Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 1
KLERKAYFIRVÖLD í Íran hafa úrskurðað að yfir 40% þeirra sem hugðust gefa kost á sér í þingkosningunum í landinu séu óhæfir frambjóðendur þar sem þeir hafi ekki sýnt nægilega fylgispekt við íslömsk gildi. Kosið verður um 17 sæti á ír- anska þinginu 8. júní næstkom- andi en sérstakt ráð klerka og lögfræðinga hefur vald til að hafna frambjóðendum. Írönsk dagblöð greindu frá því í gær að ráðið hefði hafnað 145 þeirra 356 sem gáfu kost á sér. 34 fengu synjun vegna meintra tengsla við andspyrnuhreyfinguna Muj- ahedeen en aðrir vegna meintra yfirsjóna á borð við áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Umbótasinnar, sem fylgja forsetanum Mohammad Khat- ami að málum, fordæmdu úr- skurðinn enda voru nær allir frambjóðendur þeirra dæmdir óhæfir. Hinn 8. júní fara einnig fram forsetakosningar í Íran en hvorki Khatami né andstæðing- ar hans hafa tilkynnt um fram- boð. Kosningar í Íran 40% fram- bjóðenda hafnað Teheran. AFP. DENNIS Tito, fyrsti ferðamað- urinn í geimnum, bar sig vel um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, í gær. „Ég elska geiminn,“ sagði geimferðalangurinn og brosti, skömmu eftir komuna í stöðina. Rússneska Soyuz-geimfarið, sem flutti Tito og tvo rússneska geimfara, tengdist ISS kl. 9:31 að íslenskum tíma í gærmorgun, en því var skotið á loft frá geim- ferðamiðstöð Rússa í Kasakstan á laugardagsmorgun. Tito var vel tekið í geimstöðinni, þar sem honum hafði verið heitið fyrsta flokks aðstöðu – að minnsta kosti á geimmælikvarða. „Við munum hafa allt til fyrir þig, notalegt rúm og heitan mat,“ sagði Talgat Musabayev, leið- angursstjóri Soyuz-farsins. Geimfararnir sem fyrir voru í stöðinni fögnuðu einnig gest- komunni. „Við erum ákaflega glöð að [áhöfn Soyuz] sé komin, svo við höfum félagsskap,“ sagði Yuri Usachev, yfirmaður geim- stöðvarinnar. Dennis Tito „Ég elska geiminn“  Tito kominn/43 Houston, Moskva. AFP, AP. Peres fer til viðræðna við Bandaríkjaforseta SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, hélt í gær í fjögurra daga heimsókn til Bandaríkjanna til að ræða við þarlenda leiðtoga um horf- urnar í friðarvið- ræðum við Pal- estínumenn. Átök á Vesturbakkan- um og Gaza- svæðinu drógu í gær úr vonum sem kviknað höfðu eftir friðar- umleitanir um helgina. Peres átti í gær fund með Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Hann mun ræða við Colin Powell, bandarískan starfsbróður sinn, í Washington á morgun og hitt- ir George W. Bush Bandaríkjafor- seta að máli á fimmtudag. Heim- sóknin til Bandaríkjanna er farin í framhaldi af ferðum til Egyptalands og Jórdaníu á sunnudag, þar sem Peres ræddi við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og Abdullah Jórdaníukonung um vopnahléstil- lögu sem þeir höfðu lagt fram. Í tillögu Egypta og Jórdaníu- manna er gert ráð fyrir að boðað verði til eins mánaðar vopnahlés milli Ísraela og Palestínumanna og ef það gengur eftir verða friðarvið- ræður milli þjóðanna hafnar að nýju. Mubarak skýrði fréttamönnum á sunnudag frá því að samkomulag hefði náðst, en þurfti síðar að bera fréttirnar til baka. Fullyrti forsetinn í gær að Ísraelar hefðu „þrábeðið“ hann að tilkynna um samkomulagið og kvaðst hafa orðið undrandi þegar Peres lýsti því yfir í sjónvarpi í Ísra- el síðar um daginn að aðilarnir hefðu ekki náð saman. Mótmæli gegn upplausn Fatah Meðlimir Fatah-hreyfingar Pal- estínumanna hafa haft að engu fyr- irskipun palestínsku heimastjórnar- innar frá því á laugardag um að hreyfingin skyldi leyst upp. Nokkur hundruð meðlimir hennar tóku þátt í mótmælagöngu vegna þessa í Rafah á Gaza-svæðinu í gær. Palestínumenn skutu sprengikúl- um að landnemaþorpum gyðinga á Gaza-svæðinu í gærkvöld, í annað sinn síðan Arafat skipaði fyrir um upplausn Fatah, en hreyfingin hefur lýst sig ábyrga fyrir nokkrum slíkum árásum á undanförnum vikum. Víðar kom til átaka og ofbeldisverka á sjálfstjórnarsvæðunum í gær. Shimon Peres Jerúsalem, Kaíró, Washington. AFP, AP. Friðarumleitanir helgarinnar virðast árangurslausar AP Ísraelskir friðarsinnar mótmæltu fyrir utan utanríkisráðuneyti Ísraels í Jerúsalem gær. Annar mannanna á myndinni bítur í ísklump fyrir fram- an spjald sem á stendur „Landnemabyggðirnar frysta friðarferlið“. 97. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. MAÍ 2001 Morgunblaðið/Þorkell 1. maí – baráttudagur verkalýðsins LÆKNAR í Róm lýstu í gær áhyggjum sínum af heilsufari Emmu Bonino, fyrrverandi liðs- manns framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, en hún er nú í mótmælasvelti. Bonino er einn af leiðtogum lít- ils vinstriflokks og segir flokkinn vera hundsaðan af fjölmiðlum. Flokkurinn fékk 1,8% at- kvæða í þing- kosningunum árið 1996 en 8,5% er kosið var til Evrópuþingsins 1999. Gengið verður til þingkosninga á Ítalíu 13. maí næstkomandi og með sveltinu vill Bonino einnig vekja athygli á þeim baráttumál- um flokksins að frelsi til vísinda- rannsókna verði aukið og að tengsl ríkisins við Páfagarð verði endur- skoðuð. Um 250 aðrir flokksmenn taka nú þátt í mótmælaaðgerðunum, annaðhvort með því að svelta sig eða neita að taka lyf sem þeir þurfa á að halda. Bonino, sem er 53 ára, hafði í gær misst rúm þrjú kíló í 60 klukkustunda svelti sínu, eða um sex prósent af líkamsþunga sínum. Læknar sögðu að þegar væru komin í ljós merki um mikið vökvatap og vöðvarýrnun. Bonino í mótmæla- svelti Emma Bonino Róm. AFP.  Vanhæfur/31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.