Morgunblaðið - 23.03.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 53
HVERNIG gengur
það fyrir sig að fá at-
vinnuleyfi á Íslandi,
fyrir þá sem eru utan
EES-landa? Mig lang-
ar aðeins að fjalla hér
um ferlið við að fá at-
vinnuleyfi.
Útlendingur þarf
fyrst að koma sér í
samband við fyrirtæki
sem vill ráða viðkom-
andi. Það er ýmist með
beinum bréfaskriftum
eða fyrir milligöngu
vina eða ættingja sem
eru á Íslandi. Þá þarf
að fylla út ráðningar-
samning og beiðni um dvalar- og at-
vinnuleyfi. Fyrirtæki þarf að skrifa
undir yfirlýsingu um að það beri
ábyrgð og kostnað af brottför út-
lendingsins ef komi til veikinda
starfsmanns eða óvæntra ráðningar-
slita sem starfsmaður á ekki sök á.
Þá þarf útlendingur að vera með
húsnæði á Íslandi. Ef viðkomandi er
ekki með aðstandendur hér á landi
sem hann getur búið hjá verður fyr-
irtæki jafnvel að útvega húsnæði.
Ekki dugar að skrá vinnustaðinn
sem fyrsta heimilisfang þó svo að um
hótel sé að ræða. Það þarf sem sagt
að útvega húsnæði fyrir einstakling
sem ekki er vitað hvort eða hvenær
fáist atvinnuleyfi fyrir.
Fyrirtækið þarf að fara með þessa
pappíra til þess stéttarfélags sem
viðkomandi starfsmaður mun til-
heyra. Eftir að stéttarfélag hefur
samþykkt ráðninguna fer umsóknin
til Útlendingaeftirlitsins. Þá fer hún
til Vinnumálastofnunar. Ef allt er í
lagi sendir Vinnumálastofnun fyrir-
spurn til Vinnumiðlunar um hvort
staðan hafi verið skráð þar. Ef svo er
ekki, er umsókn hafnað, en annars
tekur Vinnumiðlun að sér að finna
fólk á atvinnuleysisskrá og senda í
viðtal til fyrirtækisins. Neiti fyrir-
tækið að ráða einstakling sem er
sendur, á umsækjandi það á hættu
að fá ekki atvinnuleyfi. Ég ætla ekki
að hafa mörg orð um það hvernig
einstaklinga Vinnumiðlun sendir.
Það kemur fyrir að góðir starfskraft-
ar komi út úr þessu, en oftar en ekki
er ekki einu sinni mætt til vinnu á
fyrsta degi. Ef enginn finnst á skrá
hjá Vinnumiðlun eða að fyrirtæki
getur ráðið fleiri starfsmenn fær fyr-
irtækið sent bréf frá Vinnumála-
stofnun að heimild fyrir atvinnuleyfi
sé komin. Þetta ferli tekur yfirleitt
um 3-5 mánuði. Nú þegar þáttaka Ís-
lands hefst í Schengen-samstarfinu
þarf útlendingur einnig að fá vega-
bréfsáritun hjá sendiráðum Íslands
erlendis (eða Danmerkur ef Ísland
er ekki með sendiráð í viðkomandi
landi). Ætli hér bætist ekki einhver
tími í viðbót.
Útlendingurinn má ekki koma til
landsins fyrr en leyfi hefur verið
veitt og getur því ekki gert neinar
ráðstafanir fyrr. Þegar hingað er
komið þarf að byrja á því að fá kenni-
tölu hjá Hagstofunni. Þá þarf að
panta tíma í læknisskoðun en at-
vinnuleyfið er ekki útgefið fyrr en að
henni lokinni. Eftir að viðkomandi
hefur verið úrskurðaður heilbrigður
gefur Útlendingaeftirlitið út at-
vinnuleyfið og þá er hægt að fá skatt-
kort og hefja störf.
Nú er það svo að biðin eftir að fá
læknisskoðun, en viðkomandi þarf að
fara á lungna- og berkladeild Heilsu-
verndarstöðvarinnar, er um 3 vikur.
