Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 59

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 59 AÐ FRUMKVÆÐI siðaráðs landlæknis hefur Alþingi sett lög um lífsýnasöfn. Tóku þau gildi hinn 1. janúar sl. Markmið laganna er „að heimila söfnun, vörslu, meðferð og nýtingu lífsýna úr mönnum með þeim hætti að persónuvernd sé tryggð, gætt sé hagsmuna líf- sýnisgjafa og nýting lífsýnanna þjóni vís- indalegum og læknis- fræðilegum tilgangi og stuðli að almanna- heill“. Orðið lífsýni er trúlega ekki mörgum tamt í munni. Samkvæmt lögunum er lífsýni skilgreint sem „lífrænt efni úr mönnum, lifandi eða látnum, sem veitt getur um þá líf- fræðilegar upplýsingar“. Þar getur t.d. verið um að ræða sýni á borð við blóð, merg, húðsýni, þvag, hráka, saur eða legstrok. Lögin gilda þó ekki um egg og sæði sem safnað er vegna tæknifrjóvgana né um frjóvguð egg. Þjónusturannsóknir og vísindarannsóknir Í lögunum er gerður mikill grein- armunur á öflun lífsýna til þjón- usturannsókna annars vegar og öfl- unar sýna fyrir vísindarannsóknir eingöngu hins vegar. Þjónusturannsóknir eru rann- sóknir sem framkvæmdar eru vegna heilbrigðisþjónustu við ein- staklinginn, til dæmis þegar heim- ilislæknir eða sérfræðingur á stofu eða sjúkrahúsi óskar eftir að tekið sé lífsýni úr sjúklingi til sjúkdóms- greiningar eða til þess að fylgjast með framgangi meðferðar. Við öfl- un sýna vegna þjónusturannsókna er gengið út frá svokölluðu ætluðu samþykki fyrir því að sýnið verði geymt og hugsanlega notað síðar til vísindarannsókna án þess að sér- stakrar heimildar verði aflað frá viðkomandi einstaklingi eða að hann verði sérstaklega látinn af því vita. Skriflegar upplýsingar um að sýnið kunni að verða varðveitt og notað síðar til vísindarannsókna, án sérstakrar heimildar, eiga þó alltaf vera aðgengilegar þar sem sýni eru tekin. Hins vegar þarf alltaf að afla upp- lýsts skriflegs samþykkis sjúklings ef eingöngu er um vísindarannsókn að ræða, þ.e. ef lífsýni eru fengin frá einstaklingum, að frumkvæði vís- indamanna, til notkunar við rann- sóknir sem hafa eingöngu vísinda- lega þekkingarleit að markmiði. Upplýst samþykki er skriflegt óþvingað samþykki einstaklings, þ.e. samþykki sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja, eftir að einstak- lingur hefur fengið upplýsingar um markmið með töku sýnisins, gagn- semi þess, áhættu samfara tökunni og um það að lífsýnið verði varðveitt til frambúðar í lífsýnasafni. Ein- staklingi er að sjálfsögðu alltaf heimilt að hafna þátttöku í vísinda- rannsókn eða hætta þátttöku í vís- indarannsókn á hvaða stigi sem er. Varðveisla lífsýna Samkvæmt nýju lögunum á að vista í lífsýnasafni þau lífsýni, sem varðveita á til frambúðar. Sett eru ströng skilyrði í lögunum fyrir leyfi til að stofna og starfrækja slíkt safn. Að sjálfsögðu getur einstaklingur alltaf neitað því að gefa lífsýni sem ætlað er til vísindarannsókna ein- göngu. Samkvæmt lögunum getur hann líka í eitt skipti fyrir öll lagt bann við því að sýni sem tekið er vegna þjónusturannsókna sé geymt og notað til hugsanlegra vísinda- rannsókna síðar meir. Einstakling- ur getur hvenær sem er afturkallað samþykki sitt fyrir vistun lífsýnis í lífsýnasafni og notkun þess, hvort heldur sem um er að ræða ætlað samþykki eða upplýst. Er skylt að verða við þeirri beiðni. Landlækni er í lögunum falin umsjá úrsagn- arskráa og skulu úrsagnir berast landlækni á sérstökum eyðublöðum sem innan skamms mun verða dreift á staði þar sem lífsýni eru tekin. Í almennum ákvæðum laganna segir: „Aldrei skal setja hagsmuni vísinda og samfélags ofar hagsmun- um lífsýnisgjafa. Óheimilt er að mismuna lífsýnisgjafa á grundvelli upplýsinga sem fengnar eru úr lífs- ýni hans.“ Með setningu laga um lífsýnasöfn er verið að setja ramma sem tryggir að varsla, meðferð og nýting lífsýna úr mönnum verði með þeim hætti að virðing og rétt- indi þegnanna séu tryggð. Fyrir þá sem vilja kynna sér lög- in um lífsýnasöfn í heild er bent á slóðina: http://www.althingi.is/lagas/ nuna/2000110.html og á reglugerð þeim að lútandi: http://brunn- ur.stjr.is/interpro/htr/htr.nsf/pa- ges/wpp0146. Lög um lífsýnasöfn Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir Lög Lífsýni, segja Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir og Matthías Halldórsson, er skilgreint sem „líf- rænt efni úr mönnum, lifandi eða látnum, sem veitt getur um þá líf- fræðilegar upplýsingar“. Guðrún er verkefnisstjóri land- læknisembættisins. Matthías er aðstoðarlandlæknir. Matthías Halldórsson B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Búseti auglýsir Engin endursöluíbúð til úthlutunar í maí, auglýsum næst 8. maí, nýbyggingu að Kristnibraut 65-67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.