Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 30

Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 30
ÚR VERINU 30 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ársfundur Dagskrá fundarins sbr. 5.gr. samflykkta sjó›sins, er svohljó›andi: Ársfundurinn ver›ur haldinn í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 28. maí nk. og hefst kl: 17:00 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Tryggingafræ›ileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 5. Tillögur til breytinga á samflykktum sjó›sins. 6. Kosning stjórnar. 7. Laun stjórnarmanna. 8. Kosning endursko›enda. 9. Önnur mál. Allir sjó›félagar og rétthafar eiga rétt til setu á fundinum. Tillögur um breytingar á samflykktum flurfa a› berast stjórn sjó›sins me› skriflegum hætti tveim vikum fyrir a›alfund. Eftir flann tíma geta fleir sjó›félagar sem vilja kynna sér tillögur til breytinga á samflykktum sjó›sins fengi› flær afhentar á skrifstofu sjó›sins e›a sendar í pósti. Reykjavík, 30. apríl 2001 Stjórn Íslenska lífeyrissjó›sins. 535 2000 www.landsbref.is Stjórn Íslenska lífeyrissjó›sins bo›ar hér me› til ársfundar Íslenska lífeyrissjó›sins. „KRÖFUR sjómanna um eðlilega verðmyndun eru ekki einungis rétt- lætismál fyrir sjómenn, sem grund- völlur hlutaskiptakerfisins, heldur einnig þjóðþrifamál sem leiðir til eðlilegrar samkeppni milli ein- stakra útgerða annars vegar og fiskvinnslunnar hins vegar.“ Þetta kemur fram í álytkun baráttufund- ar sem haldinn var sl. laugardag á vegum Sjómannafélags Reykjavík- ur, Matsveinafélags Íslands, Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar og Vélstjórafélags Íslands. Á fundinum var lýst yfir fullum stuðningi við samninganefndir sjó- manna í yfirstandandi kjaradeilu þeirra við útvegsmenn og skorað var á samninganefndir að hvika í engu frá kröfum gagnvart útvegs- mönnum. Taldi fundurinn að ára- löng en árangurslaus barátta sjó- manna fyrir eðlilegri verðmyndun á sjávarfangi, þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi, hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að önnur kjör sjómanna, svo sem kauptrygging, stighækkandi orlofsgreiðslur miðað við starfsaldur, greiðslur í styrktar- og sjúkrasjóði viðkomandi félaga og auknir uppsagnarfrestir, hafi ekki verið í samræmi við kjaraþró- un á hinum almenna vinnumarkaði. Ekki komið til móts við kröfur Fundurinn gagnrýndi þau vinnu- brögð viðsemjenda sjómanna, LÍÚ, að koma í engu til móts við kröfur sjómanna og halda fast í verðmynd- unarkerfi á sjávarfangi sem veiti einstökum útvegsmönnum færi á að niðurgreiða afurðir sínar til fisk- vinnslunnar á kostnað sjómanna; að halda fast í samkeppnishamlandi verðmyndunarkerfi á sjávarfangi sem á engan hátt gefi til kynna raunverulegt aflaverðmæti úr sjó. Einnig gagnrýndi fundurinn þau vinnubrögð samninganefndar út- vegsmanna að halda deilunni fastri með því að setja á oddinn kröfur um skertan hlut sjómanna við fækkun í áhöfn fiskiskipa. Núver- andi hlutaskiptakerfi byggist að þessu leyti á öryggissjónarmiði og hagnaður útvegsmanna við fækkun í áhöfn stefni þeim sjónarmiðum í voða. Þá skoraði fundurinn á stjórn- völd að grípa ekki inni í yfirstand- andi kjaradeilu en leyfa samnings- aðilum að útkljá sín mál í friði. Morgunblaðið/Júlíus Eðlileg verðmynd- un er þjóðþrifamál Baráttufundur sjómanna um stöðu samn- ingamála STJÓRN Fishery Products Interna- tional á Nýfundnalandi í samvinnu við Clearwater, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, og Derrick Rowe hef- ur ákveðið með hvaða hætti staðið verður að aðalfundi FPI í því skyni, að hann fari sem skipulegast fram. Samkvæmt samkomulagi fyrirtækj- anna kom stjórn FPI saman 29. apríl til að kanna hvort einhverjir hlut- hafa, sem ráða samtals yfir meira en 15% hlutafjárins, hafi „haft með sér samráð“ en er það óheimilt og leiðir til missis atkvæðisréttar. Aðalfundur FPI verður haldinn í dag, þriðjudaginn 1. maí og þá geng- ið til atkvæðagreiðslu vegna stjórn- arkjörs. Ef í ljós kemur, að mótfram- boð við sitjandi stjórn hefði fengið meirihluta þótt á daginn kæmi, að Clearwater, SH og Derrick Rowe hefðu haft með sér samráð, skal litið svo á, að mótframboðið hafi sigrað. Ef niðurstaðan verður sú, að mót- framboðið fær því aðeins meirihluta, að atkvæði Clearwaters, SH og Derricks Rowes verði talin með, skal fresta aðalfundinum með stuðningi þessara fyrirtækja til 