Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 73 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Þú ert frjálslyndur og kannt vel að hlusta á aðra og finna réttu svörin við vangaveltum þeirra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er sjálfsagt að þú réttir vinnufélögum þínum hjálpar- hönd þegar þú ert í færum til þess. Það mun bara afla þér aukinna vinsælda. Naut (20. apríl - 20. maí)  Deildu áhyggjum þínum með þeim sem þú átt að trúnaðar- vini. Það hjálpar oft að létta þannig á sér og færir þér þá hvíld sem þú svo nauðsynlega þarft. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að sjá í gegnum þok- una sem leggst yfir allt svo að þú getir þrátt fyrir hana hald- ið ótrauður áfram á vegferð þinni til betra lífs. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Veltu fyrir þér öllum hliðum mála áður en þú grípur til ein- hverra aðgerða. Þannig tryggir þú að sú leið sem þú velur sé sú árangursríkasta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki ónot annarra hleypa þér upp af standinum. Stattu fastur fyrir og láttu engan ganga á rétt þinn í hvaða mæli sem er. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hlustaðu á það sem aðrir hafa til málanna að leggja. Þú getur tekið það með í reikn- inginn en þótt þú hlustir þýð- ir það ekki að þú sért endi- lega sammála síðasta ræðumanni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vendu þig á að njóta litlu at- riðanna í lífinu. Þau virka eins og krydd í tilveruna og geta svo sannarlega gert góðan dag ennþá betri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú stendur frammi fyrir ráð- gátu sem þú þarft að beita öll- um þínum hæfileikum til þess að finna lausnina á. Láttu ekkert framhjá þér fara í þeirri leit. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stundum eru hlutirnir hreint ekki þar sem þér finnst þú hafa skilið þá eftir. Vendu þig á að setja hvern hlut á sinn stað og umfram allt að leggja á minnið hvar sá staður er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að leyfa sköpunar- gáfunni að taka völdin um stundarsakir því fátt er eins upplífgandi og afrakstur frjáls huga og handar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það kann að vera að fjármálin séu þér þyngri í skauti en þú vilt kannast við. En eina lausnin til að komast á réttan kjöl er að horfast í augu við hlutina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Notfærðu þér hæfileika þinn til þess að láta frásagnir ann- arra opna þér nýja heima. Sýndu samkennd sem þú get- ur svo byggt á frekari skref til réttrar áttar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT REYKJAVÍK Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti, þín lágu hús og allt, sem fyrir ber. Og þótt svo tárið oft minn vanga væti, er von mín einatt, einatt bundin þér. Og hversu sem að aðrir í þig narta, þig eðla borg, sem forðum prýddir mig, svo blítt, svo blítt sem barnsins unga hjarta er brjóst mitt fullt af minningum um þig. – – – Já, tjörnin þín er tjarna best í heimi. Við tjarnarendann landsins dýrsti rann, og að ég ekki álftum þínum gleymi, sem einn af bestu sonum þínum fann. Og hvílíkt djásn er ei sá helgi hringur hólminn, þar sem krían á sitt skjól? Ó, ljúfa borg, ég lofa allt þitt glingur, sem liggur fágað kringum Arnarhól. Vilhjálmur frá Skáholti. Suður spilar sex spaða og fær út tígulgosa. Norður ♠ 97 ♥ Á982 ♦ D942 ♣ 542 Suður ♠ KDG1086 ♥ D10 ♦ Á ♣ ÁKDG Þetta er fullhörð slemma, en ekki vonlaus. Hver er áætlun lesandans? Það er engin ástæða til að setja allt sitt traust á krafta- verkalegu eins og blankan hjartakóng (eða gosa í aust- ur). Þvingun í rauðu litunum er raunhæfur möguleiki. En þvingun getur aðeins verkað á vestur, svo það verður að gefa sér þá forsendu að hann sé með hjartakóng og valdið í tíglinum. Ennfrem- ur að vörnin geti ekki ráðist á hjartaásinn þegar slagur er gefinn á tromp. Tígulkóngurinn er lykil- spilið í áætluninni. Vestur gæti verið að spila út frá KG10 eða bara G10. Fjallað er um spilið í The Bridge World og þar er bent á tvær leiðir. Annars vegar að setja lítinn tígul úr borði og spila smáum spaða. Norður ♠ 97 ♥ Á982 ♦ D942 ♣ 542 Vestur Austur ♠ Á53 ♠ 42 ♥ K743 ♥ G65 ♦ G1087 ♦ K653 ♣ 106 ♣ 9873 Suður ♠ KDG1086 ♥ D10 ♦ Á ♣ ÁKDG Í borði er innkoma á tromp (97) og mælt er með því að nota hana til að spila tíguldrottningu og yfirfæra þannig tígulhótunina á vest- ur. Kóngur austurs er trompaður og síðan eru svörtu slagirnir teknir og vestur þvingaður með hjartakónginn og hæsta tíg- ul. Hin leiðin er í raun prakt- ískari, því þá þarf ekki að giska á staðsetningu tígul- kóngsins. Hún felst í því að setja drottninguna upp í fyrsta slag. Vissulega hnekkir austur spilinu með því að leggja kónginn ekki á – en það gerir enginn nema hann taki vitlaust spil. Svo þessi leið hlýtur að vera betri, því ef útspilið er frá KG10 má fórna drottning- unni undir ásinn – nían er nægileg hótun. