Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 NÚ hefi ég verið löggiltur eldri borg- ari í nokkur ár. Ég hefi því haft góðan tíma til að kynnast Reykjavík í dag. Heimili mitt er í Vesturbænum, ná- lægt Kvosinni svo að stutt er að ganga í bæinn og það geri ég oft mér til mik- illar ánægju, það er svo margt fallegt að sjá, skoða og njóta. Og Reykjavíkurborg veitir mikla og góða þjónustu. Skömmu fyrir páska kom lítill sópari í hverfið hjá okkur og sópaði allar gangstéttir og daginn eftir kom annar stærri sópari og hreinsaði göturnar. Þetta var mik- ið verk og þvílíkur munur! Svo gerðist það í fyrradag, að sprautubíll kom og spúlaði alla götuna mína, Bræðra- borgarstíginn, svo að í dag, sumar- daginn fyrsta, eru gatan mín og gang- stéttir eins og stofugólf! Á hverjum þriðjudegi kl. 11–12 f.h. koma þeir frá hreinsunardeildinni og tæma öskutunnurnar, það bregst aldrei, röskir menn og frábær þjón- usta. Og nú er komið að okkur sjálfum að fara í garðana okkar og hreinsa. Ég nota strætisvagna því að bíllinn minn var dæmdur úr leik við síðustu skoðun fyrir aldurs sakir. Þjónusta Strætisvagna Reykjavíkur er afar góð. Þvílíkur lúxus, á 20 mínútna fresti kemur vagn, opnar dyrnar, lækkar sig niður svo auðveldara er að ganga inn. Og flestir vagnanna eru glæsilegir að innan. Ég nota mest leið 3, en líka 4 og 115 og þeir eru nánast alltaf á réttum tíma. Og bílstjórarnir hafa alltaf sýnt kurteisi og lipurð og ég dáist að leikni þeirra í umferðinni og þolinmæði þeirra. Hafi þeir þökk fyrir. Þá kem ég oft í Ráðhús Reykjavík- ur og þangað er gott að koma, þar er alltaf eitthvað um að vera. Margar góðar sýningar hefi ég séð, allskonar uppákomur, fundi og ráðstefnur. Og starfsfólkið er alltaf elskulegt og tilbúið að spjalla. Og ekki má gleyma Ráðhúskaffinu, þar er líka góð þjón- usta og gaman að sitja yfir kaffibolla eða glasi af öli og fylgjast með andalíf- inu á Tjörninni. Sama er að segja um Borgarbókasafnið í nýju heimkynn- um þess í Grófarhúsinu. Þar er næst- um stjanað undir manni, setustofa með ókeypis kaffi, blöðum og tímarit- um frá mörgum löndum. Og á efri hæðum hússins eru aðrar stofnanir, t.d. Ljósmyndasafnið. Það er alltaf eitthvað að sjá í þessu ágæta húsi. Og handan við götuna er svo nýja Lista- safnið, en nú læt ég staðar numið. Að lokum þetta: Mér finnst Reykjavíkurborg vel stjórnað og ég vil þakka borgarstjóra, borgarstjórn og starfsfólki öllu. Gleðilegt sumar! Á sumardaginn fyrsta, kær kveðja. P.s. Væri hægt að lækka fasteigna- gjöldin? HALLDÓR S. GRÖNDAL, Bræðraborgarstíg 18, Reykjavík. Reykjavík – góð borg – góð þjónusta Frá Halldóri S. Gröndal: UMRÆÐUR um Reykjavíkurflug- völl hafa ekki farið fram hjá neinum. Borgarstjórn Reykjavíkur treysti sér ekki til þess að taka ákvörðun um málið. Fara skyldu fram kosningar, lýðræðið virkjað út í ystu æsar og vilji fólksins fengi að ráða. Þetta er út af fyrir sig góðra gjalda vert, þótt til- raunin hafi kostað skildinginn. Von- andi nýtist þekkingin og tæknin síðar með minni tilkostnaði. En kosningarnar urðu að lúta reglum og þær setti borgarráð þar sem borgarstjórinn situr í forsæti. Þessar leikreglur eru kunnar og eftir þeim ætluðu þeir að fara sem þær settu. Niðurstaða kosninganna liggur nú fyrir og þar með að þær voru ekki bindandi samkvæmt leikreglum borgarstjóra og félagar hennar. En það skiptir ekki máli fyrir borgar- stjóra. Úr því að niðurstaðan varð ekki bindandi ber henni „siðferðileg og pólitísk skylda“ til þess að fara eft- ir þeim. Annað er ekki hægt í kosn- ingum, segir hún. Í morgunútvarpi Rásar 2 vísar hún til forsetakosning- anna í Bandaríkjunum og segir að ef „Bush hefði unnið með 450 atkvæðum hefði hann orðið forseti“, ekki satt. Þvílík firra og útúrsnúningur. Ef leik- reglur borgarstjóra hefðu gilt við þessar aðstæður hefði Bush auðvitað ekki orðið forseti, kosningarnar hefðu auðvitað ekki orðið bindandi þar frek- ar en hér. Eitthvað annað hefði þurft að koma til eins og til dæmis önnur umferð. Það er dapurlegt að borgar- stjóri skuli með þessum hætti hafa endaskipti á hlutunum. Hver varð þá niðurstaða kosning- anna? Hún varð sú að Reykvíkingar eru ekki tilbúnir til þess á þessari stundu að taka afstöðu til þess hver framtíð flugvallarins á að vera. Þeir sem vilja flugvöllinn burt eftir árið 2016 höfðu ekki vinninginn né heldur þeir sem vilja hann áfram í Reykja- vík. Það er því röng túlkun hjá borg- arstjóra að hægt sé að túlka niður- stöðuna með þeim hætti sem hún gerir. Má þar minna á orð hennar sjálfrar um að leikreglurnar voru þekktar, allar upplýsingar lágu fyrir o.s.frv. Það var sem sagt vitað fyrir- fram að einn af kostunum yrði sá að engin niðurstaða fengist. Þar sem kosningarnar voru ekki bindandi verða þær fyrst og fremst skoðannakönnun og ljóst útfrá viður- kenndum sjónarmiðum um skekkj- umörk að ekki liggur fyrir hver er vilji Reykvíkinga. Við þetta verður borgarstjóri að búa fyrst leikreglurn- ar tóku ekki á því hvernig með skyldi fara kæmi þessi staða upp. En auðvit- að stendur sá kostur eftir að það verði önnur umferð í kosningunum, þar sem einnig eru líkur á því að meiri kosningaþátttaka náist, þ.e. samfara næstu borgarstjórnarkosningum. Að sinni ræði ég ekki um málflutn- ing borgarstjóra í þá veru að Reykja- víkurflugvöllur sé „sár“ í borginni, en minni á að sé flugvöllurinn sem sam- göngumannvirki sár, þá eru sárin mörg í minni ágætu höfuðborg. Kannski Ingibjörg bjóði Hafnfirðing- um að taka höfnina að sér. Mín loka- orð eru því þessi: Ingibjörg vertu málefnaleg, sá hroki, sem farið er að gæta í málflutningi þínum æ oftar, verður þér á endanum að falli. Sið- ferði er ekki fólgið í því að haga segl- um eftir vindi þótt pólitík þín kunni að vera það. Með kveðju, frá Norðlendingi sem þykir vænt um borgina sína. BALDUR DÝRFJÖRÐ, Kotárgerði 11, Akureyri. Siðferði og pólitík Frá Baldri Dýrfjörð:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.