Síðan líða nokkrir dagar þar til gögn
eru komin til Útlendingaeftirlitsins
og leyfið er gefið út.
Þetta er alveg gersam-
lega óviðunandi. Út-
lendingurinn sem er að
koma til Íslands að
vinna er gjarnan að
flýja langvarandi at-
vinnuleysi í sínu landi
og er ekki með mikla
vasapeninga með sér
við komu til landsins.
Tíminn sem fer í að
fá atvinnuleyfi eins og í
núverandi kerfi er allt
of langur. Það er liðið
allt að hálft ár frá því
að umsókn fer af stað
þar til að viðkomandi
getur hafið störf. Það geta verið
breyttar aðstæður hjá fyrirtækinu
að þessum tíma liðnum og á atvinnu-
framboði í þjóðfélaginu. Og fyrir um-
sækjandann kostar þetta bið í óvissu
í marga mánuði.
Af hverju þarf þetta að taka svona
langan tíma? Er svona undirmannað
hjá Útlendingaeftirlitinu og Vinnu-
málastofnun? Af hverju má ekki gefa
út atvinnuleyfið áður en læknisvott-
orð kemur, það væri þá hægt að aft-
urkalla það ef svo ólíklega vildi til að
eitthvað væri að? Af hverju eru
læknisvottorð erlendis frá ekki tekin
gild?
Eins og umræðan hefur verið und-
anfarið virðast þingmenn og fleiri
hafa af því miklar áhyggjur að fyr-
irtækin séu að misnota útlendinga og
óréttlætinu sem felst í því að at-
vinnuleyfið sé gefið út á fyrirtæki en
ekki einstaklinginn sem er að sækja
hingað vinnu. Eins og áður er upp-
talið er talsverð fyrirhöfn sem felst í
því að fá atvinnuleyfi fyrir einstak-
ling og löng bið. Fyrirtækin þurfa oft
að aðstoða erlenda starfsmenn með
ýmis mál sem geta komið upp á og
bera talsverða ábyrgð á velferð þess-
ara starfsmanna. Í mörgum tilvikum
á útlendingurinn enga að hér á landi
nema fyrirtækið og vinnufélagana.
Útlendingurinn getur flutt sig til í
starfi eftir komu til Íslands en þarf
til þess starfslokasamning frá því
fyrirtæki sem hann er með leyfi hjá
og nýja fyrirtækið þarf að fylla út
ráðningarsamning og umsókn um
framlengingu á atvinnuleyfi. Síðan
þarf þetta að fara allan hringinn aft-
ur; stéttarfélag, Útlendingaeftirlit
o.s.frv. Það tekur reyndar skemmri
tíma eða um 6 vikur.
Útlendingurinn sem fær hér tíma-
bundið atvinnuleyfi, yfirleitt alltaf til
eins árs til að byrja með, þarf að
greiða hér skatta frá fyrsta degi en
öðlast hins vegar engin réttindi fyrr
en eftir sex mánuði. Það er hægt að
kaupa sérstaka sjúkratryggingu fyr-
ir þetta tímabil, sem kostar á bilinu
22-30 þúsund (með 50 þús. kr. sjálfs-
ábyrgð) og fer eftir aldri einstak-
lingsins. Útlendingum finnst þetta
vera alveg fráleitt að kaupa þessa
tryggingu og skilja ekki af hverju
það dugar ekki að greiða skatta. Það
er því frekar tekin áhættan á því að
ekkert komi fyrir. Samkvæmt nýju
frumvarpi til laga sem taka eiga gildi
1. júlí n.k. er kvöð um þessa sjúkra-
tryggingu að bætast við skilyrðin
fyrir að fá dvalarleyfi á Íslandi.
Hvernig á framkvæmdin á því að
vera þá? Á fyrirtæki að þurfa að
kaupa tryggingu fyrir starfsmann
sem ekki er öruggt með að fáist leyfi
fyrir og komudagur til landsins enn
óljós?