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Með morgunkaffinu 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 23. mars, verður sjötíu og fimm ára Unnur Elíasdóttir, Há- túni 10a, Reykjavík. Unnur er að heiman í dag. 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 23. mars, verður 75 ára Bene- dikt Sveinsson, Vallarbraut 3, Hafnarfirði. Hann og eig- inkona hans, Þórdís Krist- insdóttir, verða á Njáluslóð- um um helgina. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 23. mars, verður fimmtug Auð- ur B. Kristinsdóttir, M.Ed. kennsluráðgjafi. Hún og eiginmaður hennar, Svavar Stefánsson, forstöðumaður, taka á móti vinum og ætt- ingjum á heimili sínu í Hrís- holti 21, Selfossi, á morgun, laugardag, kl. 17–21. Gylfi Þórhallsson (2130) nálgast óðfluga 1000 skáka markið á íslenska skáklist- anum. Einungis Sævar Bjarnason hefur teflt fleiri reiknaðar skákir en hann. Í stöðunni, sem kom upp á Íslandsmóti skákfélaga, hafði Gylfi hvítt gegn Arn- aldi Loftssyni (2070). 26. Hxe5! dxe5 Hvernig hefði kempan frá Akureyri svar- að 26... Hf8? Við fyrstu sýn virðist sem svartur geti þá bjargað sér fyrir horn en hvítur á krók á móti bragði með 27. Rd5! og svörtum er allar bjargir bannaðar. T.d. hefur hvítur unnið tafl eftir 27... exd5 28. Hxe7 Hxf2 29. Hxf2 og 27. Df7+ Kh8 28. Dxe7! Drottningin er friðhelg út af mát upp í borði. 28... g6 og svartur gafst upp um leið enda verður hann mát eftir 29. Hf8+ Hxf8 30. Dxf8#. Loka- staðan í þriðju deild varð þessi: 1. Taflfélag Vestmanneyja 26 ½ vinningur af 42 mögu- legum 2. Taflfélag Dalvíkur 24 ½ v. 3. Taflfélag Sel- tjarnarness 23 v. 4.-5. Tafl- félag Reykjavíkur g-sveit og Skákfélag Grandrokk b- sveit 20 ½ v. 6. Skákfélag Akureyrar c-sveit 19 v. 7. Skákfélag Selfoss og ná- grennis 18 v. 8. Skáksam- band Austurlands 16 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ertu virkilega að segja mér að þetta sé ekki Norð- urgata 19?! Gól fe fn i á v innustað inn Ármúla 23, sími 533 5060 Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Allir fylgihlutir, undirföt o.fl. Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Islam í sögu og samtíð Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. Fjögurra kvölda námskeið um sögu, trú og þjóðfélag Islam haldið í Hafnarfjarðarkirkju. Námskeiðið hefst fimmtudag eftir páska Upplýsingar og skráning í síma 555 1295 eða á srthorh@ismennt.is Kringlukast Sumarúlpur áður 4.900 nú 3.500 Hlífðarbuxur áður 3.900 nú 2.900 Þrír litir Kringlunni — s. 568 1822 Bridsfélag Hafnarfjarðar Síðasta lotan í vorbarometertví- menningi félagsins var spiluð mánu- daginn 19. mars og eins og vænta mátti varð hörð barátta um verð- launasætin. Þau pör, sem besta stöðu höfðu fyrir lokakvöldið, blönd- uðu sér hins vegar ekki í toppbar- áttu kvöldsins, líklega vegna tauga- titrings. En þessi pör náðu hæstri kvöldskor: Haukur Árnason – Júlíana Gíslad. 38 Njáll G. Sigurðss. – Guðni Ingvarss. 21 Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 19 Ársæll Vigniss. – Guðlaugur Ellertss. 13 Og heildarúrslitin urðu þá þann- ig: Dröfn Guðmundsd. – Ásgeir Ásbjörnss. 81 Halldór Einarss. – Trausti Harðarson 38 Friðþjófur Einarss. – Guðbr. Sigurb. 35 Njáll G. Sigurðsson – Guðni Ingvarss. 32 Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 12 Mánudaginn 26. mars hefst síðan hraðsveitakeppni sem áætlað er að verði þriggja kvölda, eða fram undir páska. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Spilað er á 2. hæð íþróttahússins við Strandgötu og byrjað kl. 19.30. Allir velkomnir. Bridsfélag Akureyrar Nú er Halldórsmótinu í sveita- keppni að ljúka en aðeins er eftir einn leikur. Staðan eftir 6 leiki er eft- irfarandi en meðalskor er 108: Una Sveinsdóttir 150 Frímann Stefánsson 137 Gylfi Pálsson 129 Ragnheiður Haraldsóttir 119 Síðastliðinn sunnudag mættu 10 pör til leiks. Meðalskor var 108 stig og staða efstu para varð: Stefán Sveinbj. – Sigurður Marteinss. 130 Frímann Stefánss. – Stefán Vilhjálmss. 128 Grétar Örlygss. – Örlygur Örlygss. 124 Una Sveinsd. – Pétur Guðjónss. 120 Sunnudaginn 25. mars verður spilað svæðamót í tvímenningi og fellur spilamennska B.A. því niður um kvöldið. Spilakvöld Bridsfélags Akureyrar eru á sunnudögum þar sem spilaðir eru eins kvölds tví- menningar og á þriðjudögum þar sem eru lengri mót. Spilað er í félagsheimili Þórs og hefst spila- mennska kl. 19:30 og eru allir vel- komnir. Aðstoðað er við myndun para og sveita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.