. Skól- inn hefur allt hið besta að bjóða nemendum og má þar fyrst og fremst nefna vel menntaða og áhugasama kennara. Mjög öflug foreldrafélög starfa fyrir lúðra- og kammersveit skólans og vinna þau ómetanlegt starf. Í nýju húsnæði og góðri aðstöðu mun Tónlistarskóli Hafn- arfjarðar eflast mjög á næstu árum og setja svip á menningarlífið í bænum,“ segir Gunnar að lokum. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar 50 ára Tónlistarskóli Hafnarfjarðar. Nemendur Tónlistarskólans við upptöku hljómdisks vegna afmælisins. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Þremur sýningum lýkur í Listasafni Reykjavíkur á sunnudag. Gullpensillinn í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, vestursal. Listamenn sem verk eiga á sýningunni eru Birgir Snæbjörn Birg- isson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni Hauks- son, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann L. Torfason, Jón Bergmann Kjartansson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Árni Sig- urðsson, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Þorri Hringsson. Vestursalur Kjarvalsstaða verður síðan lokaður til laugardagsins 7. apríl þegar þar verður opnuð sýning á verkum Norðmannsins Odd Nerdrum. Í austursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á úrvali af verkum eftir Kjarval en í fordyri gefur einnig að líta myndbands- upptöku frá ríkissjónvarpinu af viðtali sem Jón Örn Marinósson átti við Kjarval árið 1967 á vinnustofu hans að Austurstræti 12. Leiðsögn er um sýningar Kjarvalsstaða alla sunnudaga kl. 15. Hafnarhús Sófamálverkið og Frásagnarmálverkið í Hafnarhúsi. Sú fyrr- nefnda er helguð minningu Þórarins B. Þorlákssonar, sem hélt sína fyrstu einkasýningu fyrir einni öld. Þar er skyggnst inn í stofur yfir hundrað nafntogaðra Íslendinga. Á sýningunni Frásagnarmálverkið eru sýnd verk Errós og fimm samtíðarmanna hans sem tilheyrðu þessari hreyfingu málara, þ.e. frásagnarmálara, sem urðu mjög áberandi þegar popplistin leit dagsins ljós á sjöunda áratugnum. Aðrir listamenn sem verk eiga á sýningunni eru Valerio Adami, Peter Klasen, Jacques Monory, Hervé Télémaque og Bernard Rancillac. Sýningarnar eru á annarri hæð Hafnarhússins en laugardaginn 31. apríl verða þar opnaðar sýningar á verkum eftir Bandaríkja- manninn John Baldessari og Bretann John Isaacs. Á fyrstu hæð Hafnarhússins stendur yfir sýningin Heimskauts- löndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar. Leiðsögn er um sýningar Hafnarhússins alla sunnudaga kl. 16. Nýlistasafnið Sýningu fjögurra listamanna í Nýlistasafninu við Vatnsstíg lýkur á sunnudag. Í Gryfju sýnir Steingrímur Eyfjörð innsetningu undir yfirskrift- inni „Breitt ástand,“ ásamt níu öðrum listamönnum. Í forsal sýnir Ragna Hermannsdóttir bókverk og myndir unnar í tölvu. Á palli sýn- ir Finnur Arnar Arnarsson innsetningu sem saman stendur af fimm ljósmyndum og myndbandsverki og í SÚM-sal sýnir Hulda Stef- ánsdóttir sjö ljósmyndaverk sem unnin eru beint á veggi safnsins. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Sýningarlok og leiðsögn AUK Sigurðar Flosasonar, sem leikur á altsaxófón, skipa tríóið þeir Eyþór Gunnarsson píanóleik- ari og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman. Þeir hafa leikið mikið saman á liðnum árum, en alltaf í stærri hjómsveitum. Árið 1999 hljóðrituðu þeir hins vegar geisladiskinn Himnastigann sem tríó. Þeir halda nú röð tónleika víða um landið, en fram til þess hafði tríóið ekki komið fram á tón- leikum. Himnastigatríóið lék á fyrstu tónleikunum á Akureyri í gær, en kl. 21 í kvöld mun það leika í Sindrabæ á Hornafirði. Tón- leikarnir í Salnum í Kópavogi verða sem fyrr segir á morgun kl. 17 en á sunnudag mun tríóið bregða sér í Reykjanesbæ og leika í Frumleikhúsinu kl. 20. Sigurður Flosason og Eyþór Gunnarsson hafa um árabil verið í hópi fremstu djassleikara Íslands og Lennart Ginman er sömuleiðis í hópi fremstu djasstónlistarmanna Danmerkur. Hljómdiskur tríósins naut mikilla vinsælda og seldist í stóru upplagi á mælikvarða djass- platna. „Viðtökurnar við diskinum voru frábærar og fengum við því góðan meðbyr með því sem við höf- um verið að gera. Okkur hefur hins vegar ekki gefist færi á að halda út- gáfutónleika, m.a. vegna anna hjá Lennart Ginman. Nú ætlum við hins vegar að halda ferna tónleika um landið og taka upp nýja plötu í kjölfarið,“ segir Sigurður. Tríóið mun leika svokallaða djassstandarda og ballöður, og er þar um að ræða efni af Himnastig- anum. „En þegar líða fer á tónleika- röðina munum við byrja að læða inn efni sem við erum með í reynslu fyrir upptökurnar sem farið verður í strax eftir helgina.“ Sigurður bæt- ir því við að tríóið sæki fyrst og fremst í hefðarbrunn djassins, sem meðlimir gæði síðan eigin túlkun. „Tríóið gengur fyrst og fremst út á samspil, að tónlistarmennirnir hlusti hver á annan og búi þannig til músík. Þegar áherslan er á hin- um músíkölsku samskiptum skiptir ekki mestu mál hvað spilað er, hvort það er gamalt eða nýtt, held- ur með hverjum,“ segir Sigurður og bendir á að meðlimir tríósins hafi t.d. farið beint í það að taka upp tónlistina á Himnastiganum, án æfinga, og sami háttur verði að mestu leyti hafður á hvað varðar væntanlegan disk. „Það er líka mikilvægt að halda ferskleikanum í tónlistinni. Tónlistin á að vera kvik og er best þegar hún verður til á staðnum. Galdurinn er í spunanum og samleiknum.“ Næsta verkefni tríósins verður svo að leika á djasshátíð í Svíþjóð í sumar. „Hvað verður í framhaldi mun síðan koma í ljós,“ segir Sig- urður að lokum en ætla má að margir þeirra, sem líkaði geisla- diskur Himnatríósins, vilji grípa tækifærið og sjá þá leika saman í Salnum á morgun. „Galdurinn er í spunan- um og sam- leiknum“ Himnastigatríóið heldur síðbúna út- gáfutónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardag, kl. 17 og eru þeir hluti af tónleikaröð, þar sem tríóið kemur fram saman í fyrsta sinn. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson Sigurður Flosason ásamt félögum sínum, Lennart Ginnman og Eyþóri Gunnarssyni, við upptökur á plötunni Himnastiginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.