29. maí. Í milli- tíðinni mun stjórn FPI koma saman til að skoða fyrrnefnd samráðsmál. Á fundinum 29. maí verður önnur atkvæðagreiðsla í samræmi við at- hugun og niðurstöðu stjórnarinnar hvað varðar samráðsmálin. Fyrirtækin eru sammála um, að með þessum hætti geti stjórnin best rækt skyldur sínar gagnvart fyrir- tækinu og hluthöfunum. Forsaga þessa máls er sú að fyrir um einu og hálfu ári reyndu SH Clearwater og Barry Group yfirtöku á FPI, sem mistókst. Síðan þá hafa þessir aðilar keypt mikið af hlutabréfum í FPI og Sölumiðstöðin nú til dæmis um 15% hlutafjár og hópurinn sem reyndi yf- irtökuna á um 40% samtals. Það hef- ur síðan verið í umræðunni að koma með framboð gegn sitjandi stjórn á aðalfundinum í dag. Samkomulag um framkvæmd aðal- fundar FPI KRISTINN Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði og fyrrverandi alþing- ismaður, fagnar málaefnalegri um- ræðu um brottkast á fiski. Hann seg- ir að fram komi svipaðar vís- bendingar um umfang brottkasts í skoðanakönnun Gallup á brottkasti, sem birt var fyrir helgi, og í könnun sem hann lét gera árið 1990. Það sé hinsvegar sorglegt að það taki meira en áratug að fá menn til að tala um svona hluti af ábyrgð. Könnun sem Skáís gerði fyrir Kristin á meðal sjómanna á fiski- skipaflotanum og birt var í febrúar árið 1990 gaf til kynna að árið 1989 hafi rúmum 53.000 tonnum af bol- fiski verið hent frá borði íslenska flotans. Kom í könnuninni fram að langmestu hafi verið hent af þorski eða rúmum 26.000 tonnum. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði á meðal sjómanna og birt var í síðustu viku kom fram að brottkast á bolfiski á síðasta ári nam samtals um 25 þúsund tonnum en þar af má ætla að um 15 þúsund tonnum hafi verið hent af þorski aftur í hafið. „Ég fagna því að farið sé að vinna málefnalega að því að leysa brott- kastvandann og að forysta LÍÚ er ekki lengur í afneitunarhlutverkinu. Nýja könnunin er vísbending og segir heilmikið um stöðu mála. Það er líka fagnaðarefni að sjávarútvegs- ráðherra skuli líta á brottkast sem vandamál og vilji taka á því. Ég vona hinsvegar að hann bregðist ekki við með því að herða eftirlit. Það magn- ar aðeins spennuna í kerfinu. Það verður að slaka á innri spennu kvóta- kerfisins ef menn vilja ná tökum á vandanum. Ég sé til dæmis fyrir mér að ef krókabátar verða kvótasettir í aukategundum á næsta fiskveiðiári valdi það aukinni spennu og nýjum brottkasthvata. Það er staðreynd sem menn mega ekki horfa framhjá,“ segir Kristinn. Kenndu kvótakerfinu um Samkvæmt niðurstöðum könnun- ar Skáís árið 1990 var um 36.000 tonnum fleygt fyrir borð skuttogar- anna, þar af 16.600 tonnum af þorski. Frá borði báta var fleygt 14.650 tonnum, þar af 8.300 af þorski og smábátasjómenn fleygðu 2.000 tonn- um, þar af 1.400 tonnum af þorski. Könnun Gallup sýndi að á síðasta ári nam brottkast af bolfiski tæpum 26 þúsund tonnum. Þar af var um 11.832 tonnum hent af bolfiski af ís- fisktogurum, 6.913 tonnum af snur- voðarbátum, 2.725 tonnum af frysti- skipum, 2.541 tonni af smábátum, 2.243 tonnum af línubátum og 923 tonnum af netabátum. Í könnun Skáís kom fram að sjó- menn töldu að leita mætti skýringar á brottkastinu til kvótakerfisins, það setti þeim þröngar skorður og þeim væru í mörgum tilfellum aðeins mögulegar tvær leiðir, að fleygja afl- anum eða koma með hann að landi og fá sekt fyrir. Verðmæti brottkasts- ins árið 1989 var talið um einn millj- arður króna. LÍÚ ekki leng- ur í afneitun Kristinn Pétursson fagnar umræðu um brottkast FÉLAG íslenskra skipstjórnar- manna lýsti á aðalfundi sínum sl. laugardag yfir fullum stuðningi við samninganefnd Farmanna- og fiski- mannasamband Ísland í kjaradeil- unni við Landssamband íslenskra útvegsmanna. Fundurinn hvatti samninganefndina til að standa þétt með öðrum samtökum sjómanna við að verjast ósanngjörnum málflutn- ingi LÍÚ varðandi mönnunarmál. Þá lýsti fundurinn því yfir að fisk- verðsdeilan yrði ekki leyst nema að fiskverð tengist verði á uppborðs- mörkuðum eða að allur fiskur verði seldur á uppboðsmarkaði. Aðrar leiðir muni ekki leiða til sátta. Þá krafðist fundurinn þess af stjórn- völdum að þau veiti mönnum frið til að vinna að samningum og lýsti óánægju sinni með að sjávarútvegs- ráðherra noti hvert tækifæri sem gefst til að hóta lögum á sjómanna- deiluna. Fullur stuðning- ur við FFSÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.