Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 78

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TÍMINN flýgur. Ótrúlegt, en satt, leikarinn Brad Pitt hefur ekki verið í sviðsljósinu nema í áratug, þó er hann nánast orðinn gamall kunningi. Pitt hefur líka látið mikið að sér kveða, leikið í á þriðja tug mynda og oftar en ekki stolið senunni. Hann er ekki aðeins með þetta svala, sígilda töffaraútlit sem prýtt hefur goðsagn- ir á borð við Steve McQueen, Paul Newman og Robert Redford, heldur er hann, einsog þeir, magnaður leik- ari í ofanálag. Það sýnir sig núna síð- ast í illa skrifuðu hlutverki í The Mexican, sem viðrar sig í bíóum þessa dagana. Pitt tekur mörgum kollegum sínum fram þar sem hann hefur ekki látið glepjast í töffarahlut- verkinu og losað sig við kyntákns- og harðjaxlsstimpilinn sem einkenndu fyrstu myndirnar. Af öllum leikurum í yngri kantinum veðja ég hiklaust á að Pitt verði einn sá lífseigasti. William Bradley Pitt er „Oakie“, einsog þeir segja fyrir vestan, fædd- ur í Oklahoma 1963. Hann stendur kvikmyndahúsgestum sprelllifandi fyrir hugskotssjónum sem heillandi götustrákur sem platar Geenu Davis uppúr skóm og sokkum í Thelma & Louise (’91) og rænir hana síðan aleigunni af veraldlegu góssi. Þessi groddalega innkoma í bíómyndir er með þeim magnaðri í allri kvik- myndasögunni. Leiðin á toppinn var löng og ströng. Pitt er sonur framkvæmda- stjóra flutningabílafyrirtækis, elstur þriggja systkina. Þau fengu strang- trúarlegt uppeldi, foreldrarnir báðir í baptistakirkjunni. Pitt lauk mennta- skólanámi í heimabænum í Missouri, en þangað fluttist fjölskyldan meðan Pitt var enn ungur að árum. Hóf síð- an nám í blaðamennsku við háskóla Missouri-fylkis, en hætti rétt fyrir útskrift. Leiklistarbakterían, sem hann hafði tekið í háskólanum, var búin að ná yfirhöndinni. Pitt tók saman pjönkur sínar og hélt til Hollywood. Hræddur við mót- mæli sinna heittrúuðu foreldra sagð- ist hann á förum í listnám í Pasadena. Pitt fór í leiklistarnám í Hollywood og framfleytti sér með ólíklegustu störfum. Ók m.a. súludansmeyjum í einkasamkvæmi, þjónaði á veitinga- húsum, vappaði um í risavöxnum kjúklingabúningi til að auglýsa skyndibitastað, o.s.frv. Fyrstu tæki- færin á leiklistarsviðinu var smáhlut- verk í Dallas sjónvarpsþáttunum, sællar minningar, og í unglingahroll- inum Cutting Class (’89). Árið áður hafði hann fengið smáhlutverk í sjón- varpsmyndum. Hefðbundið byrj- endabrölt. Árið 1991 markaði tímamót á ferl- inum. Að baki ár óvissu og erfiðleika, ’91 var ár Thelmu & Louise, sem gerði hinn fjallbratta leikara lands- frægan á einni nóttu. Pitt, hálfblind- aður af skyndilegri frægð, var óhepp- inn í næsta vali, sem var hin alónýta Cool World, eftir Ralph Bakshi. Næsta hlutverk, í Johnny Suede, fór framhjá gagnrýnendum og áhorf- endum og gerði lítið sem ekkert fyrir leikarann. Stangveiðimyndin Áin líð- ur þar um (’92), eftir Robert Redford, gaf Pitt hins vegar kjörið tækifæri til að sýna og sanna að hann var annað og meira en sætur strákur. Við tóku hlutverk í vegamyndunum Kalifornia (framleidd af Sigurjóni