Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 1
KLERKAYFIRVÖLD í Íran hafa úrskurðað að yfir 40% þeirra sem hugðust gefa kost á sér í þingkosningunum í landinu séu óhæfir frambjóðendur þar sem þeir hafi ekki sýnt nægilega fylgispekt við íslömsk gildi. Kosið verður um 17 sæti á ír- anska þinginu 8. júní næstkom- andi en sérstakt ráð klerka og lögfræðinga hefur vald til að hafna frambjóðendum. Írönsk dagblöð greindu frá því í gær að ráðið hefði hafnað 145 þeirra 356 sem gáfu kost á sér. 34 fengu synjun vegna meintra tengsla við andspyrnuhreyfinguna Muj- ahedeen en aðrir vegna meintra yfirsjóna á borð við áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Umbótasinnar, sem fylgja forsetanum Mohammad Khat- ami að málum, fordæmdu úr- skurðinn enda voru nær allir frambjóðendur þeirra dæmdir óhæfir. Hinn 8. júní fara einnig fram forsetakosningar í Íran en hvorki Khatami né andstæðing- ar hans hafa tilkynnt um fram- boð. Kosningar í Íran 40% fram- bjóðenda hafnað Teheran. AFP. DENNIS Tito, fyrsti ferðamað- urinn í geimnum, bar sig vel um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, í gær. „Ég elska geiminn,“ sagði geimferðalangurinn og brosti, skömmu eftir komuna í stöðina. Rússneska Soyuz-geimfarið, sem flutti Tito og tvo rússneska geimfara, tengdist ISS kl. 9:31 að íslenskum tíma í gærmorgun, en því var skotið á loft frá geim- ferðamiðstöð Rússa í Kasakstan á laugardagsmorgun. Tito var vel tekið í geimstöðinni, þar sem honum hafði verið heitið fyrsta flokks aðstöðu – að minnsta kosti á geimmælikvarða. „Við munum hafa allt til fyrir þig, notalegt rúm og heitan mat,“ sagði Talgat Musabayev, leið- angursstjóri Soyuz-farsins. Geimfararnir sem fyrir voru í stöðinni fögnuðu einnig gest- komunni. „Við erum ákaflega glöð að [áhöfn Soyuz] sé komin, svo við höfum félagsskap,“ sagði Yuri Usachev, yfirmaður geim- stöðvarinnar. Dennis Tito „Ég elska geiminn“  Tito kominn/43 Houston, Moskva. AFP, AP. Peres fer til viðræðna við Bandaríkjaforseta SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, hélt í gær í fjögurra daga heimsókn til Bandaríkjanna til að ræða við þarlenda leiðtoga um horf- urnar í friðarvið- ræðum við Pal- estínumenn. Átök á Vesturbakkan- um og Gaza- svæðinu drógu í gær úr vonum sem kviknað höfðu eftir friðar- umleitanir um helgina. Peres átti í gær fund með Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Hann mun ræða við Colin Powell, bandarískan starfsbróður sinn, í Washington á morgun og hitt- ir George W. Bush Bandaríkjafor- seta að máli á fimmtudag. Heim- sóknin til Bandaríkjanna er farin í framhaldi af ferðum til Egyptalands og Jórdaníu á sunnudag, þar sem Peres ræddi við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta og Abdullah Jórdaníukonung um vopnahléstil- lögu sem þeir höfðu lagt fram. Í tillögu Egypta og Jórdaníu- manna er gert ráð fyrir að boðað verði til eins mánaðar vopnahlés milli Ísraela og Palestínumanna og ef það gengur eftir verða friðarvið- ræður milli þjóðanna hafnar að nýju. Mubarak skýrði fréttamönnum á sunnudag frá því að samkomulag hefði náðst, en þurfti síðar að bera fréttirnar til baka. Fullyrti forsetinn í gær að Ísraelar hefðu „þrábeðið“ hann að tilkynna um samkomulagið og kvaðst hafa orðið undrandi þegar Peres lýsti því yfir í sjónvarpi í Ísra- el síðar um daginn að aðilarnir hefðu ekki náð saman. Mótmæli gegn upplausn Fatah Meðlimir Fatah-hreyfingar Pal- estínumanna hafa haft að engu fyr- irskipun palestínsku heimastjórnar- innar frá því á laugardag um að hreyfingin skyldi leyst upp. Nokkur hundruð meðlimir hennar tóku þátt í mótmælagöngu vegna þessa í Rafah á Gaza-svæðinu í gær. Palestínumenn skutu sprengikúl- um að landnemaþorpum gyðinga á Gaza-svæðinu í gærkvöld, í annað sinn síðan Arafat skipaði fyrir um upplausn Fatah, en hreyfingin hefur lýst sig ábyrga fyrir nokkrum slíkum árásum á undanförnum vikum. Víðar kom til átaka og ofbeldisverka á sjálfstjórnarsvæðunum í gær. Shimon Peres Jerúsalem, Kaíró, Washington. AFP, AP. Friðarumleitanir helgarinnar virðast árangurslausar AP Ísraelskir friðarsinnar mótmæltu fyrir utan utanríkisráðuneyti Ísraels í Jerúsalem gær. Annar mannanna á myndinni bítur í ísklump fyrir fram- an spjald sem á stendur „Landnemabyggðirnar frysta friðarferlið“. 97. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. MAÍ 2001 Morgunblaðið/Þorkell 1. maí – baráttudagur verkalýðsins LÆKNAR í Róm lýstu í gær áhyggjum sínum af heilsufari Emmu Bonino, fyrrverandi liðs- manns framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, en hún er nú í mótmælasvelti. Bonino er einn af leiðtogum lít- ils vinstriflokks og segir flokkinn vera hundsaðan af fjölmiðlum. Flokkurinn fékk 1,8% at- kvæða í þing- kosningunum árið 1996 en 8,5% er kosið var til Evrópuþingsins 1999. Gengið verður til þingkosninga á Ítalíu 13. maí næstkomandi og með sveltinu vill Bonino einnig vekja athygli á þeim baráttumál- um flokksins að frelsi til vísinda- rannsókna verði aukið og að tengsl ríkisins við Páfagarð verði endur- skoðuð. Um 250 aðrir flokksmenn taka nú þátt í mótmælaaðgerðunum, annaðhvort með því að svelta sig eða neita að taka lyf sem þeir þurfa á að halda. Bonino, sem er 53 ára, hafði í gær misst rúm þrjú kíló í 60 klukkustunda svelti sínu, eða um sex prósent af líkamsþunga sínum. Læknar sögðu að þegar væru komin í ljós merki um mikið vökvatap og vöðvarýrnun. Bonino í mótmæla- svelti Emma Bonino Róm. AFP.  Vanhæfur/31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.