Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 23.03.2001, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 47 VEGNA fyrir- spurna í kjölfar kjörs stjórnar Bændasam- taka Íslands á nýaf- stöðnu búnaðarþingi þykir mér rétt að gera stuttlega grein fyrir uppbyggingu Bænda- samtaka Íslands, sem eru heildarsamtök ís- lenskra bænda. Aðal- fundur þeirra kallast búnaðarþing. Aðildarfélög Bændasamtaka Íslands eru þessi: Búnaðarsambönd sem eiga einn fulltrúa á búnaðar- þingi: Búnaðarsamband Kjalarnes- þings, Búnaðarsamband Snæfell- inga, Búnaðarsamband Dalamanna, Búnaðarsamband Strandamanna, Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu, Búnaðar- samband Austur-Húnavatnssýslu, Búnaðarsamband Norður-Þingey- inga og Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu. Eftirtalin búnaðarsambönd eiga tvo fulltrúa: Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Búnaðarsamband Skagfirðinga, Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga. Eftirtalin búnaðarsambönd eiga þrjá fulltrúa: Búnaðarsamband Vestfjarða og Búnaðarsamband Austurlands. Síðan á Búnaðarsamband Suður- lands sex fulltrúa. Landssamband kúabænda á fimm fulltrúa, Landssamtök sauð- fjárbænda á þrjá fulltrúa og Sam- band garðyrkjubænda á tvo full- trúa. Síðan eiga eftirtalin búgreinafélög einn fulltrúa hvert: Félag eggjaframleiðenda, Félag ferðaþjónustubænda, Félag hrossa- bænda, Félag kjúklingabænda, Landssamband kartöflubænda, Landssamtök skógareigenda, Landssamtök vistforeldra í sveit, Samband íslenskra loðdýrabænda, Svínaræktarfélag Íslands og Æð- arræktarfélag Íslands Fulltrúar á búnaðarþingi eru alls 48. Koma 28 fulltrúar frá 15 bún- aðarsamböndum og 20 fulltrúar frá 13 búgreinafélögum. Stjórnarmenn í Bændasamtök- um Íslands eru sjö og koma þeir nú allir frá búnaðarsamböndunum, nánar tiltekið þessum: Alifugla- bóndi frá Búnaðarsambandi Kjal- arnesþings, sauðfjárbóndi frá Bún- aðarsambandi Vestfjarða, sauðfjárbóndi frá Búnaðarsam- bandi Vestur-Húnavatnssýslu, ráðunautur frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga, kúabóndi frá Búnaðarsambandi Austurlands og síðan sauðfjárbóndi og bóndi með blandað bú (kýr og sauðfé) frá Búnaðarsambandi Suðurlands. Þegar Bændasamtök Íslands voru stofnuð 1995 voru búnaðar- þingsfulltrúar 39, þar af 28 frá búnaðarsamböndum og 11 frá bú- greinafélögum. Á búnaðarþingi 1999 var fulltrúum búgreinafélag- anna fjölgað um níu. Ástæðan var hratt vaxandi sérhæfing í landbún- aði og hefur síst hægt á þeirri þró- un í atvinnuveginum. Stjórnarkjör í Bændasamtökum Íslands Stjórnarkjör fer þannig fram að fyrst er formaður kosinn beinni kosningu. Síðan er landinu skipt í kjörsvæði eftir gömlu kjördæmunum á eftir- farandi hátt: 1. kjörsvæði: Reykjanes-, Vestur- lands- og Vestfjarða- kjördæmi, tveir stjórnarmenn. 2. kjör- svæði: Norðurlandskjördæmi vestra og eystra, tveir stjórnar- menn. 3. kjörsvæði: Austurlands- kjördæmi, einn stjórnarmaður. 4. kjörsvæði: Suðurlandskjördæmi, tveir stjórnarmenn. Lögheimili fulltrúa ræður því í hvaða kjörsvæði þeir lenda, þó svo starfssvæði þeirra samtaka sem þeir eru fulltrúar fyrir sé allt land- ið. Stjórnarmenn eru síðan kosnir beinni kosningu innan kjörsvæð- anna. Áður en sú kosning fer fram hefur stjórnarmönnum frá því kjörsvæði þar sem formaður er bú- settur verið fækkað um einn. Þetta skipulag felur í sér, eins og kom fram á búnaðarþingi nú, að einfald- ur meirihluti fulltrúa getur ráðið öllum stjórnarmönnum í Bænda- samtökum Íslands. Samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands getur bún- aðarþing kosið uppstillingarnefnd vegna kosninga til stjórnar. Á bún- aðarþingi kom fram tillaga um að þetta yrði gert, en sú tillaga var felld. Tímamót í stjórnarkjöri Búgreinafélög voru fyrst viður- kennd sem fullgildir aðilar að Stéttarsambandi bænda árið 1985 og voru tveir af níu stjórnarmönn- um Stéttarsambandsins frá bú- greinafélögunum, allt þar til Stétt- arsambandið sameinaðist Búnaðarfélagi Íslands og til urðu Bændasamtök Íslands árið 1995. Frá þeim tíma hefur einn af sjö stjórnarmönnum Bændasamtaka Íslands verið úr hópi fulltrúa bú- greinafélaganna. Í kosningunum nú var því rofin sú verklagsregla sem gilt hefur sl. 16 ár, að fulltrúar búgreinafélaganna eigi sæti í heild- arsamtökum íslenskra bænda. Í ljósi þessa og nauðsynjar góðrar samstöðu meðal bænda er skilj- anlegt að niðurstaðan í stjórnar- kjörinu á búnaðarþingi hafi komið mörgum bændum á óvart. Þess má geta að bændur greiða árlega 85– 90 milljónir til Bændasamtaka Ís- lands, af því greiðir nautgripa- ræktin tæplega helming. Með hlið- sjón af því og að Landssamband kúabænda á fimm fulltrúa á bún- aðarþingi eru áhrif Landssam- bands kúabænda í stjórn Bænda- samtaka Íslands óeðlilega lítil. Breytinga er þörf Uppbygging Bændasamtaka Ís- lands þarf að taka breytingum í takt við þróun landbúnaðarins, sú umfjöllun bíður betri tíma. Hitt er ljóst að í kjölfar þessarar niður- stöðu í stjórnarkjörinu verður að breyta kosningareglum á búnaðar- þingi. Stjórn Bændasamtaka Ís- lands þarf að kjósa á landsgrunni og það er algjörlega óhjákvæmilegt að hægt sé að viðhafa hlutfalls- kosningu (listakjör) til að ekki sé hægt með blokkamyndun að ná óeðlilega miklum áhrifum. Í þeirri stjórn Bændasamtaka Íslands sem nú situr er eins og fram er komið enginn stjórnarmaður úr hópi full- trúa búgreinafélaga, þótt þeir séu 20 af 48 fulltrúum. Færa má að því rök að hefði hlutfallskosning verið möguleg á nýliðnu búnaðarþingi væru nú tveir fulltrúar búgreina- félaga í stjórn Bændasamtaka Ís- lands. Að loknu stjórnarkjöri á búnaðarþingi 2001 Þórólfur Sveinsson Samtök Í kjölfar þessarar nið- urstöðu í stjórnarkjör- inu, segir Þórólfur Sveinsson, verður að breyta kosningareglum á búnaðarþingi. Höfundur er bóndi. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.