Sighvats- syni), og True Romance (báðar ’93). Næsta stórhlutverk Pitts var í hinni ábúðamiklu Legends of the Fall (’94). Hlutverkið er af svipuðum toga og í Áin líður þar um; Pitt leikur frjálslynda og viljasterka bróðurinn en tekst að gera hann torráðnari og leyndardómsfyllri að þessu sinni. Fyrir vikið var leikarinn kjörinn „kynþokkafyllsti karlmaður heims“ af tímaritinu People. Sama ár bætti Pitt enn einni skrautfjöðrinni í hatt- inn, mögnuðum leik í hlutverki vamp- írunnar Louis, í Interview With a Vampire. Stóð jafnvel mörgum aðdá- endum hans ógn af þeim hamskipt- um. Pitt var kominn í þá stöðu að geta valið úr hlutverkum. Þó varð The Favor (’94), auðgleymd og lítilsigld gamanmynd, næsti kostur. Hroll- vekjan, Seven (’95), var því magnaðri og sama ár færði mynd Terrys Gilli- ams, 12 Monkeys, leikaranum Gold- en Globe-verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki og Óskarsverðlauna- tilnefningu. Leikur Pitts og Kevins Bacons er það besta í Sleepers (’96), vel leikinni en bragðdaufri mynd um æskuvináttu sem dregur dilk á eftir sér. Fyrir hlutverk fjallamannsins Heinrichs Harrar, í hinni sannsögu- legu Seven Years in Tibet (’97), varð Pitt að temja sér austurrískan fram- burð. Myndin olli umtali og fjaðrafoki þegar kom í ljós að Harrar hafði ver- ið nasisti og pólitísk afstaða mynd- arinnar til sjálfstæðis Tíbets varð þess valdandi að síðan hefur Pitt og verk hans verið bönnuð í alþýðulýð- veldinu Kína. Hreimur leikarans varð á hinn bóginn írskur í The De- vil’s Own (’97), þar sem Pitt fer með hlutverk hryðjuverkamanns sem fær inni hjá írskættuðum lögreglumanni (Harrison Ford) í New York. Þeir eru nokkuð magnaðir saman en myndin náði ekki ætluðum hæðum, hvorki tilfinningalega né í aðsókn. Pitt og Anthony Hopkins, mótleikari hans í Legends of the Fall, voru vissulega reistir í Meet Joe Black (’98), leiðinlegum, mislukkuðum langhundi, þar sem sá kynþokkafulli leikur manninn með ljáinn. Pitt hefur gaman af að glíma við óvenjuleg hlutverk og gætir þess að einskorða sig ekki við ákveðnar manngerðir. Því tók hann lítið en gef- andi hlutverk í hinni frumlegu og snjöllu Being John Malkovich (’99). Önnur mynd, sem sýnd var sama ár, vakti ekki minni eftirtekt og umtal. The Fight Club gerð af David Finch- er (Seven) er tvímælalaust ein um- deildasta mynd síðasta áratugar. Hvaða skoðun sem menn hafa á þess- um ofbeldislofsöng liggur stórleikur Pitts og Eds Nortons, sem sitt hvor hliðin á aðalpersónunni, dagljós fyrir. Meira að segja Helena Bonham Carter varð allt í einu spennandi, sexí og leyndardómafull í þessum tryllta félagsskap. Áfram hélt Pitt að glíma við furðuskepnur á tjaldinu. Í Snatch (’00) fer hann á kostum sem írskur sígauni (af öllum mönnum) og mælir með nánast óskiljanlegum hreim þess þjóðarbrots. Í upphafi var minnst á frammi- stöðu Pitts í The Mexican. Vonum svo fyrir hans hönd sem áhorfenda að hlutverk hans í Ocean’s Eleven verði mun bragðmeira, en þessi nýjasta mynd Stevens Soderberghs verður frumsýnd síðar á árinu. Hún ætti að hafa alla burði til að verða vinsælasta mynd leikarans frá upphafi. Gerð af einum