Atvinnuleyfið er gagnkvæm lausn
á vanda fyrirtækja með að finna
starfsfólk og útlendings að finna sér
vinnu. Aðflutt vinnuafl hefur án efa
verið stór þáttur í vexti ákveðinna
atvinnugreina hér á landi. Eins og
málum er nú háttað virðast stjórn-
völd vinna markvisst að því að hing-
að komi ekki vinnuafl frá öðrum
löndum en EES. Getum við ekki
reynt að gera þetta ferli einfaldara
og tekið betur á móti fólki sem er
tilbúið að ferðast langa leið til þess
að leggja hönd á plóg?
Velkomin til Íslands!
Þórdís Pálsdóttir
Atvinnuleyfi
Getum við ekki reynt að
gera þetta ferli
einfaldara, spyr Þórdís
Pálsdóttir, og tekið
betur á móti fólki sem er
tilbúið að ferðast langa
leið til þess að leggja
hönd á plóg?
Höfundur er hótelstjóri í Reykjavík.
ÞAÐ hefur verið ró-
legt á stóriðjumiðum
að undanförnu, logn á
undan stormi sem nú
er í aðsigi. Væntanleg-
ar eru matsskýrslur
framkvæmdaaðila
vegna stóriðju á Aust-
urlandi og Suðvestur-
landi, risaálvera og til-
heyrandi virkjana.
Aldrei hefur íslenska
þjóðin staðið frammi
fyrir viðlíka áformum
er varða bæði náttúru-
vernd og samfélag.
Samanlagt er hér verið
að tala um nálægt 600
þúsund tonna álfram-
leiðslu og 10 teravattstundir af raf-
orku sem ráðstafa eigi til hennar ár-
lega, snöggtum meira af orku en nú
er framleidd á Íslandi fyrir almenn-
an markað og stóriðju samanlagt.
Ætlun framkvæmdaaðila, Norð-
uráls, Reyðaráls og Landsvirkjun-
ar, sem og ríkisstjórnarinnar er að
koma þessum áformum í gegnum
lögformlegt matsferli á næstu mán-
uðum til þess síðan að hafa frjálsar
hendur um framhaldið. Boðað er að
Landsvirkjun og Reyðarál leggi sín-
ar matsskýrslur inn til Skipulags-
stofnunar alveg á næstunni. Búast
má við að Skipulagsstofnun auglýsi
matsskýrslurnar formlega um miðj-
an apríl og þá gefst almenningi, ein-
staklingum og félagasamtökum,
kostur á því um 6 vikna skeið að
koma athugasemdum og sjónarmið-
um sínum á framfæri við stofn-
unina. Síðan hefur Skipulagsstofn-
un fjórar vikur til að kveða upp sinn
úrskurð af eða á um framkvæmd-
irnar. Stefnt virðist þannig að því að
þessu ferli ljúki á komandi vordög-
um, að minnsta kosti að því er varð-
ar Reyðarál og Kárahnjúkavirkjun.
Mikilvægt er að almenningur
haldi vöku sinni og nýti lögvarinn
rétt sinn til íhlutunar og athuga-
semda um þessi stórmál.
Rammaáætlun sniðgengin
Þegar deilur risu hvað hæst út af
hálendis- og stóriðjumálum í hitteð-
fyrra brugðu stjórnvöld á það ráð að
taka undir áður framkomnar tillög-
ur um forgangsröðun virkjana,
bæði vatnsafls og jarðvarma, með
tilliti til náttúruverndar og fleiri
sjónarmiða. Gengur þetta starf
undir nafninu Rammaáætlun og
koma að því margir sérfræðingar og
stofnanir. „Þess er vænst að þetta
starf geti stuðlað að almennri sátt
um sambýli manns og náttúru,“ seg-
ir í kynningu á heimasíðu verkefn-
isins. Nú liggur það fyrir að fyrsta
áfanga Rammaáætlunar verður
ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi í árs-
lok 2001 og þá sem bráðabirgðaáliti
um 10–15 virkjanakosti vatnsafls og
með fyrirvara um frekari úrvinnslu
og víðtækari samanburð síðar. Er
verkefnisstjórnin með þessu að
reyna að hraða vinnu eftir því sem
frekast er kostur. Ef nokkurt vit og
samræmi væri í orðum og aðgerðum
stjórnvalda bæri þeim að bíða eftir
þessum niðurstöðum Rammaáætl-
unar áður en einstakar stóriðju-
framkvæmdir væru settar í mat á
umhverfisáhrifum. Sú
er þó ekki raunin að
því er Kárahnjúka-
virkjun og ef til vill
fleiri virkjanir varðar.
