Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 28
VIÐSKIPTI 28 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERÐ viðskipti voru með hlutabréf í Húsasmiðjunni hf. síðast- liðinn föstudag en samkvæmt áreið- anlegum heimildum Morgunblaðsins stóð Íslandsbanki-FBA hf. að baki viðskiptunum, sem námu um 12,9 milljónum króna að raunvirði. Húsa- smiðjan keypti ekki eigin bréf þrátt fyrir að þau hafi staðið til boða. Greint var frá því í Morgun- blaðinu á föstudag að Húsasmiðjan og Kaupás hf. væru að hefja við- ræður um sameiningu fyrirtækj- anna tveggja en bréf Húsasmiðjunn- ar eru, sem kunnugt er, skráð á Aðallista Verðbréfaþings Íslands. Samdægurs urðu alls 13 viðskipti með hlutabréf í Húsasmiðjunni að verðmæti 12,9 milljónir króna en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins átti Íslandsbanki-FBA stóran þátt í þeim viðskiptum. Bjarni Ármannsson, bankastjóri Ís- landsbanka-FBA, kvaðst í gær ekki geta tjáð sig um málið. Við lok viðskipta föstudagsins var gengi hlutabréfa Húsasmiðjunnar 18,10, hið sama og upphafsgengi dagsins, en í gær hækkaði gengið í 18,50 í tveimur viðskiptum að verð- mæti 450 þúsund krónur. Meiri upplýsingar en markaðurinn Frá Húsasmiðjunni fengust þær upplýsingar að fyrirtækið hefði ekki keypt eigin bréf á föstudag þrátt fyrir að þau hafi staðið til boða. For- svarsmönnum fyrirtækisins hafi ekki fundist kaupin réttlætanleg þar sem fyrirtækið hefði vitneskju sem markaðurinn hefði ekki, þ.e. um samrunaviðræðurnar við Kaupás. Stjórnarformaður Húsasmiðjunn- ar sagði í frétt Morgunblaðsins á föstudag að í sameiningu fyrirtækj- anna tveggja lægju bæði samlegð- artækifæri og tækifæri til hagræð- ingar auk þess sem sameinað fyrirtæki yrði áhættudreifðara. Hann sagði ennfremur að nútíma- verslunarrekstur væri sífellt meira byggður á þekkingu og upplýsinga- tækni. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að samlegðaráhrifin af samein- ingu Húsasmiðjunnar og Kaupáss geti verið af ýmsum toga þrátt fyrir mismunandi áherslur í vöruframboði til neytenda. Telja megi til áhrif á flutningskostnað og hagræði í flutn- ingum, fyrirtækin flytja til að mynda bæði vörur inn til landsins með gám- um. Heimildirnar segja að samlegð- aráhrifum megi jafnframt ná með hagræðingu í yfirstjórn og ýmissi bakvinnslu s.s. bókhaldi, upplýs- ingakerfum og slíku. Þá geti sam- einað fyrirtæki í krafti stærðarinnar náð niður ýmiss konar kostnaði á borð við tryggingakostnað auk þess sem stærðin gefi færi á hagkvæmari fjármögnun. Hins vegar sé dreifing áhættunnar í rekstrinum einnig mikilvæg í augum fjármögnunar- aðila og sameinað félag komi til með að vera mjög áhættudreift með sinn dreifða tekjugrunn.                                           ! "#   !$% & #  #'&&  %   %  (% ) * & "  +   #%          ,-,./  0 ,"11 !' &            $) ! "  #### $% $   $  "   &' (  )     Ekki réttlætanlegt að kaupa eigin bréf Sameiningarviðræður Húsasmiðjunnar og Kaupáss Hvað dregur að? Domenico Vitale Ogilvy & Mather Ucef Hanjani Kirshenbaum, Bond & Partners Á námskeiðinu mun á líflegan og fræðandi hátt verða fjallað um þann hag sem hægt er að hafa af mótun markvissrar vörumerkjastefnu og hvernig hún getur leitt til auglýsinga og markaðssamskipta sem höfða beint til neytenda. Domenico Vitale er yfirmaður stefnumótunar hjá Ogilvy & Mather í New York og leiðir stefnumótunarhóp fyrir Motorola World Wide. Hann var áður aðstoðarforstjóri og yfirmaður stefnumótunar hjá Kirshenbaum, Bond & Partners í New York og Saatchi & Saatchi í Róm. Ucef Hanjani er hönnunarstjóri hjá Kirshenbaum, Bond & Partners í New York. Meginverkefni hans þar eru fyrir Hennessy, Möet & Chandon, Target Stores og Credit Suisse. Hann var áður hönnuður hjá Ogilvy & Mather í New York og vann þar m.a. að alþjóðlegum verkefnum