Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 41

Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 41 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikulegt flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala-óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem Duomo-dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Beint flug föstudaga - engin millilending Mílanó í sumar frá 22.720 kr. Verð kr. 22.720 Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Skattar, kr. 2.495 fyrir fullorðinn, kr. 1.810 fyrir barn, innifaldir. Ekki er öruggt að lægsta fargjald sé til í öllum brottförum. Verð kr. 23.520 Flugsæti fyrir fullorðinn. Verð kr. 26.015 með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel EINAR G. Baldvinsson opnar sýn- ingu á vatnslitamyndum í art gall- ery, Ármúla 36, í dag, þriðjudag. Einar er fæddur árið 1919. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, þá fyrstu í bogasal Þjóðminjasafns- ins árið 1958. Sýningin stendur til 15. maí. Frá Hafnarfirði: Einar G. Baldvinsson. Einkasýning Einars G. Baldvinssonar ARKITEKTINN Michael Anderson heldur fyrirlestur og sýnikennslu á vegum umhverf- is- og byggingarverkfræðiskor- ar Háskóla Íslands á morgun, miðvikudag, kl. 16 í húsi verk- fræðideildar, Hjarðarhaga 2-6, í stofu 158. Michael er sérfræðingur í japönskum arkitektúr og smíðaaðferðum. Hann lærði sjálfur hjá kunnum japönskum trésmíðameistara og hefur rek- ið arkitektastofu í Osaka. Hann hefur einnig starfað víða um lönd og verið kennari við Berk- eley- og Cambridge-háskóla. Michael mun lýsa hefðum og helgiathöfnum sem smíðunum tengjast og loks verður sýning á verkfærunum og sýnt hvernig þau eru notuð. Ef áhugi væri á að stuðla að byggingu japansks timburhúss á Íslandi verður það tekið til umræðu í lok fyrirlestursins. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundarstjóri er Trausti Valsson, arkitekt og skipulags- fræðingur. Fyrirlestur um japanskt handverk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.