Með þessu eru stjórn-
völd því að ómerkja
eigin verklag og vinnu
margra að Ramma-
áætlun.
Vanvirðing við lög
Við þetta bætist að
ráðherrar og fleiri
talsmenn stjórnvalda
ræða um mat á um-
hverfisáhrifum nánast
sem formsatriði, sem
ekki þurfi að hafa
miklar áhyggjur af vegna ráðgerðra
framkvæmda. Sérstaklega hefur
þetta komið fram undanfarið í
tengslum við stóriðjuáformin á
Austurlandi, bæði Kárahnjúka-
virkjun og álverksmiðju á Reyðar-
firði. Þar er þó um að ræða stór-
felldustu inngrip í náttúru Íslands
til þessa þar sem áhrifanna myndi
gæta frá Brúaröræfum austur í
Reyðarfjörð, um allt Fljótsdalshér-
að og á haf út. Svo langt gengur for-
herðingin að hleypt hefur verið af
stað framkvæmdum við virkjunar-
veg fyrir um 600 milljónir króna í
Fljótsdal en hann er sniðinn að
þungaflutningum í þágu Kára-
hnjúkavirkjunar, sem óvíst er á
þessari stundu hvort nokkurn tíma
verði að veruleika. Augljósari getur
vanvirðingin á settum leikreglum
ekki verið. Við þetta bætist síðan
orkuöflun og aðrar framkvæmdir í
þágu Norðuráls, þar sem Lands-
virkjun er enn ekki farin að sýna ná-
kvæmlega á spilin. Öllum má vera
ljóst að Landsvirkjun hefur í bak-
höndinni að flytja orku frá Kára-
hnjúkavirkjun suður, þar eð mat á
virkjuninni er óháð orkukaupanda.
Stefnir beint í ófæru
Vinnubrögð stjórnvalda í stóriðj-
umálum eru óviðunandi og bera vott
um mikinn valdhroka. Aðeins sterk
og ákveðin viðbrögð almennings
geta komið í veg fyrir þá ófæru sem
þessum málum er nú stefnt í. Það
hlýtur að verða mörgum umhugs-
unarefni, hvort rétt sé að binda á
næstu árum stóran hluta af orku-
lindum landsins í þungaiðnaði og
það á gjafverði. Slíkt spillir mjög
möguleikum á umhverfis- og nátt-
úruvernd á Íslandi í bráð og lengd,
meðal annars á hálendinu, sem og
ráðstöfun takmarkaðrar orku til
annarra nota, svo sem í vetnisfram-
leiðslu. Jafnframt er verið að auka í
miklum mæli losun gróðurhúsaloft-
tegunda hérlendis þvert á samn-
ingsbundnar yfirlýsingar og við-
leitni alþjóðasamfélagsins til að
koma böndum á loftslagsbreytingar
af mannavöldum. Það er ekki seinna
vænna að stöðva stóriðjuflanið og
glæfralega málsmeðferð stjórn-
valda. Til að það megi takast þurfa
margir að leggjast á eitt á næstu
vikum og mánuðum.
Glæfraleg
málsmeðferð
stjórnvalda
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Stóriðja
Vinnubrögð stjórnvalda
í stóriðjumálum eru
óviðunandi, segir Hjör-
leifur Guttormsson, og
bera vott um mikinn
valdhroka.