fyrir fyrirtæki á borð við IBM og Jaguar. Námskeiðið er haldið föstudaginn 4. maí frá kl. 13.00–17.00 í studio.is, Laugavegi 176 (gamla Sjónvarpshúsið) Skráning er hjá XYZETA í síma 520 1900. Einnig er hægt að senda tölvupóst á namskeid@xyz.is. Nánari upplýsingar á www.xyz.is. Þátttökugjald: 12.900 kr. Námskeið um mótun vörumerkjastefnu (Brand Planning) fyrir auglýsinga- og markaðsfólk, föstudaginn 4. maí í samstarfi við X Y Z E T A / S ÍA “Hvernig mótun vörumerkjastefnu bjargaði lífi okkar en gæti klúðrað þínu!” GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is TIL athugunar er í fjármálaráðu- neytinu hvort heimila eigi íslensk- um fyrirtækjum sem hafa um- fangsmikil viðskipti erlendis að færa bókhald og gera ársreikninga í erlendri mynt. Í vefriti ráðuneyt- isins segir að þetta sé eðlilegt í ljósi stöðugt aukinnar alþjóðavæð- ingar og aukinna samskipta og samruna íslenskra og erlendra fyr- irtækja. Þetta mál er til skoðunar í nefnd sem fjármálaráðherra skip- aði til að endurskoða lög um árs- reikninga. og er gert ráð fyrir að endanlegar tillögur frá henni liggi fyrir í haust. Meginreglan um færslu bók- halds hefur verið sú að bókhaldið sé fært í íslenskum krónum enda hafa viðskiptin farið fram í íslensk- um krónum og afkoma fyrirtækj- anna verið mæld í íslenskum krón- um. „Hins vegar er full ástæða til að kanna vel hvort ekki sé rétt að koma til móts við þau fyrirtæki sem telja sér hag í því vegna við- skipta sinna erlendis að færa bók- hald sitt í erlendum gjaldmiðli. Ýmsar nágrannaþjóðir okkar hafa opnað fyrir slíkar heimildir. Skoða þarf mjög vel hvaða skilyrði þarf að setja áður en heimildin yrði veitt. Væntanlega þarf að setja skilyrði um umsvif viðskipta og starfsemi erlendis, hvort viðkom- andi fyrirtæki er með dótturfyr- irtæki erlendis eða er dótturfyr- irtæki erlends aðila. Fleiri skilyrði þarf hugsanlega að setja,“ segir í vefritinu. Þar kemur fram að verði fyr- irtækjum veitt heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga sína í erlendum gjaldmiðli þurfi einnig að taka afstöðu til þess hvernig skuli ákvarða skattstofna, álagningu og greiðslu skatta og aðrar skyldubundnar upplýsingar til skattyfirvalda. Ef skattauppgjör eigi sér stað í erlendum gjaldmiðli þurfi jafnframt að taka afstöðu til þess hvort heimila eigi að greiðsla skatta og opinberra gjalda fari fram í sömu mynt. „Er ljóst að gengisáhætta verður til við slíkt fyrirkomulag. Þá kallar uppgjör í erlendum gjaldmiðli væntanlega á brottfall verðbreyt- ingarfærslu og endurmats eigna.“ Kannað hvort heim- ila eigi bókhald í erlendri mynt BANDARÍSKI fjölmiðlarisinn AOL Time Warner á í viðræðum við breska kapalsjónvarpsfyrirtækið NTL um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna um dreifingu á sjónvarpsefni AOL um háhraða breiðbandsnet NTL í Evrópu, er haft eftir New York Times á fréttavef BBC. Þar segir að forsvarsmenn AOL vonist til að komast inn á Evrópu- markað með samstarfi við NTL sem rekur stærsta kapaldreifikerfi Bret- lands. Viðskiptavinir NTL í Bretlandi eru um 8,5 milljónir en dreifikerfi fyr- irtækisins nær til um 20 milljóna heimila í Evrópu. Sérfræðingar segja skiljanlegt að AOL Time Warner vilji á Evrópu- markað því útlit sé fyrir að auglýs- ingatekjur þess lækki vegna niður- sveiflunnar í bandarísku efnahagslífi. Ekki er búist við að AOL kaupi hlut í NTL. Hins vegar er áætlað að tekjur AOL af starfsemi utan Bandaríkj- anna aukist verulega. Stjórnarfor- maðurinn Steve Chase og forstjórinn Gerald Levin reikna með að hlutfallið aukist úr 17% af heildartekjum í 50% innan 10 ára. NTL þarf einnig aukið tekjustreymi en félagið hefur undan- farið keypt marga keppinauta sína. AOL Time Warner á leið inn á Evrópu- markað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.