snjallasta leikstjóra Holly- wood um þessar mundir og byggð á bráðskemmtilegri mynd sem „Rottu- gengið fræga“ (Frank Sinatra, Dean Martin, Peter Lawford, Sammy Dav- is yngri, Shirley McLaine og þau öll) flutti á hvíta tjaldinu fyrir fjórum áratugum. Ekki minni væntingar eru gerðar til The Spy Game, þar sem hann fer með aðalhlutverkið á móti sjálfum Robert Redford undir leik- stjórn Tonys Scotts. Framtíðin bros- ir við Brad. BRAD PITT Pitt ásamt Geenu Davis í hlutverki sínu í Thelma og Lousie. Pitt í hinni óhugnan- legu Seven. Pitt var valinn „kynþokkafyllsti karlmaður heims“ í kjölfar myndarinnar A River Runs Through It. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Thelma & Louise (1991) ½ Ein besta vegamynd allra tíma. Óvenju fátt um karlrembur, að Brad Pitt undanskildum, í ógleymanlegri innkomu, sem bætir fæðina full- komlega. Titilpersónurnar venjulegar húsmæður (Susan Sarandon og Geena Davis). Sem finna, einn góðan veðurdag, að karlpeningurinn er búinn að sprengja öll velsæmismörk þolinmæði og umburð- arlyndis. Setjast undir stýri og flýja sitt arma líf. Allt gengur vel um sinn. En Evurnar eru ekki lengi í Pa- radís, á þjóðveginum leynast ýmiskonar hættur, flestar í karlalíki. Fyrr en varir eru þær með morð á samviskunni, lögregluna á hælunum, afþreyingin orðin að óstöðvandi flótta. Leikstjórinn, Ridley Scott, og handritshöfundurinn, Callie Khouri, enda vega- myndina á fullkomnasta hátt sem gerður verður; á hinum eina sanna Leiðarenda. Sjö – Seven (1995) ½ Ógnvekjandi, hroðalegur spennuhrollur um leit tveggja lögreglumanna, hins gamalreynda Morg- ans Freeman og nýliðans Brads Pitt, að óvenju vit- firrtum fjöldamorðingja. Sjúkur hugur hans telur sig vera refsivönd, fæddan til að hirta mannkynið fyrir veikleika sína – dauðasyndirnar sjö. Að hætti flestra kollega kemur hann leitarmönnunum á sporið, smám saman verða þeir hlekkir í djöfullegri framvindu ódæðismannsins. Eftirminnilegt ferðalag í svartnætti mannssálarinnar og jafnan dökkra og regnvotra skuggahliða stórborgarinnar. Æsispennandi, ógeðs- leg, listilega tekin, leikstýrð og leikin af Pitt og Freeman. Nánast kvikmyndasöguleg tímamótamynd í kapítula óhugnaðarins. Áin líður þar um – A River Runs Through It (1992) ½ Ljóðræn, gullfalleg mynd, ekki síst fyrir augað, um fjölskyldubönd og þroska. Aðalpersón- urnar þrír feðgar sem una sér best á árbakkanum, þar sem fluguveiðar eru hin eina, sanna list og ögrun í lífinu. Myndin fjallar ekki síður um sambandið á milli feðganna. Faðirinn (Tom Skerritt), er harður í horn að taka og gefur sonunum strangt, kristilegt og krefjandi uppeldi. Það lukkast fullkomlega hvað snertir þann eldri (Craig Shaffer), sem heldur ótrauður beinan menntaveginn. Paul, sá yngri, óbeislaður og villtur, sest að í heimafylkinu, Mont- ana, og gerist drykkfelldur og kaldhæðinn blaðamað- ur. Skerritt sýnir á sér nýja hlið sem hinn guðrækni fjölskyldufaðir sem leggur sonum sínum lífsregl- urnar með hjálparmeðölum fluguveiðilistarinnar, en Pitt gnæfir yfir öðrum, sem hinn breyski en mann- eskjulegi Paul.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.